Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 Halldór Ásgrímsson fyrrum sjávarútvegsráðherra: Kannast ekki við miðstýr- ingu og forsjárhyggu Utandagskrárumræðu um sjávarútvegsmál var fram haldið á Alþingi í gær. Þetta mál var til umræðu utandagskrár í þinginu 7. október en framsóknarmenn fóru fram á að þeirri umræðu yrði frestað að sinni svo Halldór Asgrímsson fyrrum sjávarútvegsráðherra gæti verið við- staddur. Jóna Valgerður Krisljánsdóttir (SK-Rv) var fyrst á mælendáskrá. Þingmaðurinn átaldi harðlega að þeg- ar veiðiheimildir væru skertar, og því mun meiri þörf á að nýta aflann sem best, væri framlagtil rannsókna skert , um 51% frá síðustu fjárlögum og _> atvinnufyrirtækjunum ætlað að greiða þjónustugjöld. Henni þótti illt að á þessum samdráttartímum væri síst sparað í nefndahaldi og aðalskrif- stofa sjávarútvegsráðuneytis hefði fengið 11% hækkun. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) vildi kenna Þorsteini Pálssyni um „fortíðarvanda” sem hefði skapast vegna aðgerða og aðgerðaleysis á árunum 1987-88 í stjórnartíð hans sem forsætisráðherra. Hann og sjáv- arútvegsráðherra deildu um þær að- gerðir sem þá var gripið til. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) átaldi núver- andi og fyrrverandi ríkisstjórnir fyrir „kommúnisma” og það í stíl Stalíns, „fjöldaaftökur manna í atvinnulífi” og verið væri að þjóðnýta íslenskan * sjávarútveg án þess að borga bætur. Halldór Asgrímsson (F-Al) tók undir þau orð sem núverandi sjávar- útvegsráðherra lét falla í fyrri um- ræðu um að brýnt væri að stilla sam- an kraftana til að styrkja undirstöður þessa atvinnuvegs sem væri grund- völlur verðmætasköpunar og velferð- ar landsmanna. Halldór taldi hins vegar að sumum, sem að núverandi ríkisstjórn stæðu, væri ekki ljós nauð- syn þessarar samstöðu. Hann nefndi „fúkyrði” forsætisráðherra um ráð- stafanir fyrri ríkisstjórnar. Núverandi * sjávarútvegsráðherra hefði haft orð á að fyrri stjórn hefði frestað vandan- um og lánasjóðir reynst haldlitlir og lítið ti! að grípa í þegar gæfi á bát- inn. Halldór Ásgrímsson benti á í sinni ræðu að í Verðjöfnunarsjóði væru nú 2,6 milljarðar. Fyrrum sjávarútvegsráðherra svaraði nokkru þeirri gagnrýni að lögin um stjóm fiskveiða væru kerfi miðstýringar og forsjárhyggju í at- vinnumálum. Hann kannaðist ekki við að hafa búið í slíku samfélagi. Landsmenn hefðu áttað sig á að þeir gætu ekki sótt endalaust sjóinn. Því hefðu m.a. lög um stjóm fiskveiða verið sett. Þessi löggjöf væri mikið grundvallaratriði; hún opnaði mögu- ^ leika til að hagræða í sjávarútvegin- um, sameina veiðiheimildir, og opnaði m.a. möguleika til þess að markaðs- kraftarnir fengju að njóta sín. x Halldór sagði ríkisstjórnina og yfir- lýsingar sem gengju sitt á hvað frá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki hafaskapað óvissu. Hann tók þó fram að eftgmaður sinn í embætti hefði gert hvað hann gæti til að eyða þess- ari óvissu og 'mótmælti ýmsum yfír- lýsingum vegna þess að hann vissi að þessi óvissa tefði fyrir framþróun í sjávarútvegi. Halldór deildi á áform um að gjör- breyta lögum um Hagræðingarsjóð og nota heimildir hans til að fjár- magna ríkissjóð. Sjávarútvegurinn væri ekki þannig staddur að hann gæti lagt mikið af mörkum. Hann boðaði harða andstöðu gegn því máli. Halldór sagði menn spyija hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í málefn- um sjávarútvegsins. Hann taldimikil- vægast að sjávarútvegurinn fengi að vera í friði fyrir ríkisstjórninni, Þar á bæ hugsuðu menn helst um hvern- ig þeir gætu skattlagt atvinnugrein- ina. Jóhann Ársælsson (Ab- VI) ítrek- aði málflutning sinn frá umræðunni fyrr í mánuðinum, m.a. lagði hann sérstaka áherslu á að stórbæta yrði meðferð afla óg framleiða gæðavöru. Hann taldi furðulegt að sumir sjálf- stæðismenn vildu halda í kvótakerfíð, þar sem aflareynsla þriggja ára væri látin ráða því hveijir ættu fískinn í sjónum. Hann hvatti til þess að físk- veiðistefnan væri endurskoðuð sem fyrst áður en hún næði að grafa um sig. Guðjón Kristjánsson (S-Vf) sagði m.a. að Vestfírðir nytu ekki góðrar legu sinnar til nýtingar sjávarfangs vegna aflatakmarkana, miðstýrðs fískveiðikerfís, höftum á framtaki og athafnafrelsi einstaklingsins. Ræðu- maður kallaði kvótakerfíð gjöf þjóð- arinnar til útgerðarmanna. Kerfi sem hefði reynst okkur illa; „byggðarösk- un, atvinnuleysi, kvótabrask”. Guðjón taldi að sóknarmarkskerfí með há- marksbremsu myndi reynast betur en kvótakerfíð bæði með tilliti til nýtingar auðlindarinnar og einnig kostnaðarlega. Hann vonaði að það nefndastarf sem væri farið í gang til endurskoðunar á lögum um fískveiði- stjórnun leiddi það af sér að menn öðluðust hugrekki til að komast út úr því kerfí sem við værum að fest- ast í, ella myndum við sigla inn í auðlindaskatt sem ekki yrði lands- byggðinni til góðs. * meðal annars: Ekta breskur kallari, postulínsmálun, galdrar. Tískusýningar: Kl. 14: Sérsýning breskra hönnuða. Kl. 16: Hagkaup. Kl. 16.30: Kókó. Kl. 17: R.R.-Skór. KRINGIÓN Íþjónusíu hennar hátignar Deilt um þyrlukaup og samstarf við vamarliðið Nauðsyn þess að kaupa björgunarþyrlu er óumdeild en hvernig staðið skal að þessum innkaupum hefur reynst mjög umdeilanlegt. Á 113. löggjafarþinginu urðu harðvítugar deilur um sjóðshapp- drætti sem var á tímabili ætlað að fjármagna þyrlukaup. I gær var deilt um nýlega skýrslu þyrlunefndar og hugsanlegt samstarf við björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) kvaddi sér hljóðs í fyrirspurnartíma Alþingis í gærmorgun. Hún minnti á að hinn 12. mars í vor hefði Al- þingi samþykkt þingsályktunartil- lögu Inga Björns Albertssonar (S-Rv) um að ríkisstjóminni yrði falið að gera á þessu ári samning um kaup á þyrlu fyrir landhelgis- gæsluna. Menn hefðu metið nauð- synina-slíka að ekki yrði hjá þessu komist þótt öllum hefði verið full- ljóst að miklum íjármunum yrði til að kosta. Guðrúnu kom á óvart að sjá engin merki þessara kaupa í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár og eiiinig hefði viðtal við þing- manninn Björn Bjamason (S-Rv), sem væri formaður nefndar til að kanna þyrlukaupin, í Dagblaðinu 6. október vakið henni furðu. Björn hefði talað um öflugt samstarf við varnarliðið á sviði björgunarmála en ekkert annað viljað segja og boðað niðurstöður nefndarinnar innan tíðar. Þær hefði hún enn ekki séð og legði því fram fyrirspurn um hvað liði undirbúningi á kaupum björgunarþyrlunnar. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra greindi frá því að hann hefði skipað nefnd í maímánuði til að kanna og undirbúa málið. Nefnd- inni var einnig ætlað að gera úttekt á flugrekstri Landhelgisgæslunnar, bæði eftirlits- og björgunarflugi, og gera tillögur um samstarf við aðra björgunaraðila, þar á meðal varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli. Nefnd- in hefði unnið hratt og vel og hefði nú skilað skýrslu. Þar kom m.a. fram að í greinargerð frá Albert Jónssyni framkvæmdastjóra Ör- yggismálanefndar að bráðabirgða- könnun hefði ekki leitt neitt í ljós sem fyrirfram ætti að hindra aukinn hlut Islendinga í starfi björgunar- sveitar varnarliðsins, sem væri nú alfarið á vegum liðsins. Hann benti á tvo kosti, annars vegar að íslend- ingar annist björgunarþjónustuna fyrir varnarliðið og hins vegar að stofnað verði til samstarfs um rekstur björgunarþyrlna. Yrði ann- ar hvor þessara kosta valinn hefði það í för með sér að ákvörðun um kaup á þyrlu eða þyrlum fyrir Land- helgisgæsluna hlyti að miðast við samskonar vélar og varnarliðið not- ar. Nefndin benti á að ekki hefði verið rætt á stjórnmálalegum for- sendum við fulltrúa Bandaríkja- stjórnar um samstarf við varnarlið- ið. Hún teldi nauðsynlegt að það yrði gert ef það væri vilji stjórn- valda að kanna þá kosti sem Albert Jónsson benti á. Á meðan ekki lægi fyrir afstaða stjórnvalda hvort vilji væri til samstarfs við varnarliðið, teldi nefndin sér ekki fært að taka ákvarðanir um einstakar tegundir á þyrlum. I álitsgerð nefndarinnar kom einnig fram að vegna þess hve AIÞMKa Stuttar þingfréttir Skólatnál utan dagskrár Skólamál verða væntanlega rædd utan dagskrár næstkomandi mánu- dag. Vitað er að mörgum þing- mönnum eru þau málefni ofarlega í huga og nærri hjarta. ÁTVR Ingi Björn Albertsson (S-Rv) hefur lagt fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra. Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á reglum varðandi áfengiskaup opinberra aðila hjá ÁTVR? Ef svo er, á hvern hátt og hvenær? Tólf varaþingmenn á þingi Óvenju margir varaþingmenn eða alls tólf hafa nú tekið sæti á Al- þingi en þrír þingmenn sitja alls- heijarþing Sameinuðu þjóðanna, fjórir þingmenn eru á vegum þing- mannanefndar í Chile og nokkrir þingmenn taka þátt í fundum og ráðstefnum í Evrópulöndum. Þeir varaþingmenn sem hafa tek- ið sæti á Alþingi eru Þuríður Páls- dóttir fyrir Geir H. Haarde, Elín- björg Magnúsdóttir fyrir Guðjón Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson fyrir Jón Kristjánsson, Einar Már Sigurðsson fyrir Hjörleif Guttorms- son, Kristín Sigurðardóttir fyrir Önnu Ólafsdóttur Bjömsson, Stef- anía Traustadóttir fyrir Steingrím J. Sigfússon, Hjálmar Jónsson fyrir Vilhjálm Egilsson, Hermann Níels- son fyrir Gunnlaug Stefánsson, Anna Kristín Sigurðardóttir fyrir Margréti Frímannsdóttur, Guðjón A. Kristjánsson fyrir Einar K. Guð- fínsson, María E. Ingvadóttir fyrir Ólaf G. Einarsson og Guðmundur Árni Stefánsson fyrir Jón Sigurðs- son. Af varaþingmönnunum tólf eru tíu sem eru að taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn. mikið værirí húfi bæði íjárhagslega og að öðru leyti yrðu stjórnvöld að gefa sér tóm til að skoða alla kosti gaumgæfilega. Þar vægju þyngst endurmat á hlutverki Landhelgis- gæslunnar og ákvörðun um hvort unnt væri að taka upp skipulags- bundið samstarf við varnarliðið með einum eða öðrum hætti. Ráðherra sagði dómsmálaráðu- neytið nú taka þessa skýrslu til athugunar og undirbúa næsta skref í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Olafur Ragnar Grímssoni (Ab- Rn) sagði að ljóst hefði legið fyrir að Alþingi hefði samþykkt að festa kaup á þyrlu og á lánsfjárlögum hefði verið gert ráð fyrir heimild fyrir 100 milljónum. Hann og þáver- andi dómsmálaráðherra hefðu falið Landhelgisgæslunni að meta hvaða þyrlutegundir kæmu til greina. Ól- afur taldi að farið hefði verið gegn vilja Alþingis með því að skipa þessa nefnd sem hefði haft þann tilgang að koma málinu í þann farveg að nú ættu að hefjast langvarandi við- ræður við Bandaríkjaher. Alþingi hefði ályktað að íslendlngar ættu að annast björgunina sjálfír. Guð- rún Helgadóttir (Ab-Rv) tók undir mótmæli Ólafs Ragnars. Hún og Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv) skiptust á nokkrum orðskeytum um meint afskiptaleysi forystumanna sjómanna og hvort þeir hefðu feng- ið eða leitað álits eins og fyrri dóms- málaráðherra og fjármálaráðherra hefðu farið fram á. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra taldi Alþýðubandalags- menn vera með útúrsnúninga. Það hefði verið þannig tekið á þessu máli þegar núverandi ríkisstjórn tók við að undirbúa þessa ákvörðun sem vandlegast. Um það væri ekki ágreiningur að styrkja Landhelgis- gæsluna með öflugri þyrlu. En nefndin hefði líka athugað samstarf við aðra aðila og hvernig það yrði með sem hagkvæmustum hætti. Heimildin á lánsfjárlögum hefði verið fyrir 100 milljóna króna láni en þyrla kostaði allmiklu meira eða 500-800 milljónir. Það ætti að vera ljóst að ákvörðun um þessi mál yrði að vanda vel. Ráðherra minnti einn- ig á að alþjóðleg samvinna á sviði björgunarmála væri vaxandi og andstaða við samvinnu væri óskilj- anleg, því hún væri til hagsbóta þeim sem í háska lentu. Björn Bjarnason (S-Rv) sagði eðlilegt að menn kynntu sér nefnd- arálitið áður en þeir færu að fella dóma um störf nefndarinnar. Það væri alrangt að draga þá ályktun að það væri álit og markmið nefnd- arinnar að varnarliðið tæki að sér björgunarstörf í landinu. Þvert á móti gengu hugmyndir nefndarinn- ar þann veg að Islendingar fari með björgunarstörfin og taki við þessum störfum af björgunarsveit varnarl- iðsins alfarið eða með samstarfi ef þannig vildi verkast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.