Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 15 Kjarnavopn í íslenskum höfum eftir Þór Jónsson Eftir hrinu af dylgjum og ósönn- um upphrópunum í sambandi við fréttir mínar á Stöð 2 um komur bandarískra herskipa með kjarn- orkuvopn til landsins birtist loksins gagnrýni, sem ekki er óskynsam- leg. Mér er þess vegna ljúft og skylt að vera við tilmælum Erlings Erl- ingssonar í Mbl. hinn 7. ágúst sl., en hann biður mig að greina frá því að hvaða kjamorkuvopn hafi verið um borð i bandaríska tundur- spillinum Dewey, sem kom til ís- lands í lok ágúst árið 1983. Erling efast um sannleiksgildi frétta minna á Stöð 2 um komur bandarískra skipa til íslands með kjarnavopn um borð, vegna þess að ég hafi getið þess að Dewey hefði borið kjarnaflaugar af ASROC-gerð, en Erling „hefur aldrei heyrt að þessar skamm- drægu flaugar geti né hafi borið kjarnaodda“. Erling er hvorki stjórmálamað- ur né hermálafræðingur, heldur nemi í Verslunarskóla. Hann er þó fyrstur og einn um að gagn- rýna efnislega fréttir mínar og gaumgæfa um leið þau rök, sem „Leikur enginn vafi á að Dewey hafi verið kjarnorkuvopnabúið skip, þegar það lá í Reykjavík.“ færð voru fyrir því, að bandarískir tundurspillar fluttu kjarnorkuvopn til Islands. Annað, sem fram hefur komið um þetta efni, hvort sem er frá skríbentum í Morgunblaði, í lesendabréfum í DV eða fréttum Alþýðublaðs, eru órökvísar og ófagmannlegar fullyrðingar, sem ekki eru verðar svara. Slíkar full- yrðingar hafa allt of lengi verið látnar ráða í umræðum um her- mál á íslandi. Þessi mál virðast vera tilfinninga- og trúmál sumra, sem gerast kaþólskari en páfinn. Meira að segja utanríkisráðu- neytið hefur komið sér hjá að gagnrýna rökstuðninginn í frétt- um mínum efnislega. Lengi var eina svar utanríkisráðuneytisins fréttatilkynning sem fól í sér kján- alegar og „ódiplómatískar“ dylgjur um eina af heimildum mínum, og voru til þess ætlaðar að gera hana ótrúverðuga. Síðar barst þó skýrsla Gunnars Gunnarssonar, Þór Jónsson sendifulltrúa í utanríkisráðuneyti, sem er fagmannlega sett saman, en engu að síður býsna skörðótt. Erling bendir á að ASROC- flaugar hafi ekki kjarnaodda. Það er rétt, að ASROC-flaugar bera ekki kjarnaodda lengur! Það var tekið fram í fréttum Stöðvar 2. En á þeim árum, sem tundur- spillarnir komu til íslands, voru bæði ASROC- og Terrier-flaug- amar um borð búnar kjarnaoddum af W44 og W45 gerð. Framleisla W44 kjarnaodda fyr- ir ASROC-flaugar hófst í maí árið 1961, en W45 kjamaoddar fyrir Terrier-flaugar í janúar árið 1962. ASROC W44 kjarnaoddar voru teknir úr umferð í september árið 1989. Terrier W45 kjarnaoddar voru teknir úr umferð í september árið 1988. Meðal annars staðfestir orkumálaráðuneytið (Department of Energy) í Bandaríkjunum þetta og frá þessu er sagt í ítarlegri grein í The New York Tiines hinn 30. apríl árið 1989, svo að nokk- urra heimilda sé getið. Kjarnaoddarnir voru teknir úr umferð, þegar Bandaríkjaher hreinsaði burt gömlu og úrelt kjamorkuvopn, úr vopnabúri sínu. Við hlutverki þeirra tóku Toma- hawk-flaugarnar, sem nú em um borð í 36 bandarísku herskipum. Þær ASROC-flaugar sem enn em í notkun eru hefðbundin vopn, sem eiga að granda kafbátum. Þannig svara ég spurningu Erl- ings Erlingssonar: Það vom ASROC- og Terrier-kjarnorku- vopnakerfi um borð í Dewey og hinum tveimur tundurspillunum, sem komu til íslands og ég hef sagt frá í fréttum Stöðvar 2. Varðandi Terrier-vopnin sem Dewey hafði, þega hún heimsótti íslands árið 1983, skal það tekið fram, að hefbundin Terrier-vopn voru tekin úr umferð fyrir þann tíma. Árið 1983 voru allar Terrier flaugar búnar W45 kjarnaoddum. Þannig leikur enginn vafi á að Dewey hafi verið kjarnorkuvopna- búið skip, þegar það lá í Reykja- vík. Ég tek undir með Erling Erl- ingssyni, þegar hann skrifar að það sé „vissulega gróft brot á ut- anríkisstefnu íslands". Reykjavík, 9. ágúst Höfundur er fréttamaður á Stöð 2. CMC herfi fyrir nióurhengd loft, *r úr galvaniseruðum mélmi og cldþoliö. CMC karli er auðvelt i uppsetningu og mjög sterkt. CMC k*rfi er ,est n'«ö stillanlegum upphengjum sem þoia allt að 50 kg þunga. CMC ker,i ,œs> 1 morgum gerðum bæði sýnilegt og talið og verðlð er ótrúlega lágt. CMC kerti er serstaklegk hannad Hringið eftir fyrir loftplötur frá Armstrong frekan upplysingum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ______Ármúla 29 - Reykavfk - sími 38640 Verö frá kr. 1.146.000,- JÖFUR hf NÝBÝLAVEGI2 SÍMI 42600 'mtm' z. ður, lettur i taumi, gur, reistur og... W$P' v' Ar kriö 1988 var Peugeot 405 valinn bíll ársins í Evrópu, og nú þremur árum siöar, og eftir markvissa þróun, getum viö boðið jafnvel enn betri bíl. í Peugeot 405 eru sameinaöir helstu kostir vandaðs fjölskyldubils; mýkt og þýðleiki, snerpa og lipurð, auk þess sem bíllinn er af mörgum kröfuhörðustu bílagagnrýnendum heimstalinn á undan sinni samtíð hvað hönnun varðar - ekki síst vegna sórstakrar styrkingar farþegarýmis til öryggis fyrir farþega. Peugeot 405 býðst í þremur útgáfum og verðflokkum; GL 1.6 5 gíra með 1580 cc vél, GR 1.9 5 gíra með 1905 cc vél og GR 1.9 sjálfskiptur með 1905 cc vél, auk þess sem hægt er að fá bilinn með fjórhjóladrifi. • SPARNEYTINN • LÉTTUR í STÝRI • FJÖÐRUN í SÉRFLOKKI • GLÆSILEG HÖNNUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.