Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 23 Skýrsla Amnesty International um dauðarefsingu unglinga: Bandaríkjameim sagðir brjóla alþjóðavenjur London. Reuter. FLEIRI glæpaunglingar hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum á síðustu 10 árum en í nokkru öðru ríki heims ef íran og Irak eru undanskilin, að því er alþjóðasamtökin Amensty International héldu fram í fyrradag. Samtökin segja að í einungis sex ríkjum öðrum hafi dauðarefsingu unglinga, sem framið hefðu glæpi. sína undir 18 ára aldri, verið fram- fylgt;s Bangladesh, Barbados, íran, Irak, Nígería og Pakistan. Nú hafi Barbados sett í lög að ekki mætti taka glæpamenn 18 ára og yngri af lífi. í skýrslu sem Amnesty sendi frá - sér segir að á síðustu 20 árum hafi rúmlega 90 táningar, sem hafi verið 15-17 ára er þeir frömdu glæp, verið dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Refsingu margra hafi eftir áfrýjun verið breytt í fangavist en fjórir hinna dæmdu hafi verið líflátnir milli 1985 og 1990 og 1. júlí hafí 31 beð- ið eftir því að dauðadómi^yrði fuil- nægt. „Bandaríkjamenn virða alþjóða- venjur að vettugi með því að dæma glæpaunglinga tii dauða,” segir í skýrslu Amnesty. Bandaríkjamenn hafa ritað undir en ekki staðfest al- þjóðasamþykktir sem banna að ungl- ingar verði dæmdir til dauða, en Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði hins vegar refsingu af þessu tagi með sérstökum úrskurði árið 1989. Að sögn Amnesty International koma flestir unglinganna, sem dæmdir hafa verið til dauða í Banda- ríkjunum, úr þjóðfélagsstéttum sem búa við hvað verst skilyrði þar í landi. Þeir hafí sloppið í gegnum öiyggis- net í dómskerfinu sem ætlað er að tryggja að einungis harðsvíruðustu glæpamenn hljóti dauðarefsingu. A-þýskir landamæraverðir: Gorbatsjov beri vitni Berlín. Reuter. VERJENDUR fjögurra landamæravarða í gamla A-Þýskalandi hafa farið fram á það að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseti verði látinn bera vitni I máli ákæruvaldsins gegn mönnunum sem sakaðir eru um dráp á flóttamanni á leið yfir Berlínarmúrinn árið 1989. Þeir segja að Gorbatsjov hafi svo seint sem 1987 ritað í gestabók varð- anna að störf þeirra væru „mikilvæg í baráttunni við heimsvaldasinn- aða óvininn, Vesturveldin”. Um 200 manns létu lífíð í flótta- tilraunum meðan A-Þýskaland var við lýði. Yfirvöld skipuðu vörðunum að skjóta til bana ef nauðsyn krefði þegar flóttamenn reyndu að laum- ast yfir múrinn. Veijendurnir segja að verðirnir hafí hlýtt fyrirmælum enda verið undir stöðugum þrýst- ingi. Hafi orð Gorbatsjovs verið gott dæmi um þær aðferðir sem beitt var. Verðirnir segja að þeir hafi reynt að skjóta í grennd við fætur flóttamannsins sem málið ijallar um en ekki á hann sjálfan. Gagnrýnt hefur verið að um- ræddir verðir skuli dregnir fyrir rétt en leiðtogar kommúnistaríkis- ins sleppi. Þeir eru margir aldur- hnignir og farnir að heilsu og hafa því fæstir verið ákærðir. Reuter Júgóslavneskir hermenn fara með hóp króatískra stríðsfanga til herstöðvar skammt frá bænum Banjaluka í Bosníu-Herzegovínu. Júgóslavía: Vonir um fríð glæðast en litlar líkur á fullum sáttum FULLTRÚAR Króata og sambandshersins í Júgóslavíu hafa undirrit- að áttunda vopnahléssamninginn á þremur mánuðum og glætt von- ir um að endi verði bundinn á blóðsúthellingarnar í Króatiu, að minnsta kosti um stundarsakir. Stjórnarerindrekar í Júgóslavíu og fréttaskýrendur telja þó afar ólíklegt að friðsamleg lausn finnist í bráð á deilumálum Króata og Serba. Margir Júgóslavar kærðu sig kollótta er fregnir bárust af enn einum vopnahléssamningnum og bjuggust ekki við að hann héldi nema í nokkra daga. Embættis- menn Evrópubandalagsins voru hins vegar vongóðir um að samn- ingurinn yrði til þess að binda enda á bardagana í Króatíu. I samningnum felst að þjóðvarð- liðarnir í Króatíu fallast á að búðir júgóslavneska hersins í lýðveldinu verði leystar úr herkví og hjálpar- gögn verði send til bæja í austur- hluta lýðveldisins. Sambandsherinn skuldbindur sig hins vegar til að aflétta hafnbanni á Króatíu. Aftur á móti var ekki samið um brott- flutning allra júgóslavneskra her- manna úr lýðveldinu, en það er ein af helstu kröfum Króata. Samn- ingamenn sambandshersins og Króata eiga að koma saman dag- lega til að ræða samninginn frekar og ólíklegt er að samkomulagið haldi nema þeir semji um þetta atriði. Einnig er óvíst að yfirmönnum hersins og króatísku þjóðvarðlið- anna takist að hafa hemil á her- skáustu sveitum Króata og Serba og vekur það efasemdir um að vopnahléssamningurinn haldi. Þá dregur gagnkvæmt vantraust sveitanna úr líkunum á langvarandi vopnahléi. Króatísku þjóðvarðlið- arnir óttast til að mynda að júgó- slavnesku hermennirnir flytji vopn sín til annarra staða í lýðveldinu og heiji árásir að nýju. Jafnt Króatar sem Serbar viður- kenna að þótt samkomulagið haldi verði feykierfítt að leysa deilumál þeirra með samningum. Króatar hafa sagt sig úr lögum við Júgó- slavíu og vilja að landamæri Króa- tíu verði óbreytt. Serbneskir leið- togar segja hins vegar að Króatar geti aðeins sagt skilið við ríkjasam- bandið virði þeir sjálfsákvörðunar- rétt 600.000 Serba í lýðveldinu. Serbar líta einnig svo á að sú ákvörðun króatíska þingsins að segja skilið við Júgóslavíu sýni að það hafi ekki áhuga á friðsamlegri lausn deilunnar. Króatar vilji aðeins hætta að beijast um stundarsakir til að geta vígbúist að nýju. Ágreiningur hefur ríkt innan Evrópubandalagsins um hvort við- urkenna eigi sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Þjóðveijar, sem vilja að það verði gert, segja að Júgóslavía heyri nú sögunni til og auðveldara sé fyrir Evrópuríki að binda enda á stríð sjálfstæðra nágrannaríkja en að „hlutast til um innanríkis- mál”. Flest aðildarríkjanna hafa þó hingað til lagst gegn viðurkenn- ingu á sjálfstæði lýðveldanna. Þau telja að slíkt verði aðeins til þess að Serbar, sem vilja - endurreisa „Stór-Serbíu”, sæki enn í sig veðr- ið og önnur nágrannalýðveldi þeirra, svo sem Bosnía-Herzego- vína, verði berskjölduð. Viðurkenn- ing á sjálfstæði júgóslavnesku lýð- veldanna kunni ennfremur að auka hættuna á enn mannskæðara stríði sem nágrannaríki Júgóslavíu geti dregist út í. Bent er á að Albanía hefur hagsmuna að gæta í héraðinu Kosovo, þar sem Albanir eru þorri íbúa, og Grikkland og Búlgaría í Makedoníu. SPRENGIMARKAÐURINN ÍMJÓDD SIMI 73900 BELTI KR. 951 BARNANJERBIiXUR KK. 501 1BARNASKQR KR. 99 I SPORTSKOR KR. 495 I LEBBRSPORTSKÓR KR. 995 HEILSOSKÖR I KR. 495 ■ BARNAÚLPBR 1 FRA KR. 995 HERRAÚLPUR FRÁ KR. 1.495 HERRABUXUR FRÁ KR. 495 HERRASKYRTUR FRA KR. 495 BOMUPEYSUR FRÁKR. 495 UðMUBLÚSSUR FRÁKR. 149

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.