Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 31 Hveragerði: Margt í boði í Hús- inu á Sléttunni VEITINGASTAÐURINN Húsið á Sléttunni opnaði í Hveragerði hinn l.júní sl. Þar eru tvenns konar matsölustaðir, annars veg- ar skindibitastaður og hins vegar matstaður þar sem boðið er upp á meiri þjónustu. Einnig eru haldnir dansleikir þar. í fréttatilkynningu frá Húsinu á Sléttunni segir að á skyndibita- staðnum sé m.a. boðið upp á ís- lenskan heimilismat á matmálstím- um og heimalagaðar kökur og brauð á kaffitímum. Hinn staðurinn sé hins vegar með lítinn matseðil ■ Á TVEIMUR VINUM næstu kvöld, leika fjórar hljómsveitir sem eru nýjar af nálinni þó tvær þeirra hafi verið atkvæðamiklar upp á síð- kastið. Fimmtudagskvöld skemmtir Kormákur afi, fimm manna sveit sem spilar soul- og rokktónlist. Föstudagskvöld er það Mikki refur sem stígur á stokk. Meðlimir Mikka eru orðnir sjóaðir tónlistarmenn þó ungir séu enda koma þeir meira eða minna úr efnilegustu unglingasveit- með alþjóðlegum réttum og að þar sé vel hugsað fyrir öllu fyrir fólk í hjólastólum. í veitingasalnum Hringloftinu er boðið upp á hlað- borð á laugardagskvöídum sem og kökuhlaðborð alla sunnudaga. Laugardagskvöldið, 12.október verður haldinn í Húsinu á Sléttunni dansleikur. Þar stjórnar Rósa Ing- ólfsdóttir veislunni, Jóhannes grín- ari heldur uppi fjörinu og Sigur- bergur Baldursson og Kolbrún Yng- varsdóttir sjá um tónlistarflutning yfir kvöldverði. Hljómsveitin Heið- ursmenn leikur svo fyrir dansi til kl. 3. um síðustu ára. Laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Ber að ofan. Sunnudagskvöld skemmtir svo hljómsveitin Plató. Aðgangur er ókeypis öll kvöldin. ■ BUBBI Morthens verður með tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld, fimmtudaginn 10. október kl. 10.30. TILBOÐ - ÚTBOÐ Bflakaup rikisins 1992 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 160 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1992. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri, í Borgartúni 7, Reykjavík. Þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 15. nóvember nk. ___________ IIMNKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS ________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK_ Borgartúni 7, 105 Reykjavík. BÁTARSKIP Fyrir smábáta: Merlin Mermaid vél, 115 hö, Kelvin Huges MS-132, dýptar- mælir, Ray 55; 25 W, VHF-tal- stöö, 6 rása CB-talstöð og neyð- artalstöð fyrir gúmbáta, Micro- logic 2000 Loran c, ásamt ýms- um smáhlutum, s.s.: siglinga- Ijós, rústfríum saum o.fl. Upplýsingar gefa Lárus í síma 95-12728 eða Steingrímur í símum 95-12705 og 95-12707. KENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. FÉLAGSLÍF St.St.599110107VIII I.O.O.F. 11 = 17310108'/! = I.O.O.F.5 = 17310108’/! = 9.0 fiunhjólp Samkoma verður í kapellunni i Hlaðgerðarkoti i kvöld kl. 20.30. Rósa og Þorvaldur taka þátt. Umsjón Kristinn Ólason. Samhjálp. Skipholti 50b, 2.h. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ath. Roberts Liardon v prédikar í félagsheimili Kópa- vogs 15. og 16. október kl. 20.30 bæði kvöldin. Allir hjartanlega velkomnir. Stokkseyringafélagið í Rvík og nágrenni heldur aöalfund sunnudaginn 13. október kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og meðlæti. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Garðar Ragnars- son. Allir hjartanlega velkomnir. 7/ KFUM V AD KFUM Fundur i kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Bibliulestur, „Með von gegn von". Séra Sigurður Páls- son talar. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. Kvikmyndahátíð Listahátíðar: Ileljudáð Daníels Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Iletjudáð Daníels („Daniel of the Champion”). Sýnd á kvik- myndahátíð í Regnboganum. Leikstjóri: Gashwin Millar. Handrit: John Goldsmith eftir sögu Roald Dahls. Aðalhlut- verk: Jeremy Irons, Samuel Irons, Robbie Coltraine. Bret- land. 93 mín. 1990. íslenskur texti. Einn fremsti kvikmyndaleikari Breta, Jeremy Irons, fer með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Hetjudáð Daníels, sem frumsýnd er á kvikmyndahátíð í dag. Jer- emy hefur áður haft marga merka og dýrmæta mótleikara í sínum myndum en mótleikari hans í þessari er sá dýrmætasti af þeim öllum, nefnilega sonur hans, Samúel. Þeir leika auðvitað feðga í myndinni, sem gerð er eftir ein- um af ævintýrasögum r.orska rithöfundarins Roald Dahls. Drengurinn er aðstoðarmaður föður síns á bílaverkstæði í sveit- inni, skammt frá vinalegu þorpi og inní miðri risastórri landar- eign gírugs greifa, sem gaman- leikarinn Robbie Coltraine hefur greinilega unun af að leika. Sá vill sölsa undir sig þeirra litlu spildu og beitir bellibrögðum en Ironsfeðgarnir eiga svar við óberminu. Þeir hefna sín þar sem hann er veikastur fyrir. Hetjudáð Daníels er lítil, ódýr, nett og vinaleg fjölskyldumynd. Fjöldi þekktra leikara fer með aukahlutverk í henni en meginá- herslan er á samband feðganna og samstöðu og samvinnu fá- tækra gegn ríkum yfirgangs- seggi. Þama er Ronald Pickup í hlutverki kennarasadista, sem hefur gaman af að hrella krakk- ana; Michael Horden bregður fyrir á fasanaveiðum; Cyril Cusack er góði læknirinn. Þeir bjóða upp á spaugilegar karakt- erlýsingar. En það eru fyrst og fremst Ironsfeðgamir sem eiga þessa mynd. Sámleikur þeirra lýsir góðu sambandi, ást og vináttu feðganna. Hetjudáð Daníels er mynd fyrir alla fjölskylduna og óvenjuleg hátíðarmynd að því leyti en hver segir að kvikmynda- hátíðir eigi ekki að vera fjöl- skyldumál? Andrúmsloftið er þrúgandi í myndinni Launráð B, ef hún, fyrir einhveijar undar- legar sakir, hefði slæðst inná tjald á almennum sýningum í kvikmyndaborginni Reykjavík. En þar með er ekki sagt að hún hafí ekkert erindi á kvikmynda- hátið því þó leikstjórinn með kvikmyndasögulega nafnið sýni ekki jafn lofandi hæfileika og segjum Spike Lee, sem gerði garðinn frægan á kvikmynda- hátíðinni fyrir nokkrum ámm með sinni fyrstu mynd þá er þessi frumraun James Bond III í öllu falli í nýstárlegum búningi og meinfyndin á köflum. Hér er það Cynthia Bond, seið- magnaður hasarkroppur með geysilega tjáningaríkt andlit, eins og engill af himnum sendur eitt augnablikið en forað úr víti annað — sem fer með gamal- kunnugt hlutverk vampímnn- ar/freistingarinnar/kölska. Leggur hún snömr sínar fyrir „bræður” á knæpu í New York- borg, gabbar þá síðan í ból sitt með ómótstæðilegum kynþokka, serðir þá og drepur. Allt gengur að óskum hjá köngurlóarkonunni uns til sögunnar kemur sveita- piltur frá Karólínufylki hinu nyrðra, kann hann þau tök sem duga á kvendjöful þennan. Sýnilega gerð af vanefnum og er ekki ýkja merkileg fyrir aug- að. Þetta þeldökka gengi leikur allt með ágætum en það besta við Freistingu vampírunnar er tvímælalaust rennandi létt hand- ritið sem kryddað er strætis- fyndni, auk þess sem framvindan er.býsna skemmtileg og auðsýni- lega unnin af manni með óvenju- legt og hresst skopskyn. Bíðum því aðeins með að stimpla leik- stjórann með fræga nafnið sem kostulegan B-myndasmið. Launráð Freisting vampírunnar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Freisting vampírunnar - Def By Temptation”. Sýnd í Regn- boganum Leikstjóri og hand- ritshöfundur James Bond III. Aðalhlutverk Cynthia Bond, James Bond III., Kadeem Har- dison, Samuel L. Jackson. Bandarikin 1990. Það er deginum ljósara að hin alsvarta (þ.e.a.s. allir sem viðr- iðnir eru kvikmyndagerðina eru þeldökkir) blóðsugumynd Freist- ing vampírunnar hefði umsvifa- laust verið afgreidd í gæðaflokk Launráð — „Hidden Agenda”. Leiksljóri Ken Loach. Handrit Jim Allen. Aðalleikendur Frances McDormand, Brian Cox, Brad Dourif. Bretland 1990.110 mín. íslenskur texti. Raunveruleikinn gefur oft skáldskapnum ekkert eftir því þessi ágæti pólitíski samsæris- þriller er byggður á sönnum at- burðum. Það var árið 1982 sem morðið á Paul Sullivan (Dourif), heimsfrægum bandarískum lög- fræðingi, vakti skelfingu og umtal. Hann fór ásamt unnustu sinni, Ingrid Jessner (Frances McDormand), fyrir alþjóðlegri sendinefnd mannréttindasam- taka sem rannsakaði meint brot bresku öryggislögreglunnar á Norður-írlandi. En nóttina fyrir brottför frá landinu fannst hann myrtur ásamt öðrum manni skammt utan við Belfast. Skýr- ing stjórnvalda voru þær að morðin væru réttlætanleg sem dráp á stuðningsmönnum írska lýðveldishersins (IRA). En Jessn- er veit að það er maðkur í mys- unni, horfin var dularfull segul-^ bandsupptaka sem Sullivan hafðf fengið í hendur daginn fyrir morðið. Upphófst nú ■ mikið pólitlskt moldviðri og sendi breska ríkis- stjómin lögreglumanninn Kerri- gan (Cox) til að stjóma rannsókn málsins með Jessner sér við hlið. Kom ýmislegt miður fagurt fram og lítinn stuðning var að fá frá öryggislögreglunni enda glitti í stórpólitískt samsæri þegar farið var að grafa í fjóshauginn og/- það þaggað niður að mestu. Málglöð mynd um hrikalegt mál sem hefði ekki gefið Water- gate eftir ef upp hefði komist á sínum tíma. Þá fáum við innsýn í haturssamband Breta og Ira annarsvegar — breskur ráða- maður segir við Kerrigan eitt- hvað á þá leið að írland væri yndislegt land ef engir væru ír- arnir — og norður-írskra mót- mælenda og kaþólskra hinsveg- ar. Loach, þeim ágæta en af- kastalitla leikstjóra tekst undur vel að láta ógnir undirferla liggja í loftinu frá upphafi til enda og halda áhorfandanum spenntum þrátt fyrir að mikið sé talað en*”" 1 minna um bein átök. Það er ekki geðsleg mynd sem dregin er upp af þjóðfélagsástandinu í Norður-Irlandi en sjálfsagt er hún raunsönn, það er hin fræga „írska þjóðarlukka” sem við fáum nasasjón af. Öll þau mál sem hér koma meira og minna upp á yfírborðið eiga það sameig- inlegt að vera viðsjál og fjand- samleg og væri óskandi að þau væru skáldskapur eftir Le Carré. Sem fyrr segir heldur Loach vel á sínum trompum sem er beinskeytt og skynsamlegt hand- rit og svo vel valinn leikhópur að þar er hvergi veikan punkt að fínna. Manngerðimar hárrétt- ar og leikararnir eins og sprottn- ir út úr kringumstæðunum. Best af öllum er bandaríska leikkonan McDormand (Mississippi Burn- ing, Blood Simple), hún minnir talsvert á Gene Hackman; sterk, jarðbundin og gerir aldrei annað en góða hluti. Myndir sýnd- ar í dag Hetjudáð Daníels, Ó, Carmela, Launráð, Heljarþröm, Glugga- gægirinn, Litli glæpamaðurinn, Stúlkan með eldspýturnar, Lög- mál lostans, Lóla, Freisting vampírunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.