Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 27
TSRIKIN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991
27
Morgunblaðið/Þorkell
krifstofustjóri utanríkisráðuneytis-
irinn
tigi
í i *
•rarnir létu í Ijós undrun og hrifn-
og formenn þingflokka. Sendimenn
erlendra ríkja voru einnig í Höfða,
svo og fólk frá Eystrasaltsríkjunum,
sem búsett er á íslandi og hópur lista-
manna frá ríkjunum þremur, sem
staddur er hér á landi. Landar utan-
ríkisráðherranna þriggja fögnuðu
innilega að athöfninni lokinni og sum-
ir tárfelldu af gleði.
Að loknum hádegisverði í gær hittu
utanríkisráðherrarnir frú Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta íslands, á
Bessastöðum. „Þetta er merkileg
stund. Mér finnst við vera gæfu-
menn, að fá að sýna í verki stuðning
við ófrjálsar þjóðir og styðja þær til
sjálfstæðis," sagði forsetinn. „Frelsið
er það dýrmætasta, sem við eigum,
og við ættum alltaf að umgangast
það með mikilli virðingu."
Utanríkisráðherrar Eystrasaltslandanna:
Erum Jeltsín þakklátir
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna létu í ljós þakklæti til Borísar
Jeltsín, forseta Rússlands, á blaðamannafundi í Höfða í gær, að lokinni
undirritun yfirlýsinga um stjórnmálasamband rikjanna þriggja við ís-
land. Jafnframt létu þeir í ljós þá von að samskiptin við Sovétríkin
kæmust brátt í eðlilegt horf. Eystrasaltsríkin eru nú byrjuð að gefa
út eigin vegabréfsáritanir.
Lennart Meri, utanríkisráðherra
Eistlands, mælti fram inngangsorð
fyrir hönd erlendu ráðherranna.
Hann sagði að yfirleitt litu menn svo
á að sagan tilheyrði fortíðinni, og
skildu ekki að stundum færu líðandi
stund og sagan saman. „Þessi dagur
er undantekning á þessu fyrir okkur
alla, ekki aðeins fyrir okkur ráðher-
1922
Island viðurkennir, með yfiriýsingu
danskra stjórnvalda, sjálfstæði
Eistlands, Lettlands og Litháens.
1940
Eystrasaltsríkin innlimuð í Sovétríkin
með leynisamningi Hitlers og Stalíns.
8. mars 1990
Litháum kynntar fjárkröfur segi þeir
skilið við Sovétríkin. Gorbatsjov
Sovétforseti segir skuldir Litháa við
Sovétríkin andvirði 27 milljarða dollara.
11. mars
Litháen lýst sjálfstætt riki á ný.
11. janúar 1991
Sovéski herinn ræðst inn í opinberar
byggingar í Litháen.
12. janúar
Sovéskir fallhlífahermenn leggja undir
sig mikilvægar stjórnstöðvar í Vilnius.
13 óbreyttir borgarar bíða bana og fjöldi
manns særist. Jeltsín Rússlandsforseti
fordæmir ofbeldi hersins.
18. janúar
Jón Baldvin Hannibalsson
utanrikisráðherra kemur til Ríga í
Lettlandi. Heldur þaðan til Litháens og
Eistlands og á fundi með þariendum
ráðamönnum. För hans túlkuð sem
stjórnmálasamband í raun (de facto) af
Eystrasattsríkjunum.
20. januar
Vopnaðar sérsveitir sovéska
innanríkisráðuneytisins, Svarthúfurnar,
ráðast á innanríkisráðuneyti Lettlands
og leggja það undir sig. Fjórir menn
látast í átökunum.
23. janúar
Utanríkisráðherra lýsir því yfir að
stjórnmálasamband við Litháen geti
komist á á næstu dögum.
§. febrúar
Sendiherra íslands í Moskvu afhent
mótmæli Sovétstjórnarinnar vegna
afskipta Islendinga af sjálfstæðisbaráttu
Litháens.
11. febrúar
Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu
þar sem ríkisstjórninni er falið að leiða til
lykta viðræður við kjörin stjórnvöld í
Litháen um stjórnmálasamband með
því að taka upp stjórnmálasamband við
Litháen svo fljótt sem verða má.
Viðurkenning á sjálfstæði Litháens
áréttuð.
14. febrúar
Sovéski sendiherrann á Islandi kallaður
til Moskvu vegna samþykktar Alþingis
um stjórnmálasamband við Litháen.
Viðbrögð Sovétmanna vekja athygli
erlendis.
22. ágúst
. Islenska ríkisstjórnin ítrekar
viðurkenningu á sjálfstæði Eistlands og
Lettlands og býður utanrikisráðherrum
Eystrasaltsríkjanna til íslands að vera
viðstaddir undirritun
stjórnmálasambands.
24. ágúst
UtanríkisráðherrarEystrasaltsríkjanna
og fslensk stjómvöld taka upp
stjórnmálasamband með formlegum
hætti í Höfða.
rana hér á bak við borðið heldur
einnig fyrir ykkur. Við upplifum
ekki aðeins líðandi stund, heldur
einnig söguna," sagði Meri.
Hann sagði að verið væri að ræða
við Sovétmenn um stöðu vesturland-
amæra Eistlands, þ.e. strandarinnar
að Eystrasalti. „Austurlandamærin
eru undir fullri stjórn eistnesku rík-
isstjórnarinnar. Mér er ánægja að
segja frá því að þróunin gengur
hratt fyrir sig. Allt hófst þetta fyrir
ásetning þjóðar okkar, en með
dyggri aðstoð og hjálp íslenzku ríkis-
stjórnarinnar, þingsins og þjóðarinn-
ar,“ sagði hann. Meri sagði að sér
hefði verið mikil ánægja að komast
að því að íslendingar hefðu kynnzt
ástandinu í Eistlandi í gegn um
bækur, til dæmis bók Anders Kúng,
„Eistland — smáþjóð undir oki er-
lends valds“, sem Davíð Oddsson
forsætisráðherra þýddi fyrir um
tuttugu árum.
Eigum margt sameiginlegt
Meri sagðist vonast til mikils sam-
starfs í efnahags- og menningarmál-
um í nánustu framtíð. „Við tilheyr-
um sama heimshluta, hinum norr-
æna heimi. Við verðum að vinna
hratt til að endurheimta stöðu okkar
innan þessarar fjölskyldu, þar sem
við eigum heima,“ sagði ráðherrann.
„Við höfum átt og eigum margt
sameiginlegt. Ástæðan fyrir því að
ísland var fyrst til að rétta vinar-
hönd til Eystrasaltsríkjanna er að
við eigum eitthvað einstakt sameig-
inlegt. Við erum stolt, en lítil ríki.
Við þurfum að horfast í augu við
sömu erfiðleika. Frelsis- og lýðræð-
isþrá okkar er sterk. Við skiljum
hver annan betur.“
Ráðherrarnir lögðu allir áherzlu
á þátt Borísar Jeltsín Rússlandsfor-
seta í frelsun Eystrasaltsríkjanna.
„Hann hefur frá byijun verið ómyrk-
Utanríkisráðherrarnir hittu forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadótt-
ur, á Bessastöðum. Frá vinstri: Frú Vigdís Finnbogadóttir, Algirdas
Saudargas, Janis Jurkans, Lennart Meri og Jón Baldvin Hannibalsson.
ur í máli um rétt Eystrasaltsþjóð-
anna til sjálfsákvörðunar og end-
urnýjaðs sjálfstæðis. Við verðum að
vera þakklátir honum fyrir frum-
kvæði hans, sem að miklu leyti réð
atburðarásinni,“ sagði Janis Jurk-
ans, utanríkisráðherra Lettlands.
Lennart Meri benti á að valdaránið
í síðustu viku hefði ekki verið fyrsta
tilraun harðlínumanna til að snúa
þróun sögunnar við, heldur hefði það
verið reynt strax í janúar, er sovézk-
ar hersveitir felldu óbreytta borgara
í Eystrasaltsríkjunum. „Þá hringdi
ríkisstjórn Eistlands að næturlagi í
Jeltsín forseta, sem ýtti öllu öðru
til hliðar og kom með sérstakri flug-
vél til að skrifa undir samning um
gagnkvæma viðurkenningu ríkj-
anna. Jeltsín sýndi mikið persónu-
legt hugrekki og skrifaði áskorun
til sovézka hersins um að skipta sér
ekki af innanríkismálum Eistlands.
Við munum aldrei gleyma þessum
höfðingskap. Þegar við heyrðum
fréttirnar frá Moskvu um að komm-
únistar og fasistar hefðu reynt að
ræna völdunum, urðu Eystrasalts-
ríkin fyrst til að fylkja sér að baki
Janis Jiirkans ritar nafn sitt í gestabókina í Höfða. Til hægri eru
Markús Orn Antonsson borgarstjóri og Algirdas Saudargas, fjær Lenn-
art Meri.
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen kona hans
heilsa Lennart Meri í kvöldverði í Ráðherrabústaðnum á sunnudags-
kvöld.
í Stokkhólmi hafa nú verið gefin
út litháísk vegabréf.
Borísar Jeltsín," sagði hann. „Ég
sé fyrir mér tíma friðsamlegs sam-
starfs við nágranna okkar í austri,
lýðræðislegt Rússland, en ég gleðst
yfir því að Eistland á engin landa-
mæri sameiginleg með Kreml.“
Loforð fyrir brottflutningi
liersveita
Ráðherrarnir voru spurðir hver
þeir teldu að gætu orðið viðbrögð
Sovétmanna við viðurkenningu er-
lendra ríkja á sjálfstæði Eystrasalts-
landanna. Janis Jurkans skýrði frá
því að lettneskir sendimenn hefðu í
fyrradag hitt í Moskvu Shaposníjk-
ov, nýskipaðan varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna, Bakatín, nýjan yfír-
mann KGB, og fleiri ráðamenn.
„Viðhorf þeirra er mjög jákvætt.
Shaposníjkov lofaði að draga herlið-
ið frá Eystrasaltsríkjunum í áföng-
um og að losna við hersveitir, sem
enn eru í Rígu. Þeir ræddu um landa-
mæri okkar, svo að mér skilst að
innan skamms munum við standa
frammi fyrir gjörólíku viðhorfi af
hálfu Sovétríkjanna," sagði Jiirkans.
Spurt var hvort sendiherrar ís-
lands í Eystrasaltsríkjunum gætu
nú ferðazt þangað án sovézkrar
vegabréfsáritunar. „Við höfum nú
þegar tekið á móti fyrstu gestunum
án sovézkrar vegabréfsáritunar og
atburðirnir gerast nú hratt. í Hels-
inki er búið að panta fyrstu stimpl-
ana í vegabréf," sagði Meri. Algird-
as Saudargas, utanríkisráðherra Lit-
háens, sagði að frá og með deginum
í gær gæfu Litháar út vegabréfsárit-
anir á ný. „Þetta er aðeins fram-
kvæmdaatriði. Ég á von á að eftir
atkvæðagreiðsluna í Æðsta ráði
Sovétríkjanna [um sjálfstæði Eystr-
asaltsríkjanna], sem ég vona að
verði jákvæð, verði engar hindranir
í vegi fyrir þvi að koma á eðlilegum
tengslum við Sovétríkin," sagði
•Saudargas.