Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 36
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 Á haustdögum muhú Samvinnuferðir-Landsýn gefa Islendingum færi ó að komast í nóna snertingu við það land, sem oft er kallað vagga vestrænnar menningar. Fyrstu 5 dagana verður dvalið í Kairó við bakka Nílarfljóts, þar sem tignarleg fortið og nútíðin tengjost saman ó heillandi hótt. Gist verður ó hinu fróbæra 5 stjörnu hóteli Intercontinental. Fró Kairó verður flogið til verslunarborgarinnar Aswan, sem þekktust er fyrir eina stærstu stíflu heims. Þaðan verður haldið niður Níl í 7 daga siglingu ó 5 stjörnu lúxusskipi. Komið verður í land ó hverjum degi og skoðaðar fornminjar, sem eru þar við hvert fótmól. — Við lofum ógleymanlegri ferð! Siglingin endar í Luxor og þaðan ökum við til strandbæj- arins Hurghada sem stendur við Rauðahafið. Þar verður strandlíf stundað af miklu kappi í 4 daga og síðan flogið til Kairó, dvalið þar í 1 dag... og flogið heim. Samvinmilerðir Lanúsjn Reykjavik: Austurstrætl 12 • S. 91 - 6910 10-Innanlandsterðir S 91 - 69 10 70 • Simbrít 91 - 277 96 • Tel«x 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S 91 - 62 22 77 • SímOrét 91 - 62 39 80 Akurtyri: Sk.pagOtu 14 • S 96 • 27 200 • Slmbrél 96 • 2 75 «8 • Telex 2195 FLUGLEIÐIR BROTTFARARDAGAR OG VERÐ: 28. sept. - 12. okt. 15 dagar. Verð 134.800,- á mann í tvíbýli stgr. 19. okt. - 3. nóv. 16 dagar. Verð 144.900,- á mann í tvíbýli stgr. 16. nóv. - 1. des. 16 dagar. Verð 144.900,- á mann í tvíbýli stgr. Innifalið í verði er flug og gisting í Kairó með morgunverði og 2 hádegisverðum, fullt fæði á skipinu og hálft fæði á Hurghada, skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Að auki 1 gistinótt í Kaupmannahöfn í október- og nóvemberferðum. Minning: Friðþjófur Krisljáns- son, Hafnarfirði Andi trúar, andi vonar, andi Jesú Krists, Guðs sonar, andi dýrrar'elsku hans, lát þú sannleiks Ijósið bjarta lýsa skært í mínu hjarta, fyll það krafti kærleikans. Mig langar að kveðja afa minn, Friðþjóf Kristjánsson. Laugardaginn 17. ágúst fékk fjölskyldan þá hræðilegu frétt að afi hefði látist um morguninn. Við vorum öll harmi sleginn og fæst okkar vildu trúa að hann sem hafði verið svo hress væri dáinn. Og þó að við verðum öll að sætta okkur við hvað er stutt á milli lífs og dauða þá finnst manni kallið hafa komið of snemma þegar að 57 ára gam- all maður er tekinn frá okkur. Hann og amma voru ólýsanlega hamingj- usöm og samband þeirra var með eindæmum gott. En minningarnar get'ur enginn tekið frá okkur og enn man ég eftir stríðnisglampa í aug- um hans. Hann var mikill fjölskyld- umaður. Þrátt fyrir stríðnina var hann gjafmildur og góður maður og nú þegar að hann er farinn er mikils að sakna. Guð blessi og styrki ömmu og okkur öll í þessari sorgarstundu. Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir Fallinn er frá fyrir aldur fram Friðþjófur Kristjánsson, starfsmað- ur Hafnarfjarðarbæjar. Kallið kom fyrirvaralaust. Smæð okkar mann- anna gagnvart náttúruöflunum og hinum æðstu máttarvöldum er svo alger þegar á reynir. Á einu auga- bragði skiptir um veður, líf slokkn- ar hérna megin strandar, en lifnar þó jafnharðan hinum megin. Við samstarfsmenn Friðþjófs á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði söknum góðs vinar. Það er sjónar- sviptir að mönnum á borð við Frið- þjóf Kristjánsson. Það að eiga ekki aftur þess kost að hitta hann glað- an og kátan að morgni hvers vinnu- dags. Af Friðþjófi stafaði góðsemi og hlýhugur í garð samferðamanna. Með breiða brosinu sem lýsti upp augu hans og andlit endurkastaði hann birtu á umhverfi sitt. Það var ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um hann Diddó. Bóngóður og alúðlegur með sitt stóra hjarta. I starfi sínu vann hann mikið fyrir börnin — og þau áttu sér stoð og styttu í Friðþjófi. Friðþjófur Kristjánsson og fjöl- skylda hans eiga sér djúpar og öflugar hafnfirskar rætur, enda lét hann sig varða hag síns bæjarfé- lags. Áttum við oft skemmtilegar umræður um bæjarmálin. Sorg eftirlifandi eiginkonu, Ragnheiðar Sigurðardóttur, barna og barnabarna er sár. Orð megna lítils til huggunar. Ég færi Ragn- heiði og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur mínar og annarra sam- starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tím- um. En minningar um góðan dreng munu lifa og gefa ykkur styrk um ókomna framtíð. Guð gefí dánum ró og þeim líkn sem lifa. Blessuð sé minning Friðþjófs Kristjánssonar. _ Guðmundur Árni Stefánsson Mig langar að kveðja góðan vin og tengdaföður sem lést laugardag- inn 17. ágúst. Það er okkur öllum mikill missir að missa hann Diddó. Hann var mikið fyrir að hafa fjöl- skylduna alla í kringum sig. Hann átti 5 börn og 11 barnabörn sem honum þótti vænt um og þeim um hann. Oft var farið til þeirra Röggu og Diddó og gestagangur þar mjög mikill, enda mjög gott þangað að koma. Ég kynntist Diddó fyrir um 16 árum og tókst með okkur góð vin- átta. Hann var mjög viljugur að leiðbeina öðrum og traustur. Guð gefi okkur öllum styrk, þó sérstaklega þér, elsku Ragga mín. Far þú ! friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem.) Guðjón Olafur Kristbergsson Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina, fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Hversu sönn eru ekki þessi orð enn í dag, og rifjast upp fyrir okk- ur, er við fréttum lát manns systur okkar, Friðþjófs Kristjánssonar. En þau hjónin fóru ásamt vinafólki stnu austur í sveit í sumarbústað yfir helgi, til að dvelja í ró og næði í hvíld frá dagsins önn. Þau hlökkuðu mikið til og voru glöð og kát, er þau kvöddu okkur systurnar og annað venslafólk. Ekki datt okkur í hug þá að þetta yrði í síðasta sinn, sem við sæjum Friðþjóf á lífí. En mennirnir álykta, en Guð ræður. Friðþjófi var boðið í veiðitúr við Sogið, sem hann þáði og þeir félagarnir fóru í, en engan grunaði þann hörmulega atburð sem átti eftir að gerast og engin orð fá lýst. Allt í einu var þessi góði vinur og félagi horfinn. Líðan mannanna sem með honum voru getur enginn sett sig í. Hvers vegna var hann tekinn frá okkur? Guð lánar lífíð og tekur þegar hans tími er kominn. En við vinir og venslamenn stöndum eftir með minningar sem aldrei gleym- ast. Friðþjófur var góður maður og gegn, vinafastur, tryggur og ráð- hollur í alvöru lífsins og ef erfið- leika bar að höndum var hann allra manna hjálpsamastur. Hjálpsemi hans voru engin takmörk sett. Við mágkonur hans og fjölskyldur okk- ar eigum honum svo mikið að þakka, að við getum ekki lýst því með orðum, en biðjum Drottin að blessa hann og geyma og gjörum orð skáldsins að okkar: A fund þinn Kristur kem ég nú krýp ég þar og bið. Við kross þinn sprettur lífsins lind með líkn í sínum nið. (L. H. Blöndal.) En minning um góðan dreng gleymist okkur aldrei. Röggu systur okkar og mágkonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum vottum við hjartanlega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra stóru sorg. Inga, Anna og Egill. Laugardagurinn 17. ágúst er runninn upp. Við félagarnir rísum úr rekkju með bros á vör því að bjartur og sólríkur dagur er að fæðast. Við erum staddir í litlu veiðihúsi. Þar ríkir kyrrð og ró á meðan að morgunverður er snædd- ur, málin rædd og veiðidagurinn undirbúinn. Það er létt yfír okkur félögunum þegar við göngum niður að ánni því að allar aðstæður eru eins og best verður á kosið. Félagi okkar, Friðþjófur Kristjánsson, eða Diddó eins og hann var ævinlega kallað- ur, staldraði við á fyrsta veiðistaðn- um, sem komið var að, en við hinir héldum örlítið neðar þar til allir voru komnir að ánni og farnir að huga að veiði. Enginn asi var á okkur. Við nálguðumst veiðistaðina með varfærni og ró og hófum veið- ar. Það voru ekki liðnar margar mín- útur þegar sá okkar, sem næstur stóð Diddó, kallaði til okkar að Diddó hefði farið í ána. Ljóst var að Diddó stóð ekki á þeim stað, sem hann áður hafði staðið á. Við vildum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.