Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991 Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum: Hægt að lækka verð mjólkur- vara talsvert með hagræðingu MEÐ hagræðingu og samhæfðri stjórn á mjólkuriðnaði er hægt að Iækka verð mjólkurvara til neytenda talsvert. Það er nauðsyn- legt að gera til að halda uppi neyslunni og búa bændur undir aukna samkeppni. Takist ekki að hagræða í mjólkuriðnaði lendir bagginn á mjólkurframleiðendum. Landsbyggðin stendur sterkari með vel rekinn mjólkuriðnað, þótt störfum kunni að fækka, en hún gerði með öll núverandi samlög í rekstri sem stæðu á brauðfótum í sam- keppni. Þetta eru þær línur sem Guð- mundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal lagði á aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn er í Þela- merkurskóla. Guðmundur átti sæti í nefnd á vegum landbúnaðarráð- herra sem falið var að leggja mat á tillögur svokallaðrar Afurða- stöðvanefndar sem skilaði áliti í ágúst 1989. Guðmundur kynnti tillögur nefndarinnar um hagræð- . ingu og breytingar á skipulagi únjólkuriðnaðarins á aðalfundinum. Niðurstaða nefndarinnar var, að þegar til lengri tíma væri litið, væri það sterkara fyrir landsbygg- ina í heild að hagræða í mjólkuriðn- aði, þó við það fækki störfum tíma- bundið í nokkrum byggðalögum. Guðmundur ságði að nefndin hefði hlotið nokkuð ámæli fyrir þessa afstöðu. Hann gerði tillögur nefndarinn- ar um skipulag mjólkuriðnaðarins •nað umtalsefni, en þar var lagt til að öll samlögin væru sameinuð í eitt fyrirtæki í eigu og undir stjórn framleiðenda. Helstu rökin fyrir því væru að ákvarðanir yrðu tekn- ar út frá heildarhagsmunum mjólkurframleiðenda án þess að hagsmunir neytenda væru fyrir borð bornir. Aðgerðir til hagræð- ingar yrðu markvissari og fram- leiðendum sem allt sitt ættu undir að mæta kröfum sem til mjólku- vinnslunnar séu gerðar væri best trúandi til að stjórna henni með þeim hætti sem öllum aðilum væri fyrir bestu. Guðmundur sagði að undirtektir við þessum tillögum hafi verið dræmar, menn hafi talið "hana óframkvæmanlega og þau sjónarmið komið fram að á henni væri óheppilegur svipur einokunar. Önnur leið sem hugsanleg er, sagði Guðmundur vera að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði eða Landssamband kúabænda keyptu alla mjólk af framleiðendum og seldu samlögum á misjöfnu verði eftir því hvaða vöru ætti að fram- leiða. Þar með rynni hagnaður af verkaskiptingu og sérhæfingu til heildarinnar, en ávinngur af hag- sýni og nýtni til þeirra samlaga sem næðu góðum árangri í rekstri. Þessi leið kynni að fela í sér hvatn- ingu til að reksti óhagkvæmra ein- inga yrði hætt, en taka yrði sérs- takt tillit til samlaga sem starf- rækja þarf af landfræðilegum ástæðum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá aðalfundi Landssambands kúabænda í Þelamerkurskóla í Hörg- árdal. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra: Hagræðing í mjólkuriðnaði verði innan greinarinnar sjálfrar Til greina kemur að víkka reglur um Verðmiðlunarsjóð til að auðvelda samruna mjólkurbúa HAGRÆÐING og breytingar á skipulagi mjólkuriðnaðarins voru efst á baugi á aðalfundi Landssambands kúabænda sem hófst í Þelamerkurskóla í Hörgárdal í gær. Skýrsla nefndar á veguin landbúnaðarráðherra um mat á tillögum afurðastöðvanefndar var þar til umræðu, en í skýrslunni kemur fram að ná megi veruleg- um sparnaði, eða á bilinu 165-200 milljónir króna á ári, verði mjólkurbúum fækkað um 3-5, en það samsvarar 5-6% af vinnslu- og flutningskostnaði mjólkur. Verulegir möguleikar eru fyrir hendi að því er varðar hagræðingu í rekstri mjólkubúa, en talið er að vinnslugeta mjólkuriðnaðarins nálgist það að vera tvöfalt meiri en mjólkurframleiðsla bænda er. Sjömannanefnd mun kanna hvort henti að gefa verðlagninu í vinnslu og dreifingu mjólkur frjálsa og bjóða upp á frjálsa samkeppni. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði í ávarpi á fundinum, að gert væri ráð fyrir að hagræð- ing í greininni geti að verulegu leyti orðið innan hennar sjálfrar, með því að kaup og sala á fullvirð- isrétti verði heimil eftir 1. septemb- er næstkomandi. Hann sagði að honum hefði þótt rétt að fylgja þeirri grandvallarreglu að tak- marka sölu fullvirðisréttar við bú- markssvæði, en aftur á móti teldi hann engar forsendur vera fyrir því að ákveða lágmarksverð fyrir allt landið. Óhjákvæmilegt væri að hvert búmarkssvæði þróaðist með sínum hætti og myndaði verð í viðskiptum manna á milli. Eftir- spurn væri mismunandi milli svæða og opinber verðlagning á fullvirðisrétti því misvísandi. Hið opinbera gæti ekki tekið á sig ábyrgðina af slíkum viðskiptum, verðlagning fullvirðisréttar yrði að vera á ábyrgð þeirra sem kaupin gerðu. Landbúnaðarráðherra gerði verðmiðlunarsjóð mjólkur að um- talsefni, en hann væri þýðingar- mikill varðandi verðlagningu mjólkur. Sjóðurinn hefur náð ár- angri í átt til hagræðingar með því að úrelda mjólkurbú, sem legið hafa þungt á honum. Reglur þess- arar úreldingar, sem gilda frá 1. september 1988, hafa mælt svo fyrir að bú sem tekið er til úreld- ingar skuli hætta rekstri. Halldór sagði koma til álita að víkka þessa heimild þannig að hún nái einnig til fasteigna og búnaðar til að auð- velda samrana mjólkurbúa og þ_ar með ná fram betri nýtingu. „Ég hef í athugun að það verði gert og reglum um greiðslur af fé verð- miðlunarsjóðs mjólkur til að greiða fyrir hagræðingu í mjólkuriðnaði breytt í þá veru. Þá yrði heimilt fyrir verðmiðlunarsjóð að úrelda hluta fasteignar á bókfærðu verði er greiddist af viðkomandi mjólk- urbúi,“ sagði Halldór. Það skilyrði yrði sett, að mjólkuriðnaður fari ekki fram í þeim hluta fasteignar- innar sem úreltur er og hann seld- ur strax og aðstæður leyfðu. Þýðingarmiklar spurningar hafi vaknað við þá umfjöllun sem málið hafi fengið í Framleiðsluráði land- búnaðarins, en þar hafi m.a. kom- ið fram að fyrir þurfi að liggja rökstutt mat á hagkvæmni þessar- ar úreldingaraðferðar, að afstaða framleiðenda sé ljós og staða þeirra trygg þegar eigendaskipti verði og að gerð verði grein fyrir eignastöðu mjólkurbús og hvernig eignir þess hafi myndast þegar það er hluti af rekstri og hvaða ijármagn eign- araðili hafi lagt mjólkurbúinu til og ekki fengið vexti af. Þarna sé um grundvallarspurningar að ræða, sem miklu ráði um mögu- leika til hagræðingar í mjólkuriðn- aðinum. Lögreglan á Húsavík elti réttindalausan ökumann: Reyndi að þving-a bíl lögreglu út af veginum og aka á menn RÉTTINDALAUS ökumaður olli nokkru tjóni er hann ílúði arm laganna á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Barst leikur- inn víða, frá Ljósavatnsskarði yfir Vaðlaheiði, norður Svalbarðs- strönd, yfir Víkurskarð og sem leið lá suður allan Bárðardal. Komst ökumaður framhjá hindrunum lögreglu og gerði sig líkleg- an til að þvinga lögreglubíl frá Akureyri út af veginum í Víkur- skarði og einnig sýndi hann tilburði í þá átt að keyra á lögreglu- menn er þeir reyndu að ná tali af honum. Lögreglan á Húsavík veitti öku- sinni áfram og tók stefnuna norð- manninum athygli er hún var í eftirlitsferð um Ljósavatnsskarð um kl. 20.30 á laugardagskvöld. Könnuðust lögreglumenn við hann, en búið var að svipta hann ökuleyfi. Sinnti hann ekki merki lögreglunnar um að stöðva bifreið sína heldur jók hraðann og barst leikurinn upp á gamla veginn yfir Vaðlaheiði. Lögreglan á Akureyri kom til móts við Húsavíkurlögregluna og reyndi hún að hindra för mannsins er hann kom niður af heiðinni, en hann smaug framhjá og hélt för ur Svalbarðsströnd og upp Víkur- skarð. Þar gerði hann sig líklegan til að aka á bíl lögreglunnar á Akureyri og reyna að þröngva honum út af veginum. Þegar svo var komið var talið ráðlegast að hætta svo stífri eftir- för, en lögreglan frá Húsavík ók í humátt á eftir ökumanninum, en við það dró nokkuð úr hraðanum. Leið ökurnanns lá nú aftur suð- ur Ljósavatnsskarð og eftir Bárðardal að vestanverðu heim að bænum Bólstað. Þar var lög- reglubíl lagt í hliðið að heimkeyrsl- unni og lögreglumenn fóru út til viðræðu við ökumanninn. Þóttist hann ekki eiga neitt vantalað við lögreglu, heldur sýndi tilburði í þá átt að aka lögreglúmennina niður og að því búnu ók hann á lögreglubílinn í hliðinu og tókst að ýta honum þaðan og út í skurð. Ok hann nú norður Bárðardal- inn, en hafði ekki komist langt er bíllinn gaf sig, ökumaður yfirgaf þá bifreiðina og hélt áfram fót- gangandi. Hann fannst síðar um nóttina á Hótel Kiðagili og var kominn í vörslu lögreglunnar á Húsavík um kl. 3. Honum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur á sunnudagskvöld, en í gær var ver- ið að taka skýrslur af vitnum og að því búnu verður málið sent til ríkissaksóknara. Ökumaður, sem er tæplega þrít- ugur Húsvíkingur, er ekki grunað- ur um ölvun við akstur. 3Þá barst leikurinn norður Svalbarðsströnd og austur Víkurskarð. Þar ók lögreglan upp að hlið flóttamanns en hann gerði sig líklegan tii að þvinga lögreglu út af IEItingaleikurinn hófst í Ljósavatnsskarði er lögreglan mætti ökumanni sem hún vissi öku- skírteinislausan um kl. 20:30 á laugardagskvöld AKUR- EYRI 2Leikurinn barst vestur yfir Vaðlaheiði en þar hafði Akureyrarlögreglan komið upp vegatálma. En flóttamaður ók hjá 5Billinn flóttamannsins fannst siðan mannlaus og um kl. 3:00 aðfararnótt sunnudags var flóttamaðurinn handtek- inn í Kiðagili 10 km 40g leikurinn barst austur Ljósavatns- skarð og inn allan Bárð- ardal. Flóttamaður keyrði inn á tún á Ból- stað og beið þar lög- reglu. Hún kom að, lagði bíl sínum í hliðið og hugðist ræða við flóttamann á fæti. Sá gerði sig líklegan til að aka á lögreglumann, ók síðan á lögreglubilinn f hliðinu og ruddi honum út í skurð. íólstaður Mýri"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.