Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 18: OKTÓBER 1991 13 Hver fer á Keilisnes? eftir Friðrik Steingrímsson Af sjálfmenntuðum sérfræðingum Margt hefur verið rætt, ritað og rifist um áhrif kísilgúrnáms á lífríki Mývatns og Laxár. Sjálfmenntaðir og sjálfskipaðir vísindamenn úr röð- um mývetnskra kísilandstæðinga hafa stungið spýtum í jörðina, dreg- ið þær aftur upp og bent sigrihrós- andi á það hversu fáar mýlirfur tolla á henni. Það sé ótvírætt merki um að mýstofninn sé á barmi út- rýmingar og það sé af völdum Kísil- iðjunnar. Þeir segja frá því í fjölm- iðlum að þeir muni aldrei eftir öðr- um eins niðursveiflum á stofnum fiska, fugla og flugu á ævi sinni (sumir komnir yfir sjötugt), en þeir passa sig á að fara aldrei lengra aftur en til ársins 1970. Þeir hafa sennilega bara það sem kallað er skammtímaminni, að minnast kosti þegar það hentar. Og allt er þetta Kísiliðjunni að kenna. „Svarta skýrslan” I mörg ár hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Mývatns og Laxár og rúsínan í pylsuendanum er skýrsla sem kom út seinnipartinn í sumar. Kísilandstæðingar töldu sig hafa upplýsingar úr þessari skýrslu strax í fyrravetur og væru þar upplýsingar svo neikvæðar fyr- ir Kísiliðjuna að rekstur hennar yrði stöðvaður hið snarasta. Og þeir kölluðu hana „svörtu skýrsl- una” þangað til að hún kom út. í skýrslunni þeirri arna kom nefni- lega skýrt fram að ekki væri hægt að rekja sveiflurnar í lífríkinu til starfsemi Kísiliðjunnar. Kveðja frá Ástralíu Gísli Már Gíslason líffræðingur, sem staddur er í Ástralíu, skrifaði Arnþóri Garðarssyni bréf þar sem hann leggur til að starfsemi Kísiliðj- unnar verði stöðvuð hið fyrsta og bendir jafnframt á að starfsmenn hennar (sem misstu þar lífsviður- væri sitt og yrðu að hrökklast frá verðföllnum eignum) þyrftu að fara að huga að annarri vinnu, til dæm- is á Keilisnesi. Svo bað hann fyrir bestu kveðju til félaga sinna í Nátt- úruvemdarráði. Hjálp að vestan Kísilandstæðingar drógu nýverið hingað upp á klakann amerískan grínpísmann, sem sagði í sjónvarps- NYRNKU-N ÞJðmiLISTI. Æwm m ím ilringáu og 2 aent eiutaR ISOLUDEILD S. 683366 Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! „Það á að leggja niður allan grasbítabúskap og hætta að bera tilbú- inn áburð á túnin, og þar með köfnunarefnis- austri í vatnið. Þeir sem misstu við það lífsviður- væri sitt og yrðu að yfirgefa verðfallnar eignir þyrftu náttúr- lega að leita sér að vinnu annars staðar, til dæmis á Keilisnesi.” viðtali að lífríkinu stafaði svo mikil hætta af auknu köfnunarefni í vatn- inu að leggja yrði Kísiliðjuna niður sem fyrst. Nú er það svo að bænd- urnir hér við vatnið og ána bera mikinn tilbúinn áburð á tún sín. I þessum áburði er köfnunarefni, sem rennur með einum eða öðmm hætti í vatnið. Getgátur og staðreyndir Kísilandstæðingar hafa lítið talað um ofbeit, landeyðingu og sandburð Krákár, sem rennur í Laxá, eða áburðaraustur (köfnunarefni) í Krákárbotnum. Kannski stríðir það gegn hagsmunum þeirra? Skaðleg áhrif kísilgúrvinnslu á lífríki Mý- vatns er ekki staðreynd, heldur getgátur eða óskhyggja sjálfmennt- aðra sérfræðinga. Hins vegar er landeyðing og uppblástur af völdum ofbeitar staðreynd og köfnunarefni í tilbúnum áburði er staðreynd. í ljósi þeirra staðreynda liggur beint við hvernig vernda beri náttúru og lífríki Mývatns. Það á að leggja niður allan grasbítabúskap og hætta að bera tilbúinn áburð á tún- in, og þar með köfnunarefnisaustri í vatnið. Þeir sem misstu við það lífsviðurværi sitt og yrðu að yfir- gefa verðfallnar eignir þyrftu nátt- úrlega að leita sér að vinnu annars staðar, til dæmis á Keilisnesi. Höfundur er starfsmaður Kísiliðjunnar. GORE-TEX | SUPERPROOF gönguskór r. áL. . Vatnsheldír Léttir Þægilegir x r ' ■ rv 5 únur, ± X Glæsibæ, sími 812922 ^ v.Vifcj#' NOTAÐU GRÆNMETI SEM HÆFIR TILEFNINU Við hjá KJ vitum að sama grænmetistegundin hæfir ekki öllum mat. Þess vegna hafa matreiðslumeistarar okkar lagað grænmetisblöndur sem henta mismunandi réttum: Þú átt valið. Niðursoðið grænmeti er hollt og ljúffengt meðlæti. ,1 AMERISK GRÆNMETISBLANDA ...með salatinu og svínakjötinu FRONSK GRÆNMETISBLANDA ......með nautasteikinni am ITOLSK GRÆNMETISBLANDA ....með pastaréttunum GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR ..........með lambakjötinu auk þess bjóðum við að sjálfsögðu upp á Grænar baunir, maískorn, rauðkál og rauðrófur © K.JONSSON&CO. Sími: 96-21466 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.