Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991
Töluvert fleiri deyja í slysum í lofti og á
legi hérlendis en á hinum Norðuriöndunum:
Eram eftirbátar
nágranna okkar
í öryggismálum
* > #
- segir Olafur Olafsson landlæknir
SLYS í lofti og á legi hérlendis eru hlutfallslega margfalt fleiri en
gerist á hinum Norðurlöndunum. Flestir þeir sem farast í slíkum
slysum eru á aldrinum 25 til 44 ára, en þetta er niðurstaða samnorr-
ænnar könnunar sem gerð var af yfirvöldum heilbrigðismála og
hagstofum. Ekki fást fullgildar skýringar á fjölda þeirra sem farast
í slysum í lofti og á legi, en Ólafur Ólafsson landlæknir vill m.a.
efla öryggisbúnað og áróður.
Samkvæmt könnun um dánar-
mein sem gerð var á öllum Norður-
löndum af heilbrigðisyfírvöldum og
hagstofum, eru banaslys mun fleiri
hérlendis á hverja 100 þúsund íbúa,
en á hinum Norðurlöndunum (sjá
súlurit). Áberandi margir deyja í
slysum í vatni hér á landi, og er
þorri þeirra á aldrinum tuttugu og
fimm ára til fjörutíu og fjögurra
ára, eða rúm 38%. „í níu af hverjum
tíu tilfellum er trúlega um mannleg
mistök að ræða,“ segir Ólafur Ólafs-
son landlæknir, „um orsakir er er-
fitt að segja, en öll umræða hefur
frekar beinst að öryggi á landi en
á sjó og í lofti. Norðurlönd eru kom-
in fram úr okkur í þeirri umræðu,
en einnig verður að hafa í huga,
að við sækjum sjóinn mjög fast,
stundum jafnvel um of. í sjó-
mennsku er lengri vinnutími en í
nokkurri annarri atvinnugrein, og
þá vaknar sú spurning, hvort menn
hugsi ekki nægilega vel um örygg-
ið, margir sjómenn hafa t.d. haft
áhyggjur af því að vökulögin séu
ekki virt sem skyldi." Ólafur segir
að banaslysum á landi hafí fækkað,
og áróðurinn hafí skilað góðum ár-
angri hér miðað við nágrannalöndin,
en eins og fyrr segir erum við eftir-
bátar þeirra þegar um öryggi á sjó
og í lofti er um að ræða.
í lofti er ástandið jafnvel hlut-
Skákþing íslands:
Helgi efstur
HELGI Ólafsson er efstur eftir
5 umferðir á Skákþingi íslands.
Hann hefur 4 og 'h vinning eftir
að hann samdi um jafntefli við
Héðin Steingrímsson I gær-
kvöldi.
Aðrar skákir í 5. umferð fóru
þannig að Jón L. Ámason sigraði
Róbert Harðarson, Karl Þorsteins
vann Helga Áss Grétarsson, Mar-
geir Pétursson sigraði Sigurð Daða
Sigfússon, Jóhann Hjartarson vann
Þröst Þórhallsson og Snorri Bergs-
son vann Halldór Grétar Einarsson.
Sjá einnig skákþátt bls. 16.
fallslega verra. „Langflest urðu
slysin á einkaflugvélum hérlendis,"
segir Ólafur, „margir hafa sagt að
aðstæður væru verri hérlendis en
víðást hvar annars staðar. Menn eru
ekki á eitt sáttir um orsakir þessa.
Það þarf átak í þessum málum og
þau þarf að rannsaka betur. Þó er
örugglega um ýmsar samverkandi
skýringar að ræða.“ Á næstu ráð-
stefnu Norðurlanda um slysamál í
Noregi 1993 verða fulltrúar ferða-
langa á sjó og í lofti með í annað
sinn, og vonast Ólafur til þess að
viðhlítandi ráðstafanir verði gerðar
fyrir þann tíma.
12 /100.000 íbúa -------:------------------------------------
°------------ ■ SJÓSLYS--------------------------------—
0-14 15-24 25-44 -45-64 65-79 80+
0-14
3.5 /100.000 íbúa
3.0
2.5
2.0
1.5
1.0
0.5
FLUGSLYS
fH&l ísland
] Danmörk —
1 1 Finnland —
] Noregur
| Svíþjóð
0-14
35 /100.000 íbúa
30 ------------_
15-24
25-44
45-64
65-79
80+
UMFERÐflRSLYS
Staða sláturhúsa og afurðastöðva í mjólkuriðnaði:
Hugmyndir um frjálsa verð-
lagningu landbúnaðarvara
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra telur að gefa eigi slátur-
og heildsölukostnað í sauðfjárframleiðslu frjálsan haustið 1992, og
knýja þannig fram samkeppni milli sláturleyfishafa. Kom þetta fram
í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Landssamtaka Sauðfjárbænda, sem
hófst á Hallormsstað í gær. Fijáls verðlagning mjólkur- og sláturaf-
urða er meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafa verið innan sjömann-
anefndar varðandi hagræðingu á vinnslu- og heildsölustigi landbúnað-
arvara, en nefndin hefur undanfarið fjallað um stöðu sláturhúsa og
afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa enn ekki verið mótaðar neinar formlegar tillögur innan sjömanna-
nefndar varðandi hagræðingu á þessu sviði, en stefnt er að því að
nefndin skili niðurstöðum eigi síðar en í byrjun september.
Óskar Gunnarsson, formaður
Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann teldi vel koma til greina
að verðlagning á mjólkurafurðum
yrði gefín fijáls, en þá þyrfti jafn-
framt að breyta verðlagskerfí land-
búnaðarins í heild sinni.
„Það má auðvitað segja að það
sé ekkert óskynsamlegt að mjólkur-
iðnaðurinn beri ábyrgð á sjálfum
sér, en það er mín skoðun að hann
eigi að gera það í meira mæli en
hann gerir í dag, og þá með hliðsjón
af öðrum atvinnuvegum. Það hefur
ekki verið fjallað um breytingu á
verðlagskerfínu í stjórn Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði, en þar
hefur þetta ekki komið upp þar sem
þetta er lögfest samkvæmt búvöru-
lögunum. Ef hins vegar yrðu gerðar
breytingar á þeim þá er þetta auðvit-
að hlutur sem iðnaðurinn myndi taka
upp og skoða mjög gaumgæfílega,
og ef af yrði þá að reyna að aðlaga
sig þeim breyttu háttum," sagði
hann.
Hreiðar Karlsson, formaður
Landssambands sláturleyfishafa,
sagðist ekki vera spenntur fyrir
þeirri hugmynd að verðlagning slát-
urafurða yrði gefín fijáls. Hann teldi
afurðastöðvamar ekki vera tilbúnar
til að framkvæma þetta með þeim
hætti að það yrði ti! sparnaðar, og
í öðru lagi teldi hann ekki miklar
líkur á því að hugsanleg verðlækkun
á vinnslustigi skilaði sér til neytenda
í gegnum smásölumarkaðinn. Hann
sagðist hins vegar telja að enn væri
talsvert hægt að spara í rekstri slát-
urhúsanna, og það hefði reyndar
sýnt sig á undanförnum árum, þó
minna hafí orðið úr þeim spamaði
vegna þess hve mikill samdráttur
hefði orðið í sauðfjárframleiðslunni.
Hann nefndi sem dæmi áframhald-
andi hagræðingu hvað vinnuafl
snertir, og eins gæti ríkisvaldið haft
mjög mikil áhrif á að lækka tilkostn-
að sláturhúsanna með því að bæta
rekstrarumhverfi greinarinnar, til
dæmis varðandi skattlagningu, fast-
eignagjöld, orkusölu og annað slíkt.
„Auðvitað er maður ekki að úti-
loka að einhvem tíma komi að því
að verðlagning færist í þessa átt,
en kannski er þetta spurningin um
að skera ekki akurinn fyrr en hann
er sprottinn. Á þessu stigi tel ég því
skynsamlegra að vinna markvisst
að auknum sparnaði í rekstri slátur-
húsanna, til dæmis í samstarfi við
aðila sjömannanefndar, heldur en
að bijóta kerfíð upp með því að
sleppa verðlagningunni," sagði
Hreiðar Karlsson.
Sjá einnig frétt á bls. 20.
Útfhitningsráð leitar
markaða fyrir kindakjöt
UTFLUTNINGSRAÐ Islands
leitar nú markaða fyrir um fjög-
ur þúsund tonn af íslensku
V estmannaexjar:
Heimaeyin VE
sigldi á Bjarnarey
Ves tmannaeyj u m.
TOGSKIPIÐ Heimaey VE sigldi aðfaranótt sunnudagsins á eyna
Bjarnarey er verið var að kasta trollinu. Stefni Heimaeyjar skemmd-
ist talsvert ofan sjólínu en engan mann sakaði við áreksturinn.
Garðar Ásbjömsson, útgerðar-
stjóri Hraðfrystistöðvarinnar, sem
gerir Heimaey út sagði í samtali
við Morgunblaðið að enn væri ekki
búið að meta skemmdimar á stefni
bátsins. Hann sagði að auk þess
sem stefni skipsins hefði hnoðast
saman þá hefði komið smá rifa á
það ofan við efra dekk. Hann sagði
að Heimaey hefði verið að veiðum
á Stakkabótinni og voru þeir að
láta trollið fara er báturinn sigldi
á Bjamareyna. Hann sagði að 10
punkta skekkja hefði verið á loran
skipsins sem varð þess valdandi
að skipið var um 1 sjómílu nær
eynni en skipstjórinn taldi sig vera.
Engin slys urðu á mönnum við
áreksturinn og hélt Heimaey áfram
veiðum. Hún kom svo til hafnar á
sunnudagskvöldið vegna brælu en
hélt til véiða á ný í gærmorgun.
Grímur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Stefni Heimaeyjar er talsvert skemmt eftir að skipið sigldi á
Bjarnarey.
kindakjöti að beiðni landbúnað-
arráðherra. Að sögn Ingjalds
Hannibalssonar, framkvæmda-
stjóra Utflutningsráðs, er þar
bæði um að ræða kjöt sem til er
í birgðum og nýtt kjöt sem til
fellur við slátrun í haust. Áætlað
er að um 1.5,00 tonn af dilka-
kjöti séu nú til í landinu, og til
viðbótar við framleiðsluna í
haust falla auk þess til um 1000
tonn af ærkjöti vegna uppkaupa
ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauð-
fjárframleiðslu.
Ingjaldur sagði að á vegum Út-
flutningsráðs væri verið að kanna
alla möguleika varðandi sölu kinda-
kjöts sem til væru, og þá 'meðal
annars að selja lifandi fé til araba-
landanna og hugsanlega líka til
Evrópu. Engar niðurstöður lægju
þó enn fyrir.
„Það er markaður fyrir kindakjöt
víðsvegar í heiminum, en það er
bara spurning hvort menn eru til-
búnir að selja kjötið á skráðu
heimsmarkaðsverði. Vandamálið í
þessum útflutningi er hins vegar
að tilkostnaðurinn hér heima er
miklu hærri en markaðurinn getur
borgað," sagði hann.