Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 Glæpasamtök sundrast eftir Arnór Hannibalsson Um sjötíu og tveggja ára skeið hefur siðlaus glæpamannaklíka drottnað yfir Rússlandi og þeim fjölmörgu þjóðum, sem .hafa verið innan Sovétríkjanna. Tugir millj- óna manna hafa verið drepnar, veslast upp í fangabúðum eða dáið í hungursneyð. Nú er þetta umboð djöfulsins á jörðinni að sundrast. Því hefur verið lýst yfir á þingi Rússlands, að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna væri glæpasamtök, og mælzt hefur verið til að formað- ur flokksins tæki undir þetta. Tveimur dögum síðar sagði sá sami formaður af sér og flokkur hans er að leysast upp. Ofbeldisveldi Lenín, stofnandi sovétríkisins, stofnaði morðsveit þess (hún hét síðast KGB) og mælti fyrir um, að fyrir hugsanir, sem ekki hugn- uðust Flokknum, ættu menn á hættu að týna engu nema lífinu. Hann lét útrýma menntamanna- stétt landsins. Upp úr blóðugu borgarastríði reis bandalag sovét- lýðvelda, sem hvíldi á byssustingj- unum einum. Smám saman varð til alræðisskipulag, þar sem þau ein form mannlegs lífs voru leyfð, sem voru innan flokksins eða und- ir stjórn hans. Þjóðin varð að þræl- um. Á tímum Stalíns skiptist land- svæði ríkisins í tvennt. „Minna svæðið“ var innan múranna. Þar voru menn sviptir öllum borgara- legum réttindum, en höfðu í raun nokkurt málfrelsi. „Stærra veldið" var utan múranna og þar höfðu menn í orði kveðnu nokkur mann- réttindi, en lifðu í ótta og skelfingu. Khrúsjof hugðist gera breyting- ar, svo að kerfið virkaðL En það kom fljótt í ljós, að frelsi verður ekki gefið inn í teskeið. Honum var hrint frá völdum og eftirmenn hans reyrðu allt í þrúgandi viðjar. Þegar leið á valdatímabil Brésnefs var öllum ljóst, sem augun höfðu opin, að þetta skipulag var komið í þrot. Iðnaðurinn hafði yfir úrelt- um vélum að ráða. Engin endurnýj- un á tækni hafði orðið frá því fyr- ir seinna stríð, né gat nú orðið. Landbúnaður var í kalda koli. Fólk flýði sveitirnar, og þeir sem þar voru eftir höfðu engra hagsmuna að gæta. Vélakostur var allur í molum. Stórveldið gat ekki brauð- fætt sig. Að bjarga valdaklíku Mikhaíl Sérgéevits Gorbatsjov komst til valda árið 1985. Innsta klíka flokks og hers ætluðust til þess af honum, að hann teysti valdagrunn þeirra. Því verkefni hefur hann helgað sig og fylgt fram svikalaust. Yfirmenn Rauða hersins sáu fram á, að iðnaðurinn megnaði ekki að sjá honum fyrir tækni og búnaði, sem jafnaðist á við það sem herir NATO-ríkjanna höfðu yfir að ráða. Það var herinn, sem ýtti péréstrokju af stað. Kjör- orðin voru fyrst í stað: Meiri og betri sósíalisma! og hraðari þróun! Gorbatsjov lýsti því yfir í ræðum, að nú skyldu menn hrist.a hendur fram úr ermum og fara að vinna. Hann taldi þetta sálrænt vanda- mál. í kjölfarið fylgdi að dregið var úr ritskoðun. Valdaklíkan hélt, að með þessu væru stungið dúsu upp í almenning, og að hún gæti haldið áfram að lifa við sín þæg- indi. En öll alþýða manna vildi meira: Að geta lifað eðlilegu lífi við nokkur efni. Gorbatsjov neyddist til að sam- þykkja afvopnun. Ætlun hans var sú, að þá myndu hershöfðingjamir draga úr kröfum sínum um ný vopn og búnað, og að Vesturveldin myndu skila í hendur Sovétmanna nýjustu tækni og vísindum, svo að iðnaðurinn gæti farið að framleiða vörur, sem fólk gæti hugsað sér að kaupa. Allt fór þetta á annan veg. Breytt utanríkispólitík leiddi til hruns kommúnismans í Austur- Evrópu. Sovézkt fólk krafðist rót- tækari breytinga. Eitthvað varð að taka til bragðs. Haldið fast í fyrri línu Valdaferli Gorbatsjovs má skipta í tvennt: Fyrir og eftir brott- vikningu B. Jeltsíns. Sá síðar- nefndi hafði verið flokksritari í Svérdlofsk, formaður Moskvu- deildar flokksins og loks setið í æðstu valdastofnun hans, stjórn- málaráðinu, pólítbjúro. Haustið 1987 flutti Jeltsín ræðu á mið- stjórnarfundi flokksins. Þar minnti hann á, að flokkurinn yrði að taka tillit til hagsmuna almennings í landinu. Gorbatsjov þurfti ekki lengi að hugsa sig um: Hann rak Jeltsín úr öllum embættum. Hann valdi hagsmuni valdaklíkunnar. í rauninni þurfti Gorbatsjov ekkert að velja. Jeltsín hafði vegið að þeim rótum, sem Gorbatsjov stóð á, með því að gagnrýna alveldi flokksformannsins. Gorbatsjov var, er og verður til síns lokadags sverð og skjöldur kerfisins, yfirstéttarinnar, nómen- klatúrunnar. í lýðveldum Sovétríkjanna fór að gæta óróa. Barátta fyrir fjór- frelsi kom opinskátt upp á yfir- borðið. Menn hugsuðu sem svo, að ef lýðveldin fengju yfirráð yfir eigin náttúruauðlindum mætti ef til vill framleiða nægan mat. Höf- uðþáttur baráttunnar var og fyrir lýðræði og mannréttindum. Gor- batsjov þurfti ekki að hugsa sig um, hvernig átti að taka á þessu máli: Þessar hreyfingar varð að bæla niður. Nefnd mann úr Æðsta ráðinu fór til Nagorno-Karabakh. Hún lagði til að samið yrði um skipti á landi og fólki. Hefði verið farið eftir því hefðu þjóðernisátök ekki hafizt og lýðveldin sætt sig við örlítið meira sjálfræði. En Gor- batsjov þurfti ekki á ráðum nefnd- arinnar að halda. Málið var leyst með hinum gömlu ráðum stórveld- isins. Þau landamæri, sem Stalín hafði dregið á landakortið, skyldu standa. Azerbajdzjan skyldi halda Karabakh. Azerar hófu þá styijöld með stuðningi miðjuvaldsins, og sú styijöld stendur enn. Hún hefur verið háð með ólýsanlegri grimmd. Yfirstéttin gat ekki hugsað sér, að vald færðist frá miðjunni til lýðveldanna, því að þá yrði hún svipt þeim auði, sem hún notaði til að kosta forréttindi sín. Til að tryggja, að engin breyting yrði á þessu var fyrirkomujagi miðstjórn- arvaldsins breytt. Árið 1988 var haldin flokksráðstefna (hin 19.) og þar voru lögð drög að því að for- menn flokksdeilda héraða og hreppa yrðu formenn sovétanna. Þetta táknaðialgjört alræði flokks- ins í ríkinu. í kjölfarið fylgdi svo stofnun embættis forseta Sovét- ríkjanna og gert ráð fyrir að í því embætti sæti formaður flokksins. Með þessum ráðum var búið að binda í bak og fyrir algjört alræði flokksins. Forsetinn fékk heimild til að gefa úr tilskipanir með laga- gildi. Með þessu hugði valdaklíkan, að hún hefði bolmagn til að bæla niður sjálfstæðistilhneigingar lýð- veldanna. Rússland var í broddi fylkingar. Allt fram að þessum tíma hafði Rússland ekki haft eig- in stjórn’. Því var stjórnað beint Arnór Hannibalsson „Gorbatsjov var, er og verður til síns lokadags sverð og skjöldur kerf- isins, yfirstéttarinnar, nómenklatúrunnar.“ af miðstjórninni. Önnur lýðveldi höfðu sína kommúnistaflokka, ríkisstjórnir, stjórnarráð, stofnan- ir. Rússland hefði ekkert af þessu. Nú reis Rússland upp. Á skömmum tíma var komið upp þjóðþingi, eig- in ríkisstjórn og stjórnarstofnunum Rússlands. Það stefndi í átt til lýð- ræðislegri stjórnarhátta. Boris Jeltsín var kosinn formaður Æðsta ráðs Rússlands. Blóðsunnudagur í Vilnius Nú hugðist valdaklíkan láta til skarar skríða. Viðskiptabann hafði verið sett á Litháen. En það kom Litháum ekki á kné. Lýðræðissinn- ar höfðu verið kosnir til forystu í borgarstjórnum Moskvu og Len- i. i/erðlaun: Citroen AX • Bensíneyðsla 3,9 á hundraði • 5 gírar • Þurrka og þvottur á afturrúðu • Þurrkur með tímatöf • Þokuljós að aftan • Hituð afturrúða • Hliðarspcglar stillanlegir innanfrá • Aftursætisbak tvískipt og niðurfellanlegt • Lituð gler • Opnanlegar hliðarrúður að aftan • Straumlínulag sem sluðlar að frábærum aksturseiginleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.