Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 36
MORGUNPLAÐIÐ FIMMTUDAGUR íp, .OKJÓBER 1991 36 t Elskuleg dóttir mín, systir, móðursystir og unnusta, SIGRÚN BJARNASON, lést í Landakotsspítala 8. október. Helga A. Claessen, Helga K. Bjarnason, Leifur B. Dagfinnsson, * Lee Hovning. t Móðir mín og amma, KATRÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Stigahlíð 18, . lést 8. október. Dóra Gróa Jónsdóttir, Katrín Einarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HELGI LOFTSSON skipstjóri, andaðist á heimili sinu, Fern Park, Orlando, 8. október. Fríða Skarphéðinsdóttir, Anna Kristm Helgadóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLMI HELGI ÁGÚSTSSON, Hringbraut 69, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði að kvöldi 8. október. Helga Þórarinsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SÉRA BJARNI SIGURÐSSON frá Mosfelli, verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Aðalbjörg Sigriður Guðmundsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir, Ýr Þórðardóttír, Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Sif Bjarnadóttir, Ib Dan Petersen og barnabörn. t Útför INGIBJARGAR P. LEVÍ, sem andaðist 4. október, verður gerð frá Hvammstangakirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Jarðsett verður að Melstað. Minning: Kjartan Jónsson Fæddur 19. september 1964 Dáinn 3. október 1991 Svo undarleg er þessi æviganga á stundum og misskipt mannanna kjörum. Við sumum brosir birtan ein í faðmi traustra vina, meðan aðrir búa við angur einsemdar. Sumir höndla gæfunnar gullna hnoða sem gerist það sjálfkrafa, aðrir leita árangurslaust og öðlast undralítið af þeirri auðnu, sem öllu er dýrmætari. Sumir eiga góða heilsu að öflugum bakhjarli á ævi- vegi, aðrir beijast við erfiða sjúk- dóma eða alvarlega hömlun alla lífstíð sína. Og er að vonum að vakni upp spurn í huga, hversu svo misskipt skuli miðla á margan veg. Hann Kjartan minn, sem ég kveð í dag, var ekki auðnulaus maður, en undramargar voru erfiðu stund- irnar á ævi hans. Sjúkdómurinn, sem var honum fastur fylginautur, lék hann hart á stundum og hafði afgerandi áhrif á lífsgönguna stuttu, batt oft enda á áform góð, aftraði margri framtíðaráetlan. Þeg- ar erfiðast var þótti honum sem allt væri til einskis, hann sjálfur var magnþrota með öllu. Það þarf meira þrek og æðruleysi en okkur grunar að ganga svo búinn á hólm við lífið, taka þátt í því eins og fátt amaði að, beijast harðri bar- áttu með slíkan fylginaut í fartesk- inu. En Kjartan var alltaf í leit að einhveiju bjartara og betra, ein- hveiju sem gerði hann að hlutgeng- um þátttakanda í hveiju einu, hann vildi vera tekinn sem fullgildir þegn með marga möguleika til sjálfs- bjargar, þó að annmarkar settu honum oft stól fyrir dyr. Löngun hans til starfa var sterk og oft tók hann rösklega til hendi langt um- fram þol, því hann var vel að manni, sterkur og viljafastur, þegar sá gállinn var á honum og engin ytri truflun kom til. Hann kom hingað til mín fyrir tæpum fjórum árum og frá þeim tíma hafði ég af honum talsverð kynni, þóttist leggja honum lið- sinni, en litið til baka er mér ljóst, að allt var það á yfirborðinu, því umsjón vináttu og alúðar skorti han öllu öðru frekar. Kjartan var maður fríður sýnum og hafði fallegt bros, sem lýsti oft upp andlit hans, þegar hann hvarf á vit dagdrauma sinna um betri og bjartari tíð, þar sem hann gæti gengið á hólm við lífið án allra annmarka. Kjartan var æði oft mis- skilinn og alltof margir misnotuðu veikleika hans, en hann kaus einnig oft að fara aðrar leiðir en beztu ráðleggingar beindust að. Þó var öllu öðru ofar hjá honum að sigrast á sjúkdómnum, sigrast á veikleika sjálfs sín, mega una ævinni í starfi og námi sem heilsteyptur þegn til hollra verka. Þannig vissi ég vel hans innri hug. Hann vildi leggja öðrum lið svo sem máttur framast stóð til og væri honum vinsemd sýnd endurgalt hann hana ótæpi- lega. En einmitt nú þegar rofað hafði til á lífshimni hans, atvinna fengin og húsnæði og hann ánægðari en oft áður, þá kom kallið mikla og knýr enn á um svör við undarlegum örlögum mannanna. Og Kjartan átti líka sínar góðu stundir, sem færðu honum marga góða gjöf og þá var gaman að heyra í honum, m.a. og sér í lagi varð- andi líkamsrækt hans, sem hann stundaði af áhuga og með árangri. Kjartan var fæddur í Reykjavík 19. september 1964. Foreldrar hans voru hjónin Helga Magnúsdóttir og Jón Einarsson sem þá bjuggu á Sperðli í Vestur-Landeyjum, en slitu samvistir. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum og síðar móður sinni allt til nítján ára aldurs. Lengst átti Kjartan heimili á Stokkseyri en allra síðustu ár var hann heimil- isfastur í Reykjavík. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem gerði honum örðugt fyrir á ýmsan veg, loturnar voru langar og oft þungar, en ætið reis hann upp á ný með ákeðna vongleði, sem ég kunni mætavel að meta, þegar ljóst var, hversu hart leikinn hann var alltof oft. Og einsemd hans var ærin, en einnig það var samt ákveð- inn þáttur í eigin sjálfstæðisbaráttu. Þegar heilsan leyfði stundaði Kjartan ýmis störf og fórust þau hið bezta úr hendi, því ég hefi um það ágætar spurnir, að hann hafi verið velvirkur, einkar handlaginn og þegar þrekið leyfði var hann dijúgur vel til verka. Starfsþrá var honum enda ávallt efst í sinni. Nú kveð ég Kjartan minn og bið honum allrar blessunar. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, sem nú er erlendis, sendir kveðju sína með söknuð í huga. Ég geymi þá mynd af Kjartani, hversu hann ein- læglega reyndist gagnvart þeim fyrirheitum sem hann gaf mér og er meira en sagt verður um alla. Hann laut of fljótt í lægra haldi fyrir gestinum með grimma ljáinn, því gjarnan hefði ég viljað sjá hann eiga góða ævitíð, varðaða traustri atvinnu og öruggu athvarfi. En örlög ráða og ekki má sköpum renna. Ég geymi brosið hans á góð- Vandamenn. Móðir okkar, ELÍN GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Austurhlíð, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Jarðsett verður á Torfastöðum. Fyrir hönd annarra vandamanna, dætur hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, KRISTINN FINNBOGASON framkvæmdastjóri, Mávanesi 25, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. október kl. 15.00. Guðbjörg Jóhannsdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Sambýlismaður minn, BJARNi E. BJARNASON, Meðalholti 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Guðbjörg Björgvinsdóttir og börn. + Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR, Auðarstræti 17, Reykjavík, sem andaðist 2. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag vangefinna. Ólafur Ólafsson, Rósa G. Shultz, Alda Gisladóttir, Brynleifur Sigurjónsson, Guðbjörg G. Minske, Marvin Minske, Konny G. Condon, barnabörn og barnabarnabörn. um stundum bjartsýninnar í huga mér og þakka reynsluríka samleið, þar sem of lítið var gefið, en þó reynt. Aðstandendum, einkum móður hans, sendi ég samúðarkveðjur, en til hennar lágu hlýir strengir. Kjartan er allur, en áfram heijar sjúkdómur hans á svo marga. Megi sem fiestir þar eiga sem fyllstan sigur. Það var einmitt sú æðsta ósk sem Kjartan átti og kynnti mér heils hugar. Blessuð sé minning hans. Helgi Seljan Þá er hann Kjartan vinur minn sofnaður aðeins 27 ára. Við kynnt- umst fyrir u.þ.b. tveimur árum á fundi flogaveikra en við áttum það sameiginlegt að vera flogaveikir. Við hélduin sambandi þann tíma sem guð leyfði okkur, eða til hinztu stundar. Það leið ekki sú vika að við höfðum ekki samband. Hann stundaði júdó þegar heilsan leyfði og sú íþrótt gaf honum mikið. Hann hafði mikinn áhuga á henni og það sem hann lærði þar hafði mikil áhrif á hann. Er við kynntumst var hann ekki í neinni vinnu en nú síðla sumars fór hann að vinna hjá SS á Hvolsvelli. Hann lét vel af sér þar, en fyrir um tveimur vikum sagði hann mér að hann hefði lok- ast inn í klefa og fengið krampa þar. En svo fyrir fáum dögum frétti ég er ég hringdi til hans að hann væri sofnaður þeim svefni sem við öll eigum eftir að festa. Hann hafði ekki vaknað einn morguninn til vinnu. Svona er lífið hverfult. Ég vil svo biðja guð er allt hefur skap- að að veita ættingjum hans og okk- ur hinúm þann styrk sem við þurf- um á að halda á sorgarstundu og veita okkur aðeins það er hann einn veit að er okkur fyrir bestu. Steingrímur Kristjónsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rít séu vélrituð með góðu línubili. r Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.