Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991 FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁG/EÐA DRIFBÚNAÐUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Vlð veitum þér allar tœknllegar upplýsingar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SlMI (91) 20680 • FAX (91) 19199 Hvítur skóg- arþröstur Borg í Míklaholtshreppi. GAMALT máltæki segir að „sjald- séðir séu hvítir hrafnar". Myndin sem hér fylgir með er að hvítum skógarþresti. Það var fyrstu dagana í ágúst að „Aðeins dauðir fiskar fljóta með straumnum" 1990 eftir Sigurð Eyþórsson. Leiðrétting Þau mistök urðu í Morgunblaðinu 24. ágúst sl., að mynd sú er birtist í frétt um listsýningu Stefáns Geirs, sem haldin er í Gallerí 1 1, var sögð eftir hann en svo var ekki, heldur er hún eftir Sigurð Eyþórs- son sem halda mun sýningu í Gall- eríinu 5. - 24. október nk. Morgunblaðið biður hlutaðeigendur velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Guðjón Hatldórsson Skógarþrösturinn hvíti. undirritaður fréttaritari var að sækja kýrnar um morguntíma til mjalta. Þá var þessi sjaldséði þröstur með fleiri þröstum að tína sér orma eftir væran svefn næturinnar. Ekki gekk greiðlega að ná mynd af þessum vini, hann var var um sig. Ekki var sjáan- legt að félagar hans ömuðust við honum þar sem þeir neyttu morgun- verðarins í blíðskaparveðri og 14-15 stiga hita. En víða eru hættur og gildrur fyr- ir þessa saklausu vini. Hér á næsta bæ er loðdýrabú. Þar hafa staðið úti í sumar tóm búr fyrir refí. Endilega þurfti hann að lenda inni í einu búr- inu og fann ekki dyrnar. Ungur og snar piltur, Guðjón Halldórsson á Minni Borg, var fljótur að loka vininn inni og smella af honum mynd. Síðan var honum sleppt, frelsinu feginn og hefur hann oft sést síðan. - Páll. Selárdalur: Selárdalssókn sam- einuð Bíldudalssókn Bíldudal. Á HÉRAÐSFUNDI Barðastrand- arprófastsdæmis sem haldinn var á Bíldudal 15. ágúst var sam- þykkt tillaga um að sameina Sel- árdalssókn Bíldudalssókn. Það var séra Flosi Magnússon prófastur sem lagði fram tillöguna að beiðni sóknarnefndar Selárdals- sóknar samkvæmt bréfi til héraðs- fundar 1991, undirritað af Höllu Hjartardóttur sóknarnefndarfor- manni. Tillagan var samþykkt ein- róma. Málið verður sent til biskups, sem síðan sendir það áfram til ráð- herra. Ástæðan fyrir þessari samein- ingu er mannfæð í sókninni. Aðeins er búið í Hvestu, Bakkadal og Sel- árdal, eða samtals fjórar fjölskyld- ur. Um aldamótin síðustu bjuggu á milli 300 og 400 manns í Selárdals- Morgunblaðið/Róbert Schmidt Selárdalskirkja sókn. Kirkjan í Selárdal er ónothæf eins og er en til stendur að verja hana frekari skemmdum svo gera megi hana upp í framtíðinni. R. Schmidt. Selfosskírkja: Nýbyggingar bless- aðar við hátíðarmessu Sumarferð eldri borgara í Dómkirkjusókn Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 13.00. Ekið verður um Krísuvík til Grindavíkur og Vatnsleysuströnd á heimleið. Kaffi drukkið í Bláa lóninu. Þátttökugjald kr. 600,- Þátttaka tilkynnist í síma 622755 mánudag 26. ágúst og þriðjudag 27. ágúst kl. 9.00-12.00. , Sóknarnefnd. Selfossi. VIÐ hátíðarguðsþjónustu í Sel- fosskirkju 11. ágúst var þess minnst að lokið er bygginga- framkvæmdum við kirkjuna og safnaðarheimilið og stækkun orgels er lokið. Pétur Sigurgeirs- son biskup blessaði bygginguna og í lok messunnar bauð sóknar- nefndin til samsætis af þessu til- efni. Ákvörðun um byggingu turns og safnaðarheimilis var tekin 7. janúar 1975. Fyrsta skóflustungan var tekin 16. sept- ember 1978. Það var Bjarni Pálsson fyrrum byggingafulltrúi og skólastjóri iðn- skólans á Selfossi sem hannaði bygginguna. Steingrímur Ingvars- son formaður sóknarnefndar sagði að Bjarni hefði sýnt byggingunni mikinn áhuga meðan hann lifði og aldrei þegið neina þóknun fyrir hönnunarstörf sín. Safnaðarheimili kirkjunnar er 412 fermetrar að gólfflatarmáli. Þar er samkomusalur sem tekur 130 manns í sæti og nýtist hann sem viðbót við kirkjuna þegar á því þarf að halda. Á jarðhæð er einnig eldhús og skrifstofa sóknarprests sem jafnframt er fundarherbergi sóknarnefndar. Einnig er á jarðhæð anddyri og salernisaðstaða. Á ris- hæð safnaðarheimilisins er samko- musalur sem kvenfélag kirkjunnar hefur til umráða. Með tilkomu safnaðarheimlisins hefur öll aðstaða bæði fyrir sóknar- prest og safnaðarstarf gjörbreyst. Safnaðarheimilið og kirkjan nýtist einnig fyrir kórstarf en þar halda kórar æfingar. Þeir hafa lagt fram- kvæmdunum lið með árlegu fram- Frá hátíðarguðsþjónustunni í Selfosskirkju. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson lagi sem er afrakstur aðventutón- leika þeirra. Kirkjan sjálf var lengd um fjóra metra og byggður við hana turn sem er 23 metrar á hæð. Grunnflöt- ur hans er 44 metrar. í turninum eru kirkjuklukkur sem fyrirtæki á Selfossi fjármögnuðu kaup á. Úr turninum sést mjög vel yfir Selfoss og næsta nágrenni. Auk stækkunar kirkjunnar voru gerðar á henni end- urbætur, gólf var flísalagt og plötur settar í loft þannig að nú er hljóm- burður í kirkjunni eins og hann getur bestur orðið. Þá var skipt um þakplötur og kirkjan máluð. Stækkun og endurbætur á orgeli kirkjunnar sóðu yfir í sumar og er það nú annað stærsta kirkjuorgel á landinu. Að sögn Glúms Gylfasonar organista kirkjunnar hafa endur- bæturnar á orgelinu heppnast vel og er nú mun betra að annast undir- leik og söngstjórn á kórloftinu en áður. Einnig hefur aðstaða kórsins batnað til muna. Framkvæmdir við kirkjuna hafa notið velvilja og stuðnings fjöl- margra aðila, þeirra sem unnu við verkið og annarra. Gunnar Einars- son rafvirkjameistari gaf alla sína vinnu við raflagnir í kirkjunni. Kvenfélag kirkjunnar hefur stutt framkvæmdirnar dyggilega sem og ýmsir einstaklingar og fyrirtæki. Þá hefur Selfossbær styrkt bygg- inguna með árlegum fjárframlögum. Byggingameistari kirkjunnar er Guðmundur Sveinsson og hafa allar framkvæmdir mætt á honum. Að sögn formanns safnaðarnefndar eru spor hans og handtök orðin æði mörg og drjúgur hluti utan reikn- ingsuppgjörs. Gerður hefur veið uppdráttur af lóð kirkjunnar sem Reynir Vil- hjálmsson er höfundur að. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við lóðina hefjist nú í haust. — Sig. Jóns. MEÐ ÞER - FYRIR ÞIC! I\lýw sKiilsiolutækiiinám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Tólvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.