Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Valdimar og Jakob úr leik? Homamenn Vals og landsliðsins, Valdimar Grímsson og Jakob Sig- urðsson, sem er jafnframt fyrirliði liðanna, meiddust í leiknum gegn Selfossi í gærkvöldi. Jakob var borinn af velli skömmu fyrir hlé og lék ekki meira. Hann fór þegar til læknis og var jafnvei talið að krossbönd í hægra hné hefðu gefið sig, en úr því ætti að fást skorið í dag. Valdimar fékk högg á bringuna undir lok leiksins og var óttast að hann hefði brákað rifbein eða brotið. Valur - Selfoss 24:32 íþróttahús Vals, Islandsmótið í handknatt- leik, 1. deild karla, miðvikudaginn 9. októb- er 1991. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 4:4, 4:6, 5:8, 8:8, 12:12, 12:13, 13:13, 15:15, 15:17, 16:17, 16:20, 19:22, 19:24, 21:25, 21:29, 22:29, 22:31, 24:32. Mörk Vais: Brynjar Harðarson 8, Valdimar Grimsson 7/2, Dagur Sigurðsson 3, Ingi R. Jónsson 2, Finnur Jóhannsson 1, Ár- mann Sigurðsson 1, Jakob Sigurðsson 1, Júlíus Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 4 (þar af eitt, þegar boltinn fór aftur til mót- heija), Páli Guðnason 3. Utan vallar: 2 mín. og þjálfaranum var vikið af bekknum í stöðunni 21:28). Mörk Selfoss: Gústaf Bjamason 8, Sigurð- -- -VJ' Sveinsson 8/6, Einar G. Sigurðsson 7, "Siguijón Bjarnason 6, Jón Þ. Jónsson 2, Einar Guðmundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 15 (þar af 6, þegar boltinn fór aftur til mótheija). Utan valiar: 2 mínútur. Dómarar: Hlynur Jóhannsson og Runólfur Sveinsson. Ahorfendur: 207 greiddu aðgangseyri. Víkingur - KA 27:26 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknatt- leik, 1. deild karla, miðvikudaginn 9. októb- er 1991. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:4, 9:5, 13:6, 15:8, 17:11, 19:11, 20:14, 22:6, 22:19, .23:22, 27:22, 27:26. “ ivlörk Víkings: Birgir Sigurðsson 12/6, Árni Friðleifsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Björgvin Rúnarsson 3, Gunnar Gunnarsson 3, Guðmundur Guðmundsson 1. , Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 19/2 (þar af 3 sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Guðmundur Guð- mundsson fékk rauða spjaldið fyrir að telja leikinn I lokin. Mörk KA: Alfreð Gisiasim 10, Stefán Kristjánsson 6/1, Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 4/2, Jóhann Jóhannsson 3, Pétur Bjamason 2, GuðmundurGuðmundsson 1. Varin skot: Bjöm Bjömsson 14/1 (þar af 4 sem fóru aftur til mótheija). Axel Stefáns- son 1. Utan vallar: 8 mínútur. Erlingur Kristjáns- son fékk rauða spjaldið fyrir þijár brottvís- anir um miðjan síðari hálfleik. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Kristj- an Þór Sveinsson. Áhorfcndur: 193 greiddu aðgangseyri, en alls vom 250 áhorfendur. HK-Grótta 31:20 Iþróttahúsið Digranesi, íslandsmótið í hand- knattleik - 1. deild karla, miðvikudaginn 9. október 1991. Gangur leiksins: 1:0, 7:3, 12:5, 15:7, 18:9, 22:13, 28:16, 31:20. Mörk HK: Michal Tonar 10, Ásmundur Guðmundsson 7, Rúnar Eyþórsson 6/6, Óskar Elvar Óskarsson 3, Magnús Stánsson 1, Jón Bersi Ellingsen 1, Eyþór Guðjónsson 1, Robert Haraldsson 1. Varin skot: Magnús Stefánsson 18. Bjarni Frostason 2/2. Utan vallar: 20 mínútur. Jón Bersi og Eyþór Guðjónsson fengu rauða spjaldið. Mörk Gróttu: Guðmundur Albertsson 7/4, Guðmundur Sigfússon 3/1, Svafar Magnús- son 2, Kristján Brooks 2, Ómar Banine 2, Friðleifur Friðleifsson 2, Páll Bjömsson 1, ^tefán Arnarsson 1. 'Varin skot: Alexander Rénevie 12. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: 80 greiddu aðgangseyri, en alls vom 170 áhorfendur í húsinu. FH-UBK 23:12 Kaplakriki, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, miðvikudaginn 9. október 1991. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 6:2, 9:4, 11:5, 13:6, 15:6, 17:7,21:8, 22:10 23:12. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 6, Hans Guðmundsson 6/2, Kristján Arason 4/1, Pétur Petersen 3, Hálfdán Þórðarson 2, Óskar Helgason 1, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 'Kf l, Magnús Sigmundsson 1. Utan vallar: 4 mín. Mörk UBK: Elvar Erlingsson 3, Björgvin Björgvinsson 3, Sigurbjöm Narfason 2, Hrafnkell Halldórsson 1, Ingi Þór Guð- mundsson 1, Guðmundur Pálmason 1, Davíð Ketilsson 1. Varin skot: Ásgeir Baldursson 8/1. Utan vallar: 10 min. Dómarar: Erlendur Isfeld og Hafliði P. J4;ignússon. nhorfendur: 300 greiddu aðgang en áhorf- endur vom rúmlega 600. 1.D. KVENNA FH vann IBK Sterkur varnarleikur í síðari hálf- leik skóp öðru fremur sigur FH á ÍBK í gærkvöldi í 1. deild kvenna. FH sigraði 18:15 eftir að jafnt hafði verið í var Ieikhléi HannaKatrín 6:6. Þá sigraði Fram Friðriksen Gróttu 21:8. skrifar Eftjr ag FH-stúIk- ur breyttu vörninni í seinni hálfleik, léku framar, átti ÍBK erfitt uppdráttar í sókninni. Á skömmum tíma gerði FH sex mörk gegn einu marki ÍBK og eftir það var sigurinn í höfn. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 6/1, Berglind Hreinsdóttir 5, Jolíta Klímavícene 4, Hildur Harðardóttir 2, Eva Baldursdóttir 1. Mörk ÍBK: Hajni Mezei 6/4, Þuríður Þorkels- dóttir 4, Ólafía Bragadóttir 3/1, Ásta Sölva- dóttir 1, Brynja Thorsdóttir 1. Morgunblaðið/Sverrir Gústaf Bjarnason, línumaðurinn snjalli frá Selfossi, var í essinu sínu í gærkvöldi eins og samheijarnir. Hann steig vart feilspor á línunni og hér er eitt átta marka hans í uppsiglingu. Skemnrrtikraftar fráSelfossi Meistarar Vals skotnir niður á jörðina af sigurglöðum Seltyssingum SELFYSSINGAR komu, sáu og sigruðu Islandsmeistara Vals á sannfærandi hátt að Hlíðarenda í gærkvöldi. Vaismenn héldu í við gestina í 37 mínútur, en eftir það var nánast um einstefnu Selfyssinga að ræða, sem gerðu 17 mörk gegn 9 á síðustu 23 mínútunum og unnu 32:24. Þeir léku á als oddi í sókninni og skoruðu á fjölbreittan hátt, en sýndu einnig að þar fara engir aukvisar í vörn með besta markvörð landsins fyrir aftan. Hand- boltinn átti erfitt uppdráttar í fyrra, en ef lið leika eins og Sel- foss gerði í gærkvöldi, er engu að kvíða. Steinþór Guðbjartsson skrifar Valsmenn léku tvo erfiða leiki í Evrópukeppninni um helgipa og var greinilegt að þeir sátu í ís- landsmeisturunum. Sóknarleikur- inn var einhæfur og fiest mörkin voru fyrst og fremst ein- staklingsframtaki Bi-ynjars Harðar- sonar og Valdimars Grímssonar að þakka. Markvarslan var nánast engin og vömin átti erfitt uppdrátt- ar. Ótti „Ég óttaðist þetta,” sagði Þor- björn Jensson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið, „en tapið var allt of stórt. Við vorum ekki tilbúnir að spila hörkuleik eftir Evrópuleikina um helgina og tilfellið er að við höfum yfirleitt tapað eftir leiki í Evrópukeppni. Við vissum að hveiju við gengum, því Selfoss er með öflugt lið, sem spilar ágætlega, og það tekur enginn tvö stig auðveld- lega af því.” Selfyssingar komu ákveðnir til leiks og keyrðu strax upp hraðann. Stundum var samt óðagotið of mik- ið í hraðaupphlaupunum og fyrir vikið misstu þeir oft boltann í hend- ur mótheija, en mistökin þjöppuðu mönnum saman — þeir léku einn fyrir alla og allir fyrir einn í vörn sem sókn og buðu áhorfendum upp á hina bestu skemmtun. Það var hvergi veikur hlekkur heldur þvert á móti höfðu þeir yfirburði á öllum sviðum. Einar Þorvarðarson sýndi að hann hefur engu gleymt í mark- inu, þó snerpan væri ekki alveg eins og hún er best hjá honum, og samvinnan í vörninni var til fyrir- myndar. Sóknarleikurinn var skemmtilega hraður, ógnandi og síbreytilegur. Þeir gerðu átta mörk fyrir utan, sjö af línu, sex úr víta- köstum, fimm úr vinstra horninu, þijú með gegnumbrotum, tvö úr hægra horninu, en aðeins eitt eftir hraðaupphlaup. Sóknarnýtingin var 50% í fyrri háifleik en 70% eftir hlé. Frábært lið Selfyssingar eru með geysilega skemmtilegt lið, sem náði sér held- ur betur á strik í gærkvöldi. Einar þjálfari var réttur maður á réttum stað í markinu og vörnin vann vel saman. Gústaf Bjarriason var mjög sterkur á línunni og hornamennirn- ir Jón Þórir Jónsson og Siguijón Bjarnason kunnu vel til verka. Ein- ar Guðmundsson stjórnaði spilinu af röggsemi og skytturnar Einar G. Sigurðsson og Sigurður Sveins- son voru stórhættulegar. Þær voru auk þess vel vakandi-fyrir spili og áttu ófáar sendingar á hornamenn- ina eða línuna, sem gáfu mörk. Þá var Sigurður öryggið uppmálað í vítaköstunum og skoraði á lúmskan hátt eins og honum er einum lagið, en hann hefði mátt skjóta meira fyrir utan. „Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og það gekk nán- ast allt upp hjá okkur. Það var mjög ljúft að sigra hér í Valsheimil- inu,” svaraði Sigurður athugasemd- inni. Einar Þorvarðarson: Mjög mikilvæg- ur sigur Einar Þoivarðarson, þjálfari og markvörður Selfoss, byijar þjálfaraferilinn vel og stjórnaði liði sínu í fyrsta sinn til sigurs í 1. deild. „Eg er sér- staklega ánægður með þessi tvö stig og sigurinn er mjög mikil- vægur fyrir okkur. Liðinu hefur farið fram og leikmennirnir hafa þroskast, en við tökum einn leik fyrir í einu með því markmiði að ná einu af átta efstu sætun- um.” Þjálfarinn sagði að í fyrra hefði lið Selfoss oft misst fengna forystu, en menn væru alltaf að læra og auk þess væri hópurinn mun sierkari í ár. „Ég er með mjög sterkan 12 manna hóp og vel það, en við vorum heppnir að fá Valsmenn núna strax eftir Evrópuleikina. Þeirvoru þreyttir og við nýttum okkur það, en við gerðum samt of mikið af tækni- mistökum.” Einar mætti nú sínum gömlu félögum. Hvernig fannst honum það: „Þetta eru allt vinir mínir, en keppni í íþróttum gengur út á það að sigra og um það snýst málið.” Afskaplega slakt í Hafnarfirði FH-ingar unnu öruggan en full lítinn sigur á Breiðablikspiltum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 23:12 og segir það sína sögu um leikinn sem var bæði leiðin- legur og illa leikinn. Breiðablik er með slakasta lið sem ég hef séð leika í 1. Skúii Unnar Sveinsson skrifar deild. Ég er ekki viss um að hinum ungu strákum i UBK sé nokkur greiði gerður með að leika í 1. deild því þó þeir fái einhveija reynslu og skólun þá eiga þeir svo geysilega langt í land með að vera með fram- bærilegt lið. Það kæmi mér mjög á óvart ef þeim tækist að ná í stig í vetur. Það var ekki Blikum að þakka að sigur FH varð ekki enn stærri. Hafnfirðingar voru slakir en ekki er þó hægt að dæma Iiðið af þessum leik því mótspyrnan var afskaplega lítil. Sóknarleikinn þarf þó að pússa betur og smyija. Eini ljósi punkturinn í liði Blika var Ásgeir Baldursson í markinu. Hann varði reyndar ekki nema 8 skot en tilburðir hans í markinu lofa góðu um að þar fari gott efni. Hjá FH var Gunnar sprækur og eins Hans. Kristján var tekinn úr umferð allan leikinn og gekk það þokkalega hjá Blikum. lllimMllHHI !«m IIKftl'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.