Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Ríkissaksóknari: Beiðni um rannsókn á undanþágum frá öryggis- kröfum í flugi var hafnað EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur hafnað beiðni Helga Jónssonar flugmanns um opinbera rannsókn á undanþágum frá öryggisreglum um lágmarkslengd flugbrauta fyrir tilteknar flugvélagerðir. Ríkis- saksóknari telur, að beiðni Helga sé vanreifuð og órökstudd og hafnar henni því að svo stöddu. I bréfi, sem framkvæmdastjóri loft- ferðaeftirlitsins ritaði flugráði vegna þessa máls kemur fram, að ekkert tilvik, slys eða óhapp, hafi mátt rekja til undanþága, sem veittar hafa verið frá reglugerð um lágmarksafkastagetu flugvéla. Eins og skýrt var frá í Morgun- undanþágum flugfélaganna Flug- blaðinu á þriðjudag ritaði Helgi taks og íslandsflugs frá öryggis- Jónsson, flugmaður, ríkissaksókn- reglum. Helgi kvaðst sérstaklega ara bréf og óskaði rannsóknar á eiga við undanþágur, sem Flugmál- Sturla R. Guðmundsson (t.h.) afgreiðir fyrsta viðskiptavin sinn, Sig- urjón Stefánsson. Eigendaskipti á Radíóþjónustu Bjarna EIGENDASKIPTI hafa orðið á hinu rótgróna fyrirtæki Radíó- þjónusta Bjarna, Síðumúla 17, Reykjavík. Sturla R. Guðmundsson, raf- magnstæknifræðingur, hefur tekið við rekstri fyrirtækisins af Þórunni Lára Rafnsdóttir Píanótónleik- ar í Borgamesi LÁRA Rafnsdóttir mun laugar- daginn 12. október kl. 17.00 halda píanótónleika í Borgar- neskirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Soler, Grieg, Prokofiev og Chopin. Lára hóf píanónám á ísafirði. Að loknu einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, stundaði hún framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og píanókennaraprófi. Lára starfar nú við Tónlistar- skólann í Reykjavík og Tónlistar- skólann í Garðabæ. (Frcttatilkynning) . . C/OCO f O Eggertsdóttir og fjölskyldu en Bjarni Karlsson stofnandi fyrirtæk- isins lést í janúar sl. Sturla nam rafmagnstæknifræði í Damörku og starfaði áður m.a. sem rekstrar- stjóri hjá Heklu hf., deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun íslands og framkvæmdastjóri hjá Brauði hf. og Ágæti hf. í aldarfjðtðung hefur Radióþjón- usta Bjárna sérhæft sig í ísetningu og viðgerðum á hvers konar raf- eindatækjum í bifreiðar, s.s. útvörp- um, talstöðvum, gjaldmælum og núna síðast bílasímum. Fyrirtækið flytur inn m.a. danskar talstöðvar frá'TP radio, ítalska gjaldmæla frá Digitax og CarryPhone farsíma frá Englandi. Starfsemi Radíóþjónustu Bjama mun verða áfram til húsa að Síðu- múla 17. ♦ ♦ ♦ Kópavogur: Nýr bæjar- ritarí ráðinn BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt, að ráða Ólaf Briem viðskiptafræðing, í stöðu bæjar- ritara og framkvæmdastjóra sijórnsýslu- og fjármálasviðs. Ólafur er ráðinn í stað Ólafs Hilm- ars Sverrissonar, sem ráðinn hefur verið bæjarstjóri í Stykkishólmi. I bæjarráði kom fram tillaga frá minnihluta um að staðan yrði aug- lýst laus til umsóknar. Var tillagan felld í ráðinu með þremur atkvæðum gegn tveimur. Á fundi bæjarstjómar var tillagan ítrekuð. Sigurður Geird- al bæjarstjóri, benti á að bæjarráð hefði lögum samkvæmt heimild til að ráða bæjarritara án þess að aug- ff lýsa-fyrst stöðuha. astjórn hafí veitt félögunum til að fljúga þremur flugvélum af gerðinni Beech 99 og Piper Pa-31 með far- þega á flugvelli, sem ekki uppfylli öryggiskröfur um lágmarks braut- arlengdir fyrir þessar flugvélagerð- ir. Þá þurfí að kanna, hvort flug- rekstrarstjóri íslandsflugs og Flug- taks hafí gerst sekur um refsiverða háttsemi með starfrækslu flugvél- anna á téðum flugbrautum fram að þeim tíma sem undanþága var veitt. Hjá embætti ríkissaksóknara fengust þær upplýsingar í gær, að bréf Helga væri svo almennt orðað, að ekki væri hægt að verða við beiðni um rannsókn að svo stöddu. Ekki væri tilgreint hvaða flugvelli væri um að ræða, eða í hvaða tilvik- um undanþágur hafa verið veittar og hvenær. í bréfi ríkissaksóknara, sem sent hefur verið Helga Jóns- syni, segir að að ákæruvaldsins hálfu þyki beiðni hans vanreifuð og órökstudd og því sé henni að svo stöddu hafnað. í bréfí, sem Grétar H. Óskars- son, framkvæmdastjóri loftferða- eftirlitsins, sendi flugráði fyrir viku, kemur fram, að með reglugerð frá 1986 hafí verið gerðar strangari kröfur til lengdar flugbrauta að því er varðar flugtak og lendingu. Loft- ferðareftirlitið hefði firrt flugrek- endur og smærri byggðalög vand- ræðum vegna þessa með því að veita undanþágur þegar flugöryggi hefur ekki verið stefnt í hættu að mati eftirlitsins. Ekkert tilvik, slys eða óhapp, hafí mátt rekja til und- anþága, sem veittar hafa verið frá reglugerðinni. Hringur Jóhannesson við eitt verka sinna. Hringnr Jóhannes- son í Gallerí Borg Fimmtudaginn 12. október opnar Hringur Jóhannesson sýn- ingu í Gallerí Borg við Austurvöll. Hringur Jóhannesson sem er fæddur 1932 er löngu orðinn landsþekktur listamaður. Hann fíefur haldið yfír 30 einkasýningar til dæmis í Bogasalnum 1962, 1967, 1971 og 1975, Norræna- húsinu 1973 og 1980, Kjarvals- stöðum 1977 og 1984, Gallerí Borg 1986, 1987 og 1988. Hringur hefur tekið þátt í um 60 samsýningum hér heima og erlendis. Hann á verk á öllum helstu listasöfnum hér á landi. Hringur hlaut starfslaun lista- manna í 12 mánuði 1982. Hann hefur verið kennari við Myndlista- skólann í Reykjavík allar götur síðan 1962. Á sýningu Hrings núna eru ein- göngu nýjar pastelmyndir en síð- ast hélt Hringur pastelmyndasýn- ingu í Ásmundarsal 1984. Sýning- in sem er 37. einkasýning Hrings opnar eins og áður sagði fímmtu- daginn 12. október kl. 17.00 til 19.00. Sýningin verður síðan opin alla daga vikunnar frá kl. 14.00 til 18.00 en henni lýkur þriðjudag- inn 22. október. (Fréttatilkynning) Dagur ljóssins: Yakin athygli á mikilvægi góðr- ar Vinnulýsingar á heimilum Ljóstæknifélag íslands og Félag raftækjasala gangast fyrir kynn- ingu á lýsingu dagana 12.-19. október. Kynningunni verður hleypt á stokkunum með afhendingu viðurkenninga fyrir lýsingarkerfi á föstudaginn en daginn eftir verður Dagur ljóssins sem er yfir- skrift kynningarinnar. Sýningar verða á lýsingum í sex raftækja- verslunum á höfuðborgarsvæðunu á meðan á kynningunni stend- ur. Starfsmenn verslananna og sérfræðingar frá Ljóstæknifélag- inu, Sjónstöð Islands, Rafmagnseftirliti ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur munu leiðbeina fólki í verslununum. Birtar verða auglýsingar þar sem tekið verður fram hvaða verslanir verði með í átakinu og hvenær sérfræðingarnir verða við. Þema kynningará- taksins er vinnulýsing á heimilum. Ljóstæknifélag íslands var með þema á hveiju ári. Við ákváð- stofnað árið 1954 til þess að hafa um að fara að dæmi þeirra og áhrif á lýsingu á heimilum og vinn- ustöðum. „Verkefnin voru mörg fyrstu árin en smám saman jókst ljósabúnaður og hlutverk félagins breyttist. Nú leggjum við áherslu á að leiðbeina fólki um rétta lýs- ingu eftir aðstæðum, aldri og starfí,” sagði Egill Skúli Ingi- bergsson formaður félagins í sam- tali við Morgunblaðið. „Við höfum gengist fyrir margs konar uppákomum til þess að vekja athygli á starfi félagsins. Má þar nefna kynningu á því hvernig bregðast megi við sjón- depurð á efri árum sem við efndum til í samvinnu við Sjónstöð ís- lands. í þessu sambandi má nefna að maður á sextugsaldri þarf átta til tíu sinnum meiri lýsingu en maður á tvítugsaldri.” Dagur ljóssins er sá fyrsti sem efnt er til á íslandi. Á hinum Norð- urlöndunum hefur átak af þessu tagi hins vegar verið, .árviss ,yið- burður. „Þeir hafa yfirleitt verið reyna að höfða til sem flestra með því að leggja áherslu á vinnulýs- ingu á heimilum. Þau eru án efa fjölmennasti vinnustaðurinn,” sagði Egill Skúli. Hann sagði að efnt yrði til sýninga í 6 raftækja- verslunum ,í tilefni átaksins, veitt- ar viðurkenningar fyrir 5 lýsingar- kerfi en einnig yrði gefin út sér- stakur bæklingur. Ólafur S. Bjömsson, formaður undirbúningsnefndar Dags ljóss- ins, sagði að tilgangur átaksins væri að gera fólki grein fyrir því að mismunandi lýsing hæfði ólík- um aðstæðum. „Götuljós em til dæmis ágæt úti á götu en verri við skrifborðið,” sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Nú em um 205 aðilar í Ljós- tæknifélagi íslands. Þar af em 165 einstaklingar og 40 fyrirtæki. Ferðamálaráð íslands: Ferðamálaráðstefna haldin á Hótel Örk FERÐAMÁLARÁÐ íslands stendur fyrir tveggja daga ferðamálaráð- stefnu á Hótel Ork í Hveragerði, sem hefst i dag, fimmtudag, kl. 10. Á ráðstefnunni verður fjallað um ferðaþjónustu og umhverfismál, samvinnu um ferðaþjónustu f nýrri Evrópu og ferðaþjónustu utan háannatíma. Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs íslands setur ráð- stefnuna, en að því loknu flytja ávörp þeir Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Hallgrímur Guðmundsson bæjarstjóri ■ -Hveragerðisbæjar. Framsöguerindi flytja Eiður Guðna- son umhverfísráðherra, Dr. Klaus Lukas ferðamálstjóri Austurríkis og formaður Evrópsku ferðamálanefnd- arinnar og Karl Sigurhjartarson framkvæmdastjóri Félags íslenskra ferðaskrifstofy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.