Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 © 1990 Jim Unger/Distributed by Universai Press Syndicate ,,pú ver&ur að faru. a6 megrzc þig." Ást er ... 8-20 . skotmarkið. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 LosAngelesTimesSyndicate Með morgunkaffinu Jú, jú. Hún giftist honum af einskærri ást. Hún elskar pen- inga... a* ' POtLUX Dómarinn vill tala við þig þegar þú hefur tíma til þess ...? HÖGNI HREIÍKVfSI Góður framhaldsþáttur Ég vil þakka Sjónvapinu fyrir að taka til sýningar þýska framhalds- myndaflokkinn Fáka. Margir ungl- ingar hafa áhuga á hestum og er þetta einmitt efni við þeirra hæfi. Páll postulli segir: „Verið eftir- breytendur Guðs, sem elskuð börn hans. En frillulífi og óhreinleiki yfir- leitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum. Því að það skuluð þér vita og festa í minni, að enginn frillulífsmaður eða saurugur eða ágjarn — sem er sama og að dýrka hjáguði —, á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs“ (Ef. 5.1 ff.) Eigum við þá að hneykslast á sköpunarverki Guðs? Nei, en trú og lífsreynsla kenna okk- ur að við erum börn Adams. í okkur Þakkir til borgarstjóra Reykjavík, 26. ágúst 1991. Til Velvakanda. Viltu færa Markúsi Erni Antons- syni borgarstjóra sérstakar þakkir mínar fyrir að hafa stöðvað „Perlu- kafarana“ áður en þeir tæmdu Borgarsjóð Reykjavíkur. Leifur Sveinsson, kt. 060727-4069, Tjarnargötu 36, Reykjavík 110. Þetta eru spennandi og góðir þættir þar sem útilíf er aðal atriðið. Barna- efnið á dagskránni er yfirleitt gott en það vantar efni fyrir unglinga. Hestastelpa er gamall maður. Hvað þýðir það? Jesús útskýrir það: „Frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hór- dómur og saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi" (Mt. 15, 19). Erum við þá dæmdir til að fylgja girndum hjartans? Nei, við erum fijálsir. Lífið er reynslutími. Er hjálp- ræði til? Jesús kenndi það: „Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann end- urfæðist“ (Jh 3, 3). Páll postuli út- skýrir orðið: „Deyðið hið jarðneska í fari yðar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd. íklæðist hinum nýja manni, því þér hafið afklæðst hinum gamla með gjörðum hans.“ (Kol 3, 5f). Er þessi endurfæðing möguleg? Það er satt, að Jesús sagði: „Án mín getið þér alls ekkert gjört“ (Jh. 15,5), en Páll postuli gat sagt: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“ (Fil. 4, 13). Hver skilur þessi orð? Biblían segir það: „Ekki þeir sem láta stjórnast af holdinu, heldur þeir sem láta stjórnast af andanum. Hyggja holds- ins er dauði en hyggja andans er líf og friður. Þeir sem er holdsins menn geta ekki þóknast Guði“ (Róm. 8, 5). Hvað veljum við þá sem leiðarljós lífsins — Biblíuna eða dönsku síðdeg- isblöðin? " Sr. Jón Ilabets Ekkí vanþörf að hreinsa til Það hefur óneitanlega sett mark sitt á íslenskt efnahagslíf að Fram- sóknarflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn _hér á landi síðustu tvo áratugina. í allan þennan tíma hefur íjármagni verið ausið út úr sjóðum hins opinbera en minna skeitt um hvort nokkurt vit væri í fjárfestingunni. Miklir fjármunir hafa tapast í gegn um Byggða- stofnun sem hefur verið dugleg að lána í loðdýrarækt og fiskeldi. Framsóknarmennskan er söm við sig, fjármunir ríkisins eru notaðir til að hafa hina og þessa góða og skyldmennum er heldur ekki gleymt. Það var ekki vanþörf að hreinsa til og koma lagi á þessa hluti. Stjórnendur þessara stofn- ana ættu að standa fyrir máli sínu og axla ábyrgðina í stað þess að fara undan í flæmingi og þykjast ekki bera ábyrgð á neinu. Sú stjórn sem nú er sest að völdum hefur sýnt að nú verða hlutimir teknir nýjum tökum og arðsemissjónarm- ið látin ráða ferðinni. Það er vel að þessu ófremdarástandi í pen- ingamálum þjóðarinnar sé nú lokið og heilbrigð stefna hafi komist á. G.R. Týndur köttur Kötturinn Magnús, sem er eins árs fress, hefur yfirgefið velunn- ara sinn í Goðheimum. Eins og myndin sýnir er þetta fallegur kisi, svartur að lit með hvítar hosur og trýni. Vinsamlegast hafið sam- band við Ólaf í síma 30767 ef sést hefur til kattarins. FEIMNISÁL Víkveiji skrifar Koma þriggja utanríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna hingað til lands til þess að undirrita yfírlýs- ingu um stjórnmálasamband á milli íslands og lýðveldanna þriggja hef- ur vakið vei-ulega athygli, ekki sízt á Norðurlöndum. Af einhverjum ástæðum varð frændum okkur á öðrum Norðurlöndum eitthvað um þetta og gerðu ýmsar tilraunir til þess að verða fyrri til, þótt þeir hafi ekki beinlínis verið í forystu fyrir þeirri baráttu, sem háð hefur verið fyrir viðurkenningu Eystra- saltsríkjanna á undanförnum miss- erum. Niðurstaðan af miklum símhring- ingum varð sú, að ráðherrarnir þrír fóru héðan til Danmerkur og ganga frá stjórnmálasambandi þar og síðan nú á þriðjudagsmorgni til Óslóar í sömu erindagerðum. Á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins í síðustu viku, flutti Jón Baldvin Hannibalsson ræðu, þar sem hann sagði, að nú væri rétti tíminn fyrir Vesturlandaþjóðir til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Ræðu utanrík- isráðherra íslands var tekið með algerri þögn á fundinum. Að honum loknum mun einn ráðherranna hafa látið jákvæð orð falla um hana en nú um helgina streymdu inn fréttir um vilja NATO-ríkjanna til þess að viðurkenna Eystrasaltsríkin! xxx Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, flutti frábæra ræðu í kvöldverði, sem hann efndi til fyrir utanríkisráðherra Eystrasaltsríkj- anna og fylgdarlið þeirra sl. sunnu- dagskvöld. Yfirleitt eru slíkar borð- ræður efnislitlar og raunar innan- tómar en sú lýsing á sízt af öllu við þessa ræðu forsætisráðherra. Enda vakti hún mikla athygli gesta og hafði utanríkisráðherra Litháens sérstaklega orð á því, hve áhrifa- mikil ræða Davíðs hefði verið. í ræðunni gat forsætisráðherra þess, að hann hefði á námsárum sínum í háskóla þýtt bók eftir Andreas Kung (sem skrifaði reglu- lega greinar hér í Morgunblaðið fyrr á árum) um örlög fólks í Eist- landi og hefði hún haft mikil áhrif á sig. Þá vitnaði Davíð Oddsson jöfnum höndum til Shakespeares, Voltaires og íslendingasagna á þann veg, að athygli vakti. Ifylgd með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna var Bogd- anas, sérstakur aðstoðarmaður Landsbergis, forseta Litháens, en hinn fyrrnefndi hefur oft verið í fjölmiðlum hér. Þegar verst lét í Litháen var svo hart gengið að honum og fjölskyldu hans, að hann sendi fjölskyldu sína úr Iandi. Það mun hafa verið Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, sem hafði frumkvæði að því að finna fjölskyldu Bogdanas samastað í Osló. Bogdanas tók ákvörðun um að koma fjölskyldu sinni úr landi, þeg- ar ókunnir menn komu heim til hans, börðu að dyrum, kona hans opnaði ekki en hringdi í mann sinn, sem hraðaði sér heim á leið. Hinir ókunnu gestir voru þá horfnir á braut. Eftir þetta óttaðist Bogdanas um öryggi fjölskyldu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.