Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1991 35 Jónas Hjörleifs- son - Minning Fæddur 2. janúar 1909 Dáinn 30. september 1991 Þeim fer nú óðum fækkandi gömlu góðu vinunum sem ég eign- aðist sem barn og unglingur á æsk- ustöðvum mínum undir Eyjaijöllum á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Nú síðast hefur föðurbróðir minn Jónas Hjörleifsson á Rauða- felli kvatt okkur og þennan heim. Jónas var fæddur í Skarðshlíð undir Eyjaijöllum 2. janúar 1909 og voru foreldrar hans Hjörleifur Jónsson bóndi og oddviti og Ragn- hildur Þórðardóttir. Jónas var tek- inn í fóstur af föðursystur sinni Guðrúnu Jónsdóttur í Drangshlíð og manni hennar Þorsteini Jónssyni og hjá þeim hjónum ólst Jónas upp til fullorðinsára og vann að venju- legum bústörfum ásamt sjó- mennsku á vetrum, eins og þá var títt um unga menn undir Eyjaijöll- um. Hann stundaði togarasjó- mennsku í mörg ár og einnig eftir að hann byijaði sjálfur að búa. Jónas kvæntist eftirlifandi konu sinni Ragnhildi Guðjónsdóttur frá Raufarfelli í júnímánuði 1938 og steig þar eitt af sínum mestu gæfu- sporum í lífi sínu. Hófu þau búskap að Rauðafelli það sama voru og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau keyptu jörðina af Stefáni Halldórs- syni bónda þar, sem þá var orðinn aldraður maður og fékk hann að búa áfram hjá ungu hjónunum til dauðadags, árið 1962. Þar fór vel um hann og undi hann sínum hag ágætlega síðustu æviár sín. Þau hjónin Jónas og Ragnhildur eignuð- ust 5 mannvænleg böm, þrjár dæt- ur, Guðrúnu, Guðnýju og Þórhildi, og 2 sonu, Þorstein og Guðna, og býr Þorsteinn nú á föðurleifð sinni. Jónas Hjörieifsson var sérstakur sómamaður til orðs og æðis, glaður og hlýr og fljótur til liðsinnis og hjálpar hvar sem hann vissi þess þörf hjá nágrönnum og vinum. Það var gjarnan svona í Austur-Eyja- fjaliasveit að sveitungar hjálpuðu hver öðmm, t.d. við byggingar, og þar var Jónas áreiðanlega fremstur í flokki að leggja sitt af mörkum og vel það til þess góða siðar, alltaf einn fyrsti maður á byggingarstað, gekk ótrauður, ósérhlífinn og af dugnaði til hvers verks og var oft sá síðasti er fór af vettvangi. Þá var ekki verið að telja klukkustund- irnar eða gera reikninga, launin voru gleðin yfir unnu verki og vin- áttuböndin sem nú voru enn trygg- ari en áður. Alltaf var fölskvalaus glaðværð og kæti með í för þar sem Jónas var. Mikill hugur og bjartsýni fylgdu öllum hans framgangi. Þær eru ótaldar vinnustundirnar sem Jónas lagði fram til hjálpar sveit- ungum sínum. Ætla ég sem þetta rita að í þessum efnum hafi Jónas innt af hendi stærri hlut en flestir og fleiri hafi notið hjálpsemi hans en tölu verði á komið. Þar naut ég einnig góðs af og fæ seint fullþakk- að. Sjálfur var hann sér oftast nóg- ur og bjó að sínu með hagsýni og dugnaði og þurfti lítið til annarra að sækja. Jónas var sérstaklega skapgóður maður, alltaf léttur í lund með gam- anyrði á vörum og man ég hvað við krakkarnir í Skarðshlíð vorum ánægð þegar Jónas frændi kom í heimsókn. Alltaf var hann aufúsu- gestur og mikill heimilisvinur. Hann gaf sér jafnan tíma til að rabba við okkur eins og jafningja og rétta hjálparhönd ef með þurfti, enda var hann sérstaklega barngóður maður og okkur öllum kær og með okkur tókst þá vinátta, sem hélst alla tíð síðan. Með Jónasi er nú genginn enn einn af þessum góðu og gegnu heið- ursmönnum íslenskrar þjóðar. Hann var trúr og tryggur í öllu því er honum var falið. Hann gekk ekki út á gatnamót og hrópaði hátt, en hann vann verk sín af samvisku- semi, var góður bóndi sem hugsaði vel um bústofn sinn og fékk góða afkomu af honum sem nægði hon- urn til sjálfsbjargar. Hann bætti jörð sína og húsakost og skilaði öllu í betra ástandi en hann tók við því. Það þurfti enga skriflega samn- inga við Jónas. Orð stóðu eins og stafur á bók. Þú gast treyst honum í smáu sem stóru. Það væri betra ástand í okkar þjóðlífi nú, ef við ættum nú marga slíka trausta þegna, sem krefjast alls af sjálfum sér, en ekki öðrum. Jónas hafði gaman af samvistum við fólk, brá sér á bæi og sótti fundi og skemmtanir í sveit sinni. Hann var um margra áratuga skeið í kirkjukór enda hafði hann gaman af söng og hafði góða söngrödd. Hann hafði einnig yndi af hesta- mennsku og átti jafnan ágæta reið- hesta og ferðaðist með hestamönn- um sveitarinnar oft langar ferðir um landið og naut þess vel að vera með góðum ferðafélögum, og var þá löngum hrókur alls fagnaðar í vinahóp með léttu glensi og gaman- málum. Ég held að Jónas hafi verið mik- ill gæfumaður í lífi sínu. Hann var elskaður og virtur af öllum er hann þekktu og ég er viss um að hann átti engan óvin, enda talaði hann aldrei illa um nokkurn mann, en lagði jafnan gott eitt til allra mála. Það var alitaf gaman að heimsækja þau hjón Ragnhildi og Jónas. Þau tóku alltaf vel á móti gestum og var Ragnhildur þar engin eftirbát- ur. Sambúð þeirra hjóna hefur að mínu viti verið mjög góð. Þau hafa metið hvort annað að verðleikum og virt hvors annars vilja. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd, konu minnar og barna okkar þakka Jónasi alla vináttu við okkur fyrr og síðar og við vottum frú Ragnhildi og börnum þeirra okkar samúð og vonum að minning- in um góðan eiginmann og föður megi vera þeim huggun. Það var mikil birta og fegurð yfir Eyjafjallasveit á útfarardegi Jónasar. Þannig kvaddi hann sveit- unga sína og vini, með birtu og rausn sem undirstrikaði birtuna í sálu hans og fylgdi hans framgöngu á lífsbrautinni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) H. Jónsson Elsku afi okkar er dáinn. Á slík- um tímamótum stöldrum við við og látum hugann reika. Við leitum að orðurn til að lýsa þeim tilfinningum sem með okkur bærast. Orðin virð- ing, væntumþykja, hiýja og glað- værð koma upp í hugann. Virðingu bárum við öll fyrir honum afa. Ef til vill var það vegna þess að hann afi gerði kröfur til okkar en gaf okkur um leið svo óendanlega mik- ið. Hann lét í ljós þegar vel var gert en setti í brýrnar þegar miður fór. Hann var gamansamur þegar það átti við en talaði til okkar ef honum þótti. Það var eftirsóknarvert að fá að fara í sveitina til hans afa og til hennar ömmu. Já, það var ævintýr- aljómi yfir sveitinni þeirra, sem án efa stafaði af þeirri væntumþykju og þeirri hlýju sem þar ríkti. 011 vildum við vera þar og oft vorum við mörg þar samtímis. Þá vantaði nú ekki glaðværðina og ærslin. Þá þurfti hann afi oft að setja í brýrn- ar. En það var líka alveg nóg. Það er svo skrýtið en vísan sem við nenntum ekki að læra í skólan- um kemur nú ljóslifandi upp í hug- ann: Fyrr var oft í koti kátt ... Við þökkum elsku afa okkar fyr- ir samfylgdina. Við vitum að hann tekur á móti okkur hinumegin. Guð varðveiti minninguna um hann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorginni. Barnabörn NYI i ^ SENSOPm ÁHRIFARÍKT GEGN TANNSKEMMDUM — ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Það inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið f reyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan að verkum að barnið spýtir fyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er með mildu og góðu myntubragði sem börnunum Kkarvel og gerirtannburstunina skemmtilega! Sér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. KEvnRtfk HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ SÍMI40719 GENERAL ELECTRIC S I L I K 0 N GE Silpruf silikon er einþátta sýrulaust þéttiefni til notkunar við byggingaframkvæmdir, glerjun og fleira. Þolir vel veðrun, útfjólubláa geisla og hitabreytingar Togþol +/- 50 % FÆST í FLESTUM BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM GE SILIKON, ÞÉTTING TIL FRAMBÚÐAR / —^ SKAGFJORÐ u/ó aí n oáj úa uú áliv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.