Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 21.08.1991, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 «8 ÍÞRÓmR -FÓLX ■ HAFÞÓR Sveinjónsson fékk ekki samning hjá dönsku bikar- meisturunum OB. Hafþór var í reynslu hjá félaginu um viku tíma. MZORAN Coguric hjá Stjörn- unni lék tímamótaleik í gærkvöldi - hans sjöundi leikur í 1. deild og það leikur sem hann fékk ekki að sjá gula spjaldið. Coguric, sem kom inná sem varamaður á 60. mín., hafði áður leik sex leiki og fengið sjá gula spjaldið í þeim öllum. ■ GUÐMUNDUR Steinsson, miðheiji Víkings, tók niður grímuna góður í leikhléi í gær- kvöldi og náði hann að skora mark með grímu og án grímu. „Ég þoldi hreinlega ekki lengur að leika með grímuna," sagði Guðmundur. I JANNI Zilnik tók stöðu Helga Björginssonar sem aftasta mann í vörn Víkings gegn Stjörnunni og skilaði hlutverki sínu vel. ■ STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, handknatt- leiksdómarar, dæma á heimsmeist- aramóti kvenna, 21 árs og yngri, .Kgri hefst í Frakklandi á föstudag- inn. Þeir reikna með að dæma 4-5 leiki. ■ FALCAO var rekinn sem þjálf- ari Brasilíu í knattspyrnu í gær- kvöldi, aðeins ári eftir að hann tók við starfinu. Falcao átti í deilum við brasilíska knattspyrnusam- bandið. SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ ,Magnús Már setti íslandsmet í Aþenu Magnús Már Ólafsson synti tvisvar undir gamla metinu sínu í 200 m skriðsundi og keppti í B- úrslitum á EM í Aþenu. synti 200 m skriðsund á 1:51,90 mín. Roz- sa setti heimsmet í 100 m bringusundi MAGNÚS Már Ólafsson bætti íslansmetið í 200 m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi sem hófst í Aþenu í gær. Ungverjinn Noebert Roz- sa, setti heimsmet (1:01,29 mín.) í undanrásum í 100 metra bringusundi, tryggði sér síðan gullverðlaunin í úrslitasundinu. Magnús Már bætti íslansmetið í undanrásunum um rúmlega sekúndu, synti á 1:51.90 mín. sem nægði honum til að keppa í B-úrslit- um. Þar synti hann á 1:52.07 mín. sem einnig er undir gamla metinu og hafnaði í 14. sæti af 35 keppend- um. Þetta var í fyrsta sinn sem Magnús Már nær því að komast í B-úrsiit á stórmóti. Arnþór Ragnarsson varð fyrstur í mark í fyrsta riðli í undanráðsum á 1:06,15 mín., en hann varð í 23. sæti af 32 keppendum. Arnþór var nokkuð frá íslandsmeti sínu. Helga Sigurðardóttir varð í öðru sæti í fyrsta riðli í undanrásum í 100 m skriðsundi á 59,99 sek., en hún varð í 25. sæti af 32 keppend- um. Heimsmet hjá Rozsa Annars var það Ungveijinn Roz- sa sem stal senunni í 200 m skrið- sundininu. Hann sat eftir í startinu í úrslitasundinu og náði því ekki að bæta metið aftur frá því undanr- ásunum eins og flestir höfðu vonast eftir. Hann synti á 1:01,49 mín., en í öðru sæti var Adrian Moorhouse Olympíumeistari frá Bretlandi á 1:01,88 mín. Moorhouse átti heims- metið í greininni þar til Rozsa bætti það 7. janúar í ár, 1:01,45 sek. Gianni Minervini frá Ítalíu varð þriðji á 1:02,41 mín. „Ég átti slæmt start. Ég hélt að einhver hefði þjófstartað," sagði Roza, sem er 19 ára, eftir úrslita- sundið. „Ég hef trú á því að ég hefði náð að synda undir 1:01 mín. ef startið hefði ekki mistekist. Ég hef oft náð þessum tíma á æfing- um.“ Catherine Plewinski frá Frakk- landi vann gullverðlaunin í 100 m skriðsundinu á 56,20 sek. Karin Brienesse frá Hollandi varð önnur (56,44) og Simone Osygus frá Þýskalandi varð þriðjaá 56,47 sek. KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: Fjögur lið eiga möguleika á títlinum ÚRSLITIN úr viðureign KRog Vals í gærkvöldi galopnuðu deildina og fjögur lið eiga möguieika á íslandsmeistara- ’TPtilinum þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Arney Magnúsdóttir gerði sigurmark Vals á 46. mínútu. Þrátt fyrir tapið heldur KR efsta sætinu þar sem liðið hef ur tapað fæst- um stigum eða 8. Valur hefur tapað 9 stigum og ÍA og UBK hafa hvort um sig tapað 10 stigum. Leikur KR og Vals einkenndist af mikilli baráttu beggja liða, enda mikið í húfi. „Við komum til leiks með því hugarfari að beijast til sigurs, enda hefði Hanna Katrín KR komist með aðra Fríðriksen hönd á bikarinn með skritar sigri. Það var því um líf og dauða að tefla fyrir okkur,“ sagði Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Þetta var mjög jafn leikur og sigurinn hefði getað endað hvoru megin sem var,“ sagði Arna Steins- en, þjáifari KR. „Það gerði hins vegar útslagið að þær nýttu eitt af sínum færum. Við eigum enn möguleika á að klára dæmið og það ætlum við okkur að gera. Ég neita því þó ekki að reynsluleysi KR gæti komið sér illa í iokaslagnum, en stelpurnar eru ekki vanar því að leika undir álíka pressu og er á liðinu nú og verður í næstu leikj- um.“ Þrír Evrópuleikir í röð í Laugardal Það verður nóg að gera hjá knattspyrnuáhugamönnum um miðjan september því þá leika Valur, Fram og KR heimaleiki sína í evrópukeppninni. Þrír leikir á jafn mörgum dögum og viku síðar landsleikur vid Frakka. Það verða Valsmenn sem ríða á vaðið og leijca við svissnesku bikarmeistarana Sion á Laugar- dalsvelli þriðjudaginn 17. sept- ember. Daginn eftir, miðvikudag- inn 18. september, leika Framarar ^ við grísku meistarana Panathinai- kos og fimmtudaginn 19. sept- ember leika KR-ingar við ítalska liðið Tórínó. Allir þessir leikir hefj- ast kl. 17.30. Knattspyrnuveislan verður síðan fullkomnuð miðvikudaginn 25. september með leik íslands og Frakklands á Laugardalsvelli. Ekki er ólíklegt að Laugardal- svöllurinn verði illa farinn eftir allt þetta spark en hann hefur lítið verið notaður í sumar þannig að það gæti bjargað einhveiju. Morgunblaðið/KGA Arney Magnúsdóttir, sem skoraði sigurmarkið fyrir Val, er hér til vinstri. Helena Ólafsdóttir, KR-ingur, hefur hér betur en Valur nældi í öll þijú stigin. Arsenal fékk skell á Goodison Park MEISTARAR Arsenal, sem töp- uðu aðeins einum leik sl. keppnistímabil, máttu þola skell á Goodison Park í gær- kvöldi, þar sem Everton lagði þá, 3:1. Þetta var mesta tap Arsenal í deildinni síðan í okt- óber 1989, en þá máttu meist- ararnir þola tap, 0:3, fyrir Ever- ton. Mark Ward, sem Everton keypti frá Manchester City, lék sinn fyrsta heimaleik, skoraði fyrsta markið á lokasek. fyrri hálf- leiksins. Þar mpð var mótspyrna Arsenal brotin á bak aftur og bættu leikmenn Eveiton tveimur mörkum við á tólf mín. kafla í seinni hálf- leik. Tony Cottee skoraði, 2:0, á 59. mín. og Ward bætti sínu öðru marki, 3:0, við á 71. mín. Nigel Winterburn svaraði fyrir Arsenal þremur mín. fyrir leikshlé. Leeds lagði Nottingharri Forest að velli á Elland Road, 1:0. Skoski miðvallarspilarinn Gary McAllister skoraði markið á 13. mín. John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, var á skotskónum og skoraði þijú mörk fyrir Tranmere, sem vann Halifax, 4:3, í ensku deildarbikarkeppninni. Aldridge hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum. ÚRSLIT SR-stigamótið Haldið á Akranesi. Þórður E. Ólafsson, GL..............150 Tryggvi Traustason, GK..............155 Guðmundur Sveinbjörnsson, GK........156 Sturla Ómarsson. GR.................156 Ragnar Ólafsson, GR.................156 Gunnar P. Halldórsson, GK...........157 SR-mógið með forgjöf: Þórður E. Ólafsson, GL...............71 Tryggvi Traustason, GK...............74 Peter Salmon, GR.....................76 Guðmundur Sveinbjörnsson, GK.........76 Konur: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR........88 Þórdís Arthúrsdóttir, GL............103 ValgerðurKristjánsdóttir, GL........104 Suðurlandsmótið 18 holur leiknar að Flúðum. Karlar: Magnús Kristleifsson, GV.............75 Stefán Gunnarsson, GOS...............77 Kjartan Gunnarsson, FOS..............79 Með forgjöf: Magnús Kristleifsson, GV.............67 Stefán Gunnarsson, GOS...............67 Halldór Guðnason, GF.................67 Konur með og án forgjafar: Jakobína Guðlaugsdóttir, GV.......73/86 Halldóra Halldórsdóttir, GF......79/107 Guðfmna Ólafsdóttir, GOS.........80/108 GOS sigraði í sveitakeppninni á 402 höggum. GV varð í örðu sæti á 421 höggi, GHR i þriðja á 464 og GF í fjóðra á 471. Ljónsbikarmótið 36 holur leiknar á ísafirði. Án forgjafar: Sverrir Þorvaldsson, GA.............149 Ragnar Þ. Ragnarsson, GÍ............163 Ómar Dagbjartsson, GB...............165 Með forgjöf: Gylfi Sigurðsson, GÍ................134 SverrirÞorvaldsson, GA..............137 Ómar Dagbjartsson, GB...............137 Coca-Cola á Ólafsfirði 36 holur leiknar 17. og 18. ágúst. Karlar: Sigurbjöm Jakobsson, GÓ.............152 Matthías E. Sigvaldason, GÓ.........155 Brynjar Sæmundsson, GÓ..............161 Með forgjöf: Sigurbjörn Jakobsson, GÓ............122 Baldur L. Jónsson, GÓ...............126 Gísli Friðfinnsson, GÓ..............129 Öldungar: Steinar Skarphéðinsson, GSS.........167 Birgir Marinóson, GA................171 Árni B. Árnason, GA.................175 Með forgjöf: Ámi B. Árnason, GA..................131 Anton Sigurðsson, GÓ................140 SteinarSkarphéðinsson, GSS..........141 Unglinhaflokkur án og með forgj.: Guðm. R. Jónsson, GÓ............186/130 Gísli M. Gelgason, GÓ...........188/142 Trausti Gylfason, GÓ............223/151

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.