Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST Í991 Gorbatsjov í Æðsta ráðinu: Ollum hindrunum sem standa í vegi markaðsbú- skapar verði rutt úr vegi Vill nýjar kosningar strax og lýðveldin hafa undirritað sambandssáttmálann Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétforseti segir að efna beri til forseta- og þingkosninga í Sovétríkjunum strax og búið sé að undirrita nýjan sam- bandssáttmála milli lýðveldanna og jafnframt að ryðja eigi þegar í stað öllum hindrunum í vegi markaðsbúskapar úr vegi. Þetta kom fram í ræðu Gorbatsjovs i Æðsta ráðinu í gær en þar lagði hann til að ríkis- stjórnin segði af sér og tók á sig verulegan hluta ábyrgðarinnar á því að hópur harðlínumanna gerði misheppnaða tilraun til valdaráns á mánudag í síðustu viku. Forsetinn sagði að þau lýðveldi sem ekki vildu undirrita sambandssáttmálann yrðu að fá að ákveða sjálf framtíð sína. Hann virtist með þessum orðum sætta sig við sjálfstæði þeirra en minnti á að semja þyrfti um ýmis samskiptamál, einkum á efnahagssviðinu. Hann ræddi einnig afstöðu þingmanna til valdaránsins og spurði hvasst hvar ráðið hefði haldið sig meðan valdaræningjarnir höfðu enn yfir- höndina og hann var sjálfur I stofufangelsi á Krímskaga, án sambands við umheiminn. Þingmenn Æðsta ráðsins vottuðu þrem mönnum, er létu lífið í baráttu gegn valdaræningjunum, virðingu sína með einnar mínútu þögn við upphaf fundarins. Viktor Alsknís, ofursti og þingmaður úr röðum harðlínumanna, lagði til að for- sprakkar valdaránsins fengju 50 mínútur hver til að útskýra gerðir sínar. „Nú þegar svo mikil spenna ríkir í samfélaginu verðum við að vita sannleikann," sagði Alsknís en mótmælamuldur heyrðist víða á bekkjum þingmanna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að Gorbatsjov bæri vissa ábyrgð á því sem gerst hefði, Sovétforsetinn hefði sjálfur skipað samsærismenn- ina í þær stöður sem auðveldað hefðu þeim leikinn. Gorbatsjov sagð- ist í ræðu sinni ekki vilja víkja sér Umskipti í morgnm Sovétlýðveldum: Sjálfstæði samþykkt og þrengt að starfi kommúnistaflokka Moskvu. Reuter. ÞING Ukrainu, næstfjölmennasta lýðveldis Sovétríkjanna, samþykkti á laugardag með miklum meirihluta atkvæða að lýsa yfir fullu sjálf- stæði landsins er tæki þegar gildi en jafnframt að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um málið i desember. Leóníd Kravtsjúk, þingforseti og helsti leiðtogi lýðveldisins, hefur sagt sig úr miðstjórn og stjórnmála- ráði sovéska kommúnistaflokksins. Þingið samþykkti í gær timabundið bann við starfsemi kommúnistaflokks Ukraínu. Flokksskrifstofur voru innsiglaðar og eignir flokksins gerðar upptækar. Sovétríkin voru fyrir fáeinum árum samband 15 lýðvelda sem höfðu að nafninu til allmikið sjálfs- forræði þótt Sovétstjómin réði í reynd því sem hún vildi. Hvarvetna er nú þjarmað að kommúnistaflokk- um landanna. Á laugardag var afturhaldsmaður- inn Níkolaj Dementei þvingaður til að segja af sér leiðtogastöðu í Hvíta- Short mæt- ir Karpov UM helgina fór fram dráttur í undanúrslit áskorendaein- vígjanna í skák. Hollendingur- inn Jan Timman keppir á móti Sovétmanninum Artúr Jusupov og landi hans Anatólíj Karpov mun mæta Brctanum Nigel Short. I fjórðungsúrslitunum voru þeir Jusupov og ívantsjúk jafnir eftir átta skákir og því þurftu þeir að tefla tefla tvær skákir aukalega til að fá fram úrslit. Þar fóru leikar þannig að Jus- upov vann fyrri skákina í 39 leikjum og þeirri síðari lyktaði með jafntefli í 46 leikjum. undan ábyrgð á því sem gerst hefði. „Valdaránið var ekki algerlega óvænt, kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var boðað með móðursýkislegum blaðagreinum, boðað í miðstjórn flokksins og ræð- um ákveðinna hershöfðingja á flokksráðstefnum. .. í staðinn fyr- ir að taka föstum tökum á þeim sýndum við samsærismönnunum linkind og víðsýni. Ég á fyrst og fremst við sjálfan mig. Ég ber geysi- lega þunga ábyrgð sem forseti á þeirri staðreynd að Æðsta ráðið var gagnslaust, að ráðherrar reyndust svo huglausir og hjálparvana and- spænis valdaráninu, einnig þvi að stjórnendur þeirra þriggja stofnana [Rauða hersins, öryggislögreglunn- ar KGB og innanríkisráðuneytisins] sem ráða yfir herliði skyldu vera menn sem efndu til valdaráns," sagði Sovétleiðtoginn. „Ég segir þetta vegna þess að undanfama daga hefur margt skýrst fyrir aug- um mínum. Ég hef komist að niður- stöðum í fjölmörgum efnum. Mér virðist sem ég hafi komið til nýs lands.“ Forsetinn sagðist sjálfur líta nýjum augum á framtíðina eftir þessa atburði. Hann hét því að nú yrði ekki hikað á vegi umbótanna. „Framvegis verður ekki um neinar málamiðlanir að ræða gagnvart þeim sem ekki er hægt að semja við, sem ekki ætti að gera samninga við.“ Þingheimur fagnaði þessum orðum ákaft. Herlið KGB undir stjórn Rauða hersins Um öryggislögregluna, KGB, sagði Gorbatsjov að nýr yfirmaður hennar, Vadím Bakatín, myndi sjá um að hún yrði endurskipulögð frá grunni. Stjórnmálaskýrendur álíta að með þessu hafi hann gefið í skyn að í KGB hafi verið miðstöð valda- ræningjanna. Gorbatsjov skýrði frá því að herlið KGB, um 220.000 vel Reuter Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti nuddar augun við upphaf fyrsta fundar sovéska Æðsta ráðsins eftir að valdarán harðlínuafla fór út um þúfur. þjálfaðir menn, sem m.a. ræður yfir skriðdrekum, yrði fært undir yfir- stjórn Rauða hersins. Jevgeníj Shap- osníkov, nýr varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, hefur sagt að skipt verði um 80% allra æðstu yfirmanna í hernum. Nýr innanríkisráðherra, Viktor Barannikov, gaf herlögreglu skipun um að hindra fólk í að fella af stalli styttur af Vladímír Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, sagði að það væri hlutverk yfirvalda að stjóma slíkum aðgerðum. Á sunnu- dag var felld af stalli stærsta Lenín- styttan sem var í Ventspils í Lett- landi. Markaðurinn ráði „Við verðum að tryggja algert frelsi einstaklingsframtaks, útrýma einokun, koma sem fyrst á nauðsyn- legum stofnunum markaðskerfis- ins,“ sagði Gorbatsjov í 35 mínútna langri ræðu sinni. Hann taldi að róttækar breytingar í landbúnaði væru knýjandi nauðsyn, grípa þyrfti til aðgerða gegn vaxandi halla ríks- sjóðs, gera rúbluna að skiptanlegum gjaldmiðli á alþjóðamörkuðum og draga úr peningamagni. Hann hvatti menn til að efna ekki til verk- falla meðan verið væri að finna lausnir á efnahagsóreiðunni. Sovét- leiðtoginn sagðist hlynntur því að helstu ákvarðanir í efnahagsmálum yrðu framvegis teknar í hverju lýð- veldi fyrir sig en alríkisstjórnin í Moskvu sinnti því hlutverki að stjórna samvinnu milli þeirra. Hann sagðist hafa skipað nefnd undir for- ystu ívans Sílajevs, forsætisráð- herra Rússlands, til að fjalla um efnahagsmálin og ætti Grígoríj Javl- ínskij, róttækur hagfræðingur sem vil snögg umskipti í markaðsátt, sæti í henni. „Strax og búið er að undirrita sambandsáttmálann ættum við að hefja kosningabaráttu vegna kjörs í helstu embætti alríkisstjómarinn- ar, þ. á m. forsetaembættið," sagði Gorbatsjov. Það er á valdi fulltrúa- þingsins, er fer með æðsta lög- gjafarvaldið, að boða kosningar en Æðsta ráðið ákvað í gær með mikl- um meirihluta atkvæða að fulltrúa- þingið komi saman 2. september. Á fulltrúaþinginu, er fundar tvisvar á ári, sitja rúmlega 2.000 manns og kýs það Æðsta ráðið, starfandi þing Sovétríkjanna, úr eigin röðum. Margir af þingmönnum fulltrúa- þingsins voru tilnefndir af kommún- istaflokknum eða stofnunum þar sem hann hafði töglin og hagldirnar þegar fyrst var kosið til þess árið 1989. Rússlandi og daginn eftir lýsti þing landsins yfir fullu sjálfstæði frá Sov- étríkjunum. Yfirlýsingin var sam- þykkt samhljóða og olli það nokkurri undrun þar sem harðlínuöfl hafa þar öll ráð. Þingið samþykkti einnig tímabundið bann við starfsemi kommúnistaflokksins og gerði eignir hans upptækar meðan rannsakað verður hvem þátt hann átti í valda- ráninu. Forseti Moldovu sagði í gær að landið myndi lýsa yfir sjálfstæði í dag, þriðjudag, en eftir yfirlýsingu Úkraínumanna var svo komið að Moldovar áttu ekki lengur landa- mæri að Sovétríkjunum. Flestir Moldovar tala rúmensku en forseti landsins, Mircea Snegur, sagði að ekki yrði strax sótt um sameiningu við Rúmeníu. Leiðtogi Úzbekístans í Mið-Asíu hvatti í gær þing landsins til að hefja undirbúning að sjálfstæð- isyfirlýsingu. í Kazakhstan hafði leiðtogi landsins, Nursúltan Naz- arbajev, þegar sagt sig úr miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins. Kákasuslýðveldin Georgía og Armenía ásamt Eystrasaltsríkjunum þrem hafa þegar annaðhvort lýst sig sjálfstæð eða ákveðið að stefna að sjálfstæði. Armeníuþing skipaði á sunnudag kommúnistaflokknum að rýma höfuðstöðvar sínar og afhenda eignirnar yfirvöldum. Úkraínuþing vill sjálfstæði: Borís Jeltsín mun krefjast náinnar efnahagssamvinnu Daily Telegraph. „LOKSINS getum við lifað eins og menn en ekki eins og skepnur, það höfum við gert áratugum saman,“ sagði úkraínskur listamaður í mannþrönginni sem veifaði blágulum fána landsins við þinghúsið í Kiev á laugardag. Þingið hafði samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði, 346 þingmenn af 450 viðstöddum voru samþykkir. Erlendir sljórnar- erindrekar efast þó margir um að sjálfstæði verði samþykkt í þjóðar- atkvæði í desember. Þeir benda á að mestur sjálfstæðishugurinn sé í vesturhlutanum en 70% íbúanna búi í austurhéruðunum og um 20% landsmanna séu Rússar. Úkraína hefur verið undir stjórn Rússa frá því á sautjándu öld og aðeins notið sjálfstæðis í nokkra mánuði eftir valdarán bolsévikka 1917. Þingið samþykkti einnig á laugardag að taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil, stofnsetja úkraínskt varnarmálaráðuneyti og taka yfir stjórn allra sovéthersveita á landi lýðveldisins. Kjósi meirihlutinn al- gert sjálfstæði hverfur stór hluti allrar framleiðslu Sovétríkjanna úr höndum miðstjórnarinnar í Moskvu. Úkraínumenn hafa undan- farna mánuði samþykkt ráðstaf- anir sem sumir gagnrýnendur stjórnvalda segja að hafi beinlín- is egnt harðlínumenn til að reyna valdarán til að koma í veg fyrir hættu á enn frekara öng- þveiti. Settar hafa verið upp toll- stöðvar á landamærunum að Rússlandi til að hafa stjóm á útflutningi matvæla sem Rússar keyptu með verðlitlum rúblum. Þótt gert hafi verið samkomulag um efnahagssamvinnu við Borís Jeltsín hefur þetta valdið því að Rússar hóta nú að selja olíu á markaðsverði sem myndi valda Úkraínu miklum erfiðleikum. Iðnaður er mikill í landinu en framleiðslan oft öskuhaugamat- ur, svo úrelt er hún, aðeins sölu- hæf í nágrannalöndunum. Frá Úkraínu koma um 40% af so- vésku stáli, 30% af kolum, og 50% af hrájámi. Lýðveldið er einn af mestu framleiðendum á mangani í heimi og fjórðungur kornvöru Sovétríkjanna kemur þaðan. Bændur nota einkaskika sína til að framleiða þriðjunginn af öllu kjöti í Sovétríkjunum, 40% af mjólkurafurðum og 55% af eggjum. Landið er einnig afar mikilvægt hernaðarlega vegna legu sinnar og þess má geta að fjórði hver liðsforingi í Rauða hernum er Úkraínumaður. Vafasamt er að Jeltsín fagni sjálfstæði Úkraínu. Margir telja að hann muni taka upp harða stefnu gagnvart þessum nágrönnum og náfrændum Rússa þegar búið verði að hreinsa til eftir valdaránstil- raunina. Úkraínumenn verði að gera umfangsmikinn samning um efnahagssamvinnu áður en þeir geti búist við sams konar stuðningi við sjálfstæðið og Eystrasaltsríkin af hálfu Jeltsíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.