Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 FOLK ■ HOWARD Kenda.ll, stjóri Everton tók upp tékkheftið í gær og greiddi Luton 500.000 pund fyrir varnarmanninn Matthew Jackson, sem er 21 FráBob ' árs. Hennessyí B PAUL Morti- Englandi mer, miðvallarleik- maður Aston Villa Tr^var einnig seldur í gær fyrir 500.000 pund — til Crystal Palace. Hann er 23 ára og var áður hjá Charlton. ■ DENIS Smith, stjóri Sunder- land, keypti í gær framherjann John Byrne, sem er írskur lands- liðsmaður, fyrir 250.000 pund frá Brighton. Leikmaðurinn er þrítug- ur. ■ BYRNE á að fylla skarð Marc- os Gabbadini, sem var seldur til Crystal Palace á dögunum fyrir 1,5 milljónir punda. Palace keypti hann eftir að liðið seldi Ian Wright til Arsenal. ■ TERRY Cooper, sem tók við framkvæmdastjórn 3. deildarliðs Birmingham þegar Lou Macari fór til Stoke fyrir átta vikum, hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. ■ LEIKMENN annarrar deildar- liðs Blackburn, sem Kenny Dalgl- ish stjórnar nú, geta fengið allt að 40.000 pundum hver ef þeir vinna deildina — þeir sem eru með í flest- um eða öllum leikjum vetrarins. Það er rúmlega fjórar milljónir ISK. Þess má geta að hver leikmaður Arsenal fékk 25.000 pund þegar 'iðið varð enskur meistari í vor! ■ PETER Reid, stjóri Man. City, hefur nælt í norskan landsliðsmann, Oyvind Leonhardsen, 21 árs mið- vallarleikmann frá Molde. Sá norski verður til reynslu á Maine Road í tvær vikur, en vitað er að Reid hefur mikinn áhuga á að kaupa hann. Leonhardsen á níu a-landsleiki að baki fyrir Noreg. Því má bæta við að þjálfari Molde er Norðmaðurinn Age Hareide, sem lék í Englandi fyrir nokkrum árum. ■ BRIAN Marwood, fyrrum leik- maður Arsenal og Sheff. Wedn., sem síðast var hjá Sheff. Utd., hefur verið lánaður í mánuð til --^Middlesbrough, sem er efst í 2. deild. ■ SKOSKA úrvalsdeildarliðið Hi- bernians hefur keypt vamarmann- inn Dave Beaumont, sem er 27 ára, frá Luton fyrir 110.000 pund. Hann var áðúr í herbúðum Dundee Utd. í Skotlandi. SKIÐI / LANDSLIÐIÐ I ALPAGREINUM Sex keppa um Ólympíusæti SigurðurJónsson hefurvalið liðtil þátt- töku í lokaundirbúningi fyrir ÓL SIGURÐUR H. Jónsson, lands- liðsþjálfari íalpagareinum, hef- ur valið endanlegt 6-manna lið til að taka þátt í lokaundirbún- ingi fyrir Vetrarólympfuleikana í Albertville i Frakklandi í febrú- ar á næsta ári. Guðrún H. Kristjánsdóttir, margfaldur ís- landsmeistari frá Akureyri, datt út úr liðinu og í stað henn- ar kemur Harpa Hauksdóttir frá Akureyri. Landsliðið í alpagreinum heldur til Hintertux í Austurríki í þriggja vikna æfingaferð á sunnu- daginn. Kristinn Björnsson tekur ekki þátt í þessari ferð þar sem hann er við nám í skíðamennta- BLAK skólaí Geilo í Noregi. Liðið fer síðan út aftur í desember í æfigna- og keppnisferð til Austurríkis. Landsliðshópinn skipa: Arnór Gunnarsson, ísafirði, Kristinn Björnsson, Ólafsfirði, Valdemar Valdemarsson, Akureyri, Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, Ásta Halldórsdóttir, ísafirði og Harpa Hauksdóttir, Ákureyri. Gera má ráð fyrir að Skíðasam- bandið sendi þijá til fjóra keppend- ur í alpagreinum á Vetrarleikana og það verður því hart barist um þau sæti á næstu mánuðum. Það skýrist væntanlega ekki fyrr en í janúar hveijir verða fulltrúar ís- lands í Albertville. Asta Harpa Valdemar Ornólfur Víkingssigur á ÍS ÞRÍR leikir fóru fram á íslands- mótinu íblaki ífyrrakvöld. í kvennaflokki vann Víkingur lið ÍS, 3:1 og Breiðablik vann HK með sömu tölu. ÍS sigraði ný- liðana í Umf. Skeiðamanna í 1. deild karla nokkuð örugg- lega, 3:0. Túdínur geta nagað sig í hand- arbökin eftir ósigur sinn gegn Víkingsstúlkum._JVÍkingsliðið byij- ■■BBHBI aði betur og sigraði GuömundurH fyrstu hrinuna Þorsteinsson 15;13 eftir að Stú- skrifar dínur höfðu jafnað 13:13. Stúdínur unnu næstu hrinu 15:8 og jönfuðu og þar réðu að mestu góðar upp- lega, s gjafir Jónu Hörpu Viggósdóttur. Þriðja hrinan var spennandi, en Víkingsstúlkur sigruðu 17:16 eftir að bæði liðin áttu möguleika á að gera út um hrinuna. Víkingur tryggði sér sigurinn í fjórðu hrinu, 15:11. Víkingssliðið, sem lék án Særúnar Jóhannsdóttur, var í heild betra, en Stúdínur voru á köflum mistækar þegar mikið lá við. Stiga- lega séð gat leikurinn ekki verið jafnari því bæði liðin gerðu 55 stig. Blikastúlkur gefa ekki eftir Blikastúlkur eru ekkert á því að gefa neitt eftir í komandi baráttu, en liðið sigraði í sínum fyrsta leik er það lagði HK-stúlkur að velli í fyrsta innbyrðis leik Kópavogslið- KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Hacken á möguleika Hácken lék um helgina fyrri leik sinn gegn Helsingborg í úrslita- keppninni um sæti í úrvalsdeildinni, „Allsvenskan”, að ári. Leikn- um sem fór fram á heimavelli Hácken lauk með jafntefli 2:2 eftir 2:1 í hálfleik. Peter Granquist gerði bæði mörk Hácken sem lék án Hans Palmkvist og Gunnars Gíslasonar sem var meiddur. Seinni leikurinn í Helsingborg þann 20. októb- er verður því erfiður þar eð heimaliðið fær venjulega fleiri þúsund áhorfendur á heimaleiki sína. Sænsku blöð- in telja þó að möguleikar Hácken séu ekki úr sögunni því reiknað sé með að Palmkvist og Gunnar leiki seinni leikinn og að þeir séu tromp liðsins. í hinni viðureign úrslitakeppninnar vann Brage Vasalund 2:1. GrétarÞór Eyþórsson skrifar fráSviþjóö anna. HK vann fyrstu hrinuna 15:12 en síðan ekki söguna meir. Blikastúlkur unnu næstu þijár hrin- ur, 15:4, 15:13 og 16:14. Hjá HK var Mirka Marikova best og er hún einn besti uppspilari sem hér hefur sést í kvennablakinu. Oddný Er- lendsdóttir var best í liði Breiða- bliks. Skeiðamenn heillum horfnir Ungmennafélag Skeiðamanna, sem vann sér þátttökurétt í 1. deild karla á síðasta keppnistímabili, sótti ekki gull í greipar Stúdenta. Nýlið- arnir töpuðu 3:0 (15:2, 15:7, 15:7) og stóð leikurinn aðeins yfir í 46 mínútur. Arnór Kristinn Tlalka þjálfar Ár- menninga Malgorzata Mogore Tlalka, sem er pólsk að uppruna en gerðist síðan franskur ríkis- borgari, hefur verið ráðinn þjálf- ari hjá skíðadeild Ármanns í Reykjavík. Tialka tók þátt í al- þjóðlegu skíðamótaröðinni sem fór fram hér á landi í apríl í vetur og varð sigurvegari sam- anlagt. Tlalka er enginn nýgræðingur á skíðunum því hún hefur m.a. náð þeim áfanga að keppa á tvennum ólympíuleikum, 1984 og 1988. Hún varð í 6. sæti á ÓL 1984. Hún tók þátt í heims- bikarkeppninni frá 1982 til 1988. Tvíburasystir hennar, Dorota, var einnig í fremstu röð og var með í heimsbikarkeppn- inni á sarqa tíma og Malgorzata. Pólska stúlkan hefur þegar hafið störf og er með þrekæfing- ar fýrir alla flokka félagsins. Reiknað er með að hún keppi einnig á mótum vetrarins hér á landi fyrir Ármann. HANDKNATTLEIKUR Opið bréf til Sig- urðar Sigurðssonar VASKUR 0G VAKANDI „STÓRMÓT í skák eru mjög krefjandi. Þess vegna nota ég Rautt eðal-ginseng. Þannig RAUTT EÐAL GINSENG - þegar reynir á athygli og þol kemst ég í andlegt jafn- vægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið." Helgi Ólafsson, stórmeistari í skók. Hvert hylki inniheldur 300 mg af hreinu rauðu eðal-ginsengi. ill Ol'l'JV .-IfrVíiqi Uíl Vegna bréfs sem forráðamenn KA og ÍBV rituðu til framkvæmda- stjórnar HSÍ [og birtist í Morgun- blaðinu í gær] vill Handknattleiks- deild Vals gera eftirfarandi athuga- semdir. Þessar athugasemdir beinast eingöngu til Sigurðar Sigurðssonar formanns Handknattleiksdeildar KA vegna ummæla í okkar garð. Það er ljótt að ljúga Sigurður!!! Einu samskipti Vals og KA á þessum degi voru þau að við Valsmenn hringdum í þig og báðum um frest- um, sem þú neitaðir. Þú bauðst okk- ur aldrei neina rútu, þú bauðst held- ur ekki neitt skýli til íslandsflugs, þeir sögðu að þeir yrðu að fara strax í bæinn af því að þeir hefðu ekki neitt skýli fyrir norðan. Ef þeim hefði verið boðið skýli, þá hefðu þeir dvalið þama um nóttina. Þessi svoköiiuðu „kostaboð” eru helber lygi. Þó þú hafir horft út um gluggann þinn á Akureyri og verið ijómablíða yfir firðinum, þá gáfu Almannavarn- ir út aðvörun, einnig var okkur tjáð af Flugumsjón að þetta væri „glap- ræði”. (Einnig fuku nokkur hús á Siglufirði þessa nótt.) Þetta var um kl. 18.00, þó veðrið hafi ekki orðið einsog því var spáð, þá verða menn nú að hlusta á Álmannavamir. Sigurður Sigurðsson hefur greini- lega aldrei þurft að fara í Evrópu- keppni með sitt lið. Einsog spár gerðu ráð fyrir áttu menn að halda sig innandyra norðanlands vegna veðurofsans um nóttina og jafnvel fram eftir degi. Ef þetta hefði geng- ið eftir þá hefði engin rúta farið suður, og við hugsanlega ekki kom- ist í flug til Svíþjóðar, þá hefðum við Valsmenn þurft að borga marg- ar, margar kökur í sektir og verið víshð úr Evrópukeppni f tvö ár. En Hi'ivnirs- I þú hefðir nú eflaust boðist til að borga það eins og annað, Sigurður minn. Þetta með hagfræðikunnáttu mína er skot langt undir belti, eigi veit ég hvað kökurnar kostuðu, en ég geri ráð fyrir því að þú sem klók- ur formaður hafir fengið þær gefins hjá einhveijum góðum KA-manni, sama með auglýsingarnar. Við hefð- um hinsvegar þurft að borga hótel og fæði fyrir 18 manns og þessir 18 hefðu tapað 18 vinnudögum, það er líka tjón. Það þarf ekki mikla hagfræðikunnáttu til að reikna þetta út. Hinsvegar þykir mér leitt að þú viljir ekki kenna mér neitt í hag- fræði, því lengi getur maður á sig blómum bætt. Það gleður okkur vissulega að þið skulið gæta fyllsta hreinlætis í ferð- um ykkar, en við strákarnir tökum nú líka með okkur tannburstann, þegar við förum í lengri ferðir. Vissulega hörmum við Valsmenn að þessi leikur gat ekki farið fram, við þurftum á hörkuleik að halda og það hefði verið gott veganésti til Svíþjóðar að hafa glímt við Alla og félaga, en það kemur nú síðar. Einnig hörmum við ef þið hafið orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessarar frestunar. Það er alltaf leið- inlegt þegar íþróttafélög tapa pen- ingum vegna utanaðkomandi að- stæðna. Svona að lokum, til að sýna þér smá vinarhug, þá bjóðum við Vals- menn þér og meistaraflokki KA á leik Vals og Hapoel sem verður þann 3. nóvember næstkomandi. Ég get sent þér miðana, ef þú lætur mig vita í tíma. Með handknattleikskveðju, fyrir hönd handknattleiksdeildar Vals, Bjarni Ákason, , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.