Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 41
• MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 41 hennar og systrunum tveim innilega samúð mína vegna fráfalls þessa merka og mæta manns. Magni Guðmundsson Það varð skammt á milli þeirra bræðra, Halldórs og Björns. Þeir voru að mörgu leyti ólíkir menn. Bjöm gaf sér tæpast nokkra stund frá bókum og fræðistörfum og var spartverskur í öllu líferni. Haildór var heimsmaður og hrókur alls fagnaðar á yngri árum, fagurkeri og slyngur fjármálamaður. Báðir voru grandvarir og vinsælir embætt- ismenn, Björn var háskólabókavörð- ur um 30 ár og Halldór sem skatt- stjóri í 44 ár. Eitt var þeim fremur öðru sameiginlegt, en það var áhugi á bókum og stöðug leit að nýjum fróðleik. Halldór keypti og las fræðibækur og ritsöfn um skattamál á flestum vestrænum tungum og var einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á því sviði alla sína starfsævi. Hann var einnig mikill áhugamaður um sögu og menningu þjóða, ferðaðist víða og kom sér upp miklu safni bóka um þessi efni. Ég kynntist Halldóri lítið fyrr en hann lét af sínu erilsama embætti og fékk meira næði til að sinna hugðarefnum sínum. Hann var enn að leita að bókum og fékk mig til að aðstoða sig við bréfaskriftir á þýsku, þar sem ég hafði verið við nám í Þýskalandi og kunni betur að orða bréf á þeirri tungu. Af þessu spunnust ánægjulegustu samræður eða öllu heldur langir fyrirlestrar Halldórs um skattfræði, allt frá dögum Haralds hins hárfagra, um verðbólgu frá lokum styrjalda Napó- leons Bonaparte og um misvitra ís- lenska stjórnmálamenn frá fyrstu heimastjórn til vorra daga. Inn í íslenska hlutann spunnust gaman- sögur af mönnum og ívaf ættfræði sem er nauðsynlegur þáttur í allri sögu. Þessar kennslustundir hefðu mátt verða fleiri og í raun er skelfi- legt til þess að hugsa hve mikill fróðleikur glatast þegar menn á borð við Halldór hverfa. Halldór kvæntist ekki en hann eignaðist eina dóttur, Sigrúnu, og Iét sér mjög annt um hana og böm hennar. Þessum orðum fylgja inni- legar samúðarkveðjur til þeirra. Sveinbjörn Björnsson HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ •k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? k Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 5. september. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja þátttöku félaga sinna á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN CB 10 ÁRA S ÓSLITIÐ EFNI ALLAN SÓLARHRINGINN Fréttir, íþróttir, framhaldsþættir, fræðslumyndir, getrauna- og leikjaþættir, barnaefni, bíómyndir, heilsurækt, matreiðsla, náttúrulífsmyndir, „sápuóperur", tónlistarmyndbönd ofl. ofl. HEILDARLAUSN á móttöku gervihnattasendinga Heimilistæki hf. hefur hafið sölu á nýju kerfi sem heitir TV 2000 til móttöku á gervihnattasendingum, fyrir einstaklinga, fjölbýli, hótel og stofnanir. f fWNWMW traustur búnaður fyrir íslenskar aðstæður. I fi leitaðu upplýsinga hjá okkur um gervihnatta- sjónvarp - við vitum allt um málið. Heimilistæki hf 555 r, Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00 — l/id&ium,svetíycþée^ísamKÍK£Uto WSi HEFJUM GAMLA ÍSLENSKA BYGGINGALIST TIL VEGS Á NÝ... MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né tærist. Fæst í fjölmörgum Irtum, einnig ólrtað. Mjög gott verð. LANGTÍMALAUSN SEM WJ LEITAR AÐ SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. flESt Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU 1MONROEF naust BORGARTUNI 26. SÍMI 62 22 62 Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.