Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Brynjólfur E. Ingólfs son fyrrv. ráðuneyt- issijóri - Minning Fæddur 10. maí 1920 Dáinn 3. október 1991 í dag verður gerð útför Brynjólfs Ingólfssonar fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra en hann lést í Landakots- spítala að kveldi 3. október sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Brynjólfur Eiríkur Ingólfsson en svo hét hann fullu nafni fæddist 10. maí 1920 á Vakursstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans voru Ingólfur Hrólfsson bóndi þar og kona hans Guðrún Eiríksdóttir. Ungur að árum fluttist Brynjólfur með fjölskyidu sinni til Seyðisfjarð- ar. Taldi hann sig ætíð Seyðfirðing og hafði hann mikið dálæti á heima- býggð sinni. Fljótlega eftir að Brynjólfur hafði burði til tók hann til hendinni og gekk að hinum ýmsu störfum til að létta til með heimil- inu. Það kom fljótlega í ljós að Brynjólfur var bókhneigður og hafði hug á að mennta sig. Hvöttu for- eldrar hans hann til að ganga menntaveginn. Strax og hann hafði aldur til settist hann í Menntaskól- ann á Akureyri. Útskrifaðist hann stúdent 1941 með hárri einkunn. Hann varð því 50 ára stúdent á þessu ári. Fór hann norður til Akur- eyrar til að fagna með samstúdent- um sínum. Var sú ferð honum til mikillar ánægju. Strax að loknu stúdentsprófí inn- ritaðist hann í lagadeild og lauk lögfræðiprófi með Iáði 1947. Fljót- lega réðst hann til Stjórnarráðs ís- lands og var skipaður fulltrúi í sam- gönguráðuneytinu 30. júní 1947 og starfaði einnig í viðskiptaráðuneyt- inu 1947-1948. Deildarstjóri í sam- göngu- og iðnaðarráðuneyti varð hann 1958 og skipaður ráðuneytis- stjóri 1962, en samkvæmt nýjum stjórnarráðslögum var hann skipað- ur ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu 16. janúar 1970. Brynjólfur sat í fjölda nefnda á vegum samgönguráðuneytisins, Al- þingis, Norðurlandaráðs og Evrópu- ráðsins og var formaður í mörgum. Meðal annars var hann í samninga- nefnd um byggingu og rekstur ál- versins í Straumsvík, stjórnaði sam- einingarviðræðum Flugfélags ís- tands og Loftleiða, sem lyktaði með stofnun Flugleiða. Samgönguráðuneytið er ákaf- lega umfangsmikið ráðuneyti. Und- ir það heyra stórar ríkisstofnanir. Þar má telja Póst og síma, Vega- gerð ríkisins, Vita- og hafnamál, embættí flugmálastjóra, Ríkisskip og ótal aðrar stofnanir þar sem samgöngumál af hvaða tagi sem er koma við sögu. Það liggur því í augum uppi að starf ráðuneytis- stjóra var mjög umfangsmikið. Þá þekktist ekki að ráðherrar hefðu aðstoðarmenn á hveijum fíngri eins og nú er. Enda var það ekki ósjald- an að ráðherra og ráðuneytisstjóri ræddu saman á síðkvöldum um vandamál hins líðandi dags. Þótt mikil störf hlæðust á herðar Brynjólfs gaf hann sér tíma til að sinna áhugaynálum sínum. Þegar hann var í háskólanum var hann í fremstu röð fijálsíþróttamanna. Keppti í millivegahlaupum og eftir að hann lét af keppni tók hann mikinn þátt í félagsmálum fijáls- íþróttamanna. Var um árabil for- maður Fijálsíþróttasambands ís- lands, ritstjóri íþróttablaðsins og meðritstjóri Árbókar fijálsíþrótta- manna. Einnig var hann iðulega fararstjóri íslenskra íþróttaflokka á alþjóðleg mót víðsvegar um heim. Alveg til hins síðasta fylgdist hann með íþróttum og sótti íþróttamót eftir því sem heilsan leyfði. Annað áhugamál hafði Brynjólf- ur einnig, það var söngurinn. Hann tók þátt í sönglífi í MA og eftir að hann fluttist til Reykjavíkur tók hann þátt í sönglífi borgarinnar. Var virkur þátttakandi í Útvarp- skórnum og Karlakór Reykjavíkur, hann var og félagi í Tígulkvartettin- um sem var vinsæll á sínum tíma og gaf út m.a. nokkrar hljómplötur. Sem embættismaður átti Brynj- ólfur fáa sína líka, hann hafði mik- ið og persónulegt samband við yfir- menn hinna ýmsu ríkisstofnana sem tilheyrðu samgöngumálaráðuneyt- inu, einnig átti hinn almenni starfs- maður greiðan aðgang að honum. Ef einhver vandamál voru uppi, var hann alltaf reiðubúinn að leysa úr vanda manna, því honum var í blóð borin rík réttlætiskennd. Fyrir rúmum áratug fór að bera á því að hann gekk ekki heill til skógar. Tóku þá við miklar rann- sóknir og spítalalegur. En því miður fékk hann enga bót. Heilsubrestur var staðreynd. Hann lét af störfum 1983. Var það mikið áfall fyrir þennan starfssama mann. En sem betur fór voru áhugamálin mörg og þá ekki síst bækurnar. Alla ævi hafði Brynjólfur mikinn áhuga á sagnfræði og nú síðustu árin á ættfræði. Eins litu vinir hans oft inn til hans. Voru þá þjóðmálin oft rædd enda fylgdist Brynjólfur vel með gangi mála. 31. desember 1947 gekk'Biynj- ólfur að eiga unnustu sína, Helgu Sigurðardóttur. Hún er mikilhæf og glæsileg kona. Fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigurður Pálsson verkstjóri og Jó- hanna J. Einarsdóttir. Helga og Brynjólfur áttu heimili í Reykjavík fyrstu árin, en fljótlega reistu þau sér einbýlishús í Garðabæ. Mikið jafnræði var með þeim hjónum og alltaf ánægjulegt að heimsækja þau. Síðustu árin voru henni erfið en aðdáunarvert hvað hún annaðist ástvin sinn af mikilli kostgæfni og einstakri alúð. Helga og Brynjólfur eignuðust 4 börn. Þau eru: Sigurður Órn lista- maður, kvæntur Fjólu Rögnvalds- dóttur kennara. Eiríkur kennari og rithöfundur, sambýliskona Stein- unn H. Hafstað kennari. ívar ljós- myndari, sambýliskona Sandra Magnúsdóttir meinatæknir. Allt mannkostafólk. Einnig átti hann 5 barnabörn. Lét Brynjólfur sér ætíð afar annt um fjölskyldu sína. Það eru nú komið hátt í hálfa öld síðan leiðir okkar Brynjólfs lágu saman. Eiginkonur okkar, Helga og Ragnheiðúr, eru æskuvinkonur og þegar Helga og Brynjólfur fóru að draga sig saman, kynntumst við honum og fljótlega skapaðist náin vinátta á milli okkar sem aldrei bar skugga á. Samgangur milli okkar var mikill alla tíð. Við sóttum fjöl- skylduhátíðir hvor fjölskylda hjá annarri, fórum í ferðalög innan- lands og utan. Mörg síðustu ár komst sú hefð hjá okkur þrennum hjónum að halda þorrablót einu sinni á ári til skiptis á heimilum okkar. Hin hjónin sem voru með okkur voru Jónas Eggertsson bók- sali og Ólöf Magnúsdóttir, en Jónas lést fyrr á þessu ári þannig að tveir af bestu vinum okkar eru horfnir. Er það mikið skarð í vinahópinn. Sitjum við hnýpin eftir en yljum okkur við minninguna um þessa góðu drengi. Nú að leiðarlokum kveð ég vin minn með söknuði. Ég mun ætíð telja mér það til gildis að hafa átt slíkan afbragðsmann sem Brynjólf Ingólfsson að vini. Við Dadda og börnin okkar vottum Helgu, börn- unum hennar og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Jakob Tryggvason Kveðja frá samstúdentum I byijun þessa mánaðar voru Iið- in 55 ár síðan leiðir okkar Brynj- ólfs Ingólfssonar lágu saman í Menntaskólanum á Akureyri. Báðir tókum við próf upp í annan bekk, hann vorið 1936 en ég um haustið. Frá þeim tíma hafa tengslin aldrei rofnað þótt stundum hafi liðið nokk- ur t;mi milli samfunda. Kynni og vinátta sem stofnað er til á ungl- ingsárum, einkum á skólaárum, endist ævina alla og eflist jafnvel og styrkist eftir því sem árunum fjölgar. Það mun vera reynsla flestra. Hugurinn leitar ósjálfrátt til löngu liðinna ára þegar hlekkur brestur og einhver hverfur úr hópn- um yfir móðuna miklu, þá leið er allra bíður. Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veliið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa /// Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Það var fölskvalaus gleði og heið- ríkja í hugum stúdentanna er kvöddu Menntaskólann á Akureyri 17. júní 1941 og gengu á vit sum- arsins, hurfu út í ómælanlega sum- arblíðu í hinum fagra og friðsæla höfuðstað Norðurlands. Það .vare sannarlega vor í lofti og vor í hug- um bekkjarnautanna er hófu göngu út í líf og starf komandi manndóms- ára. Biynjólfur Ingólfsson var fæddur 10. maí 1920 á Vakursstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans voru Ingólfur Hrólfsson bóndi þar, síðar verkamaður á Seyðisfírði, og kona hans, Guðrún Eiríksdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá MA vorið 1941 með hárri 1. einkunn og lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands 28. maí 1947, einnig með 1. einkunn. Hann varð héraðsdómslögmaður 21. ágúst 1952. Hann var fulltrúi í samgönguráðuneytinu 1947-1958 og starfaði einnig í viðskiptaráðu- neytinu 1947-1948. Hann vardeild- arstjóri í samgöngu- og iðnaðar- ráðuneytinu 1958-1961 og ráðu- neytisstjóri þar 1962-1970. Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu 1970 og gegndi því embætti til 1984 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Brynjólfur Ingólfsson átti sæti í fjölmörgum nefndum á vegum hins opinbera. Þar má t.d. nefna sam- gönguráðuneytið, Alþingi, Norður- landaráð og Evrópuráðið og var hann formaður margra þeirra nefnda. Hann var m.a. í samninga- nefnd um byggingu og rekstur ál- versins í Straumsvík og stjórnaði samningaviðræðum Flugfélags ís- lands og Loftleiða, sem lauk með sameiningu þeirra í júlílok 1974. Hann var sæmdur Stórriddara- krossi Fálkaorðunnar 12. október 1976. Brynjólfur var áhugamaður um íþróttamál og stundaði íþróttir, einkum fijálsar íþróttir, á yngri árum. Hann var formaður Fijáls- íþróttasamband íslands 1954-1960 og ritstjóri íþróttablaðsins 1956- 1957. Þá var hann farárstjóri ís- lensku flokkanna á Evrópumeist- aramót í fijálsum íþróttum í Bern 1954 og Olympíuleikana í Róm 1960. Brynjólfur var mikill söng- maður og söng m.a. í Karlakór Reykjavíkur um árabil og í Tígul- kvartettinum, sem margir muna og starfaði hér um og eftir 1950. Brynjólfur Ingólfsson var hár maður vexti, dökkur yfirlitum, svip- hreinn og hinn vasklegasti í allri framgöngu áður en heilsan bilaði. í skapgerð hans ríkti festa, nokkurt skapríki og heiðríkja hugans. Það var ávallt bjart og hreint yfir fram- komu hans. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, traust- ur, djarfur og þróttmikill. Hann var glaður og reifur í vinahópi, harð- skeyttur og stefnufastur í starfi og baráttu, alltaf heiðarlegur og sann- ur maður. Brynjólfur átti við mikla van- heilsu að stríða síðustu árin. En hann var hraustmenni og stóð á meðan stætt var. Það vakti undrun í hópnum og aðdáun þegar hann mætti ásamt okkur hinum 17. júní sl. í Menntaskólanum þegar við minntumst 50 ára stúdentsafmælis- ins. Engum duldist að hveiju stefndi með heilsuna. Fáum vikum síðar var hann lagður inn á Landakots- SIEMENS Uppþvottavélar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm SMrTH&NORLAND NÓATÚNI4 — SÍMI 28300 spítala og átti ekki þaðan aftur- kvæmt í lifanda lífi. Brynjólfur Ingólfsson var mikill hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist góðri konu og glæsi- legri 31. desember 1947. Þau áttu saman fjögur góð og mannvænleg börn sem reynst hafa traustir þjóð- félagsþegnar. Kona hans er Helga Sigurðardóttir Pálssonar, verk- stjóra í Reykjavík, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Sigurð- ur Örn, grafískur hönnuður og aug- lýsingateiknari, Eiríkur BA í ís- lensku, kennari og rithöfundur, ívar, ljósmyndari í Þjóðminjasafn- inu, og Guðrún, framkvæmdastjóri. Það var 17. júní 1941 er við, hinir brautskráðu stúdentar frá Menntaskólanum á Ákureyri þá um vorið, sátum í skrúðgarðinum sunn- an við skólann. Það átti að taka mynd af hópnum. Hlýr andblær og sólin tóku í faðm sér einn af öðrum hina hreinu, skínandi daggardropa og báru þá burt, upp þangað sem augað fær þá ekki séð framar. Og hún var jafn fögur og morgunhrein döggin sem úði á veikbyggðum stráum, á marglitum blöðum smá- vaxinna blóma og hin sem glóði enn á laufi hávaxinna tijáa. Við höfðum sungið: „Gaudeamus igitur juvenes dum sumus .. .” Við skulum því vera glöð á meðan við enn erum ung. Við vorum glöð morgunsins börn sem höfðum náð mikilsverðu, langþráðu takmarki. Framundan var dagur sem átti ekkert kvöld og enga skugga í hugum okkar. „Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur.” Svo mælti sálmaskáldið séra Björn Halldórs- son í Laufási. Þessi spurning: Hvað er lífið? og í framhaldi af henni: Hvað er dauðinn? er efalaust að vefjast fyrir okkur öllum, einkum er líða tekur á ævina. Það verður fátt um svör og engin óyggjandi. En margir eiga þá óbifanlegu sann- færingu, að líf vort hér sé aðeins stuttur kafli á langri leið og að andinn leiti á æðri stig, þegar lík- amann þrýtur. Engum getur dulist, að mjög margir hafa fundið ótrú- lega mikinn sálarstyrk í þeirri trú og örugga kjölfestu á sárustu raun- astundum. Það er að vísu trú, sem byggð er á innri hugmyndum og persónulegri sannfæringu en ekki vísindalegum sönnunum. En hún er smyrsl er mildað hefur hin dýpstu sálarmein betur en nokkuð annað. Dagar líða. Ár og aldir renna í tímans djúp. Hver stund ævinnar fellur eftir aðra líkt og sandkornin í stundaglasinu. Fyrr en varir er mælirinn fullur, ævin liðin og dauð- ans lúður hljómar. Eftir því sem árin færast yfir finnst okkur tíminn líða hraðar. Árin og eilífðin breiða hulu gleymskunnar yfir lífsferil vorn. Ævi vor allra rennur að einum ósi í því efni. En öll lifum við í verkum okkar og störfum. Þess vegna verður minningin varanleg- ust um þá sem gegnt hafa skyldum sínum við lífið og tilveruna af trú- mennsku, þegnskap og drengskap. En við, bekkjarsystkin Brynjólfs Ingólfssonar, vitum, að hlutur hans verður stór í því efni. Svo undarlegt sem það kann að virðast nemur dauðinn vini vora ekki aðeins á braut heldur færir þá jafnframt nær oss en lífið sjálft getur að jafnaði gert. Kær, látinn vinur verður okkur, sem eftir stönd- um, enn kærari, bundinn okkur enn sterkari böndum með auðlegð góðra og ljúfra minninga. Sönn vinátta á sér morgun en ekkert kvöld og ekkert sólarlag. Auðlegð hennar þrýtur aldrei hversu oft sem hennar er notið. Brynjólfur Ingólfsson er farinn þá braut sem bíður vor allra. En minningar lifa um ljúfmenni, drengskaparmann er f engu mátti vamm sitt vita. Hann fór á undan. Dauðans gata er greið, við göngum eftir, komum sömu leið. Ég flyt eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum, gömlu bekkjarfélögunum. Minning okkar allra um Brynjólf er minning um lífsglaðan og elsku- legan félaga, um dugmikinn, heið- arlegan og vammlausan embættis- mann, minning um góðan dreng, minning sem við geymum en gleym- um ekki. Jon Sigtryggsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.