Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stærri sveitarfélög, betri samgöngur, blómlegri byggð Með málefnasamningnum frá 14. júlí er því slegið föstu, að komið skuli á skipulögðum áætlunarbúskap á íslandi.” Þann veg mælti þáverandi forsætis- ráðherra í stefnuræðu á Alþingi fyrir 20 árum, haustið 1971. „í þessu skyni verður komið á fót Framkvæmdastofnun ríkisins, sem hafa skal á hendi heildar- stjóm fjárfestingarmála og framkvæmdir í atvinnumálum”. Undirstöðuatvinnuvegir skyldu efldír „á grundvelli áætlunar- gerðar undir forystu ríkisvalds- ins”. Lögin um Framkvæmdastofn- un ríkisins 1971 kváðu m.a. á um Byggðasjóð, sem fjármagna skyldi með „framlögum úr ríkis- sjóði, þannig að árlegt ráðstöf- unarfé sjóðsins verði eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga”. Miðað við fjárlög 1991 var árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins á núvirði um 2.000 m.kr. Framsóknarflokkurinn hefur átt aðild að öllum ríkisstjórnum á síðustu tveimur áratugum, 1971-1991, ogþar með að fram- kvæmd laganna um Fram- kvæmdastofnun ríkisins og Byggðasjóð. En hvemig hefur til tekizt? Á þessu tuttugu ára tímabili hefur íslendingum fjölg- að um liðlega fimmtíu þúsund, þar af um rúmlega 41 þúsund á Reykjavíkur/ Reykjanes-svæð- inu. Þar bjuggu um 63% þjóðar- innar á sl. ári. í ársskýrslu Byggðastofnunar 1990 segir m.a.: „Ekkert lát var á þeirri búsetubreytingu innan- lands, sem staðið hefur nær óslitið í meira en áratug og ein- kennst hefur af verulegum flutn- ingi fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins ... í all- mörgum þéttbýlisstöðum lands- byggðarinnar búa nú færri en fyrir tíu árum. I sveitum fækkar íbúum jafnt og þétt.” Landbúnaður og sjávarútveg- ur vega mun þyngra í atvinnu og afkomu landbyggðar en höf- uðborgarsvæðis. Aflatakmark- anir í sjávarútvegi og fram- leiðslutakmarkanir á búvöru hafa því bitnað mjög illa á stijál- býlinu. Ör tækniþróun veldur því og að hægt að framleiða meira og meira með færri og færri starfsmönnum. Störfum hefur fækkað verulega í frumfram- leiðslu á sama tíma og þjónustu- störf hvers konar margfaldast á höfuðborgarsvæðinu. Þessir gjörbreyttu atvinnuhættir, sem eru ekki séríslenzkt fyrirbæri, eru meginorsök búseturöskunar í landinu, þótt fleira komi til. Byggðastefnan hefur ekki staðið undir væntingum. Það hefði þjónað landsbyggðinni bet- ur að búa atvinnuvegunum, al- mennt, viðunandi rekstrar- grundvöll og samkeppnisstöðu við umheiminn en að ausa fjár- munum í fyrirtæki, sem höfðu ekki rekstrargrundvöll. Tap- rekstur styrkir enga byggð og bætir ekki lífskjör, heldur rýrir. Þá hefði þurft að leggja meiri áherzlu á fækkun og stækkun sveitarfélaga og betri samgöng- ur innan þróunarsvæða. Minna má á nýlega áfangaskýrslu nefndar á vegum félagsmála- ráðuneytisins, þar sem fjallað er um kosti þess að fækka sveitar- félögum, utan höfuðborgar- svæðisins, í 25. Ennfremur á grein Kristófers Oliverssonar, skipulagsfræðings hjá Byggða- stofnun, en hann segir í Fjármál- atíðindum: „Aukið sjálfsforræði og efling sveitarfélganna eru mjög mikil- væg byggðamál. Stækkun sveit- arfélaganna og efling stjórn- sýslukerfisins á landsbyggðinni eru ein mikilvægasta og raun- hæfasta aðgerðin sem hægt er að grípa til í byggðamálum um þessar mundir ... Sveitarfélaga- mörkin hafa ekki aðeins verið Þrándur í Götu í stjórnsýslunni, heldur eru þau einnig hindrun fyrir því að rætt sé um samein- ingu fyrirtækja milli sveitarfé- laga.” Valdimar Kristinsson, ritstjóri Fjármálatíðinda, segir og í grein um samgöngur: „Margir telja þjóðarnauðsyn, að hagrætt verði í sjávarútvegi og fískvinnslu. Það gerist ekki nema með því móti, að fækkað verði uppskipunarstöðum stærstu fiskiskipanna og minni fiskvinnslustöðvar geti sérhæft rekstur sinn. Jarðgöng milli byggðarlaga eru forsendur þess, að þetta megi takast á Vestfjörð- um og Austljörðum og að nokkru leyti á Norðurlandi.” Það þarf breyttar áherzlur í málefnum landsbyggðarinnar. Þar sem og á höfuðborgarsvæð- inu skiptir stöðugleiki í atvinnu- og efnahaglífí meginmáli; rekstrarskilyrði og samkeppnis- staða atvinnuveganna. Fækkun og stækkun sveitarfélaga, góðar samgöngur innan byggðasvæða og aðlögun að breyttum atvinnu- háttum eru og forsendur þess að sveitarfélög í stijálbýli geti boðið þau búsetuskilyrði, sem mestu ráða um það, hvar ungt fólk velur sér samastað til fram- búðar. HEIMSMEISTARAMOTIÐ I BRIDS Betri sagntækni byggði upp 30 stiga forystu á Pólverja Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson að hefja fyrsta spilið í úrslitaleiknum gegn Pólverjum. ísland græddi 8 stig á þessu spili. ISLAND hafði forystu í úrslita- leiknum um heimsmeistaratitilinn. í brids, þegar 64 spilum af 160 var lokið á miðvikudagskvöld. ís- land hafði þá skorað 182 stig gegn 152 stigum Pólverja og leiddi leik- inn þegar frá fyrsta spili. Leikur- inn var mjög skemmtilegur á að horfa og mikið um sviptingar á báða bóga, en íslensku spilararnir sýndu á tíðum yfirburða sagn- tækni sem fyrst og fremst færði þeim þetta forskot. Björn Eysteinsson fyrirliði ís- lenska liðsins stillti Aðalsteini Jörg- ensen, Jóni Baldurssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni og Erni Arnþórssyni upp í fyrstu 16 spila lotunni. íslend- ingarnir byijuðu vel og skoruðu 23 stig án þess að Pólveijarnir næðu að svara fyrir sig. En þá græddu Pólveijarnir 29 stig á tveimur spil- um, þar af öðru þar sem ísland fór niður á 6 hjörtum meðan Pólland vann 6 lauf. A/Allir Norður ♦ ÁD5 VG654 ♦ K5 ♦ K1064 Vestur Austur ♦ K98763 4 01042 V 2 ¥ KD7 ♦ 1098 ♦ D62 ♦ D98 +732 Suður ♦ Á10983 4ÁG743 ♦ ÁG5 ♦ Vestur Norður Austur Suður Lasocki Jón Gawrys Adalst pass 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 6 hjörtu Vestur Norður Austur Suður Örn Balicki Guðl. Zmudz. pass pass pass 1 lauf pass 1 spaði pass 1 grand pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 spaðar pass 6 lauf 6 hjörtu er mjög góður samning- ur, sem vinnst í flestum tilfellum ef hægt er að komast hjá að gefa nema einn slag á hjartað. Ef hjartaliturinn er skoðaður einn og sér, er besta úrspilsleiðin er að tvísvína gegnum austur, en það gengur ef austur á K,D eða KD. En Lasocki spilaði út tígli gegn slemmunni sem Aðalsteinn hleypti heim á ás, þegar austur stakk upp Málning hf. styrkir landsliðið MÁLNING HF. hefir ákveðið að styrkja landsliðið í brids um a.m.k. 30 þúsund krónur, hvort sem sigur vinnst á Pólveijum I úrslitaleiknum eða ekki. Vinnist leikurinn með yfir 60 impa mun greiðir Málning hf. 500 krónur á hvern impa, til viðbótar við 30 þúsundin. Þetta gæti þýtt að ef landsliðið vinnur með 100 impum fengi það 50 þúsund krónur. Að sögn Stefáns Guðjohnsens framkvæmdastjóra Málningar er þessi ákvörðun tekin með það í huga að sýna strákunum þakklætisvott fyrir góða frammistöðu og gæti ver- ið öðrum stærri fyrirtækjum landsins til eftirbreytni. Stefán gat þess í lokin að þótt landsliðið tapaði leiknum myndi styrkur Málningar hf. aldrei verða lægri en 30 þúsund krónur. drottningu. Nú gat verið hættulegt að spila á tígli á kóng til að svína hjarta, ef vörnin var að reyna að búa til tígultrompun. Aðalsteinn lagði því niður hjartaás í öðrum slag; sú spila- mennska er ekki mikið lakari en tvísvíningin en í þetta sinn lenti Aðalsteinn í einu legunni þegar þetta gekk ekki upp því nú fékk austur tvo slagi á tromp. Við hitt borðið „opnaði” suður á sterku passi og gervisagnir fylgdu í kjölfarið. En einhvers staðar rugl- uðust Pólveijarnir í ríminu«því norð- ur hélt að suður ætti skiptinguna 0-5-3-5, og sagði því 6 lauf, sem er vægast sagt ekki góð slemma. En með þessar upplýsignar spilaði Guð- laugur út tígli og tígulgosinn hélt fyrsta slag. Fyrst austur var nú merktur með tíguldrottningu var ekki ólíklegt að laufadrottningin væri á hinni hendinni, svo Balicki tók laufkóng og svínaði laufi gegnum Örn. Þegar það gekk allt, spilaði hann hjarta á áttuna heima og gat þá lagt upp. Pólland græddi 16 stig á spilinu. Island kærði spilið á þeim forsend- um að austur hefði ekki spilað út tígli, hefði hann fengið réttar upplýs- ingar um sagnir. Keppnisstjóri lét úrslit spilsins standa, en sektaði Pólveijana um 3 stig, fyrir að kunna ekki kerfið sitt. Þessum dómi var áfrýjað til dómnefndar sem úrskurð- ar væntanlega í málinu í dag. íslenska liðið lét þetta ekkert á sig fá og náði forystunni aftur. Stað- an eftir fyrstu lotu var 40-25 fyrir ísland. Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson skiptu við Jón og Aðalstein í annarri lotunni, og íslendingarnir héldu áfram að spila eins og þeir væru þegar orðnir heimsmeistarar. Norður ♦ ÁG92 ♦ KD7 ♦ 864 ♦ Á75 Vestur Austur ♦ D107 ♦ 8654 VÁ82 V 10965 ♦ K975 ♦ DG103 ♦ DG8 Suður ♦ K3 ♦ 10 ¥G43 ♦ Á2 ♦ K96432 Vestur Norður Austur Suður Szyman. Þorl. Martens Guðm. 1 lauf pass 1 spaði pass 2 lauf pass 2 tíglar pass 3 lauf pass pass 3 hjörtu 5 lauf pass 3 spaðar Vestur Norður Austur Suður Örn Gawrys Guðl. Lasocki 2 lauf pass 2 tíglar pass 2 grönd pass 3 grönd pass Guðmundur og Þorlákur sýndu áhorfendum hvernig ætti að með- höndla svona spil, með því að segja 5 lauf frekar en 3 grönd þegar sagn- ir leiddu í ljós veikleika í tígli. Lauf- ið lá ekki vel, en það gerði spaðinn hins vegar og spilið vannst slétt, 600 til íslands. Við hitt borðið fóru Pólveijarnir 3 grönd þegar suður neitaði 4-Iit í hálit með 2 gröndum. Örn fann tíg- ulútspilið og þar með náði vörnin að bijóta sér 3 tígulslagi, til viðbótar við hjartaásinn og laufslag. Spilið fór því einn niður og ísland græddi 12 stig. S/Allir Norður ♦ D32 41085 ♦ 10654 ♦ ÁD3 Vestur Austur ♦ G108 ♦ ÁK974 ♦ K972 ¥ DG43 ♦ G873 ♦ ÁD2 ♦ 87 ♦ 5 Suður ♦ 65 4Á6 ♦ K9 ♦ KG109642 Vestur Norður Austur Suður Zsyman. Þorl. Martens Guðm. 1 lauf pass 1 grand 2 tíglar 3 lauf 3 tíglar pass 3 hjörtu 3 grönd pass pass dobl 4 lauf Vestur Norður Austur Suður Örn Lasocki Guðl. Gawrys 1 2 lauf pass 3 lauf dobl 3 grönd pass pass dobl 4 lauf 4 hjörtu pass pass pass Martens sýndi hálitina með 3 tígl- um og Pólveijarnir fundu samleguna í hjarta. En Guðmundi tókst að þagga niður í þeim og fékk á endan- um að spila 4 lauf sem fóru 1 nið- ur. Við hitt borðið reyndi Gawrys að leika sama leikinn, en Örn sagði hjartageimið sitt hvergi smeykur. Norður spilaði út laufdrottningunni og skipti í tigul, drottning og kóng- ur. Suður spilaði meiri tígli á ásinn, en Örn braut út hjartaásinn og svín- aði Ioks fyrir spaðadrottninguna í norðri. 10 slagir og 620 til Islands. ísland vann aðra lotuna 54-35 og hafði þá 33 stiga forystu. Sömu spil- arar spiluðu fyrir ísland í þriðju lot- unni, og fljótlega lentu Pólveijarnir í 5 laufum fyrir misskilning sem Guðlaugur og Örn dobluðu, uppskáru 1.100 og 14 stig. En Pólveijarnir náðu stigunum til baka, þegar þeir hnekktu slemmu, sem Þorlákur og Guðmundur fóru í, með góðu út- spili: Stigin héldu áfram að velta fram og til baka, og lotan endaði 51-44 fyrir Island, sem hafði þá 40 stiga forystu. Aðalsteinn og Jón komu inn fyrir Guðlaug og Örn í síðustu lotu gær- dagsins. Og snemma kom upp sögu- legasta spilið það sem af er leiknum og sem á örugglega eftir að fara víða, hvernig sem þessi leikur endar. Norður ♦ D108752 4Á82 ♦ 3 ♦ G43 Austur ♦ G9 4 KD73 ♦ KDG8765 ♦ - Suður ♦ ÁK4 4 96 ♦ 942 ♦ KD1098 Vestur Norður Austur Suður Lasocki Þorl. Gawrys Guðm. 2 tíglar 3 tíglar 3 hjörtu 3 grönd pass 5 tíglar dobl Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Balicki Jón Zmud. 1 tígull 2 hjörtu! pass 4 hjörtu 4 spaðarHpass pass dobl pass pass pass Opnun Þorláks sagði frá veikum spilum með 6-lit í öðrum hvorum hálit, sem skýrir 3 hjarta sögn Guðmundar. Austur reyndi geimið í tígli en Guðmundur doblaði og tók slagina sína þijá. 100 til íslands. Við hitt borðið byijaði norður á 1 tígli, sem sýndi 0-7 punkta. Jón og ■ ÍSLENSKA liðið ákvað fyrir úrslitaleikinn að njóta þess að spila hann, brosa við vondu spilunum, og setja Pólveijana þannig ef til vill útaf laginu. Liðið Jón Baldursson hefur beitt „bros- bragðinu” óspart. Jón Baldursson læddi sér inn á sagnir Pólveijanna snemma í leikn- um, fékk dobl í hausinn og fór 800 niður. Hvað, fór ég ekki meira nið- ur en þetta? sagði hann og brosti sínu breiðasta. ■ NÚ er Ijóst að þijár Evrópu- sveitir verða á verðlaunapallinum eftir heimsmeistaramótið í brids, en það hefu aldrei gerst áður í sögu heimsmeistaramóta. Svíar voru að vonum ánægðir með 3. sætið, eftir vonbrigðin með ósigurinn gegn Is- landi í undanúrslitunum. ■ PÓLVERJARNIR ganga enn um og segja öllum sem heyra vilja, að Brasilíumennirnir svindli. Þeir segja, að aldrei í sögu brids í Pól- N/NS Vestur ♦ 63 4G1054 ♦ Á10 ♦ Á7652 Aðalsteinn undirbjuggu sig á þriðju- dagskvöldið undir að spila gegn pas- skerfi Pólveijanna, og datt þá í hug að nota sögnina 2 hjörtu til að sýna nákvæmlega 4-lit í hjarta og 6-lit í tígli og opnunarstyrk. Þótt þeir hafi varla búist við að þetta ætti eftir að koma fyrir, fékk Jón þegar tæki- færið til að nota sögnina og Aðal- steinn stökk beint í eina geimið sem AV geta unnið. En Balicki var ekki hættur. Þótt hann væri á hættu gegn utan kom hann inn á 4 spöðum og fékk bestu spil sem mögulegt var upp í blindum. Áhorfendur sáu, að hægt var að bana 4 spöðum, ef austur spilaði út tígli, á ás vesturs, og fengi síðan að trompa lauf. En Jón spilaði þess í stað út hjarta, og þar með bókuðu allir 11 stiga gróða til Póllands. Norður þurfti aðeins að taka á ás, taka tvisvar spaða og bijóta út lauf- ásinn. En Balicki sá, að hægt var að fá 10 slagi þótt spilið lægi ekki 2-2, með því að trompa eitt hjarta í blind- um. Til að halda valdi á spilinu gaf hann Aðalsteini fyrsta slaginn á hjartatíuna! Aðalsteinn var fljótur að nota sér það. Hann tók á laufás, gaf Jóni laufstungu, komst inn á tíg- ulás, og gaf Jóni aðra laufstungu. Spilið var því 2 niður, 500 til íslands og 12 impar, og Balicki hefur sjálf- sagt dreymt illa í nótt. Á þessu stigi var ísland komið með 66 stiga forystu, en nú fannst Pólveijunum nóg komið. í síðustu 11 spilunum skoruðu þeir 38 stig gegn 5. Jón og Aðalsteinn reyndu slemmu, sem fór niður, og Guðmund- ur Páll sagði nokkrum sinnum heldur of mikið á spilin sín í lokin. Lotan fór því 38-28 fyrir Pólveija. Meðan á þessu stóð unnu Svíar Brasilíumenn örugglega, í leiknum um 3. sætið á mótinu, 151-122. í kvennaflokki leiddi B-sveit Banda- ríkjanna í úrslitaleiknum gegn Austurríki, 203-136. Og Kína vann A-sveit Bandaríkjanna í leiknum um 3. sætið, 134,5-132 og það er í fyrsta sinn sem Kínverjar vinna til verð- launa á heimsmeistaramóti í brids. Úrslitaleikirnir halda áfram í dag, og þá verða spiluð 64 spil, þá lýkur úrslitaleiknum í kvennaflokki en 32 spil til viðbótar verða spiluð í opna flokknum á föstudag. Æ BK ♦i n ■ ♦♦ ^8 BT landi, hafi pólskt lið tapað 16 spila lotu með 70 impa mun, eins og gerðist í undanúrslitaleiknum gegn Brasilíu, og þvi hljóti Brassarnir að hafa notað einhver ólögleg meðul. Þetta mál, og fleiri, hafa ekki aflað Pólveijunum vina og áhrifa hér í Yokohama. ■ HEILLAÓSKA- og hvatning- arskeytum hefur rignt yfir íslenska bridslandsliðið síðustu dagana, frá bridsspilurum, fyrirtækjum og öðr- um aðilum. Sem dæmi má nefna að allir spilararnir í Bridsfélagi Reyðarfjarðar og Eskiijarðar skrif- uðu undir kveðju, og sendu með símbréfi til Yokohama. ■ ÁHUGI íslendinga á heims- meistaramótinu vekur bæði furðu og öfund meðal bridsmanna í Yoko- hama. Árangurinn fer heldur ekki framhjá neinum hér, þar sem sím- arnir í fréttamannastöðinni hringja stanslaust frá íslandi, og sagnir og úrslit í öllum spilunum í úrslitaleikn- um voru send til Bridssambands íslands með símbréfum jafnóðum og þau fengust. ívantsjúk komst ekkert áleiðis með Jóhann Hjartarson, Heimsbikarmótið í skák: Rólegasta umferðin til þessa ___________Skák Margeir Pétursson Þrettánda umferðin á Heims- bikarmóti Flugleiða í gærkvöldi einkenndist töluvert af stutt.um jafnteflisskákum. Einungis Eist- lendingnum Jan Ehlvest tókst að sigra Alexander Beljavskí. Jó- hann Hjartarson komst vel frá skák sinni við Vasílí ívantsjúk, stigahæsta þátttakandann. Jó- hann jafnaði taflið eftir byrjun- ina og sá Ivantsjúk sér þann kost vænstan að bjóða Jóhanni jafn- tefli eftir 22 leiki sem var þegið. ívantsjúk missti þó ekki foryst- una við þetta, því Karpov gerði jafntefli við Timman, einnig í 22 leikjum. Þeir Ivantsjúk og Karpov deila því enn efsta sætinu með 9 vinninga, en næstu menn hafa 7‘A. Viðureign Nikolic og Khalifman lauk fyrst, en þeir þræddu troðnar slóðir og þurftu aðeins 25 leiki til að skipta mestöllu liðinu upp. Þeir Speelman og Portisch sömdu um jafntefli eftir 22 leiki og góðvinirn- ir Andersson og Ljubojevic gerðu jafntefli í 25 leikjum. Eftir skákina mátti sjá þá frammi á gangi í hróka- samræðum á spænsku, en þeir hafa báðir dvalið langdvölum í spænsku- mælandi löndum. Bandaríkjamennirnir Seirawan og Gúlko gerðu jafntefli í 33 leikj- um. Hinn fyrrnefndi virtist lengst af standa nokkru betur, en þótt Gúlko sé fjaiTÍ sínu besta tókst honum að halda frumkvæði and- stæðingsins í skefjum. Það gengur fátt upp hjá Salov, hann fékk eilítið betri stöðu með svörtu gegn Murray Chandler, en það var ekki útlit fyrir að hann kæmist lengra áleiðis. Sú skák var sú eina sem varð lengri en fjórir klukkutímar. í fjórtándu og næstsíðustu um- ferðinni í dag tefla saman: Jóhann- Portisch, Karpov-Ehlvest, ívantsj- úk-Andersson, Salov-Speelman, Beljavskí-Chandler, Khalifman- Timman, Gúlko-Nikolic og Ljub- ojevic-Seirawan. Staðan eftir þrettán umferðir: 1.-2. Karpov og ívantsjúk 9 v. 3.-6. Ljubojevic, Seirawan, Ehlvest og Nikolic 7 'h v. 7. Khalifman 7 v. 8. -Speelman 6 'h v. 9. Portisch 6 v. 10. -11. Jóhann og Beljavskí 5 'h v. 12.-13. Chandler og Salov 5 v. og einni skák ólokið. 14.-15. Timman og Andersson 5 v. 16. Gúlko 4'Á v. Það var Eistlendingurinn Jan Ehlvest sem bjargaði annars daufri umferð í gærkvöldi. Hann tefldi skoska leikinn gegn Beljavskí og fórnaði snemma peði fyrir frum- kvæði. í miðtaflinu kom hann Beljavskí í mikla klemmu sem Rúss- inn losaði sig út úr með því að fóma skiptamun. Sem bætur hafði hann tvö peð, en staða hans var þrengri. Ehlvest var hins vegar tímanaumur og Beljavskí hugðist hagnýta sér það með því að snúa á hann. En hann féll á eigin bragði og skákin endaði með því að mát blasti við. Hvítt: Jan Ehlvest Svart: Alexander Beljavskí Skoski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 - Bc5 5. Be3 - Df6 6. c3 - Rge7 7. Bc4 - Re5 Þetta er mun betra en 7. - Dg6? sem Gúlko lék gegn ívantsjúk fyrr á mótinu. Eftir 8. Rxc6! - Dxc6 9. Bxf7+ - Kxf7 10. Dh5+ var svarta staðan þegar orðin mjög slæm. 8. Be2 - Dg6 9. 0-0 - d5 10. Bh5! - Dxe4 11. Rd2 - Dd3 12. R4f3 - Bd6 13. Rxe5 - Bxe5 14. Bc5! - g6 15. Be2 - Df5 16. Rf3 - Bf6 17. Hel - 0-0 18. Bd3 - Dd7 19. Re5 - Dd8 20. Df3 - Kg7 21. h4! (Sjá stöðumynd efst í næsta dálki.) Hótun hvíts er sérlega glæsileg, 22. Dxf6+!! - Kxf6 23. Bd4 með tveimur máthótunum, 24. Rg4 og 24. Rd7 21. - Bxh4 22. Df4 - Bf6 23. Rf3! Aftur hótar hvítur drottningar- fórn: 24. Dxf6+! - Kxf6 25. Bd4 mát. Beljavskí sér sig knúinn til að láta skiptamun af hendi. 23. - Rg8 24. Bxf8+ - Kxf8 25. Hadl - Kg7 26. c4 - c6 27. cxd5 - cxd5 28. Bc4! - Re7 29. Bb3 - a5 30. Rg5 - Ha6 31. Re4 - a4 32. Bc4 - He6 33. Dd2 - Dc7 34. Rxf6 - Hxf6 35. Bxd5 Svartur hefur nú ekki nema eitt peð upp í skiptamuninn og reynir nú að rugla Ehlvest í ríminu, því Eistlendingurinn átti ekki nema rúmlega mínútu eftir á næstu fimm leiki. 35. - Bg4 36. f3 36. - Rxd5?! 37. fxg4! En alls ekki 37. Dxd5 - Bxf3! 38, gxf3 - Dg3+ 37. - Dg3 38. g5! - Hf4 39. Hfl! - a3? Beljavskí er nú sjálfur kominn í tímahrak og leikur illa af sér, en staðan er sennilega töpuð. 40. Hxf4 - Rxf4 41. Dd4+ og svartur gafst upp, því hann er óverj- andi mát. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Vinn. 1. Salov, Sovétr. 2665 X 1 0 h 0 'h 0 1 0 'h 0 'h 1 5+1 2. Seljavskij, Sovétr. 2650 0 X 'h 0 1 'h 'h 'h 0 'h 1 0 'h 'h 5'/2 3. Karpov,Sovétr. 2730 1 'h X 1 1 0 h 1 'h 'h 'h 1 'h 1 9 4. Khalifman, Sovétr. 2630 'Á 1 0 X 'h 1 0 'h 1 'h 'h 'h 'h 'h 7 5. Gulko, Bandarík. 2566 1 0 0 'h. X 'h 0 'h 7i 'h 0 'h 0 'h 4 'h 6. Ljubojevic, Júgósl. 2600 'Á 'h 1 0 'h X Á 'h 1 'h 'h 'h 1 'h 7 7. ívantsjúk, Sovétr. 2735 1 'h 'h 1 1 'h X 'h 'h 'h 1 'h 1 'h 9 8. Andersson, Svíþjóð 2625 0 'h 0 'h 'h 'h X y2 'h h 'h 0 'h y2 5 9. Seirawan, Bandarík. 2615 1 1 'h 0 'h 'h X 'h 1 'h 'h y2 'h 'h l'h 10. Nikolic, Júgóslavíu 2625 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h X 'h 1 1 'h 'h 'h n 11. Timman, Hollandi 2630 1 0 'h 0 'h 'h 0 'h X y2 'h 0 'h 'h 5 12. Ehlvest, Eistlandi 2605 'h 1 'h 'h 'h 'h 'h 0 'h X 1 0 1 1 Th 13. Chandler, Englandi 2605 'h 1 'h 0 1 'h 0 'h 0 X 'h 0 'h 5+1 14. Speelman, Englandi 2630 0 'h 'h 'h 'h 'h % y2 1 1 14 X y2 0 6% 15. Portisch, Ungverjal. 2570 'h 'k 'h 1 0 0 'h 'h 'h y2 0 1 'h X 6 16. Jóhann Hjartarson 2550 0 'h 0 'h 'h 'h 'h 'h 'h 0 'h 1 X 5’/2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.