Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991
m
fclk f
fréttum
KVIKMYNDIR
Robin hefur risið úr öskustónni
Það hefur aldeilis vorað hjá leik-
konunni Robin Givens en hún
hefur fengið úi-valsdóma fyrir leik
sinn í kvikmyndinni „A Rage In
Harlem”. Þar leikur hún unga konu
mitt í glæpagengi, en hún fær ótrú-
lega miklu áorkað í eigin þágu
vegna greindar sinnar og kynþokka.
Hún útskrifaðist til kvikmyndaleiks
eftir að hafa leitt þáttaröðina „Head
Of Class” sem var meðal annars
sýnd hér á landi í sjónvarpi. Hún
snýr nú aftur til sjónvarpsþátta og
hefur nú náð svo langt, að í stað
þess að haft er samband við hana'
til að vita hvort hún passi í hlut-
verk, þá er nú ritaður myndaflokkur
í kring um hana. Þetta er spurning
um mikla viðurkenningu og að
minnsta kosti fimmfeWun í launum.
En það brosti ekki alltaf svona við
henni lífið. Enn er mörgum í fersku
minni hjonaband hennar og hnefa-
leikatröllkarlsins Mike Tyson, en
Givens var þar legið á hálsi að hafa
blekkt einfeldning og gómað hann
aura hans vegna. Givens segir það
alrangt og slúðurblöð hafi notið
þess að rangtúlka hvert mælt orð
og jafn vel búa til heilu viðtölin við
sig þar sem hún átti að hafa sagt
allt af létta. Þau skildu eftir stutt
og stormasamt hjónaband og fyrir
dómstólum vegna lífeyris og skipt-
ingu eigna kom fram að Tyson hafði
lamið Givens sundur og saman í
tíma og ótíma.
Almenningur var tregur til að trúa
Givens, enda Tyson hvers manns
hugijúfi, þáverandi heimsmeistari í
þungavigt í hnefaleikum og maður
fólksins, opinskár, hress og yfirlýs-
ingaglaður. Maður sem reytti af sér
brandara í sjónvarpsviðtölum og
talaði í fyrirsögnum. Því er það svo,
að margur álítur Givens standa sig
svo vel í umræddri kvikmynd, að
hún þurfi ekkert að leika, hlutverk-
ið„sé hún”. Givens telur raunar að
vafasöm frægð hennar hafi orðið til
þess að hún komst að í sjónavrps-
þáttunum „Head Of Ciass”. Hún
hafi verið þekkt nafn og framleið-
endurnir séð sér leik á borði og
grætt á því. Hún hafi hins vegar
gert sér grein fyrir að hún yrði að
nýta hvert sitt tækifæri ef hún ætl-
aði sér frægð og frama í Holly-
wood. Hún yrði að vinna stöðugt
og vel að því að hreinsa ímynd sína.
Hún ber þó Tyson vel söguna og
segir vandamál þeirra hafa verið
beggja sök. Þau séu enn nánir vin-
ir, en reynslunni ríkari, þ.e.a.s. þau
séu ekki hjónabandaefni.
Framtíðin brosir við Robin Givens
sem þykir ein kynþokkafylsta unga
leikkonan í Hollywood um þessar
mundir. Kvikmyndaframleiðendur
Kobin með fyrrum bónda sín-
um, hinum ægilega Mike Tyson.
segja kröftum hennar sóað i sjón-
varpi, en hún segist vera að safna
reynslu í sarpinn. Hún ætli sér fram-
tíð í kvikmyndum, en ætli sér ekki
of geyst.
HEIÐRANIR
Fjórir nýir
heiðursfé-
lagar SVFÍ
Fjórir heiðursféjagar Slysa-
varnafélags íslahds voru
kjörnir sl. föstudag. Júlía Hannes-
dóttir og Ragna Helga Rögnvalds-
dóttir voru kjörnar í virðingu fyrir
áratuga þjónustustörf í þágu sam-
takanna, Brian D. Holt fyrir sam-
starf við hjálp og aðstoð, leitar-
og björgunarstörf vegna breskra
þegna hér á landi og við strendur
landsins og Haraldur Henrysson
fyrir félags- og stjórnarstörf í
þágu björgunarsveitarinnar Ing-
ólfs, svo og fyrir störf sem varafor-
seti samtakanna 1979 til 1982 og
forseti þeirra 1982 til 1990. Syst-
kinin Birna Mjöll og Trausti hlutu
i björgunarverðlaun unglinga fyrir
að hafa með snarræði bjargað
tæplega tveggja ára gömlum bróð-
I ur sínum frá köfnun sl. vor. Við
þetta tækifæri var jafnframt af-
hjúpuð bijóstmynd af látnum heið-
| ursfélaga Ingibjörgu Pétursdóttur
frá Reykjum.
Morgunblaðið/RAX
... AjMK . /•/. 1 m Sfe*' mít 1 . ' v, •' ""/v.
i ! f 1 H§f í p :>'f
COSPER
“HYUNDAI
Hyundai 286 AT
með 52 mb
hörðum diski og
SUPER VGA
iitaskjá.
Verð
89.900
Lauga\regi 51 og Kringlunni ® 62 47 70
Það er peningur
/ Egils gleri!
Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru
margnota með 10 króna skilagjaldi.
Ekki henda verðmaetum, hafðu tómt Egils gler
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í næstu verslunar- éða sjoþþuferð.
Það er drjúgur peningur!
Sgils
IIS Aftur og aftur og aftur!