Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 31
Styrkja samkeppnis- stöðu Norðurlandanna Morgunblaðið/Júlíus NORRÆN FYRIRTÆKI — í stjórn samtakanna Stiftelsen for industriutvikling í Norden eru Erlendur Einarsson forstjóri og fyrrum stjórnarmaður í Þróunarfélagi íslands, Lars Buer frá Volvo, Hakon Langballe framkvæmdastjóri Norsk Hydro, Sune Ahlen verkalýðsleiðtogi frá Svíþjóð, Ulf Sundquist banka- stjóri STS bankans í Helsingfors formaður, Engbæk Larsen bankastjóri í Den Danske Bank og Per Hedvall einn af framkvæmdastjórum hjá ABB. Fyrirtæki Fiskvinnslufyrirtæki á Eski- fírði og Hafnarfírði sameinuð HLUTHAFAFUNDIR í fyrirtækjunum Skerseyri hf. í Hafnarfirði °g Útgerðarfélaginu Þór hf. á Eskifirði samþykktu á fimmtudag að sameina fyrirtækin og tekur sameiningin gildi 1. september næstkomandi. Hlutafé fyrirtækisins verður 160-170 milljónir kr. og eftir sameiningu verður sameiginleg velta fyrirtækjanna á þessu ári 850 milljónir króna. Stjórn hins nýja fyrirtækis verð- ur í Hafnarfirði, framkvæmda- stjóri þess Bjartmar Pétui-sson og stjórnarformaður Ingvar Gunnars- son. Skerseyri hf. hefur einskorðað sig við saltfiskframleiðslu og sér- hæft sig í söltun flaka, og var fyrir sarneiningu stærsti saltfisk- framleiðandi landsins. Útgerðarfé- lagið Þór hf. hefur fengist við salt- fiskvinnslu og frystingu. Eignar- hlutdeild í nýja fyrirtækinu verður að miklum hluta sú sama og var í fyrirtækjunum tveimur. Útgerð- arfélagið Þór var stór hluthafi í Skerseyri fyrir sameiningu. Að sögn Bjartmars Péturssonar framkvæmdastjóra er í undirbún- ingi að hlutafé í fyrirtækinu verði á næsta ári boðið á almennum hlutafjármarkaði. Þetta væri al- menn stefnumörkun en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að hve mikilli hlutafjáraukningu yrði stefnt. Bjartmar sagði ljóst að aflasam- dráttur væri framundan og fisk- vinnslufyrirtækin væru of mörg rétt eins og fiskiskipin. Eðlilega sæju menn því hag af því að sam- eina fyrirtæki á þessu sviði. Vega- lengdir og fjarlaígðir skipti minna máli en þær gerðu fyrir fáeinum árum. „Hráefni sækjum við á fisk- markaðina. Á síðasta ári stóðu fiskvinnslunni til boða 75 þúsund tonn af hráefni á íslenskum mörk- uðum og ætli það verði ekki ein- hver aukning á þessu ári, kannski nálægt 100 þús. tonnum. Við erum því einnig að styrkja okkar stöðu við að ná í hráefni því samkeppni um hráefnið er hörð og fyrirtæki verða að vera fjárhagslega sterk. Við erum einnig að reyna að tak- ast á við samkeppni um hráefni við erlenda fiskvinnslu sem nýtur bæði tollaverndar og beinna styrkja frá Evrópubandalaginu. Eftir sameiningu verður hið nýja fyrirtæki fjárhagslega vel í stakk búið til að takast á við þau erfiðu verkefni sem eru framundan í íslenskri fiskvinnslu. Við ætlum líka að færa okkur í auknum mæli yfir á alþjóðamárkað í hrá- efnisöflun, með innkaupum á fiski bæði frá Alaska og Rússlandi," sagði Bjartmar. Starfsmannahald fyrirtækjanna verður óbreytt, en að sögn Bjart- mars miðar sameiningin vitaskuld að því að leita að sem hagkvæm- ustu leiðum í rekstri. Bjartmar sagði að áformað væri að hið nýja fyrirtæki sérhæfi sig enn frekar í saltfiskvinnslu. Skerseyri byijaði að kaupa á síðustu vetrai-vertíð hálfunnið hráefni, ferskan flattan fisk sérstaklega, og væri ætlunin að auka það. Sameiningin væri Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! liður í að auka þá hagræðingu sem komin var af stað hjá Skerseyri. „Það eru komnir upp fiskmark- aðir um allt landið og ísland að verða sama markaðssvæði. Fyrst um sinn verða fyrirtækin rekin með óbreyttu sniði en sameiningin getur haft einhveijar breytingar á starfsemi þeirra í framtíðinni," sagði Bjartmar. STIFTELSEN for industriut- vikling í Norden eru sjálfstæð iðnþróunarsamtök sem mörg af stærstu fyrirtækjum á Norður- löndum eiga aðild að. Samtökin beita sér einkum fyrir sam- starfi meðal norrænna fyrir- tækja og stjórnvalda um mál er styrkt geta samkeppnisstöðu norrænna fyrirtækja á alþjóð- legum markaði. íslensku fyrirtækin sem eiga aðild að samstarfinu eru Þróunar- félag íslands og Samband íslenskra samvinnufélaga. Sam- tökin voru stofnuð í framhaldi af starfi svonefnds Per Gyllenham- mer hóps og starfar í nánum tengslum við „Round table of Europe“ sem er félagsskapur stærstu fyrirtækja á Norðurlönd- um. Fyrir nokkru héldu samtökin stjórnarfund hér á landi, en hvert ár eru langtímamarkmið og stefna mörkuð. Stofnuninni er ekki ætlað að afla peninga heldur leggja þau fyrirtæki sem gerast aðilar fram- lag að upphæð 100.000 norskar krónur. Samtökin styrkja meðal annars rannsóknir og námskeið sem er ætlað að þróa hugmyndir og við- skiptamöguleika fyrirtækja á Norðurlöndum. Erlendur Einarsson situr í stjórn samtakanna fyrir hönd íslands og sagði hann að þeir sem að samtök- unum standa ynnu að því að gera Norðurlöndin sterkari til að stand- ast samkeppni. „Mér finnst að árangurinn hafi verið nokkur þó hann mætti vera meiri,“ sagði Erlendur. Um þessar mundir er verið að vinna að áætlun um hvemig best er að haga flugþjón- ustu milli Grænlands, íslands og Færeyja. LP þakrennur Þið getið sjálf sett þær saman LP þakrennukerfið frá okkur er auðvelt og fljótlegt í uppsetn- ingu, ekkert I ím og engin suða. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi. vatn. SENDUM í PÓSTKRÖFU ggÞ.ÞDRGRÍMSSON&CO Ármúla29 • Reykjavík • sími3864Q McÁbuií+XiMUtx Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla, ungar stúlkur, dömur og herra á öllum aldri og verðandi sýningarfótk. Hvaða hópur hentar þér??? NUTIÐ - Faxafeni 14 Simi687480 1 Ungarkonur á öllum aldri Snyrting Hárgreiðsla Framkoma Borðsiðir Fataval Hreinlæti Gestaboð Mannleg samskipti Mæting 8 skipti 2 Ungar stúlkur og pilar 13—16 ára Snyriting Framkoma Fataval Hreiniæti Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga Mæting 8 skipti 3 Bjóðum fyrirtækjum námskeið fyrir starfsfólk sitt Framkoma Kurteisi Simaþjónusta Hreinlæti Klæðnaður Snyrting Mannleg samskipti 4 Sérhópar Starfshópar Saumaklúbbar Snyrting Framkoma Borðsiðir Gestaboð Mannleg samskipti Mæting 3 skipti 5 6 7 8 Nýtt — Nýtt 1. Föt og förðun Litgreining Litakort Litakassar 2. Litgreining og förðun Stutt snyrtinámskeið Handsnyrting Húðhreinsun Andlitssnyrting Herrar á öllum aldrl Framkoma Fataval Hreinlæti Hárgreiðsla Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga Módelnámskeið fyrir verðandi sýningarfólk Ganga Snúningar o.fl. Sviösframkoma o.fl. Snyrting og hárgreiðsla Mæting 1 skipti Mæting 1 skipti Mæting 4 skipti Mæting 10 skipti Innritun og nánari upplýsingar í síma 36141 milli kl. 17 og 19. Unnur Arngrímsdóttir. AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.