Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Umframbirgðir mjólk- ur 7,5 milljónir lítra ÁÆTLAÐ er að birgðir mjólkurafurða við þessi verðlagsáramót verði -«m 23,5 milljónir lítra umreiknað til nýmjólkur, en það er 7,5 milljón- ir lítra mjólkur umfram það birgðamagn sem samið var um við gerð búvörusamnings. Þessar upplýsingar komu fram í máli Halldórs Blöndals landbúnað- arráðherra á aðalfundi Landssam- bands kúabænda á Laugalandi á Þelamörk. Þar kom einnig fram að sala mjólkur og mjólkurafurða á verðlagsárinu verði að öllum líkind- um ríflega 100 milljónir lítra um- reiknað til nýmjólkur, sem er tveim- ur milljónum lítra minna magn er áætlað var í búvörusamningnum. Framleiðsla mjólkur verður um 106,5 milljónir lítra, sem er tveimur milljónum lítra umfram fuilvirðisrétt ársins. Halldór sagði ekki vitað hvort mjólkurframleiðendur fari umfram rétt sinn eða taki af rétti næsta árs. Taki þeir af rétti næsta árs þetta magn verður skuld þeirra á síðasta ári samningsins til uppgjörs tæplega 3 milljónir lítra. Sjá einnig fréttir á bls. 32. Lamb skotið með hagla- Tbyssu í Reykhólasveit Miðhúsum, Reykhólasveit. LAMB var skotið með haglabyssu um 200 metra frá bænum á Skáldstöðum aðfaranótt sunnu- dagsins. Sýnt er að lambið hefur kvalist og ekki drepist strax. Sýslumaður- inn á Patreksfirði var kallaður á vettvang og er hann að kanna málið. IW Selfoss: Gassprenging á Ijaldstæði TVEIR franskir ferðamenn brenndust í andliti er gas- sprenging varð í eldhúsað- stöðu tjaldsvæðisins á Selfossi um hálfníuleytið í gærkvöldi. Frakkarnir, maður og kona, voru við matargerð í eldhúsað- stöðunni og hugðust skipta um gaskút undir hitunartæki sem þar var. Gas lak úr kútnum og varð sprenging er þau hugðust kveikja á tækinu með eldspýtu. Fólkið var flutt á lýtalækninga- deild Landspítalans en sam- kvæmt upplýsingum lögreglu er talið að um annars stigs bruna- sár hafi verið að ræða. Margir bændir hér hafa áhyggjur af gæsaskyttum, því að gæsir og sauðfé nýta sama beitilandið og þeir fáu bændur sem leyfa gæsa- veiðar ættu að gefa veiðimönnum . leyfið skriflegt því ekki er óalgengt að veiðimenn segist hafa leyfi frá hinum og þessum bóndanum sem þeir hafa svo gleymt nafninu á. Sveinn Ýsuveiði í fjöruborðinu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eyjabátar hafa verðið að toga uppi í harða landi rétt austan við Heimaey sfðustu daga og hafa feng- ið ágætan afla. Togslóðin er hálfa til eina mílu aust- ur af nýja hrauninu og hafa bátarnir rekið í stór ýsuhol eftir stutt tog. I gær voru níu bátar að toga á Stakkabótinni, þegar þeir voru flestir. Ýsan sem fékkst var ágæt en úttroðin af æti enda er hún þarna að gæða sér á síldarhrognum. Margir bát- anna fengu í gær 5 til 8 tonna hol en á sunnudag- inn var meiri kraftur í veiðinni og fengust þá upp í 20 tonna hol eftir stutt tog. Grímur Skipzt á yfirlýsingum við Eystrasaltsríkin í Höfða: Islendingar koma á stjórn- málasambandi fyrstir þióða Skrifað undir viðskiptasamninga við Lettland og Eistland STJORNMALASAMBAND milli íslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, var tekið upp með form- legum hætti í gær. Þá undirrituðu utanríkisráðhcrrar landanna fjög- urra yfirlýsingar um stjórnmála- samband við hátíðlega athöfn í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkur- borgar. Island er fyrsta rikið, sem kemur á formlegu stjórnmálasam- bandi við Eystrasaltsríkin. Á sunnudag komu utanríkisráð- herrar Eystrasaltsríkjanna, Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jurkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litháen, til Reykjavíkur. Þeir áttu vinnufund með Jóni Baldvin Hanni- Háskóli íslands: Hugmyndir uppi um stoðnám- skeið í íslensku fyrir stúdenta HÁSKÓLAREKTOR, Sigmundur Guðbjarnason, hefur fyrir hönd háskólaráðs sent skólameisturum og rektorum framhaldsskóla í landinu erindi, þar sem þeir eru hvattir til að standa vörð um íslenskukennslu í skólunum. Tilefni þessa eru áhyggjur háskóla- kennara af hrakandi íslenskukunnáttu stúdenta og nýlegar frétt- ir um að til standi að draga úr skyldunámi í íslensku í Mennta- skólanum við Hamrahlið. Þór Whitehead, forseti heimspekideild- ar Háskólans, segir að uppi séu hugmyndir um að koma á stoðnám- skeiði í íslensku fyrir stúdenta í deildinni, og gæti það orðið vísir að slíku námskeiði fyrir aðrar dcildir. Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor sagði í samtali við Morgunblaðið, að háskólaráð hefði samþykkt að senda þetta erindi að frumkvæði Guðrúnar Kvaran hjá Orðabók Háskólans og Unnsteins Stefánssonar pró- fessors. Hann segir að samstarf Háskólans og framhaldsskólanna hafi aukist á undanförnum árum en það sé óvenjulegt að háskóla- ráð sendi rektorum og skólameist- urum bréf af þessu tagi. Guðrún Kvaran sagði að kveikj- an að því að málið hefði verið tekið upp í háskólaráði hafí verið fréttir í sumar um að til stæði að draga úr skyldunámi í íslensku- kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þau tíðindi hefðu þótt uggvænleg enda hefði verið um það rætt í deildum skólans, að á undanförnum árum hefði borið á lakari íslenskukunnáttu stúdenta. Þór Whitehead, forseti heim- spekideildar Háskólans, sagði að kennurum í deildinni fyndist að íslenskukunnáttu hefði hrakað og það kæmi bæði fram í prófúr- lausnum og ekki síst í ritgerðum. Hann sagði að til umræðu væri innan deildarinnar að taka upp stoðnámskeið í íslensku og gæti það orðið upphafið að því að allir háskólastúdentar ættu kost á slíkri kennslu. Eiríkur Rögnvaldsson, dósent í íslensku, sagði að hugmyndin væri sú, að íslenskunemar á fyrsta ári tækju próf þar sem reyndi á getu þeirra í stafsetningu og framsetningu ritaðs máls til dæm- is hvað varðaði uppbyggingu texta, bæði frá málfarslegu og röklegu sjónarmiði. Þeir nemend- ur, sem ekki stæðu sig nógu vel, yrðu látnir taka námskeið, þar sem þeir yrðu þjálfaðir á þessu sviði. Fyrsta námskeiðið yrði væntanlega haldið á vormisseri 1992, ef til þess fengist fjármagn. Eiríkur sagði að alltaf bæri við, að fólk hæfi nám í íslensku án þess að hafa nægilegt vald á staf- setningu eða framsetningu ritaðs máls. Jafnframt hefðu kennarar í öðrum greinum deildarinnar haft á orði að kunnáttu á þessu sviði væri ábótavant hjá ýmsum nem- endum þeirra. Þeir héfðu sýnt áhuga á að geta vísað slíkum nemendum á námskeið af þessu tagi en ekki lægi fyrir hvort það yrði mögulegt í vetur. balssyni utanríkisráðherra og hittu einnig Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Eftir undirritunarathöfnina í gær var tilkynnt að sendiherra íslands í Stokkhólmi, Sigríður Snævarr, yrði sendiherra í Eistlandi og Lettlandi. Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, mun gegna emb- ætti sendiherra í Litháen. - Af hálfu Eystrasaltsríkjanna voru einnig tilnefndir menn til að fara með mál þeirra gagnvart íslandi. Sendiherra Litháens, með aðsetur í Kaupmannahöfn, verður Dalius Cekuolis. Heiðurskonsúll Litháa á Islandi er Jörundur Hilmarsson, lekt- or í málvísindum. Sendiherra Eist- lendinga verður Arvo Júrgen Alas, sem verið hefur forstöðumaður upp- lýsingaskrifstofu Eistlands í Kaup- mannahöfn, þar sem hann mun hafa aðsetur. Alas talar og ritar íslenzku. Lettar hafa ekki tekið ákvörðun um hver verður sendiherra þeirra. í gær var skrifað undir viðskipta- samninga við Eistland og Lettland, en slíkur samningur var gerður við Litháen fyrir skömmu. Samningar- nir eru almennir rammasamningar, sem kveða á um beztu kjör í viðskipt- um. Utanríkisráðherrarnir fjórir hafa einnig rætt sín á milli mögu- leika á samstarfi á sviði lista og menningar, vísinda og íþrótta. Utanríkisráðherrar Eystrasalts- ríkjanna fóru af landi brott í gær til að undirrita yfirlýsingar um stjórnmálasamband við fleiri ríki. Þeir fara fyrst til Danmerkur, þá til Noregs, Þýzkalands og Svíþjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.