Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 37 ekki trúa, en fljótlega varð ljós sú staðreynd að einn okkar félaganna var horfinn. Þetta var slíkt reiðarslag að erf- itt var undir að rísa, en þó var höggið þyngra þegar að hans elsku- legu eiginkonu, Ragnheiði Sigurð- ardóttur, voru færðar þessar hörm- ulegu fregnir. Hún var stödd í sum- arhúsi með eiginkonum okkar fé- laganna í nokkurri fjarlægð. Sú staðreynd að félagi okkar og fjölskylduvinur hefur verið burtu kallaður er okkur öllum þungbær, en sem huggun í þeim harmi þá vitum við að minningin um góðan og einlægan vin mun lifa. Allar þær gleði- og ánægjustundir, sem við félagarnir og fjölskyldur okkar átt- um saman, koma í hugann þegar við minnumst þessa látna vinar. Diddó var mikill fjölskyldufaðir. Fjölskyldan var ævinlega í fyrirrúmi hvar sem Diddó fór. Þannig kynnt- umst við honum og af því leiddi að flölskyldur okkar bundust mjög nánum vináttuböndum. Þessi nánu kynni hófust með fjölskylduferðum um landið, sem farnar voru á hveiju sumri. Allir í fjölskyldunum nutu þessara ferða. Þar voru börn og fullorðnir saman að leik, jafnframt því var fegurð og tign landsins skoðuð. Hin síðari ár fór ferðum þessum fækkandi, meðal annars vegna þess að börnin voru frá okk- ur vaxin. Nú í sumar var aftur efnt til slíkrar ferðar enda þótt einungis fullorðna fólkið tæki þátt í henni. Þar voru rifjaðir upp gamlir og góðir dagar okkur til mikillar ánægju. í þessari ferð var ákveðið að taka nú aftur upp þráðinn og fara slíkar ferðir á hveiju ári. Diddó var mikill sjómaður að eðlisfari. Hann lærði til sjó- mennsku, stundaði sjóinn um ára- bil, en hvarf síðan tii starfa í landi. Hugurinn dvaldi jafnan meira og minna við sjóinn enda starfaði hann í mörg ár við útgerð og fiskvinnslu í landi, en síðustu árin starfaði hann hjá IIafnarfjarðarbæ. Við, sem með þessum orðum vilj- um kveðja traustan og góðan vin, þökkum honum samfylgdina á liðn- um árum. Sú samfylgd auðgaði líf okkar og treysti Ijölskylduböndin. Við vitum að fjölskyldan öll, hans elskulega eiginkona, Ragga Sig eins og við köllum hana, börnin og barnabörnin hafa mikið misst og mikið að trega. Við samhryggjumst ykkur innilega og biðjum góðan Guð að halda sinni almáttugu verndar- hendi yfir ykkur öllum. Megi minn- ingin um traustan og góðan fjöl- skylduföður, einlægan og tryggan vin vísa okkur öllum veginn framáv- ið. Inga og Bjarni, Ragga og Óli. Þessir leikbræður eiga heima í Fossvogshverfinu. Þeir héldu hluta- veltu til ágóða fyrir Rauða krossinn. Þeir söfnuðu rúmlega 1.800 kr. Þeir heita Borgþór Rafn Þórhallsson, Ragnar Ragnarsson og Valur Kristinn Jónsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Laugardaginn 17. ágúst sl. kom- um við fjölskyldan saman á heimili ömmu og afa en undir allt öðrum kringumstæðum en vanalega, hann afi okkar var dáinn, hann afi minn sem var mér alltaf svo góður og var mér eins og faðir þar sem ég ólst upp að mestu leyti heima hjá ömmu og afa á Heijólfsgötunni. Minningarnar leita á mig, ég sé hann fyrir mér með glettnisglampa í augum og stríðnislegt bros á vör. Þótt hann hafi oft verið alvarlegur og strangur var alltaf stutt í stríðn- ina og fann hann upp skondin nöfn á okkur bamabörnin sín, strákana kallaði hann Jobbana sína og stelp- urnar Pöllurnar sínar. Það er sárt að hugsa til þess að hann hafi þurft að deyja núna þar sem hann og amma voru alveg ólýsanlega ham- ingjusöm, nutu lífsins og sameinuð- ust í áhugamálum sínum. í amstri hversdagsins hættir okkur til að gleyma að við lifum í sífelldri ná- lægð dauðans og vegir Guðs eru órannsakanlegir. Erfitt er að sætta sig við dauðann, við verðum að lifa með þeirri hugsun að afi er kominn á annað tilverustig. Guð gefi ömmu og okkur öllum styrk í þessari sorg. Dauðinn og ástin eru vængimir sem bera góðan mann til himins. (Michelangelo.) Thelma Þessir krakkar: Guðmunda Geirsdóttir, Magnús Bjarni Geirsson og Inga Rut Hjaltadóttir, söfnuðu nær 1.100 kr. með hlutaveitu til ágóða fyrir Rauða krossinn. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000* á mánuði. NámiÖ kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð V erslunarreikningur VerÖið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 VHH StlC Glue Stick iaton de cola Pegamento en barra fTiifion Anrw>fíf I * Verði þér að góðu í samvinnu við Pullman Hotel í Köln býður Hótel Saga upp á: ÞÝSKA VIKU dagana 23-31- ágúst. Verndari kynningarinnar er Þýska sendiráðið á Islandi v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími 29900 Hótelstjóri og matreiðslumeistarar frá Pullman Hotel ásamt þekktum sítarleikara tryggja ósvikið þýskt andrúmsloft. Þýskir sérréttir eru á matseðli Grillsins og þýskir réttir á hlaðborðinu í Skrúði, auk þýskra vína og þýsks bjórs. l/enð I9U HELDUR BETUR! ÓAKINrSlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.