Morgunblaðið - 21.08.1991, Side 5

Morgunblaðið - 21.08.1991, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 5 Stykkishólmur: Olafur H. Svemsson ráðinn bæjarstjóri Stykkishólmi. BÆJARSTJÓRN Stykkishólms ákvað í gærmorgun með atkvæðum allra bæjarfulltrúa að ráða Ólaf Hilmar Sverrisson viðskiptafræðing bæjarsljóra í Stykkishólmi. Umsækjendur voru alls tuttugu talsins. Ólafur er nú bæjarritari í Kópavogi. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að starfið leggðist ákaflega vel í sig. Ekki er ákveðið hvenær hann kemur til starfa. „Þetta er eflaust erfítt og krefj- andi starf, en um leið skemmtilegt og lifandi,“ sagði Ólafur. „Ég er nú ekki alveg ókunnur þessum slóð- um, þar sem ég starfaði sem sveit- arstjóri í Grundarfirði á árunum 1986-90.“ Ólafur er fæddur 13. desember 1959. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980, og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands 1984. Ólafur er sonur Ingibjargar Þor- valdsdóttur og Sverris Júlíussonar fyrrum alþingismanns. Kona hans er Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur. - Árni. Ólafur H. Sverrisson Saulján ára ökumað- ur slasast í bílveltu SAUTJÁN ára piltur slasaðist alvarlega er fólksbíll sem hann ók valt á Álftanesvegi skammt sunnan við bæinn Landakot aðf- aranótt sunnudagsins. Farþegi í bílnum slapp með minniháttar meiðsl, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var hvorugur þeirra í bílbeltum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið kl. 4 aðfaranótt sunnudags- ins. Talið er að bíllinn hafi oltið þegar hann lenti í lausamöl. Öku- maðurinn kastaðist að hluta út um þaklúgu á bílnum og klemmdist undir honum. Hann var meðvitund- arlaus þegar lögregla kom á stað- inn, en komst til meðvitundar á ný í sjúkrabifreið á leiðinni á slysa- deild Borgarspítalans. Að sögn lög- reglunnar voru meiðsli hans talin alvarleg. Tíu téknir með fíkniefni LÖGREGLAN í Árnessýslu handt- ók 10 manns síðastliðinn sunnu- dagsmorguni húsi í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Að sögn lögreglunnar fannst nokkuð magn af fíkniefnum við leit í húsinu. Þeir handteknu voru um og yfir tvítugt og búsettir í Árnes- sýslu og í Reykjavík. Lögreglan vann að rannsókn málsins ásamt fíkniefn- alögreglunni í Reykjavík. ROYAL CROWN'COLA * Meðalverð í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu 10.08.91. RC og Coke eru í margnota umbúðum með 10 kr. skilagjaldi en Pepsi í einnota umbúðum með 6 kr. skilagjaldi. - fyrír bragdið og verðið. RC-Cola st^ndur upp úk..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.