Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 + Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar og systir, RÓSA SVANFRÍÐUR ODDSDÓTTIR, Ljósheimum 18a, lést í Borgarspítalanum 16. október. Fyrir hönd systkina, Héðinn Svanbergsson, Rannveig Magnúsdóttir, Oddur Agústsson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI VIGFÚS ÁRNASON, Faxabraut 38d, Keflavfk, lést af slysförum 16. október. Matthildur Óskarsdóttir, Þuri'ður Halldórsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELIS HALLGRÍMSSON, Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum, laugardag- inn 19. október kl. 15.00. Heidy De Souza, Ernie De Souza, Guðjón Elisson, Arnheiður Andrésdóttir, Sigríður Elisdóttir, Hallgrimur Elisson, Alda Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, • HJALTI S. SIGURÐSSON, Vesturgötu 12a, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans láti sjúkrahús Keflavíkur njóta þess. Edda Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Björnsson, Kristin Guðríður Hjaltadóttir, Hannes Hjalti Gilbert, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR ÞORLEIFSSON, húsgagnabólstrari, Gerðhömrum 1, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. október kl. 13.30. Guðrún Sturludóttir, Sigríður Kristin Þórisdóttir, Þorkell Samúelsson, Reynir Þormar Þórisson, Sveinborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langaamma, LAUFEY EINARSDÓTTIR frá Bjargi, Grindavík, Hólmgarði 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. október kl. 13.30. Lára Loftsdóttir, Lofthildur Loftsdóttir, Guðmunda Loftsdóttir, Helga Loftsdóttir, Hrefna Loftsdóttir, Skarphéðinn Loftsson, Gunnar Gfslason, Ragnar Fransson, Gunnar Kristjánsson, Hjörtur Karlsson, Erla Egilsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, JENS KR. GESTSSONAR. Starfsfólki sjúkradeildar Hrafnistu þökkum við sérstaka alúð og umhyggju. Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólafur S. Jensson. Minning: Haukur Jónsson deildarstjóri Haukur Jónsson deildarstjóri í Hampiðjunni er látinn, 62ja ára að aldri, eftir snarpa viðureign við erf- iðan sjúkdóm. Haukur fæddist að Draghálsi í Hvalfjarðarstrandarhreppi 25. júlí 1929. Foreldrar hans voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson hreppstjóri að Geitabergi, en þar ólst Haukur upp. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Rósu Einars- dóttur, 5. júlí 1953. Þau eignuðust fjórar dætur, Dagrúnu, Kolbrúnu, Auði og Berglindi. Dagrún lést fyr- ir rúmum tveimur árum. Haukur lauk námi í bifvélavirkj- un við Iðnskólann í Reykjavík 1953. Að námi loknu hóf hann störf á verkstæði Steypustöðvarinnar hf., þar sem hann starfaði sem verk- stjóri í tvo áratugi. Eftir stuttan stans hjá íslenska Alfélaginu hóf hann svo störf í Hampiðjunni í nóvember 1973, fyrst sem viðgerðarmaður á neta- stofu, en skömmu síðar tók hann við stjóm netaframleiðslunnar. Deildin var þá á miklum umbrota- tímum. Verið var að taka í notkun nýja kynslóð véla og hafín var sókn á vaxandi netamörkuðum hér á landi og erlendis. Sú sókn gekk vonum framar og urðu íslensku netin á skömmum tíma viðurkennd sem þau bestu í heimi. Keppinaut- arnir reyndu hvað þeir gátu til að líkja eftir íslensku netunum ekki aðeins í gæðum heldur einnig útliti. Haukur átti stóran þátt í þeim góða árangri sem Hampiðjan náði á þessum árum. Allt, sem laut að vélum lék í höndunum á honum og hann náði því besta út úr þeim. Einnig mun fólkið sem vann undir stjórn Hauks Jónssonar minnast hans sem sérlega trausts yfir- manns, sem á rólegan og yfirvegað- an hátt sá um að hlutirnir gengju hratt og hnökralaust fyrir sig. í áraraðir byggði netadeildin á traustum kjarna starfsfólks, en hann mynduðu að verulegu leyti nokkrar fjölskyldur þar sem- fimm til sex systkini unnu saman eða þau yngpn tóku við af þeim eldri. Þetta var kjölfesta deildarinanr og fólkinu leið vel hjá Hauki. Haukur var einstakt ljúfmenni, þægilegur í umgengni og vildi hvers manns götu greiða. Ágreiningsefni, ef einhver voru, leystust á átaka- lausan hátt. Haukur hafði samt sína skoðun á málunum. Hann var vanur að ígrunda öll atriði gaumgæfilega áður en hann tók ákvörðun. En eftir að ákvörðun var tekin, stóð hún óhögguð. Því var það þegar Haukur kom snemma árs 1984 og sagðist hafa tekið þá ákvörðun að láta af störfum sem yfirmaður neta- deildar, að maður vissi að ekki þýddi að ræða það frekar. Hauki fannst kominn tími að breyta til eftir tíu ára starf í deildinni og þar við sat. Á árinu 1984 flutti Haukur sig því um set og hóf störf í vélsmiðju fyrirtækisins. Þar eð Haukur var einstaklega hugmyndaríkur, laginn og vandvirkur, einn þessara snill- inga í vélsmíði, kom það í hans hlut að ýta úr vör nýsmíðadeild smiðj- unnar, eins og vélsmiðjan er að jafn- aði kölluð. Þar hafa mörg afrekin við hönnun ög smíði sjálfvirkra véla verið unnin, véla sem ekki var unnt að'fá annars staðar frá. Líklega ber þar hæst sjálfvirkar, tölvustýrðar vindivélar fyrir fléttideild, en af þeim smíðuðu Haukur og hans menn samtals 26 stykki. Þær eru allar í notkun og hafa reynst mjög vel, m.a. aukið afköst stórlega. + Ástkær faðir okkar, ÁRNI KÁRASON, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. október kl. 14. Eiður Árnason, Kári Árnason, Ingólfur Árnason. + Innilegar þakkir og blessunaróskir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs föð- ur okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS JÓNSSONAR frá Engey, Vestmannaeyjum (Sjonni frá Engey). Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Sigríður Harpa Sigurjónsdóttir, Héðinn Konráðsson, Ragnar Sigurjónsson, Hrönn Sigurjónsdóttir, Gestur Páll Gunnbjörnsson, Sigurjón Sigurjónsson, Erna Ólöf Óladóttir, Byigja Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall og jarðarför, ARNDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Auðarstræti 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfs- fólki á deild 11A, Landspítala, fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Ólafur Ólafsson, Rósa G. Shults, Alda Gísladóttir, Brynleifur Sigurjónsson, Guðbjörg G. Minske, Marvin Minske, Konny G. Condon, barnabörn og barnabarnabörn. Síðla árs 1987, þegar nokkrar skipulagsbreytingar urðu í verk- smiðjunni, var Haukur beðinn um að taka að sér stjórn smiðjunnar allrar, nýsmíða sem viðhalds. Gerði hann það, en þó aðeins í eitt ár. Þá óskaði hann eftir að fá að sinna því sem hugur hans stóð helst til, að þróa nýja tækni. Áfrekunum á því sviði var ekki lokið. Á undraskömmum tíma lauk hann við hönnun og smíði sjálfvirkr- ar vélar sem notuð er við netafram- leiðslu, þá fyrstu í heiminum sem vitað er um. Nú í sumarbyijun, eft- ir að veikindin höfðu htjáð hann mánuðum saman, lauk hann svo síðasta verki sínu. Þar var enn um sjálfvirkni að ræða, sem jók afköst og dró úr slysahættu, nú í sam- bandi við frágang og pökkun afurð- anna. Mér hefur orðið tíðrætt um sam- starfið við Hauk og störf hans hjá Hampiðunni. Þannig vildi það oft verða eftir áralangt samstarf þar sem tekist er á við áhugaverð og krefjandi viðfangsefni. En lífið er annað og meira en vinna. í frítíma sínum höfðu Haukur og Rósa sér- staka unun af því að ferðast um landið, ekki síst um lítt troðnar slóð; ir á hálendinu. í fyrstu ferð okkar Olafar, konu minnar, inn á hálendið vorum við svo lánsöm, að fá að slást í för með þeim Hauki og Rósu, Jónínu systur hennar og Bjarna mági. Þar nutum við þekkingar Hauks á landinu og góðrar leið- sagnar. Þessi fyrsta för okkar í svo góðum og skemmtilegum félags- skap varð okkur mikil hvatning að halda áfram á sömu braut. Haukur var hár maður vexti, sterklega byggður og myndarlegur á velli. Að lokum varð hann þó, eins og allir aðrir menn, að láta undan ofureflinu. En veikindi sín bar hann í hljóði og kvartaði aldr- ei. Ef talið barst að þeim, þegar vitað var hvert stefndi, var sama æðruleysið að finna hjá Hauki. Hann tók örlögum sínum með heim- spekilegri ró. Innri styrkur hans var óbifanlegur. Ég, ljölskylda mín og samstarfs- menn í Hampiðunni erum þakklát fyrir kynni okkar af Hauki Jóns- syni, svo einstökum manni sem hann var. Rósu og fjölskyldunni flytjum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gunnar Svavarsson ---------------- Leiðrétting Dánardægur misritaðist í minn- ingargrein í blaðinu sl. miðvikudag, um Eufemíu Th. Hinriksdóttur. Hún lést 2. október, ekki þann 10. ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.