Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 47 ■ LEIKMENN Vals og Selfoss léku með sorgarbönd til minningar um Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóra Tímans og tengda- föður Einars Þorvarðarsonar, þjálfara og markmanns Selfoss og áður Vals. B JAKOB Sigurðsson, fyrirliði Vals, færði Einari Þorvarðarsyni blómvönd frá Valsmönnum fyrir leikinn sem þakklætisvott fyrir liðin ár og með velfarnaðaróskum um komandi ár. B STUÐNINGSMENN frá Sel- fossi fjölmenntu að Hlíðarenda og létu vel í sér heyra. Mátti halda að aðkomumenn væru á heimavelli og Einar G. Sigurðsson tók undir það. „Með svona leik verðum við alls staðar á heimavelli.” B OLAFUR Jóhannesson, fyrr- um þjálfari og leikmaður FH, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Reykjavík, sem leikur í 2. deild næsta sumar. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni landsiiða Vínarborg: 4. riðill Austurríki - Danmörk...............0:3 - Peter Artner (10. sjálfsm.), Flemming Povlsen (16.), Bent Christensen (37.) Áhorf- endun 10.000 Staðan: Danmörk..............7 5 1 1 16: 6 11 Júgóslavía...........6 5 0 1 20: 4 10 Norður-írland........6 1 3 2 8: 8 5 Austurríki...........6 1 1 4 5:10 3 Færeyjar.............7 1 1 E 3:24 3 Vináttulandsleikir Szekesfebervar, Ungverjalandi: Ungverjaland - Belgía..............0:2 Marc Emmers (8.), Enzo Scifo (75.) Áhorfendur: 7.000 Luzerne, Sviss: Sviss - Svíþjóð....................3:1 Chapuisat (10.), Herr (42.), Tuerkyilmaz (52.) - Eriksson (88.) Áhorfendur: 7.300 ENGLAND Deildarbikarkeppnin. Siðari leikir í 3. um- ferð. Samanlögð úrslit í sviga: Aston Villa - Grimsby.........1:1 (1:1) ■(eftir framl. Grimsby fer áfram á útimarkinu) Brighton - Brentford..........4:2 (5:6) ■(e. framl. 4:1 eftir 90 mín. Brentford fer áfram) Cambridge - Manchester United ....1:1 (1:4) Huddersfield - Sunderland.....4:0 (6:1) Newcastle - Crewe.............1:0 (5:3) Norwich - Charlton............3:0 (5:0) Notts County - Port Vale......3:2 (4:4) ■ (eftir framl. Port Vale áfram á fleiri mörkum gerðum á útivelli) Oxford - Portsmouth...........0:1 (0:1) QPR-Hull......'...............5:1 (8:1) Sheff. Wedn. - Leyton Orient..4:1 (4:1) Southampton - Scarborough.....2:2 (5:3) Stoke - Liverpool.............2:3 (4:5) Torquay - Oldham..............0:2 (1:9) Tottenham - Swansea...........5:1 (5:2) West Ham - Bradford...........4:0 (5:1) ■Dregið var í 3. umferð deildarbikarsins strax i gærkvöldi: Norwich - Brentford, Sheffield Wednesday - Southampton, Peterborough - Newcastle, Man. Utd. - Portsmouth, Coventry - Arsen- al, Grimsby - Tottenham, Middlesbrough - Barnsley, Oidham - Derby, Huddersfield - Swindon, Nott. Forest - Bristol Rovers, Sheff. United - West Ham, Birmingham - Crystal Palace, Liverpool - Port Vale, Leeds - Tranmeare, Man. City - QPR, Everton - Wolves. SKOTLAND Orvalsdeildin, í gærkvöldi: Hearts - Aberdeen..................1:0 St Mirren - St Johntone............1:1 ■Guðmundur Torfason gerði mark St. Mirren. 1. DEILD KARLA Fj.leikja u J T Mörk Stig FH 2 2 0 0 53: 34 4 VÍKINGUR 2 2 0 0 53: 43 4 STJARNAN 2 1 1 0 45: 39 •3 FRAM 2 1 1 0 45: 44 3 HK 1 1 0 0 31: 20 2 VALUR 1 1 0 0 32: 24 2 SELFOSS 2 0 1 1 48: 56 1 HAUKAR 2 0 1 1 47: 55 1 KA 1 0 0 1 26: 27 0 l'BV 1 0 0 1 20: 21 0 GRÓTTA 2 0 0 2 34: 51 0 UBK 2 0 0 2 29: 49 0 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Sochor og Atli þjálfa - KR-liðið næsta sumar KR-ingar hafa gengið frá ráðningu þjálfara 1. deildar- liðsins í knattspyrnu fyrir næsta tímabil. Slóvakinn Dr. Ivan Soc- hor og Atli Eðvaldsson taka við liðinu af Guðna Kjartanssyni, sem var með það á nýliðnu keppnis- tímabili. Sochor var markvörður Slovan Bratislava í Tékkóslóvakíu um árabil, en nam íþróttafræði og lauk doktorsgráðu með knatt- spyrnu sem aðalgrein frá íþrótta- háskólanum í Bratislava. Hann var aðstoðarþjálfari hjá Slovan Bratislava og hefur þjálfað í Aust- urríki og á Möltu, en var aðal- kennari knattspyrnuþjálfara við íþróttaháskólann í Bratislava áð- Dr. Ivan Sochor ur en hann kom til KR fyrir tveim- ur árum. Hann tók við 2. flokki KR í b-riðli og liðið varð íslands- meistari undir hans stjórn á síð- asta tímabili. Þá var hann aðstoð- arþjálfari meistaraflokks og sá um þjálfun markvarða. Þetta verður frumraun Atla sem þjálfara, en eftir að hann lauk námi frá íþróttakennara- skóla íslands vorið 1980 hélt hann til Þýskalands í atvinnumennsku. Hann hætti endanlega í atvinnu- mennsku vorið 1990 og gekk þá ti! liðs við KR. Hann er leikreynd- asti knattspyrnumaðurinn hér á landi og á flesta landsleiki að baki, 70 talsins. Atli mun leika áfram með KR. Atli Eðvaldsson Morgunblaðið/RAX Birgir Sigurðsson fékk oft óblíðar mótttökur í vöm KA, eins og hann er reyndar vanur að fá í hverjum leik. Hér er hann gæslu Árna Stefánssonar, en Guðmundur Guðmundsson er í þann mund að senda inn á línuna. Erlingur Kristjánsson reynir að stöðva sendingu Guðmundar og í baksýn er Alfreð Gíslason. Mátli ekki tæpara standa hjá Víkingi „ÞAÐ kom í Ijós í síðari hálfleik að við vorum þreyttir eftir Evrópu leikinn i Noregi. KA-menn voru erfiðir, sérstaklega í síðari hálf- leik. En það er umhugsunarefni að Birgir Sigurðsson virðist al- veg réttindalaus í sókninni. Það er sama hvernig hann ertekinn af varnarmönnum, það er aldrei dæmt neitt," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari og leikmaður Víkings, eftir að liðið hafði lagt KA að velli með eins marks mun, 27:26, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingar léku mjög vel í fýrri hálfleik. Sóknarleikurinn agað- ur og vörnin og markvarslan góð. KA-menn voru hinsvegar ekki með á nótunum í fyrri ValurB. hálfleik, sérstaklega Jónatansson { sókninni þar sem sknfar þeir réttu Víkingum hvað eftir annað boltann og eins var markvarslan slök. Það kom þvi engum á óvart að staðan í hálfleik væri 17:11 fyr- ir Víking. Víkingar náðu að auka forskotið í 8 mörk, 19:11, í upphafi síðari hálfleiks og stefndi í stórsigur Foss- vogsdrengjanna. En Alfreð Gíslason og félagar í KA gáfust ekki upp. Þeir bættu sóknarleikinn og Björn Björnsson varði eins og berserkur í markinu, alls 11 skot í síðari hálf- leik. Þegar 5 mínútur voru til ieiks- loka var staðan 23:22 fyrir Víking' og allt á suðupunkti. En þá komu fjögur Víkingsmörk í röð, tvö þeirra eftir hraðaupphlaup. Norðanmenn léku maður á mann síðustu mínút- una og uppskáru þijú mörk, það síðasta á lokasekúndunni. Það var fyrst og fremst góður leikur Víkinga í fyrri hálfleik sem skóp sigurinn. Það mátti ekki miklu muna í lokin að þeir klúðruðu unn- um leik. Birgir átti enn einn stór- leikinn á línunni, gerði 12 mörk annan leikinn í röð og fiskaði 3 vítaköst. Björgvin, Gunnar og Árni Friðleifsson komust einnig vel frá leiknum og eins Reynir í markinu. KA-menn voru of seinir í gang en það er ljóst að þeir verða erfiðir í deildinni. Alfreð Gíslason sýndi að hann er i góðri æfingu og á eflaust eftir að ylja áhorfendum um hjartarætur í vetur. Alla vega gerði hann það í þessum leik. Hann skor- aði 10 mörk, öll með þrumuskotum fyrir utan, þrátt fyrir að Bjarki Sig- urðsson reyndi að taka hann úr umferð allan leikinn! Björn Björns- son var góður í markinu eftir að hann kom inná um miðjan fyrri hálfleik. Stefán Kristjánsson lék vel í síðari hálfleik og Sigurpáll, sem gerði 4 mörk og fiskaði jafnmörg vítaköst. „Við lékum illa í fyrri hálfleik og fórum ekki i gang fyrr en rétt fyrir hálfleik,” sagði Alfreð Gísla- son, þjálfari og leikmaður KA. „Ég vona að þetta verði einn af okkar lélegri leikjum í vetur. Það var slæmt að byrja að leika gegn Vík- ingum sem hafa líklega ekki verið með betra lið í 8 - 10 ár. Ég held að það hafi háð okkur framan af að við höfum ekki leikið alvöruleik í þrjár vikur. En það er mikið eftir af íslandsmótinu sem verður örugg- lega hörku spennandi.” HK burstaði Gróttu NÝLIÐAR HK unnu stórsigu^MB Gróttu, 31:20, í Digranesi í gærkvöldi og sýndu að þeir eru til alls líklegir í vetur. HK-menn náðu undirtökunum strax í byijun, sóknarleikur liðsins var agaður og brá oft fyrir góðum leikfléttum sem gáfu falleg ■■■■■ mörk. Baráttan var PéturH. í góðu lagi í vörninni Sigurðsson og leikgleðin og sig- sknfar urviljinn fyrir hendi. í liði Gróttu vant- aði alla báráttu og leikgleði, sóknar- leikurinn hugmyndasnauður vörnin slök og leikmenn oft seinir í vörnina. Það nýttu HK-menn sér og gerðu mörg mörk eftir hrað- aupphlaup á milli þess sem þeir skoruðu glæsileg sirkusmörk. Lið HK lék vel í þessum leik með Michel Tonar sem besta mann ásamt Magnúsi Stefánssyni, mark- verði, sem varði vel ásamt því*W' skora mark með skoti yfir endilang- an völlinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.