Morgunblaðið - 21.08.1991, Page 16

Morgunblaðið - 21.08.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 VALDARANIÐ I KREML Edúard Shev- ardnadze, fyrrver- andi utanríkisráð- herra Sovétríkj- anna, flytur tölu yfir mannfjölda við ráðhús Moskvu í gær. Tugþúsundir manna voru á staðnum og mót- mæltu ákaft valda- töku átta harðlínu- manna sem steyptu Míkhaíl Gorbatsjov aðfara- nótt mánudags. Shevardnadze sagði að nýja klíkan yrði ekki lengi við völd, lýð- ræðisþróunin yrði ekki stöðvuð héðan af en mikil hætta væri á borgara- styrjöld vegna at- burðanna. Reuter NIÐURMEÐ HERFORINGJA- KLÍKUNA! Reuter Kona í Moskvu færir hermanni, sem tók þátt í að gæta öryggis rúss- neska þinghússins í gær, nokkur egg til að seðja hungrið. Skriðdrek- ar úr herdeildum, sem ákváðu að styðja Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta gegn valdaræningjunum, brutu sér leið í gegnum glufur á vamar- girðingum Sovéthersins umhverfis þinghúsið til að geta tekið sér Stöðu við þinghúsið þar sem þeir hyggjast veija Jeltsín. Reuter Um eitt hundrað þúsund manns söfnuðust saman á útifundi í Leníngrad í gær til að mótmæla valdaráninu í Kreml og falli Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Á kröfuspjaldinu stendur: „Niður með herforingja- klíkuna! Meðal áttmenninganna sem rænt hafa völdum eru Dmítríj Jazov, hershöfðingi og varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna, Vladímír Kijútjskov, yfirmaður öryggislögreglunnar, KGB, og Boris Púgó innanríkis- ráðherra. Kijútjskov hefur undir sinni stjórn hátt í þijú hundruð þúsund manna lið KGB-hermanna, sem hafa allmikið af skriðdrekum og brynvörðum liðsflutningabílum til umráða. Innanríkisráðuneytið hefur á að skipa tugþúsundum vopnaðra manna og hafa sérsveitir þessa liðs, OMON-liðið eða Svarthúfurnar, orðið alræmdar fyrir hrottahátt í Eystrasaltslöndunum. Skriðdrekaher- maður úr Sovét- hernum styður sig við lúguna á farar- tæki sinu. Óbreytt- ir borgarar hafa skreytt drekann blómum í von um að bardagamóður- inn þverri af her- mönnunum. Fólk raðaði sér upp yfír þvera Gorkíj-götu og tókst að hindra fylkingu skrið- dreka í að komast ferða sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.