Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 40
 n lormmXiTabiíi 1IÁTRYG6ING jjík', SEM BRÚAR sÆm&f BILIB FM * SJÓVÁOÍ_ALMENNAR LKTTÖI FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Vestfirðir: Vilji til að sameina sveitafélög Ísaílrði. EINDREGINN vilji kom fram meðal sveitastjórnamanna á norð- anverðum Vestfjörðum, um að' vinna að sameiningu svæðisins frá norðanverðum Arnarfirði að sýslumörkum Strandasýslu í eitt sveitarfélag á fundi sem Sigfús Jónsson formaður nefndar félags- málaráðuneytisins um breytta skipan sveitastjórna efndi til í Stjórnsýsluhúsinu í gærkvöldi. Néfndarmenn eru nú á yfirreið um T landið til að kynna hugmyndir sínar. I þeim er gert ráð fyrir að 11 sveitar- félög í ísafjarðarsýslum sameinist, en Nauteyrarhreppur í norðanverðu ísafjarðardjúpi sameinist Hólmavík- urhreppi á Ströndum að ósk íbúa. Það kom fram hjá Sigfúsi að flest- ir hreppsnefndarmenn í Djúpinu eru á móti sameiningu, en ef af henni yrði vilja þeir heldur sameinast Isafirði en Súðavík sem er næsti þéttbýlisstaður. Á fundinum í gærkvöldi voru mættir fulltrúar allra hreppa í vestur- -^sýslunni, en athygli vakti að enginn fulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar mætti á fundinn og kom það reyndar fram í máli nokkurra fundarmanna að helsta vandamál sameiningar væri andstaða Bolvíkinga. Um síðustu áramót voru íbúar þessara 11 sveitarfélaga 6.402 og af þeim eru 3.498 búsettir á Isafirði. BKKKkfOSS lubeck ir- • ——7 é .mmm mmrJH -JEi y Morgunblaðið/KGA Bakkafoss lá í Sundahöfn í gær en átti að leggja úr höfn skömmu fyrir miðnætti. Kaupskipum á eftir að fjölga í höfnum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu á næstunni vegna verkfallsins. Yerkfall háseta hófst á miðnætti Iðja á Akureyri leitar eftir verkfallsheimild vegna óánægju í mj ólkursamlaginu VERKFALL háseta á kaupskipum hófst á miðnætti í nótt og stend- ur til föstudagsins 25. október nema samningar takist fyrir. þann tíma. Verkfallið tekur til heimahafna samkvæmt kjarasamningi, en það eru hafnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu auk hafnanna í Keflavík og Njarðvík. Engin skip munu þó láta úr þessum höfnum fyrr en mánudaginn 28. október þar sem yfirvinnubann er einnig í gildi í heimahöfnum. ^ Ulfar Teknir með fíkniefni Fíkniefnalögreglan handtók í gær tvo 27 ára menn sem komu ^Bbtil landsins frá Kaupmannahöfn. í fórum þeirra fundust 104 grömm af amfetamíni. Annar mannanna var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags vegna rannsóknar málsins. I gærkvöldi var einnig handtekinn þrítugur maður sem talin er viðriðinn málið. Deiluðailar funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í gær en án árangurs. Jón H. Magnússon, hjá Félagi kaupskipaútgerðanna, sagði eftir fundinn að staðan í kjaradeilunni væri óbreytt og Jón- as Garðarsson, framkvæmda- stjóri Sjómannafélags Reykjavík- ur, sagði að ekkert hefði miðað í samk.omulagsátt. Bakkafoss lá bundinn við bryggju inn í Sundahöfn síðdegis í gær, en átti að leggja úr höfn skömmu fyrir miðnættið. Hann hefur siglt samkvæmt venju þrátt fyrir yfirvinnubannið, þó á honum séu íslenskir hásetar, þar sem hann er skráður í Þýskalandi og á honum er þýskur skipstjóri. Þá hefur Iðja, félag verk- smiðjufólks á Akureyri, ákveðið að boða til fundar á morgun þar sem leitað verður eftir heimild til verkfallsboðunar, en mikil óánægja er ríkjandi meðal starfs- fólks mjólkursamlagsins vegna þess að það fær ekki námskeiðs- álag greitt að upphæð rúmlega þtjú þúsund krónur þrátt fyrir að hluti þess hafi sótt námskeiðin. Akvæði þar að lútandi eru ekki I samningum en starfsfólk telur að það hafi fengið vilyrði fyrir þess- um greiðslum í fyrri samningum, en slíkar greiðslur tíðkast meðaí margra annarra starfshópa, þar á meðal innan Iðju. Starfsfólk mjólkursamlagsins á Húsavík verður með fund um sama efni á mánudaginn kemur. Þá hefst fundur fiskvinnslu- deildar Verkamannasambands ís- lands í Reykjavík á sunnudag, þar sem mótaðar verða sérkröfur deildarinnar í þeim samningum sem framundan eru. Aðalfundir deilda VMSI eru á þriðjudag, en þing sambandsins hefst þá og stendur fram eftir vikunni. Sjá ennfremur frétt á bls. 25. Maður fór í gegnum síló Verkamaður missti meðvit- und þegar hann rann í gegn- um síló í togarahöfninni á Akureyri uppúr hádegi í gær. Verið var að moka salti úr Hvassafellinu í stórt síló þegar verkamaðurinn lenti inn í því og rann með saltinu niður sílóið þar sem hann festist. Maður sem beið á bryggjunni kom auga á fæturna á manninum og kallaði á hjálp við að losa hann. Verka- maðurinn hafði misst meðvitund en fljótlega tókst að blása í hann Iífi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og er ástand hans eftir atvikum. Þetta er annað vinnuslysið við Hvassafell á tveimur dögum. Tveir hafnarverðir slösuðust s.l. miðvikudag þegar springur slitn- aði og lenti á mönnunum. Álverð hefur hækkað um 7 0 dollara tonnið ALCAN og fleiri framleiðendur draga úr álframleiðslu KANADÍSKA álframleiðslufyrirtækið ALCAN tilkynnti í fyrradag að það hefði ákveðið að draga úr álframleiðslu sinni um 8,5% á ári og hafði þessi ákvörðun þegar þau áhrif að heimsmarkaðsverð á áli hækkaði um 70 dollara og er nú um 1.230 dollarar á tonnið, en undanfarna mánuði hefur verðið verið á bilinu 1.130 til 1.170 dollar- ar á tonnið. Bond Evans forstjóri Alumax, eins álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál, segir að möguleiki sé á því að fleiri _álframleiðendur muni draga úr álframleiðslu sinni í kjölfar þessarar -akvörðunar ALCAN, sem er einn stærsti álframleiðandi heims — framleiðir um 1,7 inilljón tonna á ári. Loðnuskipin í land LOÐNUSKIPIN sem aðstoðuðu Árna Friðriksson við loðnuleit vestan og norðan við land eru komin til hafnar og óvíst er hvort þau eða önnur fari rannsóknarskipunum til aðstoðar á næstunni. „ALCAN tilkynnti í gær að þeir hygðust draga ársframleiðslu sína saman um 8,5%, vegna þess hve miklar álbirgðir hefðu safnast upp í heiminum. Markaðurinn brást að mínu mati við þessari ákvörðun •H.LCAN á þann hátt að heimsmark- aðsverð hækkaði um 70 dollara tonnið. Samt sem áður tel ég ekki tímabært að ganga út frá því sem vísu að álverð fari nú hækkandi, og að sú verðlægð sem ál hefur verið í undanfarin misseri sé gengin yfir,” sagði Bond Evans í samtali við Morgunblaðið í gær. Van der Ros framkvæmdastjóri hollenska álfyrirtækisins Hoogo- vens sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að tilhneiging væri einnig til þess í Evrópu að draga úr álframleiðslu. Hann sagði að nýlega hefði hollenskur álframleið- andi ákveðið að minnka framleiðslu sína um 12,5% og það gæti verið vísbending um að fleiri álframleið- endur fylgdu í kjölfarið. „Ég tel það frumforsendu fyrir því að álverð fari hækkandi á nýjan leik,” sagði Van der Ros. Bond Evans og Van der Ros eru sammála um að álverð þurfi að hækka í 1.750 til 1.850 dollara á tonnið á nýjan leik, til þess að ál- framleiðsla verði arðvænleg. Sjá viðtal við Bond Evans á miðopnu. Bjarni Sæmundsson hélt til loðnuleitar á þriðjudagskvöldið og Hjálmar Vilhjálmsson ieiðangurs- stjóri sagðist í gærkveldi búast við að þeir, ásamt Árna Friðrikssyni, yrðu komnir á leitarsvæðið í dag. „Við lentum í slæmu veðri og biðum það af okkur undir Látra- bjargi. Árni þurfti að fara inn á Isafjörð að bæta á sig vatni og olíu og bæði skipin eru nú á leiðinni á leitarsvæðið og við byrjum að leita á föstudagsmorgun,” sagði Hjálmar í gærkvöldi. Hjálmar sagði að loðnuskipin fjögpir, Höfrungur, ísleifur, Sunnu- berg og Súlan, sem aðstoðað hefðu Árna, væru öll komin í land en fyrir- hugað væri að þeir fengju tvö skip til aðstoðar á næstu dögum. Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að þegar kallið kæmi frá Hjálmari um aðstoð yrði tekin ákvörðun um hvaða skip yrðu send.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.