Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991
19
Ljóðatónleikar í Islensku óper-
unni með Andreasi Schmith
LJÓÐA- og óperusöngvarinn Andreas Schmith frá Þýskalandi og
hollenski píanólcikarinn Rudolf Jansen munu um næstu helgi halda
tvenna tónleika í Gamla bíói með ljóðasöngvum eftir Robert Schum-
ann. Tónleikarnir verða laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn
1. september og hefjast kl. 17 báða dagana. Tónleikarnir eru
haldnir í samvinnu við Styrktarfélag íslensku óperunnar. Forsala
aðgöngumiða er hafin hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skóla-
vörðustíg.
Andreas Schmith hefur komið
fram á mörgum tónleikum hér-
lendis, allt frá árinu 1982 er hann
stóð við upphaf söngferils síns.
Nokkrir hljómdiskar með ljóða-
söng Andreasar eru komnir út og
fleiri eru væntanlegir, m.a. Vetrar-
ferðin, Malarstúlkan fagra og
Andreas Schmith.
Jökuldalur:
Bíll valt á
þvottabretti
Vaðbrekku, Jökuldal.
BÍLL valt í Sortuhvammi
skammt utan við Teigasel á
Jökuldal á sunnudaginn var.
Konan sem ók missti vald á
bílnum er hún lenti á þvotta-
bretti áður en hún kom að
beygju. Bíllinn valt þar og
fór eina og hálfa veltu og
stöðvaðist ofan vegar á
toppnum.
Ökumaðurinn slapp með
kúlu á höfði og skrámaðan
fót, gekk síðan áleiðis heim í
Teigasel en var tekin upp af
vegfaranda er keyrði hana
þangað.
Að sögn Jóns bónda Sig-
urðssonar í Teigaseli varð fyr-
ir hálfum mánuði útafakstur á
sama stað er orsakaðist af
sama þvottabretti og tími til
kominn að heflaður verði veg-
ur á Austurdal áður en þar
verða alvarleg slys.
- Sig. Að.
Svanasöngur eftir Schubert, Die
schöne Magelone eftir Brahms og
ljóðsöngvar eftir Schumann, Wolf,
Mahler o.fl. Síðustu ljóðatónleikar
Andreasar Schmidt á íslandi voru
fyrir fjórum árum en þá flutti
hann á þremur kvöldum alla stóru
ljóðaflokka Schuberts í Gamla bíói.
Rudolf Jansen hefur verið fastur
meðleikari Andreasar síðustu
misserin en nokkrir hljómdiskar
eru nú í undirbúníngi með þeim
félögum hjá hljómplötufyrirtækinu
Deutsche Grammophon.
Efnisskrá fyrri Schumanntón-
leikanna samanstendur af textum
fjögurra skálda, þeirra W.v.d. Ne-
un (op.89), N. Lenau (óp.9), H.C.
Andersen (óp.49) og J. Kerner
(óp. 35). Hin síðari er helguð
Heinrich Heine, þar sem m.a. eru
ljóðaflokkarnir Liederkreis óp. 24
og Diechterliebe óp. 48. Miðverð
er 1000 krónur en veittur er af-
sláttur fyrir námsmenn, ellilífeyr-
isþega og félaga í Styrktarfélagi
íslensku óperunnar. Einnig er
veittur afsláttur þeim sem kaupa
miða á báða tónleikana.
Fyrsta skóflustunga að FJölskyldugarði
Markús Örn Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík, tók á laugardaginn
fyrstu skóflustungu að nýjum fjölskyldugarði í Laugardalnum. Fjöl-
skyldugarðurinn verður starfræktur í tengslum við Húsdýragarðinn
og útivistarsvæði í dalnum. Þar verða leiktæki af ýmsu tagi og boðið
upp á skemmtun og fræðslu fyrir fólk á öllum aldri. Áformað er að
Fjölskyldugarðurinn verði opnaður almenningi sumarið 1993.
Hægur bati
hjá Norð-
manninum
NORÐMAÐURINN sem fannst
meðvitundarlaus við Hótel ís-
land fyrir rúmri viku er enn á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Hann er á hægum batavegi.
Rannsóknalögregla ríkisins
vinnur nú að rannsókn málsins og
er einna helst hallast að því að
um slys hafi verið að ræða.
Maðurinn var höfuðkúpubrotinn
og hafði blætt talsvert þegar hans
varð vart við austurenda hótelsins.
AFSLATTUR
AF GÓLFEFNUM
Við seljum úrvals gólfefni frá
viðurkenndum framleiðendum
meS 10-50% afslætti á meðan
birgðir endast.
Kynnist úrvalinu og verðinu
hjá okkur !
TEPPI - DREGLAR ■ MOTTUR - PARKETT - FLÍSAR - KORKFLÍSAR - GÓLFDÚKAR
akranesi
rnna
HAFNARFIRÐI
M
METRO
í MJÓDD
G.Á. Böðvarsson hf.
SELFOSSI
Grensásvofli 11 • Reykjavik • Sími 83500