Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1991 33 Salbjörg Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 10. júlí 1900 Dáin 20. ágúst 1991 Ég minnist þess þegar ég fyrir mörgum árum fór á samkomu á Austurgötu 6, Hafnarfirði, til að hitta Guðrúnu Jónsdóttur sem bað fyrir sjúkum. Samkoman var haldin í litlum sal sem var áfastur við heim- ili Einars heitins Einarssonar klæð- skera og konu hans, Helgu hei- tinnar Þorkelsdóttur. En upphafleg- ur aðdragandi að samkomuhaldi á heimili þeirra hjóna var sá að Helga hafði veikst alvarlega og var að dauða komin þegar íslenskættaður trúboði frá Ameríku, Sigurður heit- inn Sigvaldason, kom á heimili þeirra og bað Drottin fyrir Helgu og hún varð alheilbrigð. En náðarg- jöf heilags anda í þjónustu Sigurðar var m.a. lækningagáfa. Þegar Sigurður kom til íslands stofnaði hann ekki söfnuð eða þ.u.l. heldur fór hann meðal fólks, seldi Biblíur og spurði fólk m.a. hvort það tryði á Guð og bað hann fyrir sjúk- um, ef þess var óskað. Og þjónustan í boðun fagnaðarerindisins, bæði þegar hún var í Hafnarfirði og nú í Hörgshlíð í Reykjavík, var á sama hátt að þeir sem sóttu þangað sam- komur voru ekki innritaðir inn í sérstakan söfnuð og ekki heldur var neinn beðinn að leggja peninga til starfsins. Salbjörg var í forsvari fyrir hjálparstarfi þjónustunnar og lét hún þá sem sóttu samkomur vita hvað væri á döfínni í þeim efnum og síðan gat fólk gefið til hjálpar- starfsins ef áhugi var fyrir hendi. Salbjörg sagði mér frá því að þegar hún var ung hafi hún frelsast og gengið í Hjálpræðisherinn og lík- að þar vel. Starf hennar þar og þjón- ustan í boðun fagnaðarerindisins bar góðan ávöxt og var hún hækkuð í foringjastarf og starfaði hún m.a. um nokkurt skeið á Seyðisfirði. En svo vildi til að Salbjörg veiktist af berklum og var hún iögð inn á Víf- ilsstaðahælið og kom að því að henni var varla hugað líf. En er hún frétti af Sigurði heitnum Sigvaldasyni þá var Sigurður beðinn að biðja fyrir Salbjörgu og læknaðist hún alveg af berklunum. Eftir að Salbjörg losnaði af hæl- inu bjó hún hjá Eyjólfi föður sínum í Hafnarfirði og hélt hún heimili fyrir hann og eftir að hann missti heilsuna þá hjúkraði hún honum af alúð og kærleika meðan hann lifði, eins og hennar var von og vís. Á þessum árum hélt Salbjörg barna- samkomur í Hafnarfirði og hljóta það hafa verið ánægjulegar og eftir- minnilegar stundir fyrir börnin að fá að njóta hógværðar hennar og kristilegrar umhyggju í uppeldis- starfinu. Salbjörg kynntist Guðrúnu Jóns- dóttur þegar hún var ljósmóðir í Hafnarfirði og sagði Salbjörg mér að hún hafí hvatt Guðrúnu að koma með sér í kristilegu þjónustuná en Guðrún hafi verið treg til þess og sagt: Hvernig get ég verið óskipt með hugann í bæninni til Drottins jafnhliða því að vera með hugann bundin hjá þeim konum sem eiga von á sér? En það kom að því að Guðrún gaf sig heilshugar að þjón- ustunni og fór Salbjörg með henni til þáverandi landlæknis til að skila leyfisbréfinu. Eftir það fékk Guðrún þá náðargjöf heilags anda að biðja fyrir sjúkum og útlista Guðs orð í nafni Jesú Krists. Vilborg heitin Björnsdóttir, sem starfaði lengi með Guðrúnu og Sal- björgu, sagði mér frá þeirri reynslu að þegar hún var ung stúlka var hún að missa sjónina og læknar búnir að úrskurða að eina vonin fyrir hana væri að henni yrðu út- veguð þau sterkustu gleraugu sem völ væri á. Hún sagði mér einnig að hún hafi frekar kviðið fyrir að biðja Guðrúnu um bæn því að venj- an hafi verið að leita aðeins til lækna. En Vilborg iæknaðist dá- samlega fyrir bænir Guðrúnar og þurfti hún ekki upp frá því að nota gleraugu. Guðrún, Salbjörg og Vilborg voru allar ógiftar konur sem lifðu hrein- lífi og þjónuðu Guði eftir þeirri náð- argjöf sem heilögum anda þóknaðist að gefa þeim. Þær voru allar ein- huga í þeim vitnisburði að hægt væri að treysta Jesú Kristi einum til að lækna öll vor mein á sama hátt og þegar hann sjálfur gekk hér um á jörðinni og læknaði alla sem til hans komu, samanber er Kristur sagði, Matt. 11-5: „Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir heyra og dauðir upprísa og fátækum er boðað fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér.“ „Jesú Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Hebr. 13-8. Ég gleymi því ekki þegar Sal- björg var á áttræðisaldri þá fékk hún svo slæma liðagigt að hún varð stokkbólgin á höndum og fótum og gat sig varla hreyft. Hún reyndi að harka af sér og láta sig ekki vanta á samkomurnar og ég viðurkenni að mér leist ekki á blikuna og reyndi að fara fínt í sakirnar, en þá sagði Salbjörg við mig: Drottinn sér um þetta, það hefir aldrei brugðist. Drottinn hefir alltaf læknað mig, og það reyndist rétt og það kom að því að Salbjörg varð heilbrigð af liðagigtinni. Salbjörg var ljúf í viðmóti, traust- vekjandi í tilsvörum á hógværan máta og hún var einstaklega skiln- ingsrík kona þegar um vanmátt eða mannlegan veikleika var um að ræða. Það kom oftast í hlut Sal- bjargar að vera við á heimili þeirra Minning: Ásta Viðarsdóttir Fædd 8. október 1953 Dáin 29. júlí 1991 Mig langar að minnast elskulegr- ar systur minnar, Ástu, með nokkr- um orðum. Hún var næstelst af okkur systkinunum sem vorum fjög- ur, dóttir hjónanna Hildar Andrés- dóttur og Viðars Björgvinssonar. Ásta var um margt ólík okkur hinum bæði í sjón og reynd. Hún var stór- brotin persóna, stór í lund og hörð af sér en mátti þó ekki af neinu aumu vita. Hún var ævinlega hress og gustaði af henni og hún átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðam- ar á tilverunni. Samt var hún mjög hógvær og lítið fyrir að láta á sér bera enda var fjölskyldan og nán- ustu vinir henni allt. Hún var forkur dugleg til allrar vinnu og eftir því myndarleg í höndunum. Og nú hrannast upp minningamar, gamlar og nýjar. Þær eru hver annarri dýr- mætari, bæði frá því við vorum krakkar og einnig frá seinni tímum. Hún flutti fyrst okkar systkinanna að heiman, enda mjög ung er hún kynntist manninum sínum, Guðna Guðlaugssyni. Þau reistu sér bú að Borg í Þykkvabæ. Fljótlega eignuð- ust þau soninn Viðar og stuttu seinna Karel. Fyrir átta ámm kom svo Atli Már í heiminn. Sem betur fer var ekki langt að skreppa yfir í næstu sýslu svo heimsóknirnar urðu margar á báða bóga. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá þau í heimsókn, fyrst að Hvammi og síðar hingað til Víkur. Það var líka ávallt gott að koma að Borg og maður fór þaðan venjulega létt- ari í lundu en þegar maður kom. I Þykkvabænum undi Ásta sér vel. Þar eignaðist hún trausta vini og mikill samgangur var við tengda- fólkið. Lengi neitaði ég að trúa öðru en að hún næði yfírhendinni í veikind- unum hræðilegu. Hún barðist hetju- lega og lét einskis ófreistað til að ná bata. Hugrekkið og umhyggjan í erfiðleikunum verður okkur öllum sem til þekktu minnisstætt. Söknuð- urinn er mikill og sár, en það er huggun harmi gegn að nú er hún laus við allar þjáningarnar. Megi dugnaður hennar verða okkur sem eftir Iifum styrkur og hvatning í framtíðinni. Guð geymi Ástu og hjálpi að aðlagast nýjum heimkynn- um. Og ég er þess fullviss að þegar við hin komum muni hún standa á „tröppunum" og taka á móti okkur. Ástarþakkir fyrir allt og allt flyt ég henni. Elsku Guðni, Viðar, Karel, Atli, pabbi og mamma og þið öll hin sem syrgið nú og saknið, ég bið góðan guð að vera með ykkur öllum saman og sefa harminn. Hann blessi einnig allar góðu minningarnar. Helga Við Úlfar og fjölskylda okkar vottum Guðrúnu innilega samúð og Rannveigu sem aðstoðaði þær svo vel. Einnig systkinum Salbjargar og læt ég Opinberunarbók Jóh. 14-13 hafa síðustu orðin: „Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: Rita þú: Sælir eru dánir þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já segir and- inn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði smu. Ásdís Erlingsdóttir til að svara í símann þegar fólk þurfti að biðja Guðrúnu um bænir og fyrirbænir vegna sjúkleika og ýmiskonar erfiðleika. Þegar ég hringdi til þeirra og bað um bænir, m.a. fyrir mér og mínum, þá kom það fyrir að Salbjörg svaraði ásamt uppörvunar- og hvatningarorðum: Drottinn er ekki seinn á sér! Drott- inn á ekkert til nema gæði. Síðan kom: Já! Ég skal láta þetta berast til Guðrúnar. Þó að Salbjörg hafi unnið störf sín með rólegri yfirvegun og æðru- leysi þá var hún ótrúlega afkasta- mikil kona á lífsferli sínum. Hún hafði heimilisstörfin á sinni könnu ásamt því að svara í símann, annað- ist matseldina og baksturinn og hún og Guðrún voru ógleymanlega gest- risnar og það má segja að hjarta- hlýja þeirra hafi fyllt allt húsið. Salbjörg var mikil blómakona og ræktaði allt grænmeti til heimilis- neyslu og meðan heilsa hennar leyfði gekk hún í hús með blaðið Fagnaðarboðann. Auk blaðsins gáfu þær út jólakort til að drýgja tekjurn- ar til hjálparstarfsins sem þær lögðu rækt við af mikilli kostgæfni, m.a. fatasendingar og fl. til kóresku barnanna á sínum tíma og Biblíu- sendingar til Austur-Evrópu fyrir milligöngu norska trúboðsins. Og á seinni árum styrktu þær kristni- boðs- og hjálparstarf Sally Olsen í Puerto Rico. En Sally stofnaði þar barnaheimili fyrir yfírgefín börn stórborganna og einnig heimsótti hún fangelsi og gaf föngum Biblíuna og Nýjatestamentið og boðaði Sally föngunum frelsi með fyrirgefningu syndanna í nafni Jesú Krists. En bæði Sallý Olsen og sr. Wurbrant, nímenski presturinn, mátu störf Guðrúnar,. Salbjargar og Vilborgar mikils og þau gáfu sér tíma þegar þau ferðuðust til íslands fyrir nokkr- um árum að koma í heimsókn á heimili þeirra í Hafnarfirði. Það hefir verið mikil upplifun og lífsreynsia fyrir mig að hafa fengið að horfa upp á trúmennsku þeirra í starf og þeirrar náðar og miskunn- ar Drottins sem hefir erfiðað með þeim í þjónustu þeirra. Þegar ég segi Guðrúnu að nú sé hún ein eft- ir af máttarstólpum þjónustunnar sem ég kynntist fyrr á árum þá svarar Guðrún að bragði: Það er enginn einn sem á Drottin. Elskuleg vinkona mín, Salbjörg Eyjólfsdóttir, hefur nú verið kölluð héðan úr heimi og heim. Hún var jafngömul öldinni, fædd aidamótaárið, Vestlendingur að uppruna, átti bernskuárin sín á Skógarströndinni, þar sem Breiða- _ íjörðurinn blasir við með allri sinni eyjafjöld og seiðandi dul. Á Dröngum, þar sem hún óx úr grasi, hefur löngum þótt gott undir bú, stuðst jöfnum höndum við land og sjó. I ævisögu föður hennar, er hann nefndi „Kaldur á köflum“ kemur þó berlega fram, hve lífsbar- áttan gat verið harðhnjóskuleg í upphafi aldarinnar. Hlunnindajarðirnar útheimtu ár- vekni og ótrúlega mikla vinnu, ætti að nýta kosti þeirra og börnin voru kölluð til verka, um leið og þau máttu vettlingi valda. Þetta var sú veröld er blasti við Salbjörgu ungri og í viðfangsefnum hennar tók hún örugglega fullan þátt af þeirri sjálf- K gleymnu ósérhlífni er einkenndi hana allt til enda. Hún missti móður sína ung og auðvitað gerði það allt erfiðara, olli því, að kaldara varð á Dröngum en ella hefði orðið. En hvað sem því líður, þá er víst, að hjartahlýrri manneskju en hana getur tæpast. Hjartaylurinn hennar nærðist þá líka af innilegri trú á Jesúm Krist, hann sem er kærleikur Guðs holdi klæddur. Tengsl hennar við hann voru traust og heil. Hún var hand- gengin orðinu. Það mótaði viðhorf * hennar og verk með þeim hætti, að hún var ótrúlega gjöful þeim öllum er komust í snertingu við hana, eða hún náði til. Hún var yfirlætislaus og lítillát, en vitnisburður hennar var einarður og afsláttarlaus, birtist bæði í orði og verki. Margir eiga því Guði mikið að þakka fyrir hana, þótt hér verði eigi frekar rakið. Þessi fáu orð eiga aðeins að tjá þakkir mínir fyrir það allt, er mér gafst fyrir meðalgöngu hennar. Samband mitt við Saibjörgu byggð- ist í fyrstu á vináttu móður minnar og þeirra systra í trúnni: Salbjarg- ar, Guðrúnar og Vilborgar. Ég gekk inn í þá vináttu og hefi ríkulega notið, bæði andlega og efnislega. Salbjörg var háöldruð orðin, en bar árin sín mörgu af mikill reisn og það er þakkarefni, að hún þurfti ekki lengi að búa ósjálfbjarga við heilsubrest. „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgia þeim.“ Op. 14, 13. Blessuð sé minning guðhræddrar og góðrar konu. Elín Þorgilsdóttir Viku hraðnámskeið í módelstörfum fyrir dömur og herra hefst 4. september. nk. Ganga og snúningar, sviðsframkoma, Ijósmyndataka, hárgreiðsla og snyrting Ath.: Aðeins þetta eina námskeið fyrir áramót. Upplýsingar frá kl. 16-19 í símum 36141 - 687480. Unnur Amgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.