Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 192. tbl. 79. árg. _________________ ÞRIÐJUDAGUR 27, ÁGÚST 1991_______________________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna mynda sigurmerkið með fmgrunum eftir að skrifað var undir yfirlýsingar íslands og landanna þriggja um stjórnmálasamband í Höfða í gær. Frá vinstri eru Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jiirkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litháen. Aiexander Rútskoj, varaforseti Rússlands: Lýðveldin verða að skrifa undir sambandssáttmála Segir Jeltsín ekki hafa hug á embætti forseta Sovétríkjanna Eystrasaltsríkin: Gorbatsjov vill hefja viðræður Vilníus. Reuter. SJÁLFSTÆÐI Eystrasaltsríkj- anna er nú innan seilingar. Ut- anríkisráðherrar íslands, Eist- lands, Lettlands og Litháens skiptust i gær á yfirlýsingum um að tekið yrði upp stjórnmálasam- band og fjöldi ríkja hyggst gera slíkt hið sama á næstu dögum. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, lýsti yfir því í gær að hann hygðist ganga til samninga um að Eystrasaltsríkin fái sjálf- stæði frá Sovétríkjunum um leið og sambandssáttmálinn hefur verið undirritaður. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn væru „mjög nærri" því að viður- kenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Aðeins þyrfti að greiða úr nokkrum vandamálum fyrst. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, sagði í gær að viðurkenn- ing Bandaríkjamanna væri ekki jafn brýn nú og áður. Hann þakkaði hins vegar stuðning Brians Mulroneys, forsætisráðherra Kanada, og kvaðst vilja taka í hönd hans. „Vonandi get ég tekið í hönd Bush síðar,“ sagði Landsbergis. Kanadamenn og Argentínumenn hafa lýst yfir því að þeir vilji taka upp stjórnmálasamband við Eystra- salfsríkin. Ráðherrar Eystrasalts- ríkjanna komu í gærkvöldi til Dan- merkur frá íslandi og verða formlega mynduð stjórnniálatengsl við Dani í dag. Sendiherra Dana, Otto Borch, var í gær veitt vegabréfsáritun til Lettlands og er hann þegar kominn til Rígu. Pólveijar, Rúmenar, Búlgarar, Tékkar og Ungveijar vilja taka upp stjórnmálasamband og sömu sögu er að segja um Norðmenn, Þjóð- veija, Svía, Finna, Austurríkismenn og Möltubúa. Lennart Meri, utanrík- isráðherra Eistlands, sagði að í gær- kvöldi hefðu að minnsta kosti 18 ríki viðurkennt sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. Gorbatsjov sagði í ræðu í sovéska þinginu í gær að svo miklar breyting- ar hefðu orðið í Sovétríkjunum í síð- ustu viku að hann gæti ekki lengur spyrnt við fótum gegn þeim lýðveld- um, sem krefjast sjálfstæðis. Sjá einnig fréttir og greinar á síðum 23-27, 29 og baksíðu. Vukovar er 50.000 manna bær sem bæði Serbar og Króatar krefjast yfirráða yfir. „Allsheijarárás hefur verið gerð á Vukovar," sagði Tihom- ir Zolak, borgarstjóri nágrannabæj- arins Vinkovci, við Reuters-írétta- stofuna. „Skæruliðarnir [serbnesku] og herinn sem styður þá hafa beðið Moskvu. Reuter. ALEXANDER Rútskoj, varafor- seti Rússlands, lét i gær i ljós mikinn stuðning við Míkhail Gorbatsjov Sovétforseta og mæltist til þess að Sovétlýðveldin skrifuðu undir nýjan sambands- sáttmála. Hann sagði einnig að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, mikið mannfall." Serbneskir skæruliðar gerðu einn- ig árásir á fleiri bæi í nágrenni Vuko- var. Þetta svæði er hluti af Slavóníu- héraði, en Króatar segja að Serbar leggi mikla áherslu á að það verði hluti af Stór-Serbíu þegar Júgóslavía leysist upp. hefði ekki í hyggju að gefa kost á sér á móti Gorbatsjov í kom- andi forsetakosningum. Rútskoj sagðist vonast til að landsmenn allir og ríki heims styðji viðleitni þeirra til að koma á umbótum í Sovétríkjunum. Rútskoj lét þessi ummæli falla á Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, hvatti i gær til þess að sjálfstæði Slóveníu og Króatíu yrði viðurkennt nú þegar Eystrasaltsríkin eru óðum að öðlast slíka viðurkenn- ingu. Hans Schumacher, talsmaður Hans-Dietrichs Genschers, utanríkis- ráðherra Þýskalands, gaf í gær í skyn að stjórnin í Þýskalandi myndi fara þess á leit á fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins í dag að sjálfstæði Slóveníu og Króatíu verði viðurkennt. fréttamannafundi í gær og eru þetta veigamestu stuðningsyfirlýs- ingar við Gorbatsjov sem komið hafa úr herbúðum þeirra sem styðja Jeltsín. Rútskoj sagði að Jeltsín ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta Sovétríkjanna. „Eg veit hvar Borís Nikolajevitsj [Jeltsín] stendur. Ég veit að Rússland nægir honum.“ Rútskoj sagði einnig að brýnar hernaðarlegar og efnahagslegar ástæður væru fyrir því að Sovétlýð- veldin ættu að skrifa undir nýjan sambandssáttmála og koma þannig í veg fyrir að landið leystist algjör- lega upp. Gorbatsjov hefur lagt mikla áherslu á að sáttmálinn verði undirritaður. „Ef ekki verður gerður sam- bandssáttmáli, hvert lýðveldanna er þess þá umkomið að hafa kjarn- orkuvopnin í sinni vörslu? Ekkert þeirra er í aðstöðu til þess að Rúss- landi undanskildu. Hið sama á við um flotann,“ sagði Rútskoj. „Og það hefði í för með sér endurfæð- ingu Rússneska keisaraveldisins. Til að koma í veg fyrir það ér nauð- synlegt að sambandssáttmáli verði undirritaður. En athuga verður að hve miklu leyti lýðveldin eru reiðu- búin að gangast undir slíkan samn- ing, hvernig samsteypustjórn verði mynduð og hvaða fyrirkomulag verði á varnarmálum landsins. Ég held að samstaða um sáttmál- ann náist. Það er ekkert vit í að leysa Sovétríkin algjörlega upp. Ef efnahagssvæði okkar verður ekki sameiginlegt munum við einfald- lega hverfa.“ í gær var gefin út yfirlýsing í nafni Jeltsíns sem varaði þau lýð- veldi sem landamæri eiga að Rúss- landi við að segja skilið við Sovétrík- in og taka stór landsvæði, sem byggð eru Rússum að miklu leyti, með sér. I yfirlýsingunni, sem und- irrituð var af Pavel Vostsjanov, tals- manni Jeltsíns, sagði að rússneska sambandslýðveldið áskildi sér allan rétt til að endurskoða landamærin að hveiju því lýðveldi sem lægi að Rússlandi og segði sig úr Sovétsam- bandinu. Vostsjanov sagði fréttamönnum að hér væri einkum átt við norður- hluta Kazakhstan og Donbass- svæðið og Krímskagann í Úkraínu. Sjá ennfremur fréttir á bls. 21 og 22. Júgóslavía: Mikið mannfall í Króatíu Belgrad. Reuter. TALIÐ er að tugir manna hafi fallið þegar sambandsher Júgóslavíu girti af bæinn Vukovar í austurhluta Króatíu og lét sprengjum rigna yfir hann úr flugvélum, skriðdrekum og sprengjuvörpum. Þetta eru hörðustu bardagar sem orðið hafa í Júgóslavíu síðan Króatía og Slóven- ía lýstu yfir sjálfstæði fyrir tveimur mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.