Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 49 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 891282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGi FÖS’*'" JtOtíi Salur fyrir leikfimikennslu Til leigu er mjcg fallegur leikfimisalur, með sturtum og öðru tilheyrandi, nokkra tíma í viku. Upplýsingar í síma 650022 milli kl. 13.00 og 15.00. Þessir hringdu ... Y firþyrmandi lýsingar or ð Ingibjörg Vilhjálmsdóttir hringdi: Ég tel að farið sé að ofnota yfirþyrmandi lýsingarorð í ís- lensku. í þætti Ara Trausta á Rás tvö talaði einn viðmælanda hans um „afspyrnu fallegt veður“. Ég hef heyrt talað um afspymu vont veður en aldrei um afspymu gott veður. Þá nota böm og unglingar gjaman orðið ógeðslegt til að leggja áherslu á það sem þau segja og er þetta hvimleiður vani. Þau segja til dæmis að eitthvað sé ógeðslega fallegt eða að eitt- hvað sé ógeðslega gott. Þarna er merkingunni snúið við og er þetta leiðinleg málleysa. Myndavél Hinn 20. ágúst tapaðist mynda- vél við eftirbrún Kattarfoss í Hít- ará, sunnan megin. Finnandi er vinsamlegast hringi í síma 20303. Fundarlaun. Úr Kvennúr af tegundinni Urikurt tapaðist um verslunarmannahelg- ina í Vaglaskógi eða á leið þangað frá Reykjavík um Akureyri. Urið er gyllt, kassalaga og með silfur- litaðri skífu sem engar tölur eru á. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 37396 eða 679258. Kettlingar Fallegir kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 689564. Gleraugu Gullspangar karlmannsgler- augu fundust fyrir utan Litabæ á Seltjarnamesi fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 612344. Linsur . Linsur fundust á bílastæðinu hjá Zimsen í Tryggvagötu. Upp- lýsingar gefur Aslaug í síma 36578. Þakkir Súsana Westlund hringdi: Ég vil þakka fólkinu á bílnum RZ - 653, sem fann veskið mitt í Tjarnargötunni og kom því til skila, fyrir skilvísi og heiðarieika. Frakkaskipti Ljós herrafrakki með belti var tekinn í misgripum fyrir dömu- frakka í svipuðum lit í Þjónustu- miðstöðinni að Vesturgötu 7. Herrafrakkinn er með rennilás á fóðri. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn að skila frakkanum sem fýrst eða hringja í síma 627077. Standa samvisku- samlega að verndun sjávar Ég undirrituð vill koma á fram- færi leiðréttingu vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu 14. júlí 1991, í þættinum A fömum vegi. Greinin íjallar um það er varð- skipið Ægir flutti úr allstóran hóp til Skjaldarbjarnarvíkur á Strönd- um, þar á meðal menn úr Slysa- varnarfélaginu Fiskákletti í Hafn- arfirði. Það var tekið á móti þeim eins og gert er almennt, reynt að láta öllum líða sem best og veitá eins vel og hægt er hveiju sinni. Það getur verið mikið álag á elhús og annan mannskap á skipi þegar mikið er að gera eins og var í þessu tilfelli, að fá þessa viðbót við það sem fyrir var. En ekki heyrði ég styggðaryrði frá nokkr- um manni í áhöfn. Leitt þótti mér að lesa greinina frá V. Hansen þar sem hann ásak- ar Varðskipadeild um mengun sjávar. Hann var staddur í skut skipsins er messagutti kom og sturtaði úr fötu í sjóinn. Það sem úr náttúrunni kemur hefur þótt eðlilegt að skila þangað aftur til landa og sjávar. Hann er er greini- lega ekki sjómaður. Ég veit að þetta átti ekki alveg við, vegna þess að innan fjögura sjómílna frá landi er þetta ekki gert nema af þeim sem geymst hefur að ítreka það við. Én það sem fer úr fötum í sjóinn eru eingöngu lífræn efni svo sem matarafgangar. Allur annar úrgangur, plast og önnur efni sem spilla náttúrunni, fara í þar til gerða pressu. í henni er tvöfaldur poki. Þessi poki fer siðan í svartan plastpoka og í ruslagáma um borð sem losaðir eru í höfnum sem hafa móttöku fyrir slíkan úrgang. Það eru ekki kvarnir í mörgum jKÍpum, sem geta eytt matarúr- gang, og hrædd er ég um að þess- um ferðafélögum okkar hefði ekki líkað vel að vera í skut skipsins í ýldulykt og jafnvel skriðandi möðkum, sem ekki hefði verið komist hjá eins og hitinn var búinn að vera á þessum tíma. Fólk sem ekki þekkir til þessara mála ætti að kynna sér þau áður en það kemur með svona ásakanir. Fyrir hönd messagutta og bryta á varðskipinu Ægi, Varðskipa- deildar og allra annara skipa, sem samviskusamlega standa að vemdun sjávar og lífríkis í sjónum, vil ég láta þetta koma fram. Ágústa Fanney Snorradóttir Hátt verðlag’ Ég hef að jafnaði farið til út- landa í sumarfríinu en að þessu sinni Iét ég nægja að ferðast innan- lands. Sjálfsagt hafa margir sleppt utanlandsferðinni að þessu sinni vegna þess hve veðrið hefur verið gott í sumar, ég hugsa að við fáum ekki mörg sumur sem þetta hér á okkar norðlæga íslandi. Ég sé ekki eftir að leggja í ferðalag umhverfis landið, með ýmsum útúrdúrum eft- ir því hvað fjölskýldunni datt í hug. En eitt er þó vert að minnast á. Talað er um hátt verðlag hér á landi en það á ekki hvað síst við um mat á matsölustöðum og gist- ingu. Mikið má spara með því að hafa með sér eldurnartæki og tjald en með því móti einu verður ódýrt að ferðast hér innanlands heldur en að fara til útlanda. Hvergi er að finna ódýra matsölustaði eins og erlendis heldur virðist gilda til- tölulega hátt verð alls staðar, hvort sem viðkomandi veitingastaður er fínn eða ekki. Þama mætti verða breyting á. Ég tel líka að þetta háa verð dragi úr áhuga fólks á að ferðast innan- lands, yrði breyting á þessu myndu margir eflaust sleppa utanlands- ferðinni og bregða sér hringinn. Ferðalangur Innilega þakka ég öllum, œttingjum mínum og vinum, sem minntust mín á 70 ára afmœli mínu með gjöfum og árnaðaróskum. Lifið heil. Andrés Ólafsson, Ásgarði 75, Reykjavík. “/JstjörnuspekistöÓin sendum f póstkröfu gunnlaugur guðmundsson miðbæjarmarkaðnum aðalstræti 9, sími 10 3 77 i - 5 London KR. 18.900; Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — *=» IIGFERÐIR = SQLHRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 < Með Club 8 húsgögnum er hægt að innrétta sitt eigið herbergi sjálfur -skapa sinn eigin stíl. Það er hægt að hafa allt hvítt eða setja litaðar skúffuframhliðar í. Leitið upplýsinga um verð hjá starfsfólki okkar. Mikið úrval af húsgögnum fyrir skólafólk. Skrifborð-hillur-svefnbekkir ofl ofl. BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVtK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511 T' 'r~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.