Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 Minning: Halldór Sigfús- son fv. skattstjóri Fæddur 2. maí 1908 Dáinn 16. ágúst 1991 Halldór afi var fæddur að Kraun- astöðum í Aðaldal 2. maí 1908. Ungur að árum fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám við Samvinnuskólann. Síðar lá leið hans til Englands þar sem hann lærði endurskoðun. Afi gegndi ýms- um embættisstörfum en lengstan hluta ævi sinnar var hann skatt- stjóri í Reykjavík. Fyrstu minnin- gamar um afa eru bundnar ferða- lögum um ísland. Hann var ötull við að miðla okkur af visku sinni um land og þjóð. Það var sama hvar borið var niður á landinu, þá átti hann í fórum sínum sögur um hvert ömefni og kennileiti, sem fyr- ir augu bar. Hann var mikiil nátt- úruunnandi og ferðalög voru hans líf og yndi. Afi liafði einstæða tung- umálahæfileika, og hafði á valdi sínu sex tungumál auk móðurmáls- ins. Þar að auki var hann talandi ljóðskáld. Og af litlu tilefni urðu til skemmtilegar ferskeytlur sem lifa munu meðal okkar um ókomna tíð. Slíkur var áhugi hans á bókmennt- um að hann nýtti hvert tækifæri sem gafst ti! þess að auðga bóka- safn sitt. Við nutum þess bæði í námi og leik að hafa aðgang að slíkum bókakosti. Var okkur ætíð tekið opnum örmum og leiðbeint af áhuga og metnaði. Afi var gædd- ur fágætri kímnigáfu og oft hnýtti hann saman visku sína og glettni og lagði okkur þannig lífsreglurnar á einstakan máta. Við skyndilegt fráfall föður okkar gekk afi okkur í föðurstað af fremsta megni. Sérstaklega kom það Steinari Halldóri yngsta systk- ini okkar, vei þar sem hann varð föðurlaus aðeins sjö ára að aldri. Afa var mjög umhugað að við gengjum menntaveginn og að við fyndum lífi okkar góðan farveg. Hann var sífellt að hvetja okkur til að takast á við allt það sem hugur og hjarta stóðu til hveiju sinni. Sjálfur var afi síungur í anda og fylgdist ávallt vel með helstu nýj- ungum hvort sem var á sviði tækni, hagfræði, stjórnmála eða bók- mennta. Afi var mjög víðförull maður og hin síðari ár urðum við þess aðnjótandi að ferðast með hon- um, það var með ólíkindum hve minnugur hann var á erlenda stað- hætti í hinum ýmsu löndum. Segja má að hann hafi verið á faranls- fæti allt fram til hinstu stundar. Hornstólpi fjölskyldunnar er fall- inn frá. Hann varðaði veginn og nú er það okkar að feta veginn á enda. Við kveðjum afa okkar með þökk og virðingu. Guð blessi minningu hans. Dóra Elísabet, Bára, Sigrún Björk og Steinar Halldór Sig- urjónsbörn. Færa vil ég fram kveðjuorð við fráfall Halldórs Sigfússonar, sveit- unga míns, góðvinar og samverka- manns á Skattstofu Reykjavíkur í tuttugu og átta ár. Við erum fæddir á sama vori (ég fimmtán dögum fyrr), í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann fædd- ist á Kraunastöðum og ólst upp þar og í Geitafelli í sömu sveit. Kynni okkar voru nánast engin í æsku, langt á milli bæja og við í sitt hvoru farskólahverfi. Ég þekkti föður hans, hann kom á heimili mitt, því feður okkar unnu saman að sveitar- störfum. Á vordögum 1922 hófust kynni okkar er við mættum til spurninga í hópi væntanlegra fermingarbarna á prestssetrinu á Grenjaðarstöðum. Við vorum báðir feimnir og tregir að slást í leikinn í hléunum úti á Lækjargrundinni en gáfum hvor öðrum auga, og síðar tókst tal með okkur. Þessa spurningadaga þróað- ist með okkur kunningsskapur, — ég held vinátta, sem varað hefur æ síðan. Við fórum báðir að heiman úr sveitinni innan við tvítugsaldur, hann til náms og starfa, og eftir það kom hann þangað einungis sem gestur. Er ég fluttist til Reykjavíkur á kreppuárunum með fjölskyldu mína, endurnýjuðust kynni okkar. Var hann þá alloft gestur á heimili okk- ar hjóna, en hann og kona mín höfðu kynnst í Samvinnuskólanum, þó ekki væm þau samtímis nemendur þar. Síðar varð ég starfsmaður á Skattstofu Reykjavíkur undir stjórn hans 28 ár eins og áður sagði, uns ég sagði lausu og hætti störfum. Halldór rækti þetta vinsældalitla embætti í íjörutíu og íjögur ár. alldór Sigfússon var ofurgáfaður maður. Næmi hans og minni var með ólíkindum. Hvað starfi hans viðvék, þá held ég að hann hafi vit- að bókstaflega allt sem hægt var að vita um skatta, eðli þeirra og afleiðingar. Þetta kann að þykja fávíslega mælt, en þetta er ekki sagt alveg út í bláinn. En þetta var T7: ■ ,i ■. i l , . i i / : i aðeins einn flöturinn á gáfum Hall- dórs. Hann bar mjög næmt skyn á fagurbókmenntir og listir og var bóklestur og listskoðun ríkur þáttur í tómstundaiðju hans, þótt slíkt væri lagt til hliðar, ef honum hafði borist bók um skattamál frá Argent- ínu eða Egyptalandi, eða annað slíkt góðgæti, en hann hafði samband við bókabúð í London er sendi hon- um bækur um þessi mál. Halldór átti mikið bókasafn og margt góðra bóka og verðmætra. Undi hann löngum stundum við að grúska í því og lesa. Ekki hafði hann þó komið á það þeirri röð og reglu er telst nauðsynleg, en oft vék hann að því að það þyrfti hann að gera. Eitt sinn er ég var hjá honum, innti ég hann eftir því hvort hann ætti og vildi lána tiltekna bók er mig vanhagði um, en það reyndist ekki vera, að hann ætti hana. En upp úr þessu segir hann, að vafalaust eigi hann margar bækur sem mér yæri forvitni á eða gagn að líta í. Segir hann mér að ég sé velkominn hvenær sem væri að koma og fá bækur úr safni sínu og fara með heim, og skifti engu máli hvort hann sé heima eða ekki. „Ég segi Maríu frá því, ef þú kemur, að þér sé heim- ilt að fara í skápana, — þú skrifar bara á miða hvaða bækur þú tekur og leggur hann á borðið.“ Þetta ein- staka tilboð notfærði ég mér um allnokkurn tíma. Halldór var um sumt mjög ein- kennilegur maður. Margslungnar leiftrandi gáfur og tilfínningaleg hátíðni sköpuðu honum óró og eirð- arleysi. Hann gat orðið Ijarhuga- stað og tíma og stundum hljómuðu honum strengir er ekki náðu hlust- um annarra. Nú er minn gamli spurningabróð- ir og góðvinur allur. Hann er geng- inn á vit hins óþekkta. Ég óska honum góðs farnaðar og fylgi hon- um Guðs blessun. Dóttur hans og dótturbörnum, systrum hans og öðru skyldfólki flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Indriði Indriðason Halldór Sigfússon fv. skattstjóri lézt á Borgarspítalanum föstudag- inn 16. þ.m. 83ja ára að aldri. Rétt- um íjórtán vikum áður hafði hann misst bróður sinn, dr. Björn Sigfús- son háskólabókavörð, sem var þrem árum eldri. Halldór lét orð falla á þá lund, að sá missir hafi verið sér þungbær. Báðir voru þessir bræður af sterkum bændastofnum komnir úr Suður-Þingeyjarsýslu, foreldrar Sigfús Bjarnarson, bóndi og hrepp- stjóri að Stóru-Reykjum í Reykja- hreppi, og eiginkona hans Halldóra Halldórsdóttir. Halldór var hins veg- ar fæddur að Kraunastöðum í Að- aldal, er fjölskyldan hafði flutt sig um set. Alls urðu börnin fimm, og eru tvær systur enn á lífi, Arnþóra og Hólmfríður. Halldór stundaði nám í Samvinn- uskólanum 1927-29. Sá skóli hafði mjög hagnýta kennsluskrá. Hann fór síðar í framhaldsnám við Pit- man’s College í London, ennfremur námsferðir til Hull og Parísar. Starf- aði hann fyrst sem endurskoðandi hjá lögregluskrifstofunni í Reykja- vík, en var um árabil kjörinn endur- skoðandi Mjólkursamsölunnar og Skógræktar ríkisins. Hann var sett- ur skattstjóri í Reykjavík árið 1934 og skipaður í þá stöðu nokkru síðar. Snemma á 5. áratugnum bar fundum okkar fyrst saman. Ég hafði þá tekizt á hendur atvinnurekstur í borginni og leitaði upplýsinga hjá skattstjóranum. Mér varð fljótt ljóst, að þar var maður, sem kunni sitt fag og gat gefið skýr svör. Honum þótti fréttnæmt, að ég var bróðir félaga hans úr Samvinnuskólanum, Kristjáns Guðmundssonar frá Stykkishólmi, sem honum hafði fall- ið vel við. Urðum við Halldór brátt góðkunningjar og héldum sam- bandi. Kom ég alloft á heimili hans um helgar, einkanlega þó eftir að hann hafði dregið sig í hlé sjötugur að aldri. I starfi skattstjóra gerði Halldór sér far um að fá menn sína til sam- vinnu við sig. Hann bar málefni gjarnan undir deildarstjóra sína alla. Má með sanni segja, að stofnunin hafi verið samvirk heild. Sjálfur var hann kappsamur og lét sér ekki nægja hinn hefðbundna vinnutíma kl. 9 f.h. til kl. 5. e.h. Tók hann ærið oft verkefni heim með sér og sat yfir þeim langt fram á kvöld, þegar heilsan leyfði. Afköst skatt- stofunnar voru eins og bezt varð á kosið. Til marks um það má nefna meðal annars, að þegar aðeins hluti verkefna hennar var færður til emb- ættis ríkisskattstjóra, þurfti hin nýja stofnun drjúgan hóp starfs- manna og vaxandi. Halldór Sigfússon var virtur mjög af starfsliði sínu. Hann var í senn Ijúfur og stjórnsamur. Hann var virðulegur í fasi. Það mátti hver sjá, sem mætti honum á förnum vegi. Hroka átti hann ekki til. Hann öðlaðist trygga vináttu og trúnaðar- traust ýmissa starfsmanna. Þeirra á meðal var Ólafur Sigvaldason, sem hann mat mikils sökum hæfileika hans og drengskapar. Auk reglubundinna starfa sat Halldór í nefndum og ráðum, sem ég kann ekki upp að telja. Stjórn- málamenn leituðu óspart til hans um úrræði og leiðsögn. Nefni ég sérstaklega dr. Gunnar Thoroddsen, meðan hann var fjármálaráðherra Viðreisnarstjórnarinnar, og Sig- trygg Klemensson hinn virta ráðu- neytisstjóra. Enda þótt Halldór væri einbúi, ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Sólstofur - Svalahýsi Komió og sannfærist um gæóin íslensk framleiösla íi vlðhaldslríu PVC-elni Rennihurðir, útihurðir, fellihurðir, rennigluggar, gluggar, skjolveggir o.m.fl. Ekkert vi ðhald Alltaf sem nýtt íQluggar og Qardhús hf. Dalvegi 2A, 200 Kópavogi, sími 44300. k vai' hann ekki einmana eða heldur einfari. Þess er fyrst að geta, að hann hafði leigjanda í séríbúð húss síns. Síðustu þijá áratugina var sá leigjandi snæfellsk kona, ættuð af Skógarströnd, María Guðmunds- dóttir að nafni. Hún var saumakona og bjó með móður sinni, meðan henni entist aldur. Eftir fárra ára leigutíma fór María að matreiða fyrir Ralldór. Síðar tók hún að sér öll venjuleg heimilisstörf fyrir hann. Þau rækti hún af mikilli alúð og samvizkusemi. Halldór galt þeim konum báðum, Maríu og móður hennar, virðingu sína og háttvísi. Dóttur átti Halldór, Sigrúnu, sem lét sér mjög annt um föður sinn og harmar lát hans mjög. Börn hennar umgengust afa sinn talsvert, og gladdi það hann. Sigrún ferðaðist gjaman með föður sínum til út- landa, og hafði hann óblandna ánægju af því. Halldóri var létt að ferðast, því að hann var málamað- ur. Hann talaði Norðurlanda-mál, ensku og frönsku, las auðveldlega spænsku og þýzku — og rússnesku sér til gamans að eigin sögn. Sjálfur fór ég tvívegis með honum til París- ar, sem mun hafa heillað hann mjög á námstíma hans þar. í fyrri förinni voru fleiri vinir í hópnum, í hinni seinni vorum við tveir á ferð. Það var um áramótin 1988/89. Mér er minnisstætt, þegar við gengum Breiðstræti hins heilaga Mikjáls í latneska hverfinu. Halldór var sem í leiðslu, er minningarnar streymdu að honum. Þó tók hann viðbragð, þegar hann sá bókabúð og var óðar horfinn inn í hana. Við stönzuðum á veitingahúsi og fengum okkur kaffisopa. Halldór gerði sér far um að tala við þjónana og átti ekki í neinum erfiðleikum við að gera sig skiljanlegan eða heldur að skilja þá. Hann talaði einnig frönsku við starfsfólkið á dvalar-hóteli sínu. Ég hélt til hjá vina-fjölskyldu í borg- inni, sem ég hafði kynnzt fyrir ná- lega 50 árum. Á heimili Halldórs var gest- kvæmt. Svo sem fyrr segir, kom ég þar oft síðustu árin og rabbaði við húsbóndann langtímum saman. Ég dáðist að vitsmunum hans og skarp- skyggni. Það vakti undrun mína, hversu glöggan skilning hann hafði á efnahagsmálum. Hann var jafnoki þeirra, sem hafa viðskipta- og hag- fræðipróf. Nokkurs kvíða gætti hjá honum vegna erlendrar skuldasöfn- unar og samningabrölts við EB. Af hvorutveggja gat að hans mati staf- að hætta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í framtíð. Hann var ættjarðarvinur. Unga kynslóðin er ekki á verði, sagði hann. Dagfarslega var Halldór léttur í lund, gjarnan spaugsamur, en aldrei meinyrtur. Hann gat kast- að fram snjallri stöku fyrirvara- laust. Það, sem ég hefi séð af skrif- um hans, ber vott um næman máls- mekk. Vinnuherbergi Halldórs á heimili hans að Hjálmholti 4 var þakið bók- um frá gólfi til lofts. Bækur var einnig að finna í öðrum herbergjum íbúðarinnar, jafnvel í skála og á göngum. Þetta voru fræðirit eftir víðkunna menn úr ýmsum löndum auk stórkostlegra alfræðiorðabóka. Bækurnar voru fjölmennasti vina- hópur Halldórs og ævinlega til stað- ar. Hann las mikið og drakk í sig kenningar frægra manna. Margt lét hann sig máli skipta. Þannig bað hann Seðlabankann að láta þýða kafla úr nýlegri bók eftir Frakkann Maurice Állais, sem hlaut Nóbels- verðlaun í hagfræði 1988. Var ég fenginn til verksins og birtist þýð- ingin í síðasta hefti Fjármálatíðinda. Meðan ég sat á tali við Halldór heima hjá honum, hringdi síminn gjarnan aftur og aftur. Vildu marg- ir ræða við hann, áhrifamenn úr stétt embættis- ög athafnamanna. Mér er kunnugt um það, að hann hafði sérstaka ánægju af slíkum samtölum við Þórhall Vilmundarson prófessor. Aðeins örfáum dögum áður en Halldór veiktist snögglega, ræddi hann við mig í síma. Hann var hinn hressasti og endaði talið með spurn- ingu: „Förum við ekki til Parísar í haust? Ég verð að sjá borgina einu sinni enn.“ Þetta voru síðustu orðin, sem hann mælti við mig. Ég votta nánustu ættmennum hans og ást- vinum, einkadóttur hans, bömum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.