Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 Hús Morgunblaðsins í Kringlunni: 9 tilboð bárust í 2. áfanga HAGVIRKI hf. átti lsegsta til- boðið í annan áfanga húss Ar- vakurs hf. fyrir Morgunblaðið í Kringlunni 1, samtals 373.799.616 krónur, en tilboð Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í árekstri á Reykjanesbraut við Voga í fyrradag hét Árni Vigfús Arna- son, til heirailis að Faxabraut 38d í Keflavík. Hann var 49 ára, fæddur 19. janúar 1942. Árni V. Árnason var starfsmaður Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjórar dætur. voru opnuð í gærmorgun. Auk þess gerði fyrirtækið 14,8 millj- óna frávikstilboð sem lækkar tilboðið í 358.999.616 krónur. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 493.326.863 krónur. " Alls bárust níu tilboð í bygging- una. Næstlægsta tilboðið átti Byggðaverk hf., 392.993.988 krónur, þá ístak hf., 398.408.191 kr., Sveinbjörn Sigurðsson hf. bauð 408.853.471 kr., Sigurður K. Egg- ertsson hf. 412.007.195 kr., Orn Úlfar Andrésson 415.216.450, kr., Ármannsfell hf. 424.998.787 kr„ S.H. verktakar hf. 429.657.729 kr. og frávikstilboð sem lækkar fyrr- greinda upphæð um 5,5 milljónir, samtals 424.157.729 kr„ og Álftárós 440.614.311 krónur. Stærð annars áfanga hússins er 4.723 fermetrar eða 17.772 rúmmetrar. Húsinu á að skila fullfrágengnu 1. mars 1993. Þar verður ritstjórn, framleiðsludeild, auglýsingadeild, skrifstofur og af- greiðsla til áskrifenda. Fyrsti áfangi Morgunblaðshússins í Kringlunni var byggður árin 1983-84. Þar fer fram prentun blaðsins, pökkun til dreifingar og afgreiðsla, en hún mun flytjast í nýja áfangann. Morgunblaðið/KGA Vonarstræti opnað á ný Vonarstræti hefur verið opnað á ný fyrir bílaumferð, en gatan hefur verið lokuð í allt sumar vegna endurbóta. í þær var m.a. ráð- ist vegna byggingar ráðhússins við Tjörnina. Utlendingaeftirlitið kom upp um svik: Maðiir á Sri Lanka falsar 12 vegabréfsáritanir til íslands RÆÐISMAÐUR íslands í Sri Lanka sendi útlendingaeftirlitinu fyrir- spurn um vegabréfsáritanir 12 Sri Lanka-búa í byrjun mánaðarins. Fólkið reyndist hafa falsaðar vegabréfsáritanir undir höndum en að sögn Karls Jóhannssonar hjá útlendingaeftirlitinu er talið að kaupsýslumaður frá Sri Lanka hafi gert þær að fyrirmynd sinnar eigin. Vegabréfsáritun hans var felld úr gildi sama dag og uppvíst var um fölsuðu vegabréfsáritanirnar. Árni Vigfús Árnason Karl sagði að maður frá Sri Lanka, með íslenska vegabréfsárit- un, hefði fyrir skömmu haft sam- band við íslenska ferðaskrifstofu og beðið hana að greiða götu fólks- ins sem væri fyrsti hópur Sri Lanka-búa á hans vegum hér á Athuga samstarf við vamarliðið um þyrlur NEFND á vegum dómsmálaráðherra, sem athuga átti með kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, vill að athugað verði með samstarf við varnarliðið og þar til það verði gert sé ekki hægt að ákveða hvernig þyrlu best sé að kaupa. Nefndin telur einnig að skilgreina þurfí betur markmið Landhelgis- gæslunnar sem eftirlits- og björg- unarstofnunar og við kaup á nýrri þyrlu sé óhjákvæmilegt að huga að slíkri endurskoðun og samræmingu til að unnt sé að nýta öflugri tækja- kost sem best. . Á Alþingi voru menn ekki sam- mála um ágæti skýrslunnar og allsnarpar deilur urðu um niður- stöðu nefndarinnar. Sjá miðopnu og bls. 24. landi. Hefði hann sent nafnalista, óskað eftir upplýsingum um hótel, ferðir um landið og til Grænlands. Hann hefði verið látinn vita að sér- hver Sri Lanka-búanna þyrfti að fara til ræðismannsins í höfuðborg Sri Lanka, Kolombó, og sækja um áritun en ekkert þeirra hefði snúið sér þangað. Hins vegar hefði starfs- fólk SAS-fíugfélagsins haft sam- band við ræðismanninn og spurst fyrir um vegabréfsáritanir fólksins. Ræðismaðurinn hefði haft samband við útlendingaeftirlitið sem hefði sent svar um hæl þess efnis að fólk- ið hefði ekki fengið áritanir. Ekki vissi Karl hvort fólkið hefði verið stöðvað á flugvellinum eða söluskrifstofu SAS en benti á að starfsfólk flugfélaganna væri afar varkárt gagnvart fölsuðum vega- bréfsáritunum þar sem flugfélögin væru gerð ábyrg fyrir áritunum og þyrftu að greiða sekt kæmist upp að þau flyttu fólk með slíkar áritan- ir. Sem dæmi sagði Karl að 5.000 punda sekt (rúmar 500 þúsund ís- lenskar kr.) væri við því að flytja Sri Lanka-búa með falsaða vega- bréfsáritun frá Sri Lanka til Bret- lands. Karl kvað líklegt að Sri Lanka- búinn sem haft hefði samband við ferðaskrifstofuna hefði tekið greiðslu af fólkinu fyrir vegabréfs- áritanirnar. Þær hefði hann senn- lega gert að fyrirmynd sinnar eigin. Maðurinn hefði fengið íslenska vegabréfsáritun sem kaupsýslu- maður en hún hefði verið felld úr gildi sama dag og upp komst um fölsuðu áritanimar. Áritunina fékk hann bréflega frá íslensku fyrir- tæki. Fölsuðu áritanirnar áttu að vera frá sama fyrirtæki. Sri Lanka-búarnir eru fjölskyldu- fólk. Tíu fullorðnir og tvö börn. Stofnun nýs dag- blaðs í athugun ÚTGÁFUFYRIRTÆKI Tímans og Þjóðviljans eru að kanna stofnun nýs dagblaðs sem væntanlega liti dagsins ljós um eða uppúr áramótun- um, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Islenska útvarpsfélagið er að athuga hvort fýsilegt sé fyrir félagið að taka þátt í útgáfu blaðs- Útgáfufélag Tímans hefur ákveð- ið að blaðið komi ekki út í óbreyttri mynd eftir áramótin og síðan það var ákveðið hafa Tímamenn og Þjóð- viljamenn rætt málin og búast þeir við að Alþýðublaðið verði með í út- gáfunni. Ef af þessu verður gera forsvarsmenn hins nýja' blaðs sér Opnun óperuhússins í Genúa: Kristján syngnr aðal- hlutverk í II Trovatore KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari syngur aðalhlutverkið í óperunni II Trovatore eftir Verdi er leikhúsið Carlo Felizze verð- ur opnað í Genúa á Ítalíu næstkomandi Iaugardagskvöld. Kristján syngur hlutverk Manriqo. Opnunarhátíðin verður sýnd beint í ítölsku sjónvarpi og útvarpað auk þess sem óperan verður tekin upp á myndband til dreifingar í sjónvarpsstöðvar. Viðstaddir sýninguna verða meðal annars Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, og Giulio Andreotti, forsætisráðherra landsins. Leikhúsið var upphaflega byggt árið 1864 en varð fyrir sprengjum í síðari heimsstyijöld- inni og skemmdist mikið. Ilúsið verður afar tæknivætt og sagði Kristján að hægt væri að skipta um sjö leiktjöld á sviðinu í einu vetfangi og húsið í alla staði mjög glæsilegt. „Það kom fyrir að ör- yggjum sló út þegar verið var að færa leiktjöldin og þá stönsuðu tjakkarnir á miðri leið. Þetta er að öllu leyti mjög athyglisvert og ég hef verið hér í sjónvarpi og útvarpi eiginlega alla daga. Þetta er nokkurs konar stimpill á það hvert minn ferill er kominn. Við opnum með II Trovatore og það eru nú ekki margir tenórar í dag í hæsta gæðaflokki sem syngja þessa óperu. Mér finnst afar at- hyglisvert að ég skyldi vera ráðinn þar sem ég er útlendingur. En ég er náttúrulega útlendingur hvar sem ég kem og maður verður var við það að fólkið vill heldur að landi þeirra yrði í þessu hlutverki en þegar ekki eru til aðrir betri þá er ekki um það að ræða,” sagði Kristján. Italska sjónvarpið mun taka upp þijár sýningar og siðan verð- ur sú besta valin til útsendingar. Kristján sagði að skærustu stjöm- ur Itala syngju með sér, þar á meðal Silvano Carolli, stærsta baritónnafn Itala, en stjórnandi verður Rizzi, ungur stjórnandi sem hefur áður stjórnað í Covent Garden. Kristján mun syngja í fyrsta sinn í Tókíó 12. nóvember næst- Kristján Jóhannsson komandi þar sem flutt verður óperan Turandot eftir Puccini, en Kristján söng einmitt hlutverk Calafs í óperunni í Veróna síðast- liðið sumar. Byggt verður yfír Ólympíusundlaugina í borginni sem mun rúma 60 þúsund manns í sæti. Sýningunni verður sjón- varpað og hún tekin upp á mynd- band. vonir um að blaðið komi út í a.m.k. 20 þúsund eintökum til að byrja með. Haraldur Haraldsson hjá íslenska útvarpsfélaginu sagði að verið væri að athuga málið, en það væri ekki komið það langt að hægt væri að segja af eða á um hvort af þátttöku félagsins yrði. „Við fylgjumst með öllu sem gerist í íjölmiðlun og athug- um hlutina með opnum huga," sagði Haraldur og vildi taka fram að ekki væri búið að taka málið fyrir í stjórn fyrirtækisins. Afli í sept- ember meiri en í fyrra HEILDARAFLINN í september síðastliðnum var tæp 48 þúsund tonn, eða um 4.500 tonnum meiri en í sama mánuði í fyrra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lags íslands. Veidd voru 14.400 tonn af þorski í síðastliðnum mánuði, sem er 2.700 tonnum minni þorskafli en í sept- ember 1990. Ýsuaflinn var hins veg- ar 300 tonnum meiri i september síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, eða 3.300 tonn, ufsaaflinn 2.700 tonnum meiri, eða 10.900 tonn, og karfaaflinn 2.400 tonnum meiri, eða 10.500 tonn. Fyrstu 9 mánuðina í ár var heild- araflinn um 759 þúsund tonn, eða 389 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Loðnuaflinn var um 200 þúsund tonn fyrstu 9 mánuðina á þessu ári, eða 416 þúsund tonnum minni en á sama tíma 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.