Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 11 Sambúð - sjálfsvirðing - Ijáskipti Stefán Jóhannsson, félagsráðunautur frá Cornerstone Institute, heldur námskeið í meðvirkni Eins dags námskeið í meðvirkni verður haldið á Hótel Loft- leiðum næstkomandi laugardag, 19. október, að Hótel Loftleið- um. Námskeiðið hefst stundvíslega klukkan 9.00 og lýkur klukkan 17.00. Stefán Jóhannsson, félagsráðu- nautur frá Cornerstone meðferð- arstofnuninni í Flórída, í Banda- ríkjunum, heldur námskeiðið. í spjalli við Morgunblaðið sagði hann að námskeiðið fjallaði um sambúð við maka, börn, foreldra, vini og samstarfsfólk. Tjáskipti, tilfinningar, sjálfshjálp, heiðar- leiki, sjálfsvirðing og sjálfsstjórn í samskiptum við aðra, er meðal þess efnis sem fjallað verður um í formi fyrirlestra og hópvinnu á námskeiðinu. Einnig verða sýndar þar nýjar kvikmyndir sem að efni námskeiðsins lúta. — En hvað er „meðvirkni”? „Meðvirkni er það sem á ensku er kallað „codependence”, og á við þá persónu, sem hefur látið hegð- un annars einstaklings hafa þau áhrif á sig að hún er heltekin af því að stjórna hegðun hans. Þeir sem eru meðvirkir, eru til dæmis makar, börn og foreldrar alkohó- lista, eiturlyfjaneytenda og ein- staklinga sem eiga við matar- æðisóreglu að stríða.” Önnur einkenni fyrir það sem Stefán kallar „meðvirka persónu” í samskiptum við aðra eru af ýmsum toga: Það er dæmigert að hún komi frá heimili í upplausn, þar sem tilfinningalegum þörfum var ekki fullnægt. Hún hefur því notið lítillar ástúðar og reynir að fullnægja þessum óuppfylltu þörf- um gegnum aðra með því að verða forsjárpersóna, einkum manna/kvenna sem á einhvern hátt hafa þörf fyrir slíkt. Þar sem henni hafi aldrei tekist að breyta foreldrum sínum í þær ástúðlégu forsjárpersónur sem hún þráði, hafi hún mikla samhyggð með mönnum/konum sem eru álíka á sig komin tilfmningalega og sem hún aftur reynir að hafa áhrif á með ástúð sinni. Stefán segir meðvirkan ein- stakling ennfremur óttast að verða yfirffefinn og reyna allt til að hindra upplausn kynna; næstum ekkert sé of erfitt fyrir hann, taki of langan tíma eða sé of dýrkeypt ef það aðeins „hjálpar” þeim manni/konu sem hann er í tengsl- um við. Meðvirkur einstaklingur sé vanur ástleysi í persónulegum samskiptum og því reiðubúinn til að bíða, vona og leggja enn meira á sig til að geðjast öðrum. Hann sé einnig tilbúinn að axla miklu meira en helming ábyrgðar, sekt- arkenndar og ámæla í hvaða sam- skiptum sem er.„Sjálfsvirðing þessa einstaklings er hættulega lítil og innst inni trúir hann því ekki að hann eigi skilið að njóta nokkurrar gleði,” segir Stefán. — Þú talar um „forsjárper- sónu”. Hvað er það? „Forsjárpersóna er manneskja sem er vakin og sofín yfir lífi og þörfum annarra. I flestum tilfell- um hafa forsjárpersónur alist upp í foreldrahúsum við þá meginreglu að þær megi aldrei „sýna eigin- girni”. Þær læra því að fela eigin þarfír en einbeita allri athygli sinni að þörfum annarra. Þó lifa þær í stöðugum ótta við að vera álitnar eigingjamar. Forsjárpersónur eru oftast einmana og tilfinningalega vannærðar. Þær starfa á grund- velli mjög óhagstæðs tilfínninga- legs tjáskiptajöfnuðar. Þær veita öðrum ómælda samúð og með- aumkun, en vilja ekki þiggja til- finningalega hlýju á móti. Þær eiga vini, en fá mjög náin og til- finningalega hlý sambönd. Fyrir því era þó ýmsar ástæð- ur, því þær era tilætlunarsamar, leiðinlegar, og gefa sig út fyrir að vera ábyrgar og öruggar. Þær eru ekki sérstaklega skemmtilegar samvistum. Þær brosa stundum, en hlæja sjaldan, það er að segja þessum ósjálfráða og óbeislaða hlátri sem er svo heilsusamlegur. Enda eru þær oftast áhyggjufull- ar, því þær ofhlaða tíma sinn og vilja taka á sig öll vandamál fyrir hvern sem er. Þær eru venjulega á síðustu stundu, því þær geta ekki auðveldlega slitið sig frá neinu af ótta við að öðlast ekki hrós. Þær óttast sína eigin reiði ekki síður en reiði eða vanþóknun annarra og reyna að halda friðinn, hvað sem það kostar. Þær eru sjaldan vissar í sinni sök þegar um er að ræða þeirra eigin þarfir, en geta verið drjúgar með sig þegar þær eiga þess kost að ráð- ast á félagslegt óréttlæti, eða þeg- ar þær koma fram fyrir hönd ann- arra og verða sem lamaðar, þegar umræðan berst að þeirra tilfinn- ingalegu þörfum. slík umræða flokkast gjarnan undir „eigin- girni” í þeirra huga.” — Hvernig byggirðu námskeið- ið upp? „Með námskeiðinu bendi ég á leiðir til að koma sér út úr því sem kallað hefur verið „gamla eigineðl- ið” og tileinka sér nýtt. Það er að segja, eigineðli þeirrar persónu sem er meðvirk, er þannig að henni líður oft mjög illa með það. Hún stundar gjarnan huglestur, það er að segja, hún gerir öðrum upp tilfinningar og skoðanir, telur hvíldartíma og tómstundir leiðin- legar, talar um vandamálin fram og til baka og aftur og aftur án þess að einhver árangur hljótist af, er yfírmáta stjórnsöm en þó undirgefm — það er að segja, hún á erfitt með að segja „nei,” jafn- vel þótt henni sé þvert um geð að framkvæma það sem ætlast er til af henni. Ekkert af þessu er vænlegt til að skapa manneskju heilbrigt og eðlilegt líf. Til þess þarf hún að horfa jákvætt á sjálfa sig, geta tekið hrósi, geta beðið eftir að aðrir lýsi yfir skoðunum sínum og þörfum, áður en hún tekur af- stöðu. Heilbrigður einstaklingur gefur sér tíma til að hvílast og byggja upp orku. Hann leyfir öðr- um að þóknast sínu eðli og sýnir sárindi eða óánægju fremur en reiði — og ef hann reiðist, lýsir hann reiði sinni á raunhæfan hátt. Hann getur einnig fyrirgefið öðr- um og framkvæmt það sem hann vill gera í stað þess að láta sig dreyma um að gera eitt og annað - sem þó er alltaf háð skilyrðum sem koma í veg fyrir að draumarn- ir ræti.st.” Sem fyrr segir, verður nám- skeið Stefáns haldið á laugardag- inn, og hefst skráning námskeiðs- daginn klukkan 8.00 um morgun- inn. Námskeiðsgjald er 4.500 krónur. ssv Spurningalisti varðandi samskipti meðvirkra Spurningalistann má nota til að ákvarða hvort þú ert í meðvirk- um kynferðislegum samskiptum. Ef þú ert ekki eins og er í kynferð- islegum samskiptum má nota list- ann til að ákvarða hvort svo hafi verið áður. Ef þú ert í samskipt- um, svaraðu þá spurningunum fyrir þig. Leitaðu þeirra svara við spurningunum sem best lýsa til- finningum þínum og hegðun. Já Nei 1. Tekurðu þarfír rúmfélaga þíns fram yfir þínar eigin? Já Nei 2. Hefurðu einhvern tíma lamið eða verið laminn af rúmfélaga þín- um? Já Nei 3. Óttastuaðsegjafélagaþínumfráþvíeftilfinningarþínar eru særðar? Já Nei 4. Segir félagi þinn þér hverju þú átt að klæðast? Já Nei 5. Brosirðu þegar þú reiðist? Já Nei 6. Attu erfitt með að stofna til persónulegra skuldbindinga og halda þær? Já Nei 7. Áttuerfittmeðaðtjáfélagaþínumhinarsönnutilfinningarþínar? Já Nei - 8. Ertutaugaóstyrk(ur)oglíðurþérillaíeinveru? Já Nei 9. Finnstþérþérverahafnaðþegarfélagiþinnermeðvinumsínum? Já Nei 10. Skammastuþínef félagaþínum verða á mistök? Já Nei 11. Hefurðu kynmök án þess að hafa löngun til þess? Já Nei 12. Refsarðu félaga þínum með kynferðislegum kulda? Já Nei 13. Finnst þér skoðanir félaga þíns meiravirði enþínareigin? Já Nei 14. Ætlarðu félaga þínum að ákveða flesta hluti varðandi samskipti ykkar? Já Nei 15. Tekurðumjögnærriþéreffélagiþinnferekkieftirþínum ákvörðunum? Já Nei 16. Óttastu að Iáta félaga þinn vita um þínar sönnu tilfinningar? Já Nei 17. Þegirðu til þess eins að halda friðinn? Já Nei 18. Finnstþérþúgefaoggefaenfálítiðsemekkertístaðinn? Já Nei 19. Verðurðutilfinningalegafrosin(n)þegarþúdeilirviðfélagaþinn? Já Nei 20. Ertu óánægð(ur) með vini þína? Já Nei 21. stendurðu sjálfa(n) þig oft að því að segja/hugsa „Þetta er nú ekki svo slæmt?” Já Nei 22. Finnstþérþú vera sem „í gildru” í þessum samskiptum? Já Nei 23. Þarftu oftast að hafa taumhald á tilfinningum þínum? Já Nei 24. Missirðu stjórn á tilfmningum þínum ef upp kemur misklíð? Já Nei 25. Finnst þér þessi samskiptl. þín myndu splundrast ef þú gerðir ekki stöðugt þitt ítrasta? Fjöldi já-svara Ef svörin eru 5 eða fleiri bendir lítillega truflaðra samskipta, 8—18 það til þess að þú sért eða hafir já-svör benda til talsvert ruglaðra verið í meðvirkum samskiptum að samskipta, en 19—25 já-svör benda einhveiju leyti. Því fleiri sem já- til samskipta í algerri upplausn. SVÖrin era því truflaðri eru sam- Höfundarréttur er síðan 1988 í eigu Wayne skiptin. Séu þau 1-7 bendir það til Krilsber8’ Famil>' lnleí=rration Systems' SERTILBOÐ DÖMUPILS KR. 1.000 DÖMUBUXUR KR. 1.000 DÖMUJAKKAR KR. 2.500 BELTI KR. 95 BARNANÆRBUXUR KR. 50 IBARNASKÓR KR. 99 SrURTSKÓR KR. 495 SVARTIR SPORTSKÓR KR. 995 ! NEILSUSKÓR KR. 495

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.