Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 51 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Frá ráðstefnu Útvarpar, f.v. Áskell Einarsson, Skúli G. Johnsen, Sturla Böðvarsson og Steingrímur Hermannsson. „Byggðamál í brennidepli“ á Hvolsvelli: Samstöðuleysi kemur í veg fyrir framþróun - segir Steingrímur Hermannsson Hvolsvelli. ALLMARGIR sóttu ráðstefnu um byggðarmál sem haldin var i Hvoli á Hvolsvelli á sunnudag. Ráðstefnan sem bar yfirskriftina „Byggða- mál í brennidepli" var haldin á vegum byggðahreyfingarinnar Utvarð- ar sem hélt aðalfund deginum áður. Framsögumenn á ráðstefnunni voru alþingismennirnir Steingrímur Hermannsson og Sturla Böðvarsson, Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, og Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Fundarstjóri var Magnús B. Jónsson, Hvanneyri. í máli Steingríms kom fram að samstöðuleysi landsbyggðarmanna kæmi oft í veg fyrir framþróun. Hann taldi að mikilvægt væri fyrir landsbyggðina að sameinast um ákveðin verkefni áður en gerðar Í samtali við fréttabréf Stanga- veiðifélags Reykjavíkur sem út kom fyrir skömmu, segir Sigurður Már þetta um ástandið í Borgarfjarðar- ánum í sumar: „Ég held að það fari ekkert á milli mála að netaupp- takan hefur haft jákvæð áhrif. Um miðjan ágúst er Grímsá búin að gefa fleiri laxa en allt síðasta sum- ar, sömuleiðis Norðurá og Þverá, að ekki sé talað um Gljúfurá sem hefur þegar gefið tvöfalt fleiri laxa heldur en allt síðasta sumar. Ég treysti mér hins vegar ekki til að segja endanlega um áhrifin fyrr en vertíðinni er lokið. Ég hef búið mér væru kröfur til hins opinbera. Þá taldi Steingrímur mikilvægt að styrkja Byggðastofnun og að hún þyrfti að lyfta sér uppúr því að vera með sífellda neyðarhjálp við ákveðin fyrirtæki. Einnig væri mikilvægt að stjórnvöld gætu komið til aðstoðar þegar sveiflur verða í atvinnumálum og að ákvarðanataka og vald færðist nær byggðunum. Sturla sagði að þrátt fyrir miklar framfarir og aukna menntun hangi atvinnulífið stöðugt á bláþræði. Hann taldi því að byggðastefnan hefði til ákveðið líkan sem byggt er á samanburðarþáttum, en ég þarf að hafa öll gögn við hendina til að líkanið virki. Mitt mat er, að það sé mikið af laxi í Borgarfjarðarán- um, en að hann sé mjög dreifður upp um öll fjöll. Þótt menn sjái ekki torfur á hefðbundnum veiði- stöðum getur verið fjöldi laxa á svæðinu og bak við hvern stein geta verið fleiri laxar en nokkum mann órar. Ég held að við verðum fyrst og fremst að líta til veðurfars og vatnsbúskapar ef leita á skýr- inga á hvers vegna menn ekki mok- veiddu.“ GG brugðist. Byggðarlögin þyrftu að sameinast og að sveitarfélögin væru sundrað afl sem ekki hefur tekist að vera mótvægi við ríkið. Sturla nefndi ýmsar leiðir til úrbóta, m.a. samein- ingu sveitarfélaga, að skipuleggja þyrfti þjónustusvæði í hverjum lands- fjórðungi, flytja Byggðastofnun út á land, jafna orkuverð og gera róttæka breytingu á tekjuskiptingu sveitarfé- laga. Skúli talaði um heilbrigðisþjónustu og tryggingamál og sagði að þetta væri dýrasti þátturinn í rekstri ríkis- sjóðs. Hann kvað heilbrigðisþjón- ustuna úti á landi óskipulagða og dýra og að uppbygging sjúkrahúsa þar hafi staðið í stað. Hann taldi óheillavænlegt að ríkisvaldið tæki alla stjórn þessara mála úr höndum þegnanna. Þá taldi hann að ójöfn heilbrigðisþjónusta leiddi til þess að fólk flytti til Reykjavíkursvæðisins. í máli Áskels kom fram að byggð- astefnan nyti ekki fylgis þorra manna. Oft væri litið á byggðastefnu sem fyrirgreiðslupólitík. Hann sagði að byggðaröskun leiddi til þess að að of fáir yrðu eftir til að sinna frum- framleiðslugreinunum og að þá þyrfti að flytja inn erlent vinnuafl. Þá sagði hann frá því að virkjunarfram- kvæmdir yllu oftast þenslu sem hefði slæmar afleiðingar þegar fram- kvæmdum lyki. Áskell taldi veiðileyf- asölu ekkert annað en byggðaskatt. Að loknum framsöguerindum var fyrirspumum svarað og einnig tóku margir til máls og tjáðu sig um byggðamál. Á aðalfundi Útvarðar voru gerðar nokkrar ályktanir. Var þar m.a. fjall- að um skyldur fjölmiðla um vandaðan málflutning þar sem þeir ráði al- menningsáliti í sívaxandi mæli. Þá lýsti fundurinn áhyggjum sínum vegna stöðugt vaxandi byggðarösk- unar. Fundurinn fagnaði framko- minni álitsgerð starfshóps á vegum Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi um aukið héraðsvald og stofnun millistjómstigs og vildi aðalfundurinn skora á stjómir lands- hlutasamtaka sveitarfélaga að fylgja þessum hugmyndum eftir. Laxveiðin: Netaupptakan hefur já- kvæð áhrif á laxagöngur - segir Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur HVÍTÁ í Borgarfirði var netalaus í sumar í fyrsta skipti í marga áratugi. Ófrágengið er hvort að framhald verður á, en samingavið- ræður fara fljótlega í gang af fullum krafti. Sigurður Már Einars- son fiskifræðingur hjá útibúi Veiðimálastofnunar i Borgarnesi segir að engin spurning sé um það, að netaupptakan hafi haft jákvæð áhrif á laxagöngur í bergvatnsárnar í Borgarfirði. Ráðherrabíll mældist á 130 km hraða: Fyrirmæli gefin.. um að fresta öku- leyfissviptingu BÍLSTJÓRI Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra sinnti ekki tilmælum Iögreglunnar í Keflavík um að stöðva bifreið sína en lögreglan hafði mælt ökuhraða hans 130 km á klukkustund skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er leyfilegur ökuz hraði 70 km. Lögreglan veitti ráðherrabílnum eftirför og tókst að stöðva hann skömmu síðar. Til stóð að svipta bílstjórann öku- leyfi til bráðabirgða, eins og almennt tíðkast í slikum tilvikum, en lögregluvarðstjóra í Keflavík bárust fyrirmæli frá dóinsmála- ráðuneytinu um að aðhafast ekkert að sinni. Fjöldi manns, sem var saman- kominn í flugstöðinni til að taka á móti utanríkisráðherrum Eystra- saltsríkjanna, varð vitni að þessum atburði, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Ökumanninum var gert að koma á lögreglustöðina í Keflavík er hann hafði ekið farþegum sínum að flugstöðinni. Fékk hann síðan að aka ráðherranum til Reykjavík- ur. Skýrsla var gerð um atburðinn og hún send lögreglustjóranum í Reykjavík. Hjalti Zóphaníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að sú beiðni hefði verið send frá ráðuneytinu til lögreglunnar í Keflavík að þeir frestuðu því að svipta ökumanninn ökuréttindum vegna sérstakra kringumstæðna. Hann sagði að mál bílstjórans yrði engu að síður afgreitt eins og önnur sambærileg mál. „Þeir hafa enga heimild, frekar en þú og ég, að aka á þessum hraða. Við mun- um taka upp viðræður við utanrík- isráðuneytið, um að þeir æði ekki um landið án fylgdar ef þeir þurfa að aka á svona miklum hraðfP- Þeir eru ekki á neinum sérreglum. Þeim hefði verið í lófa lagið að leita ásjár lögreglu og fá fylgd lögreglu úr því svona var komið,“ sagði Hjalti Zóphaníasson. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Um helgina var tilkynnt um sjö innbrot og 12 þjófnaðartilvik. Fyrstu 6 mánuði ársins hafði verið tilkynnt um 551 innbrot og 399 þjófnaði til lögreglunnar í Reykjavík. Það er umtalsverð fækkun miðað við fyrstu 6 mán- uði ársins í fyrra, en þá var til- kynnt um 591 innbrot og 489 þjófnaði, eða 130 fleiri tilvik en í ár. Þessi jákvæða þróun þarf að halda áfram og er það fyrst og fremst undir fólki sjálfu kom- ið hvemig til tekst. Lögreglan mun þó enn gera sitt besta ti! þess að svo megi verða. Á hádegi á föstudag varð gangandi vegfarandi fyrir bif- reið í Aðalstræti. Hann var flutt- ur á slysadeild. Um miðjan dag á föstudag meiddist ökumaður i árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Borgartúns og aðfar- anótt laugardags þurfti að flytja farþega á slysadeild eftir árekst- ur tveggja bifreiða á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp um helg- ina. Árekstrum og umferðarslys- um hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið og er full ástæða til þess að hvetja vegfarendur til þess að fara varlega, sérstaklega nú þegar haustið er skammt undan með myrkri og umhleyp- ingum. Umferð akandi eykst nú jafnt og þétt og ennfremur um- ferð gangandi, sérstaklega bama á leið í skólann. Allt kall- ar þetta á skilyrðislausa aðgát, tillitssemi og nærgætni. Samein- umst um að gera hvern dag að slysalausum degi. Að undanförnu hefur verið tilkynnt um börn að skjóta reyni- beijum með „túttubyssum“. Ástæða er til þess að foreldrar og aðrir forráðamenn brýni fyrri bömum sínum þá hættu sem getur stafað af því að skjóta berjum að fólki. Á sunnudagskvöld brutust fjórir piltar inn í Hamraskóla í Grafarvogi. Þeir flúðu þegar starfsmaður kom á staðinn, en lögreglan handtók þá skömmu síðar í nýbyggingu þar skammt frá. Aðfaranótt mánudags var óskað aðstoðar lögreglu vegna einkennilegs „dynks“, sem orðið hafði í mannlausri íbúð í Þing- holtunum. Þegar að var gáð kom í ljós að efri skápur eldhúsinn- réttingar hafði losnað og fallið niður, án þess að nokkur virtist hafa komið þar nærri. Talið er að 5.000 manns hafi verið saman komnir í miðborg- inni á föstudagskvöldið. Innan um ölvað fullorðið fólk bar lang- mest á ölvuðum unglingum á aldrinum 13-17 ára. Hegðun þeirra og háttalag var með betra móti. Þó þurfti að fjarlægja nokkra þeirra og koma þeim til foreldrahúsa. Það tókst þó ekki í öllu tilvikum þar sem engir foreldrar voru til staðar þegar heim var komið. SIEMENS 1 Kœl hjá i- og frysl S&N! w tœl i kjagnótt Kœliskápar stórlr og smáir, frystikistur og frystiskápar. Munlð að SIEMENS samelnar gœði, endingu og fallegt útllt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.