Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 27. ÁGÚST 1991 25 Finnar taka upp stjómmálatengsl Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin hefur sent ríkisstjórnum Eystrasaltsríkj- anna bréf þess efnis að Finnar hygg-ist taka upp sljórnmálasam- band við þau á nýjan leik. Ákvörðun finnsku ríkisstjómar- innar kom mjög á óvart. Ráðherrar voru kallaðir á fund Maunos Koiv- istos, forseta Finnlands, síðdegis á sunnudag, en að klukkutíma fundi loknum var lýst yfir gjörbreyttri stefnu ríkisstjórnarinnar. Þangað til höfðu öll ummæli finnskra ráða- manna verið þess efnis að fyrst þyrfti að fylgjast með framvindu viðræðna Eystrasaltsþjóðanna við Moskvu. Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra sagði við blaðamenn á laug- ardag að þess væri langt að bíða að Finnar færu að íhuga viður- kenningu Eystrasaltsríkjanna. í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn á sunnudag, sagði: „Atburðir undanfarinna daga hafa greinilega flýtt fyrir því að Eystra- saltsríkin fái sjálfstæði. Ríkis- stjórn Finnlands er reiðubúin til að hefja viðræður um að koma á stjómmálasambandi við Eystr- asaltsríkin." Finnar hafa ekki viðurkennt sjálfstæði ríkjanna þriggja form- lega. Hins vegar bendir ríkisstjóm- in á þá staðreynd að viðurkenning- ar þær, sem veittar voru í upphafi þriðja áratugarins hafi alltaf verið í gildi. Nú séu hins vegar horfur á því að ríkisstjórnir þessara þjóða fái aftur yfirráð yfir ríkjum sínum og það sé grundvallarskilyrði þess að hægt sé að halda uppi stjórn- málasambandi við aðrar þjóðir. Finnar hafa greint ríkisstjórnum Sovétríkjanna og Rússlands frá ákvörðun sinni um að heija viðræð- ur við Eystrasaltsríkin. Ekki hefur verið greint frá því hvenær þeim viðræðum ljúki. Sennilegt má telj- ast að þó nokkur tími muni líða áður en fyrsti finnski sendiherrann tekur til starfa í Tallinn, Rigu eða Vilnius. Landsbergis sendir Jóni Baldvin bréf: Vissi að íslending- ar yrðu fyrstir til VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, sendi Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra svohljóðandi bréf síðastliðinn laugardag: ,,Kæri heria ráðherra. Eg hélt að ísland yrði fyrst til, og nú er það loks að gerast. í jan- úar, fýrsta sinnið sem sovézku valdaræningjunum svelgdist á blóði óvopnaðra bardagamanna, varð ógleymanleg heimsókn yðar til þess að vekja vonir litháísku þjóðarinnar um að einhver á Vest- urlöndum myndi eftir henni. Og nú hafa stærri lönd ákveðið að fylgja í spor íslands. Eg þrýsti hönd yðar jafnfast og ef ég hefði enn einu sinni borðað hákarlsbita. Og ef Jörundur Hilmarsson er í stöðu heiðurskonsúls Litháens frá og með mánudeginum, mun sam- starfi okkar fljótt miða áfram. I allri einlægni, Vytautas Landsbergis“ Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands. Morgunbiaðið/Þorkeii hanans í atinu, heldur atið í hanan- um, sem máli skiptir." Júrkans kvaðst vona að í framt- íðinni myndu Lettar og Islendingar eiga blómleg samskipti, bæði á sviði viðskipta og menningarmála. „Hing- að verður sencl nefnd sérfræðinga til að fjalla um þessi mál. Þessa dagana eru hér listamenn frá Eystr- asaitsríkjunum og það er aðeins upphafið." Að sögn Júrkans er þegar farið að leggja drög að því að semja um brottför sovéska hersins frá Eystra- saltsríkjunum. „Stjórnmálamenn í Moskvu hafa þegar lýst vilja sínum til að kveðja hermennina heim og ganga til samninga um samskipti við okkur. En við verðum ávallt að ...Jmfa±ugfa§Lað.ha£ðlíntimepn rn.unu.. áfram reyna að setja hindranir í leið okkar að settu marki.“ Júrkans sagði að nú myndu Eystrasaltsríkin byija að snúa sér frá austri til vesturs. Auka þyrfti samskiptin við ríki Evrópu og Evr- ópubandalagið. Hins vegar væri ekki tímabært að ræða aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Júrkans var spurður hvort valdar- ánstilraunin í síðustu viku hefði flýtt fyrir því að Eystrasaltsríkin fengju sjálfstæði. „Eg hef alltaf sagt að árið 1991 yrði ár Eystrasaltsríkj- anna,“ sagði Júrkans. „Það eru ekki meira en tveir mánuðir síðan fólk hló að mér. En eins og nú hefur komið á daginn þá hafði ég rétt fyrir mér.“ Reuter Lettar steypa Lenín Eystrasaltsríkin sigla nú hraðbyri í átt til sjálfstæðis. íbúar ríkjanna vilja afmá fimmtíu ár undir Moskvu og hyggjast beina sjónum sínum í vesturátt. Á þessari mynd sést hvar íbúar Rigu fagna því að lettnesk stjórnvöld hafa fellt styttu af Lenín af stalli. i udi\univHn tznu un Ltzum. RÚMGÓÐAR, STERKAR OG VEL HÓLFAÐAR. LITIR: SVART, BRÚNT OG ”NATUR”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.