Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 10
lo MGRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 27. ÁGÚST 1991 Ljóskristallar Myndlist Bragi Ásgeirsson Ýmsir málarar hafa lagt það fyrír sig að vinna með ljósinu og þeim tilbrigðum, sem kristall- ast í birtugjafanum. Ferlið er mjög erfitt, en um leið spennandi og býr yfir mikl- um möguleikum vegna hinna hárfínu tilbrigða, sem vinnu- brögðin bjóða upp á, og oft eru ekki merkjanleg fyrr en við end- urteknar skoðanir myndverk- anna. Ósjálfrátt þjálfa vinnubrögðin auga listamannsins fyrir nær ómerkjanlegum tilbrigðum, en það er mögulegt að þjálfa sjón- skynjunina, ekki síður en tóneyr- að, þannig að augað merki hin veikustu tilbrigði, sem eru t.d. hliðstæða „glissando“ í tónlist. Þessi atriði eru kennd í lita- fræði í listaskólum og kreljast mikillar þolinmæði og aga af hálfu nemandans. Margur afskrifar slík vinnu- brögð sem hreinar litleysur, en það er mikill misskilningur, öllu frekar er það þveröfugt og eykur einmitt næmi gerandans og þjálfar hann í meðferð allra lita. Sumir beita svipuðum vinnu- brögðum í svart, svo sem hinn nafnkenndi Ameríkani Ad Rein- hardt, og við fengum nú nýverið að sjá afbrigði af þeim í myndum hinnar pólsku Margorzata Zur- akowska í Listasafni ASÍ, þó í sjálfu sér séu þetta allt gjörólík- ir listamenn. í FÍM-salnum að Garðastræti 6 sýnir þessa dagana kanadíska listakonan Sharon Norman alln- okkur verk sem byggjast á krist- öllun ljóssins á hvítum grunni. Listakonan hefur haldið fjölda sýninga í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og víðar og hafa verk hennar verið keypt af ýmsum söfnum og stofnunum. Það er ekki út í bláinn sem þessi listakona; sem í báðar ætt- ir er komin af Islendingum, telur sig hafa orðið fyrir áhrifum frá landslagi, en ljósbrot og kristöll- un birtunnar er ríkur þáttur bæði í íslensku og kanadísku landslagi. Og það er rétt, sem hún segir, að litirnir á íslandi séu ákaflega sérstakir og að því valdi þetta einstaka, kalda og allt að því fjólubláa ljós. Þetta með fjólubláa ljósið er alveg rétt, og hafa fleiri mynd- listarmenn tekið eftir því, en það einhvern veginn iðulega stutt í fyólublátt, er menn mála íslensk- an vetur, einkum í heiðskíru veðri er loft er kalt og kristalt- ært. Listakonunni verður tíðrætt um steinda glugga og sólarljósið, sem fellur í gegnum þá og nefn- ir sýningu sína „Ljósbrot". Hún gengur og út frá þeim áhrifum sem hún varð fyrir er hún sá sólarljósið umhverfast í litaðar ljósrákir, en þá verður breyting á sjálfu myndmáli ljóssins. Myndverk sín nefnir Sharon einnig landslagsglugga og mein- ar þá, að það sé eins og hún sé að horfa út um glugga á lands- lag, þetta ætti ég einnig að skilja, því að ég nota svipaðar aðferðir, og myndefnið er yfrum nóg, taki maður með í reikninginn breyti- legt veðurfar og birtugjafa. Öll sýning listakonunnar ber það mér sér að hér sé á ferð vel menntaður málari, sem lifir sig inn í myndveröld sína og gerir það af lofsverðu tilgerðarleysi. Í myndverkunum skynja ég hraða ljósrákanna og vissa stígandi í áferð, hrynjandi og ljósbrigðum. En ekki er FÍM-salurinn hen- tugasti ramminn utan um slíka gerð mynda og gjalda þær þess mjög að mínu mati. Birtan þyrfti að koma úr einni átt, að ofan eða til hliðar, til þess að slíkar myndir nytu síri til fulls. Pappírs- myndirnar á neðri hæð njóta sín t.d. mun betur í hinni staðbundnu gervibirtu en málverkin á hæð- inni í hinu hvikula brotakennda ljósi úr tveimur áttum. Ég hafði dijúga ánægju af þessari sýningu og einkum leit- uðu á mig myndir eins og „Ljós- brot“ (1), „Ljósbrot“ (10) og Ljósbrot (12), en í þeim tel ég að birtist bestu eðliskostir lista- konunnar sem málara. Uppsveiflan í lax- veiðinni hafin? Fiskifræðingar telja að upp- sveifla í laxveiði sé í vændum. Sigurður Már Einarsson fiski- fræðingur segir til dæmis í sam- tali við Veiðifréttir, fréttabréf SVFR: „Án þess að vilja hafa nokkur stór orð, er ég sannfærð- ur eftir þetta sumar að uppsvei- flan er byrjuð og framhaldið næsta sumar verði enn betra. Skilyrðin í ánum til seiðafram- leiðslu hafa verið óvenjuhagstæð og sjávarskilyrðin einnig. Þetta eru meginþættirnir í lífríki laxins og því ekki ástæða til annars en að ætla að það muni skila sér í auknum laxagöngum." Umsjónarmenn veiðiáa hafa sumir hveijir sagt í samtali við Morgunblaðið, að þeir hafi ekki í annan tíma séð annað eins af gönguseiðum á leið til sjávar og í vor og sumar og árnar margar hveijar séu þar að auki krökkar af öðrum seiðum á ýmsum stigum uppvaxtarins. Fiskifræðingar segja að hin góða tíð sem verið hefur flýti auk þess fyrir vexti seiða í ánum og þau geti náð niðurgöngustærð mun fyrr en ella, jafnvel heilu ári. Ingvi Hrafn Jónsson umsjónarmað- ur miðsvæða Langár á Mýrum sagði það skoðun sína og fleiri að það gæti orðið til þess að tveir árgang- ar seiða gætu farið saman úr ánni að ári, en slíkt gerðist ekki oft, en skilaði ævinlega miklum göngum af smálaxi árið eftir og stórum fiski tveimur árum síðar. Það væru því góðir tímar framundan í laxveiðián- um, ekki síst með hliðsjón af því að úthafsveiðarnar á Færeyjamið- um væru nú úr sögunni. GG Innritun í læknaritun NÝR námsáfangi, Læknaritun, hóf göngu sína í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, vorönn, en læknaritun hefur aldrei áður verið kennd hér á landi. Náms- efnið er á snældum og lesið inn af læknum. Kennari er Hafdís Hlíf Sigurbjörnsdóttir, fyrrver- andi formaður Félags íslenskra læknaritara. Námsáfanginn er skipulagður með það í huga að nemendur átti sig á vinnuferli læknaritara á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsa, en jafn- framt reynt að skipuleggja námið frá einföldum atriðum yfir í lausn erfiðra verkefna. Markmiðið er að huga að öllum samvirkandi þáttum innan hverrar sjúkrahúsdeildar. Læknaritun verður kennd í Kvöldskóla FB nú á haustönn. Inn- ritun fer fram 28.-29. ágúst kl. 16.30-19.30 og 31. ágúst kl. 10.00-13.00. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Þau mistök urðu í frétt Morgun- blaðsins er birtist 24. ágúst sl. um sýningu Sigríðar Rutar Hreinsdótt- ur að hún væri haldin á Akureyri, en hið rétta er að sýningin er hald- in í upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. HJOLABRETTI HJÓLASKAUTAR 30% AFSLÁTTUR HJÓLASKAUTAR Verð aðeins fró 2.450. STÓR HJOLABRETTI Verð fró kr. 1.400. VARAHLUTIR OG VIÐGEROIR - VANDIB VALIÐ 06 VERSLIO I MARKINU BUSLULAUGAR FJALLAHJOLASKOR sterkur plastdúkur grind rora 8.455 Stærð 122 244 900 stor OG GONGUSKOR cm Stærð 122 184 900 cm Verð frá 3.450 KREDITKORT GREIOSLUSAMNINGAR POSTKRÖFU SENOUM SIMAR 35320 l/'erslunin OG 688860 ARMULA 40 FJALLAHJÓL 26“: DIAM0ND TIGER 18 gira, SHIMANO gírar, áður 20.900 nú 18.855, Stgr. 17.805. DIAMOND EXPLOSIVE 21 gíra, SHIMANO 200 GS, áður 29.900 nú 26.910. Stor. 25.415. GIANT COLDROCK 21 gíra, SHIMANO 400 LX, áður 44.200 nú 35.600, Stgr. 33.800. SCOTT BOULDER 21 gíra, SHIMANO DEORE LX, áður 60.900 nú 48.700, Stgr. 46.265. DÖMUHJÓL: GITANE FAUB0URG 26“ 3ja gíra m/fótbremsu, áður 23.200 nú 15.900, stgr. 15.105. BMX 20“ torfæruhjól með fótbremsu. Ótrúlegt verð frá 8.460, Stgr. 7.990. „SKiTEBIKE" 12.900, nú 9.8IB, slgr. 9.310. GÚMMÍBÁTUR 1-2 MANHA MEO MÖT0R - GJAFVERÐ AflEINS KR. 4.900 HAUSTUTSALA BFSUTTUR KF OLLIIM REHIHJ0LUM UIT BB 40% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.