Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991
17
munaárekstra sem rýrt geta traust
á dómstólum. Þann 1. júlí nk.
ganga í gildi lög um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í hér-
aði. Samfara því mun verða mikil
breyting á réttarfari og dómstóia-
skipan í landinu. Tilgangurinn með
þessum aðskilnaði er einkum sá,
að gera dómstólana sjálfstæðari en
þeir eru nú þannig að sérhver borg-
ari sé þess fullviss að hann geti
náð rétti sínum fyrir dómi jafnvel
þegar ríkisvaldið er gagnaðili máls
eða þegar hagsmunir ríkisins eru
í húfi.
Sú sérstaða sem dómstólum og
dómurum er búin lögum samkvæmt
hefur þann tilgang einan að auka
trú borgaranna á dómstólum og
réttarfari en ber ekki að skoða sem
sérréttindi dómarastéttinni til
handa.
I öðrum ríkjum þar sem fyrir
löngu hefur verið komið á fullum
aðskilnaði framkvæmdavalds og
dómsvalds er nú þegar fyrir hendi
skörp vitund almennings um sjálf-
stæði dómstóla og dómara og þýð-
ingu þess fyrir þjóðfélagið. Þar
hefur umræðan um langt skeið
beinst að því hversu langt dómarar
geti gengið í því að taka að sér
aukastörf án þess að glata trausti
almennings og eins því hvaða starf-
semi dómara utan dómarastarfs
þyki ósamrýmanleg dómarastarf-
inu. Eflaust mun umræða um sjálf-
stæði dómstóla beinast í auknum
mæli að þessum þáttum enda mun
almenningur hér á landi gera sífellt
meiri kröfur á þessu sviði á hendur
dómurum svo sem gerst hefur
meðal annarra ríkja. Sem dæmi
má nefna að í flestum þingræðisrík-
um er það regla að fastskipaðir
dómarar geti ekki setið á löggjafar-
þingi. Dómara er því veitt leyfi frá
störfum fyrir kjördag hyggist hann
taka þátt í kosningum til þings.
Þá eru víða stjórnarskrárákvæði
sem segja til um að dómarar megi
ekki hafa með höndum nein launuð
aukastörf hvorki í þágu hins opin-
bera né einkaaðila og að þeim sé
óheimilt að fjalla um efni sem séu
óviðkomandi dómsmálum.
Ekki er að finna slíkt ákvæði í
íslenskri löggjöf en sennilega verð-
ur að telja það grundvallarreglu
íslensks réttar með vísan til stjórn-
arskrárinnar að dómara beri að
vernda sjálfstæði sitt og hlutleysi.
Aukastörf dómara hafa hér verið
talin nauðsynleg dómurum m. a.
vegna launakjara þeirra. Engu að
síður er ljóst að þau aukastörf sem
dómarar gegna geta hafa áhrif á
störf þeirra sem dómara og rýrt
sjálfstæði þeirra verulega eða vakið
grun um hlutdrægni. Þannig er t.d.
um setu dómara í stjórnum félaga
í atvinnulífinu og lánastofnana.
Dómarar hér á landi hafa haft
frumkvæði að því að að draga sig
út úr störfum sem samrýmast ekki
dómarastarfinu. Áberandi er að
dómarar standa nú ekki framarlega
í stjórnmálum svo sem áður var
lengstum.
Lokaorð
Það að búa í réttarríki hlýtur að
teljast til eftirsóknarverðra
lífsgæða. Það er hins vegar ljóst
að réttarríkið verður ekki byggt
upp án þess að dómarastéttin njóti
trausts. Góður dómari er ekki ein-
göngu góður lögfræðingur. Þar
gegna aldur, reynsla og stjórnunar-
hæfileikar dómarans miklu hlut-
verki. Sú virðing sem dómari skap-
ar í starfí sínu er grunnur þeirrar
virðingar sem borin er fyrir dóm-
stólum. Það er því mikilvægt að
hlúa svo vel að dómstólum landsins
að til þeirra fáist hæfir menn.
Heimildarrit:
Ármann Snævarr, Almenn lögfræði 1988.
Jiirgen Thomas, Richterrecht 1986.
Ólafur Jóhannesson, Stjómskipun íslands
1960.
Richter und Staatsanwalt im Dienst fiir den
Biirger, Deutscher Richterbund 1987.
Sjálfstæði og staða dómara í nútíð og
framtíð, Valtýr Sigurðsson, Tímarit lögfræð-
inga 1989.
Höfundur er borgarfógeti og
formaður Dómarafélags Islands.
A MORGUN
I
OPNUM VIÐ STORVERSLUN SKIFUNNAR
LAUGAVEGI26
ÞETTA ER ENGIN VENJULEG HUOMPLOTUVERSLUN
...SVO ÞÚ VERDUR AÐ KOMA 0G SKODA
SPEHNANW!
Aðeins dregið úr seldum miðum!
Milljónir dregnar út í beinni útsendingu á Stöð
annan hvern þriðjudag. í fyrsta sinn 15. október.
50% vinningsblutfall!
-efþú átt miða!
‘T
oVORÆTTI
^íands