Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGllR 27. ÁGÚST Í991 43 Ragnar Agústs son - Minning Fæddur 23. desember 1907 Dáinn 9. júlí 1991 Hinn 9. júlí sl. lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað Ragnar Agústsson, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Ragnar var fæddur á Gnýstöðum í Vopnafirði 23. desember 1907 og var yngstur sex barna þeirra hjóna Salínu Ingibjargar Árnadóttur og Ágústs Jónssonar er þar bjuggu. Þau systkinin eru nú öll látin nema Ingunn Vilhelmína sem dvelur í Sundabúð, sem eru íbúðir aldraðra á Vopnafirði. Hún er nú á nítug- asta og þriðja aldursári. Gnýstaðir eru innsti bærinn í Hraunfellsdal sem svo er nefndur í daglegu tali, en hét áður eða heitir Sunnudalur en svo segir í Vopnfirðingasögu. Og mun sú nafngift þannig til orð- in að þar er oft sólríkt mjög um sumarlanga daga á meðan Aust- íjarðaþokan stendur vörð úti fyrir, fyllir flóa og firði og læðist inn um lágsveitina. Ragnar ólst upp hjá foreldrum sínum en um tvítugsaldur fór hann í vinnumennsku, því um mörg störf var ekki að velja í þá daga. Foreldrar mínir hófu búskap í Haga vorið 1927 og var hann hjá þeim fyrstu þijú árin sem þau bjuggu þar. Og mér fínnst ég geta sagt: „Hann leiddi mig fyrstu spor- in mín,“ og ég man þegar hann setti mig á hestbak og ég varð hrædd, þá sagði hann: „0, haltu bara í faxið,“ og öll mín hræðsla var rokin út í veður og vind. Eftir að Ragnar fór frá foreldrum mínum lá leið hans upp á Jökuldal, þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Elíasdóttur frá Norðfirði, og hófu þau búskap í Hnefilsdal árið 1945 en þar hafði Ragnar búið nokkur ár með bróður sínum, Valdemar. Fljótlega flytja þau til Norðfjarðar en dvöldu þar stuttan tíma, því Ragnar var sveit- anna sonur og þau flytja upp á Hérað í búskapinn og eru þar í nokkur ár, en flytja aftur í Nes- kaupstað þar sem hann starfaði hjá Fiskvinnslunni. Þá gerist hann starfsmaður hjá kaupfélaginu og vann þar ýmis störf meðan heilsan entist. Ragnar gat aldrei skilið við bóndann, og eftir að hann flutti úr sveitinni átti hann lengst af nokkr- ar skepnur, kú, kindur og hesta sem hann annaðist með vinnunni. Börn þeirra hjóna eru fimm: Elías Þór, Oddný Sigríður, Ragna Lína, Reyn- ir Ágúst og Ása Dóra. Auk þeirra dvöldu oft um lengri eða skemmri tíma börn ýmissa ættingja þeirra því þó húsakynnin væru ekki stór þá virtist alltaf vera eitthvert skot hjá Ragnari og Gunnu. Ragnar var haldinn mikilli átt- hagatryggð. Einu sinni sagði hann við mig: „Mér finnst ég aldrei búinn að finna sumarið fyrr en ég er bú- inn að koma í Vopnafjörðinn." En þau hjónin komu oftast á hverju sumri að heimsækja vini og ætt- ingja og dveljameðal þeirra nokkra daga og samgöngurnar um Aust- firðina voru ekki þá eins og þær eru í dag. En þá var komið og far- ið með strandferðaskipi ef um ann- að var ekki að ræða. Síðastliðið' sumar komu þau hjónin og dvöldust nokkra daga hjá dóttur sinni og Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuni á rit- stjórn biaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. tengdasyni sem hér eru búsett, ég fór með þau inn í Haga að heim- sækja bróður minn og mágkonu í sumarbústað sem þau eiga þar. Þegar við komum á melana fyrir ofan Haga, bað hann mig að stansa. Svo horfði hann yfir sveitina og sagði: „Það er sólskin í dalnum núna, þetta'er líka sunnudalur, þeir ættu bara að leggja veg yfir Smjör- vatnsheiðina, þá væri nú ekki orðið langt að skreppa austur.“ Ég held hann hafi fundið að hann átti ekki eftir að koma aftur. Þegar við komum til baka þakk- aði hann mér fyrir. Og ég spurði hvort honum hefði ekki fundist gaman að fara þetta. „Jú, þetta var góð ferð. Mér fannst ég vera kom- inn heim.“ Og nú er Ragnar kominn heim. Ég geymi minninguna um kæran frænda í þakklátum huga og hvað gott var að koma á heimili þeirra hjóna mun geymast en aldrei gleymast þeim er þess nutu. Eftirlif- andi eiginkonu og afkomendum votta ég samúð. Blessuð sé minning hans. Þorgerður Karlsdóttir t Ástkær sonur minn, stjúpsonur og bróðir, TIMOTHY DEAN MOSER, lést af slysförum í Bandaríkjunum laugardaginn 25. ágúst. Auður Óskarsdóttir, Þórður Þórarinsson, Deanna G. Soell, Aaron Pierce og aðstandendur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, KRISTJÁNS STEINDÓRSSONAR forstjóra, Fornuströnd 18, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét I. Egilsdóttir. t Útför hjartkærs föður, bróður og afa, HALLDÓRS SIGFÚSSONAR fyrrverandi skattstjóra í Reykjavík, ferframfrá Dómkirkjunni ídag, þriðjudaginn 27. ágúst, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Halldórsdóttir, Arnþóra og Hólmfríður Sigfúsdætur, Dóra, Bára, Sigrún og Steinar Halldór Sigurjónsbörn, Sæmundur Árnason, María Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR ELENTINUSSON, Baugholti 15, Keflavík, lést í Landsspítalanum 23. ágúst. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Sverrisson, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir Sverrisson, Auður Svanborg Óskarsdóttir, Elentínus Sverrisson, Helga Sigrún Harðardóttir, Sævar Sverrisson, Gréta Grétarsdóttir, og barnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR MAGNÚSSON bóndi, Sveinsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu, lést á Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi, föstudaginn 23. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Þingeyrakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Þingeyrakirkju. Gyða Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson, Ásrún G. Ólafsdóttir, Þórdís Ójafsdóttir, Jónsfna Ólafsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Grétar Vésteinsson, Björg Þorgilsdóttir, Gunnar Richardsson, Oddur R. Vilhjálmsson, Elís Þór Sigurðsson, Júlíana Jónsdóttir. Öllum þeim, sem heiðruðu minningu ÞORSTEINS JÓNSSONAR á Úifsstöðum, er lést 18. júní sl., færi ég kærar þakkir. Aslaug Steinsdóttir. t Þökkum vináttu og samúð við andlát og útför BERGSTEINS THEODÓRS ÞÓRARINSSONAR, Vestmannaeyjum. Anna Halldórsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og afa, JÓNS TÍMÓTHEUSSONAR, Þórufelli 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar á 3. hæð Hrafnistu, Reykjavík, fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástvinar okkar, ÓSKARS JÓNSSONAR kennara, Holtsgötu 32, Ytri-Njarðvík. Guð blessi ykkur oll. Helga Oskarsdóttir, Friðþjófur V. Óskarsson, Stella Óskarsdóttir, Sigþór Óskarsson, Rósa Bjarnadóttir og barnabörn. Ásgeir Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Hjördfs Lúðvíksdóttir, t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR J. BERGSTAÐ, Skipasundi 12, Reykjavík, Sólveig V. Bergstað, Valdimar Bergstað, Halldóra Baldvinsdóttir, Hjördís Bergstað, Kristinn Eggertsson, Guðný Bergstað, Þorleifur Þorkelsson, Elísabet Bergstað, Benóný Ásgrímsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR KRISTINSDÓTTUR, Hamraborg 26, Kópavogi. Árni Jóhannesson, María H. Guðmundsdóttir, Karl Árnason, Ólöf P. Hraunfjörð, Kristfn E. Árnadóttir, Sigurður Benediktsson, Birna Árnadóttir, Steingrímur H. Steingrímsson, Soffía J. Árnadóttir, Sigurður Sigurbergsson, Anna Árnadóttir, Torfi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skattstofan í Reykjavík verður lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 27. ágúst, vegna jarðarfarar HALLDÓRS SIGFÚSSONAR, fyrrverandi skatt- stjóra. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Lokað Aðalskrifstofa og skólaskrifstofa Hafnarfjarðarbæj- ar verða lokaðar frá kl. 13.00 í dag, þriðjudag, vegna útfarar FRIÐÞJÓFS KRISTJÁNSSONAR. Hafnarfjarðarbær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.