Morgunblaðið - 21.08.1991, Side 21

Morgunblaðið - 21.08.1991, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 21 pliorgminMalíili Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Kommúnismi í verki - fjörbrot fortíðar "p^að hefur einatt sýnt sig að sag- an kallar einn mann til vitnis og ábyrgðar þegar miklir atburðir gerast og virðist hann þá látinn gegna einstæðu sögulegu hlutverki sem tákngervingur þeirra atburða sem rísa eins og öldurót úr sam- tímanum. Við þekkjum mörg slík dæmi þótt við vitum aftur á móti mætavel að sagan er fyrst og síðast einskonar hreyfing fjöldans sem ber fram óskir um nýja tíma, byggðar á nýjum viðhorfum, sem valda kafla- skiptum í sögulegri þróun. Fjöldinn velur sér tákngervinga á örlaga- stundum og má augljóst vera að sá maður sem mestar vonir hafa verið bundnar við í ölduróti Sovétríkjanna, Jeltsín forseti Rússlands, hefur verið kallaður í það hlutverk, sem athygli heimsins beinist að á skrifandi stundu. Fáir menn hafa breytt sam- tímanum með jafn áþreifanlegum hætti og annar Rússi, sem nú er fallinn í ónáð samstarfsmanna sinna í Kreml, en var þó kallaður til ábyrgðar á mikilvægum tímamótum án þess fjöldinn kæmi þar við sögu heldur var hann kosinn af fámennri kommúnískri valdaklíku, að hefð- bundnum hætti. Atburðarásin hefur samt leitt hann fram á sjónarsviðið sem fulltrúa mikilla breytinga og raunar má fullyrða að kalda stríðinu hafí linnt á þeim hálfa áratug sem hann hefur setið að völdum í þessu víðlenda heimsveldi, sem við köllum Sovétríkin, en það er eins og kunn- ugt er samansett af mörgnm og óh'k- um lýðveldum sem hafa haft nokkra sjálfstjórn en krefjast þess nú sum hver að fá fullt sjálfstæði og má þar nefna Eystrasaltsríkin, Georgíu, Armeníu og Moldovu. Það er á þess- um punkti sem hnífurinn stendur í kúnni og ljóst er að valdaklíkan inn- an Kremlarmúra hefur ekki látið sér lynda þá þróun sem augljós var og átti að leiða til þess að í gær yrði undirritaður nýr stjómskipunarsátt- máli lýðveldanna og staðfest í verki harla mikil og óvenjuleg sjálfstjórn þeirra þótt reynt væri að halda ríkinu saman eins og kostur væri. Hlutverk Gorbatsjovs hefur verið mikið og merkilegt og verður ávallt í minnum haft, hvað sem líður ólík- um skoðunum á því sem hann áork- aði og erfiðleikunum sem orðið hafa í kjölfar þeirrar þróunar sem spratt úr opnunarstefnu hans. Má ólíklegt þykja að frá henni verði horfíð og þá einungis um skeið því að augljóst er að almenningur í Sovétríkjunum unir ekki lengur því alræðisbrölti sem einkennt hefur stjórn kommún- ista í lýðveldunum svo ekki sé talað um miðstjórnarvaldið innan Kreml- arveggja. Þó að menn eigi um eitt- hvert skeið eftir að verða varir við gamla vofu Stalíns innan þessara veggja er harla ólíklegt að nokkrum manni takist að stilla klukkuna eins og hún var fyrir opnunarstefnu Gorbatsjovs eða slökkva ljós lýðræð- islegrar hugsjónar og nýrra viðhorfa í þessu víðfeðma og mikla veldi. Kommúnisminn hefur reynst eins og hvert annað miðaldamyrkur og hafa gamlir marxistar ekki síst við- urkennt þá staðreynd og haft uppi tilburði til þess að sannfæra menn um að þróun í átt til lýðræðis og ftjáls markaðar sé á stefnuskrá þeirra, ekki síður en annarra og þá að sjálfsögðu einnig tilhneiging til slökunar og afvopnunar sem leitt gæti til betra og friðsamlegra ástands í heiminum en var fyrir valdatíð Gorbatsjovs. Þó væri ekki út í hött að ímynda sér að hefðbund- ið ofbeldi Rauða hersins bitnaði á Eystrasaltsþjóðunum eins og varð þegar þessi sami her kæfði frelsisþrá manna í Ungveijalandi og Tékkó- slóvakíu enda eru teikn þess þegar á lofti. Þess má þá einnig minnast að mikið ávannst eftir byltinguna í Búdapest og þá ekki síður eftir fall Dubceks í Tékkóslóvakíu og raunar meira en mönnum var þá ljóst. Þessi staðreynd blasir nú við hveijum þeim sem kemur til að mynda til Búda- pest og sér að frelsisþróun var lengra á veg komin þar eystra en almennt var álitið. Þannig mundi væntanlega einnig verða um þali lönd sem nú horfast í augu við stálgráa bryn- dreka gömlu hershöfðingjanna í Kreml, Walesa og Havel gátu ekki um langt skeið um fijálst höfuð strokið og hinn síðarnefndi sat árum saman í fangelsi áður en hann tók við forsetaembætti í Tékkóslóvakíu. Forystumenn Eystrasaltsríkjanna eiga að sjálfsögðu erfiða daga fyrir höndum en þróun sögunnar stefnir í átt til frelsis og sjálfstæðis eins og við sjáum af fyrmefndum dæm- um frá Ungveijalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu og víðar austan Berlínarmúrs og hrunins járntjalds. Sú hefðbundna aðferð sem Kreml- arklíkan virðist nú ætla að nota minnir jafnframt á að valdaránið í Moskvu hefur síst af öllu orðið með hefðbundnum hætti heldur hefur það sýnt önnur einkenni en við erum vön þegar slíkir atburðir hafa gerst þar eystra, svo sem þegar Khrústsjov- klíkan komst til valda og Bería var fórnað eða þegar Brezhnev braut valdakerfíð undir sig og handlangara sína en þá voru einungis gefnar út tilkynningar um afstaðna atburði sem engin óvissa var í kringum og engum datt í hug að hnekkt yrði en nú bíða menn aftur á móti í ofvæni eftir því hvað verða vill, með hvaða hætti sögulegt hlutverk Jeltsíns verður fullkomnað og hvernig andóf- inu yrði háttað ef hann hyrfí af sjón- arsviðinu eins og ráða mátti af at- burðarásinni upp úr miðnætti. Þótt atburðirnir í Sovétríkjunum séu ekki með þeim hætti að um bein átök sé að ræða milli austurs og vesturs er grundvallaratriði að Vest- urlönd haldi vöku sinni, slái ekki af öryggis- og varnarkröfum Atlants- hafsbandalagsins og reyni að hafa þau áhrif til góðs sem sveigt gætu Kremlveija til áframhaldandi bata í alþjóðaviðskiptum og þá væntanlega einnig heima fyrir, þar sem brauð- laust ríkið stendur á brauðfótum og vöruskorti er mætt með sýndar- mennsku. Umbun hersins fyrir þátt- töku í valdaráninu verður að sjálf- sögðu aukin útgjöld til hermála og þá auðvitað á kostnað fátæks fólks í Sovétríkjunum og annarra þeirra sem þurfa fremur á nauðsynjum að halda en hergögnum. Augljóst er að valdaklíkan hefur ekki alla þræði atburðarásarinnar í hendi sér því að hún þurfti á að halda blaðamannafundi í fyrradag til að skýra viðhorf sín og draga upp jákvæða mynd af sjálfri sér en slíkt hefur aldrei gerst undir sömu kring- umstæðum í Moskvu. Hitt er þá einriig nýtt af nálinni að slíku valda- ráni sé beint gegn löglega og lýðræð- islega kjörnum fulltrúa rússnesku þjóðarinnar og þjóðþinginu. Þar sem skriðdrekum Rauða hersins og öðr- um vígtólum hans var áður beint gegn erlendum þjóðum þá ógna þau nú rússnesku þjóðinni sjáifri og aug- ljóst að vopnunum, sem áður heftu frelsisþrá nærliggjandi þjóða, er ætlað sama hlutverk nú gegn lands- mönnum valdaklíkunnar. Mótmæl- endurnir eru ekki nú á götum Búda- pest eða Prag, fólkið sem nú mót- mælir þyrpist tugþúsundum saman út á göturnar í Moskvu og Leníngrad og verkföllin í Síberíu sýna að harðlínumenn hafa ekki fullkomið vald á atburðarásinni og þróunin hefur ekki orðið með þeim hætti sem þeir hefðu helst kosið. Það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæj- ar að lýðræðislega kjörinn forseti Rússlands stjórnaði andófi gegn Kremlveijum og rússneskum hers- höfðingjum og héldist það uppi í víggirtu þinghúsi lýðveldisins í miðri Moskvu þótt Rauði herinn hafí nú látið til skarar skríða. Þá hefði það ekki síður einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að tugþúsundir manna mótmæltu fyrir- mælum stjómenda Sovétríkjanna, þyrptust út á götur og létu í ljós vanþóknun sína á valdaráni og hern- aðarbrölti Rauða hersins og allra síst hefðu menn átt von á því þegar miðstjórnarvald Sovétríkjanna var hvað mest að yfirmenn í jaðarríkjum neituðu að láta nota sig til óheilla- verka en það virðist nú hafa orðið í Eistlandi, þar sem yfirmenn rússn- eska hersins telja sér ekki skylt að hlýða skipunum um árásir á óbreytta borgara eða aðra þá sem nú eru úthrópaðir óvinir heimsveldisins. Loks er augljóst að hermennimir í Moskvu hafa rætt við fólkið þar í borg eins og samlanda en ekki h'fshættulega óvini, réttdræpa. Jeltsín krafðist þess að fá að tala við Gorbatsjov, sú krafa var eðlileg, hann krafðist þess áð herinn yrði látinn hverfa á brott og það var ekki síður eðlilegt. Við eigum kannski eftir að upplifa önnur tákn víðar í þessu mikla ríki og þá hvarflar hugurinn ekki síst til Moldovu, Armeníu og Georgíu. Þó veit að sjálfsögðu enginn hvað þar muni gerast, ekki frekar en annars staðar í ríkinu. Og menn skyldu hafa hugfast að Rauði herinn var kallaður frá Búdapest og allir héldu að linnt yrði látum en þá var honum sigað allt í einu á þessa fallegu borg á sléttunum, forsætisráðherrann Nagy og yfirhershöfðingi ungverska hersins, Maleter, vora ginntir, svikn- ir og drepnir. I Prag var einnig svikaglenna áður en Rauði herinn hófst handa og menn vora jaínvel farnir að ímynda sér að Dubcek kæmist upp með stefnu sína, sumir héldu jafnvel í bamaskap sínum að til væri eitthvað sem hann og aðrir kölluðu sósíalisma með mannlegri ásjón, en við fengum að upplifa það með áþreifanlegum hætti að slík stefna er ekki til. Og Tékkar urðu að bíða nokkur ár eftir sínum Havel — og nú má einnig minnast þess að útskúfaður Dubcek komstrí forseta- stól þingsins án þess nokkur fengi þar rönd við reist. Hann var marx- isti eins og Gorbatsjov og Jeltsín upphaflega og því ekki út í bláinn að líkja ferli hans nú við stjómmála- baráttu Gorbatsjovs og þróunina síðustu misseri hvað sem verður. Atburðirnir í Sovétríkjunum era í senn ógnvekjandi og einkennandi fyrir kerfíð. Og þótt ástæða sé til að hafa af þeim miklar áhyggjur er ekki fráleitt að ætla að hér sé um að ræða óheillav.ænleg óttaviðbrögð ráðalausra manna sem einnig era tákngervingar sögulegrar þróunar — og þá einkum úrelts harðstjórnar- kerfis sem á ekkert erindi við sam- tímann en er einungis eftirstöðvar af kenningum sem aldrei hafa virkað í neinu þjóðfélagi. Það mætti því með fullum rétti ætla að við séum nú að upplifa fjörbrot þessarar for- tíðar. Og nátttröllin kunna ekki einu sinni að gera byltingu eins og gömlu harðjaxlamir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1991 VALDARÁIMIÐ í KREML - Fortfð Rauða hersins Innrásin í Ungverjaland 1956: Þúsundir óbreyttra borg- ara voru brytjaðar niður „UNGVERSKA þjóðin hefur sýnt heiminum að hún vill leggja allt í sölurnar til að losna undan rússnesku oki, losna undan ógnarsljórn og einræði kommúnismans. Hún hefur fórnað miklu því hún metur frelsi framar öllu. Þeir einir sem hafa þolað áþján og kúgun vita hvers virði frelsi og lýðræði er.“ Þessi orð flutti kunnur fyrirlesari í breska útvarpinu daginn eftir innrásina í Ungverjaland. Ungverjar höfðu reynt að bijótast úr viðjum Sovétmanna en þeim var mætt af herveldi Sovétmanna af mikilli grimmd sem af mörgum er varla tal- in eiga sér hliðstæðu nema í hryðjuverkum nasista og villimennsku miðalda. Aðdragandinn var býsna langur. Eftir heimsstyijöldina hafði rússn- eski herinn áfram aðsetur í landinu en áhrifin voru lítil til að byija með. í fijálsum kosningum náðu kommúnistar meirihluta 1947 eftir látlausan undirróður stalínista. Upp úr því var stjórnarandstaðan þurrk- uð út og flýðu margir forystumenn land. Einræðisherra kommúnista- stjórnarinnar varð Matyas Rakosi. Teknir voru upp hættir sem sjálf- sagðir þóttu í Sovétríkjunum og menn grunaðir um ótryggð voru teknir, pyndaðir og oftast drepnir. Árið 1948 varð Imre Nagy forsætis- ráðherra og reyndi að gera nokkrar tilslakanir en féll í ónáð og varð að láta af embætti. Kröfur fólksins voru eftir sem áður háværar og 1956 var Nagy tekinn í sátt af ungverskum kommúnistum. Um líkt leyti fór sendinefnd í heimsókn til Júgóslavíu og var þá stalínistum nóg boðið. Þeir ákváðu að grípa til sinna ráða og settu Nagy af. Uppreisnin hófst 24. október 1956 að loknum götufundi stúdenta sem kröfðust þess að Nagy kæmi aftur til valda. Sama kvöld um- kringdi sovéski herinn Búdapest. Af hálfu stjórnvalda var sagt að beðið hefði verið um aðstoð við að bæla niður byltingu niðurrifsafla en í ljós kom að herliðið hafði lagt af stað áður. Herlög voru sett og fólki bannað að hópast saman. Menn virtu bannið að vettugi og í fyrstu varð 'uppreisnarmönnum nokkuð ágengt enda barðist hluti ungverska hersins með fólkinu. Hataður kommúnistaleiðtogi, Eron Gerö, var rekinn úr embætti en í hans stað kom Janos Kadar sem ýmsir bundu vonir við. Frægt var þegar Stalínslíkneski sem stóð í miðri Búdapest var brotið niður. Rauðar stjörnur vora fjarlægðar og fólk gekk fagnandi um götur og hrópaði sigurorð. Mannfall var þó mikið og sjónarvottar sögðu að hundruð eða þúsundir óvopnaðra manna hefðu verið brytjuð niður. Fámennar frelsissveitir börðust af mikilli hugprýði og tókst öðra hveiju að hrekja þær sovésku á brott. En Sovétmenn sendu liðsafla í skyndi á vettvang og átökin fóru Þúsundir voru brytjaðar niður. harðnandi. Að sumra mati dró Nagy um of taum Sovétmanna. Margir voru á báðum áttum þegar hann lýsti yfir að ný stjórn hefði verið mynduð og ætlaði hún að halda fijálsar kosningar jafnskjótt og friður yrði. Leiðtogar frelsissveit- anna sögðu að kommúnistar væra að slá-ryki í augu fólks og settu á stofn ráð. Það bar fram kröfur þar sem krafist var að sovéski herinn færi skilyrðislaust úr landinu og Ungveijar segðu sig úr Varsjár- bandalaginu. Nagy tók undir kröf- urnar og gékk á fund sovéska sendi- herrans, Júríjs Andropovs, sem seinna varð flokksleiðtogi Sovétríkj- anna, að greina honum frá þessari niðurstöðu. Sovétmenn kváðust nú ætla að fara úr borginni en fyrir utan hana beið herlið átekta. Fyrir atbeina Sovétmanna var stjórn Kadars sett á laggirnar. Hinn 4. nóvember gengu ungverskir hershöfðingjar á fund sovéskra kollega í Búdapest til að komast að samkomulagi um frið. Ungveijarnir, þar á meðal Nagy, sneru ekki aftur. Seinna kom á daginn að þeir voru handteknir og síðar drepnir. Morguninn eftir gerði sovéski herinn úrslitaáhlaup- ið. Stanslaus skothríð var hafin á vopnlausa og varnarlausa og stóð klukkutímum saman. Lengi vel hafði ungverska stjórnin útvarps- stöðina á valdi sínu og útvarpaði síðustu dagana hjálparbeiðnum með stuttu millibili. Við þeim var dauf- heyrst. Rétt fyrir klukkan 20 heyrð- ist síðasta útsendingin: „Við eigum ekki langan tíma eftir. Hjálpið Ung- veijum. Hjálp — hjálp — hjálp.“ Þá var ungverski þjóðsöngurinn leik- inn. Síðan þagnaði útvarpsstöðin í Búdapest. Sovétmenn um innrásina í Tékkóslóvakíu 1968: „Aðgerðir í þágu friðar“ INNRÁSIN í Tékkóslóvakíu aðfaranótt 21.ágúst 1968 var framin í skjóli næturmyrkurs. Hersveitir frá Póllandi, Austur-Þýskalandi, Ungveijalandi og Búlgaríu héldu inn yfir landamærin en fyrir fóru sovéskar hersveitir. Talið er að hátt í hálf milljón hermenna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Sovétmenn staðhæfðu að ónafngreindir, tékkneskir valdamenn hefðu óskað eftir að hersveitir yrðu sendar inn í landið til að bijóta á bak aftur „niðurrifsöfl sem væru alls ráðandi í landinu“. Þeir kunngerðu að innrásin væri „aðgerðir í þágu frið- ar“, til að koma i veg fyrir að borgarastríð brytist út. MIUVIKUIIABUK II. AQÍMT IW« Innrás í Tékkóslóvakíu Hersveitir kommúnista- Hkjonna föru inn yfir landamærin I nótt Herinn ekki kraddu Hl vnrnnr • I »411 Unul M*r >1 dlvnryU 1 k.fU Af rt j M kH, U iMnvHlir fr* S.vítrfVJu«u«, Au.lur-Hik.- Uadk rdlUadl, UacwrJ*Uadl * Uúl»mrfu k.fSu UrlB laa jrllr Uad.mari T*kk4.Uv.Wlu U þa d |m aUkar M L uuUa alr. Sk.r.61 ólv.rplS * ItfU Ua4>- ’ »ýa« .IIIHa«u ar v.fl« kvmt Forsíða Morgunblaðsins 21. ágúst 1968. Morgunblaðið var eitt Ör- fárra blaða í Evrópu sem tókst að birta fréttina af innrásinni á mið- vikudagsmorgun. Skömmu áður hafði heræfingum lokið í Tékkóslóvakíu á vegum Var- sjárbandalagsins og vörpuðu marg- ir Tékkar öndinni léttar enda hafði spennan í samskiptum Sovétríkj- anna og Tékkóslóvakíu magnast stig af stigi mánuðina á undan. Síðari hluta vetrar 1967 hafði Alexander Dubcek, 46 ára gamall Slóvaki, tekið við starfi aðalritara kommúnistaflokksins af stalínistan- um Antonin Novotny. Hann hófst handa um að gera verulegar breyt- ingar í landinu og að honum söfnuð- ust margir hæfileikaríkir menn, ungir stjórnmálamenn með nýjar hugmyndir, rithöfundar, hagfræð- ingar og ýmsir andófsmenn sem hafði ekki verið leyft að starfa á Novotny-valdatímanum. Einna þekktastur á þeim tíma var Josef Smrkovsky sem var kjörinn forseti þingsins. Dubcek var sannfærður sósíalisti en honum hugnaðist ekki það stjórnarfar sem hafði ríkt frá valdatöku kommúnista 1948. Dubcek stefndi að því að koma á „sósíalisma með mannlegu yfir- bragði“. í stefnu hans fólst að lina á níðingslegum hömlum á ritfrelsi og prentfrelsi í landinu. Hann og samstarfsmenn hans höfðu og á stefnuskrá umfangsmiklar hug- myndir í efnahagsmálum og næstu mánuði blómstraði athafnafrelsi í landinu og mánuðirnir jafnan kall- aðir „vorið í Prag“ 1968. Aðgerðir Dubceks og samstarfsmanna hans mæltust afleitlega fyrir hjá Leóníd Brezhnev Sovétleiðtoga og öðrum Kremlarbændum. Dubcek lét sig ekki. Hann naut almenns stuðnings hjá öllum þorra manna sem fögnuðu ákaft ný- fengnu frelsi til orða og athafna sem hafði verið óþekkt í tvo ára- tugi. Dubcek fór aldrei dult með það að hann hefði ekki í hyggju að ijúfa tengsl við Sovétríkin, fyrir honum vekti að breyta kerfi sem var harðneskjulegt og svipti fólk grundvallarmannréttindum. Að kvöldi 20. ágúst 1968 var miðstjórn tékkneska kommúnista- flokksins kölluð saman á skyndi- fund. Brezhnev, sem verið hafði í heimsókn, var þá nýfarinn aftur til Sovétríkjanna og er talið að hann hafí þá hótað Dubcek og samstarfs- mönnum hans öllu illu. Fundurinn stóð enn þegar fyrstu fréttir bárust af því að hersveitir Varsjárbanda- lagsins undir foiystu Sovétríkjanna geystust yfir tékkneskt land. Mið- stjórnin skoraði samstundis á þegna landsins að sýna stillingu og veita ekki mótspyrnu en þess krafist að innrásarliðið yrði dregið til baka. Það var að engu haft og sólarhring síðar var öll Tékkóslóvakía á valdi innrásarliðsins. Innrásin vakti andstyggð víða um heim en allt kom fyrir ekki. Alþjóð- legur þrýstingur hrein ekki á for- ystu Sovétríkjanna. Dubcek og nokkrir nánustu samstarfsmenn hans vora fluttir í böndum til Moskvu. Þar voru þeir nauðugir látnir undirrita samning þar sem kveðið var á um að tekin yrði upp fyrri stjórnarstefna uns ástandið væri komið í „eðlilegt horf“ að nýju. Dubcek var settur til valda á ný en hann og aðrir tékkneskir leiðtog- ar voru aðeins leikbrúður í höndum Sovétmanna. Nokkrum mánuðum síðar lést Josef Smrkovsky úr krabbameini. Alexander Dubcek vék úr starfí 1969 og gegndi um tíma stöðu sendiherra í Tyrklandi. Hann var fljótlega kallaður heim og næst fréttist af honum sem skóg- arverði í Slóvakíu. Þó svo hvatt hefði verið til still- ingar tii að koma í veg fyrir blóðsút- hellingar eftir innrásina varð mann- fall þó töluvert, ekki síst í Prag. Tékkar stóðu saman gegn her- námsliðinu en fengu lítið að gert. Það vakti heimsathygli og hrylling þegar ungur maður, Jan Palach, brenndi sig til bana á Vaclavs-torgi í janúar 1969 í örvæntingu yfir því hvernig fyrir landi hans var koniið. Fleiri ungmenni gripu til þessa óyndisúrræðis á næstu mánuðum. Tékkar voru að vísu komnir aftur undir járnhælinn en frelsis- og umbótaanda „vorsins í Prag“ 1968 tókst Sovétmönnum og úrgum vald- höfum ekki að bijóta niður með þjóðinni. Reuter Skriðdrekar sovéska hersins taka sér stöðu í grennd við Kremlarmúra á mánudag eftir valdaránið. Til hægri sjást turnar dómkirkju heilags Basils. Jeltsín býður nýju valdhöfunum birginn: „Lýðræðið mun sigra en ekki þessi ólöglega nefnd“ Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti rússneska lýðveldisins, hét því í gær að halda uppi andspyrnu í ótak- markaðan tima gégn hinni nýju neyðarnefnd harðlinumanna, sem hefur hrifsað völdin í Sov- étríkjunum. „Krefjist þess að þeir segi af sér þegar í stíið og verði leiddir fyrir lög og dóm,“ sagði Jeltsín þegar liann ávarp- aði þúsundir stuðningsmanna, sem söfnuðust saman við bygg- ingu rússneska þingsins í Moskvu þrátt fyrir bann við stjórnmála- fundum. „“Lýðræðið mun sigra, en ekki þessi ólöglega nefnd,“ sagði hann. Áður hafði Jeltsín hvatt til þjóð- arandstöðu gegn neyðarnefndinni, sem vék Míkhaíl Gorbatsjov forseta frá völdum á mánudag. Um leið hvatti hann til allsheijarverkfalls til þess að mótmæla valdatöku neyðarnefndarinnar, _ sem nýtur stuðnings hersins. í dag voru götuvígi umhverfis rússneska þing- húsið efld og námumenn lögðu nið- ur vinnu í samræmi við áskorun Jeltsíns og í trássi við bann nýju valdhafanna. Vinnu var hætt í helmingi náma á Kuzbass-svæðinu í Síberíu og verkfallsmenn lýstu yfir stuðningi við Jeltsín. Jeltsín hefur forðast að biðja um hjálp frá vestrænum ríkisstjórn- unm, en utanríkisráðherra hans, Andrej Kozyrev, kom í dag til París- ar til að leita eftir vestrænum stuðn- ingi við rússneska lýðveldið. Koz- yrev á að mynda útlagastjórn, ef mótmælahreyfing Jeltsíns forseta verður brotin á bak aftur. Jeltsín hefur skorað á hermenn að styðja ekki hina nýju stjórn harðh'numanna. „Hermenn, liðsfor- ingjar og hershöfðingjar," sagði hann í yfirlýsingu.„Ský ógnar- stjórnar og einræðis hrannast upp yfir öllu landinu. Við megum ekki láta viðgangast að þeim fylgi eilíft myrkur.“ „Hermenn, ég trúi því að þið getið valið rétt á þessari sorgar- stund. Heiður og frægð rússneskra hermanna má ekki ata blóði þjóðar- innar. Á þessari sorgarstund í sögu Rússlands skora ég á ykkur: Flæk- ist ekki i net lyga og loforða og skrumkenndra hvatninga um „her- mannaskyldu". Hugsið um ástvini ykkar, vini ykkar, þjóð ykkar,“ sagði Jeltsín. Jeltsín er fyrsti sovéski stjórn- málamaðurinn, sem hefur boðið kommúnistaflokknum birginn og farið með sigur af hólmi. Þijósku- JELTSÍN 1931 Fæddur 1. febrúar í borginni Sverdlovsk í ÚraHjöllum 1955-68 Starjaði að byggingarstörfum fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á heimaslóðum 1961 Gengur í Kommúnistaflokkinn 1968- Ýmis störf á vegum flokksins 1976- Aðalritari miðstjórnar Sverdlovsk-deildar Kommúnistaftokksins 1985-86 Fulltrúi i æðstaráði Sovétrikjanna. Ritari í miðnefnd Kommúnistaflokksins Nóvember 1987 Aðalritari Moskvudeildar Kommúnistaflokksins 1989 Kjörinn fulltrúi á Fulltrúaþing Sovétrikjanna 1990 Kjörinn forseti Rússlands af æðstaráði Rússlands 1991 Kjörinn með yfirburðum sem forseti Rússlands í lýðræðislegum kosningum Ágúst 1991 Leiðir andóf gegn valdaráni harðlínumanna full andstaða hans gegn flokknum náði hámarki í síðasta mánuði, þeg- ar hann tók formlega við embætti fyrsta forseta rússneska lýðveldis- ins, sem hefur verið kosinn beinni kosningu. Jeltsín hefur verið átrúnaðargoð kjósenda, sem hafa fengið sig fullsadda á margra áratuga valda- einokun kommúnista, og er líklega vinsælasti stjórnmálamaður Sov- étríkjanna. Velgengni hans hefur gert hann heimsfrægan og Gorb- atsjov er eini sovéski stjórnmála- maðurinn, sem er kunnari en hann á Vesturlöndum. Þótt þeir hafi deilt^ hart á undanförnum áram voru þeir upphaflega nánir samheijar, en Jeltsín kaus að fara eigin leiðir. í byijun var Jeltsín pólitískur skjólstæðingur Gorbatsjovs, en síðan varó hann helsti keppinautur hans. Klögumálin gengu á víxl. Gorbatsjov hefur sakað Jeltsín um „skefjalausa metnaðargirnd" og Jeltsín hefur kallað Gorbatsjov „ævarandi óvin, sem hefur dálæti á hálfkáki", en ber þó greinilega talsverða virðingu fyrir honum vegna umbótastarfs hans. í febrúar í fyrra hvatti Jeltsín til þess að Gorbatsjov segði af sér. En í apríl í vor urðu þeir ásáttir um að stuðla að því í sameiningu a^ komið yrði á fót nýju, lýðræðislegu þjóðfélagi í Sovétríkjunum, sem mótast mundi af markaðshyggju. Opinberum illdeilum var hætt. Jeltsin veitti mikilsverða aðstoð þegar Gorbatsjov reyndi að móta nýjan sáttmála sambandsstjórnar- innar og sovétlýðveldanna og tryggja stuðning við efnahagsum- bætur frá Vesturlöndum. í staðinn samþykkti Gorbatsjov að fullveldi sovétlýðveldanna yrði aukið. Jeltsín, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi byggingaverkfræð- ingur, hefur staðið uppi í hárinu á yfirvöldum allt frá því hann var ungur flokksstarfsrriaður í Sverdlovsk í Vestur-Síberíu. Fljót- lega eftir að Gorbatsjov gerði hann að yfirmanni flokksdeildarinnar í Moskvu 1985 fékk hann sæti í stjórnmálaráðinu. Stöðugar kröfur hans um að umbótum yrði hraðað urðu til þess að hann féll í ónáð og hann var sviptur starfi sínu í Moskvu í nóvember 1987. Gagnrýni flokksblaða og emb- ættismanna urðu hins vegar til þess að vinsældir hans meðal almennings jukust jafnt og þétt. í mars 1989 var hann kosinn á þing'í Moskvu og hlaut 89% atkvæða í fyrstu kosn- ingum, sem haldnar höfðu verið um fleiri en einn frambjóðanda. í júlí í fyrra sagði Jeltsín sig úr kommúnistaflokknum og vinsældir hans jukust enn. í júní síðastliðnum hlaut hann 57% atkvæða í forseta- kosningum í Rússneska sambands- lýðveldinu og varð fyrsti forseti þess sem hefur haft framkvæmda- vald.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.