Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 9 Óskum eftir aö taka þriggja til fimm herbergja íbúö á leigu sem allra fyrst, og til lengri tíma. Við eru tveir félagar rúmlega þrítugir, annar auglýsingateiknari og hinn rekstrarhagfræðingur. Báðir í góðum stöðum. Getum útvegað meðmæli sé þess óskað. Göngum mjög snyrtilega um og erum reglusamir. Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar i símum 74174 og 620045 Vinum mínum öllum og vandamönnum þakka ég innilega heimsóknir, kveðjur og gjafir á áttrœðis afmœli minu þann 21. júlí sl. Verið ávallt í guðsfriði. Sveinbjörn Finnsson. Nú eru raunvextir á spariskírteinum ríkissjóðs í áskrift 8,1%. Pantaðu áskrift núna og þá færðu þessa háu vexti, á þeim skírteinum sem þú kaupir til áramóta, þótt vextir lækki aftur síðar á árinu. Hringdu eða korndu í Seðlabanka íslands eða Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskrift að spariskírteinum rtkissjóðs. Q «N ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Traustur þing- meirihluti enn til staðar I forystugrein norska dagblaðsins Aftenposten er fjallað um afstöðu norskra stjómmála- flokka til samningavið- ræðnanna um Evrópska efnahagssvæðið og um- ræður um það mál á Stór- þinginu. Þar segir meðal annars: „Niðurstaðan lá á borðinu við upphaf um- ræðnanna í Stórþinginu um samningaviðræðum- ar um Evrópska efna- hagssvæðið: Sem fyrr óskar traustur þing- meirihluti eftir víðtæk- um EES-samningi, ein- faldlega vegna þess að norskir atvinnuvegir eiga líf sitt undir að hafa frjálsan aðgang að innri markaði EB. Þó það nú væri. Á sínum tíma mark- aði ríkisstjóm [Gro] Harl- em Brundtland þá stefnu sem enn er unnið eftir. Og ríkisstjórn [Jans P.[ Syse lagði gmndvöllinn að þeirri samningaskipan sem núverandi rikis- stjóm hefur byggt á í viðræðunum. Á þessurn tima hefur Miðflokkur- inn að vísu dregið sig út úr hinni breiðu samfylk- ingu, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að þing- meirihlutinn óskar þess eindregið, að Noregur taki þátt í hhiu evrópska efnahagssamstarfi — í fyrstu lotu. Stjórnarandstaðan, sem var óveiyu samtaka, notaði tækifærið, undir forystu Kaci Kullmann Five, leiðtoga Hægri- flokksins, til að hala inn nokkur pólitísk prik með því að gera sem mest úr því vanmati, sem án nokkurs vafa hefur átt sér stað á fyrri stigum viðræðnanna. Það var aðdragandi að þjarki um það hver hefði misskilið hvað í þeirri lausn fisk- veiðivandamálsins, sem ríkisstjómin var ekki ein um að halda að hefði náðst á ráðherrafundin- um margumtalaða í Lúxemborg. En þetta leiddi umræðumar um aðaiefnið ekki á villigöt- Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra ráðgast við samflokksmann sinn, Petter Thomassen, við EES-umræðurnar í Stórþinginu síðastliðinn föstu- dag. Mikilvægast að ná sem bestum kjörum í EES-samningnum í forystugrein Aftenposten segir, að Ijóst sé, að traustur meirihluti sé enn fyrir því á Stórþinginu, að áfram verði haldið tilraunum til að koma samningi um Evrópska efna- hagssvæðið í höfn, þar sem norskir atvinnu- vegir eigi allt undir að fá frjálsan aðgang að innri markaði Evrópubandalagsins. ur. Kullmami Five sagði skýrt og skorinort, að „Ríkisstjórnin nýtur óskoraðs stuðnings Hægriflokksins í því starfi sem inna verður af hendi til að ná sem víðtækustum EES-samn- mgi“. Káre Gjonnes, þingflokksformaður Kristilega þjóðarflokks- ins, var varkárari og krafðist þess bæði, að þj óðaratkvæðagreiðsla færi fram og hélt þeirri leið opinni, að flokkurinn gæti hafnað samningn- um, þegar hann lægi fyr- ir. Flokkur, sem lítur á EES-samninginn sem „sjálfstæðan og varan- legan valkost á móti EB- aðild“ á varla annarra kosta völ.“ Vildu ekki skoða afleiðingar EB-aðildar Ennfremur segir í for- ystugrein Aftenposterr. „Því miður hafnaði meirihluti þingsins enn einu sinni tillögu Hægri- flokksins um að taka til rækilegrar skoðunar og yfirvegunar, hvaða af- leiðingar EB-aðild hefði fyrir Noreg. Fyrsta greinargerð Svía um af- leiðingar aðildar fyrir þá liggur þegar fyrir. Mark- viss athugun á því, sem einnig hlýtur að skipta okkur mestu, þegar til lengri tíma er litið, mundi skapa breiðari grundvöll að standa á og verka hvetjandi í þeim rökræðum, sem Verka- mannaflokkurinn verður einnig að taka þátt í, strax og EES-samningur- inn liggur fyrir. Tillaga Hægriflokksins er því engan veginn út í hött í þessari umræðu, heldur minnir á, að við verðum einnig að undirbúa okkur fyrir næsta skref í aðlög- un okkar að hinni nýju Evrópu. Slík skoðun mundi þar að auki skapa meira oln- bogaiými og víðari sjón- hring í umræðu okkar | heima fyrir. Enginn er í vafa um, að ríkisstjómin metur ástandið þannig, að þróunin í Evrópu haldi áfram á sömu braut. Það sem Hægrifiokkurinn biður um er ekki annað en það, 'að margháttaðar kannanir, sem þegar fara fram í ráðuneytunum, verði með formlegri hætti en hingað tíl. Og vel á minnst, dijúgur hluti grundvallargagn- anna liggur þegar fyrir í hlutum EES-samnhigs- ins, sem fyrir löngu er kominn á blað. Það er kannski ekki neitt reginhneyksli, að V erkamannaflokkurinn og rikisstjómin liika enn á þessum punkti. Ráð- rúmið, sem hinar lang- dregnu EES-samninga- viðræður veita okkur, væri hins vegar rétt að nota betur en við höfum gert. I bili er eigi að síður mikilvægast að tryggja okkur samning, sem veit- ir norskum atvinnuveg- um aðgang að evrópska markaðnum á því augna- bliki, sem innri markaður EB tekur gildi 1. janúar 1993.“ Höfnum ekki næstbesta valkostinum Loks segir í forystu- greininni: „í umræðun- um í Stórþinginu í gær tókst klókindalega að forðast að fara í smáatr- iðum út í það, hvaða nýj- ar tilslakanir verði nauð- synlegt að gera, þegar EES-viðræðumar hefjast á nýjan leik. Gunnar Berge, þingflokksform- aður Verkamannaflokks- ins, gekk lengst. Ábend- ing hans um, að við kunn- um að neyðast til að ganga að fiskveiðisam- komuiagi, sem sé ekki eins hagstætt og það, sem talið var í höfn eftir Lúxemborgar-fundinn, felur hins vegar ekki í sér nein ný sannindi. Við vinnum ekki neitt á því að hafna næstbestu lausninni í gren\ju okkar yfir að fá ekki allt sem við fömm fram á í loka- lotunni." 9 SKULDABRÉF OLITNIS Fastir vextir, ýmsir gjalddagar Verðtryggð skuldabréf með föstum vöxtum eru ein besta fjárfesting sem einstaklingar eiga kost á nú. Raunávöxtun á skuldabréfum eignarleigufyrirtækisins Glitnis hf., dótturfélags íslandsbanka, er 't.d. 9,5% um þessar mundir. Ýmsir gjalddagar eru í boði og þannig má try'ggja 9,5% ársávöxtun allt frá sex mánuðum upp í fjögur ár. Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýsingar um ávöxtun sparifjár. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armula 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.