Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAG'UR 18. OKTÓBER 1991 LANDSSAMTOK ÞROSKAHJALPAR FIMMTAN ARA Allur aðbúnaður fatlaðra betri - segja Eggert Jóhannesson og Jón Sævar Alfonsson, tveir af upphafs- mönnum Þroskahjálpar Morgunblaðið/Ami Sæberg Ásta B. Þorsteinsdóttir, Lára Björnsdóttur, Jón Sævar Alfonsson og Eggert Jóhannesson í húsa- kynnum Þroskahjálpar. LANDSSAMTOKIN Þroska- hjálp voru stofnuð haustið 1976 og eiga því fimmtán ára af- mæli. Þau voru stofnuð í því skyni að sameina félög sem unnu að málefnum þroska- heftra, einkum barna og þeirra sem ekki geta talað máli sínu sjálfir. Markmið samtakanna er að tryggja fötluðum fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélags- þegna. Tveir af upphafsmönnum Þroskahjálpar eru Eggert Jóhann- Mannbætandi að kynnast margbreytileika lífsins — segir Asta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar FORMAÐUR Landssamtaka Þroskahjálpar er Ásta B. Þor- steinsdóttir. Hún segir Lands- samtökin fyrst og fremst vera foreldrasamtök fatlaðra barna og þroskaheftra sem beiti sér fyrir bættum kjörum þeirra. Helstu mál samtakanna nú eru húsnæðismál, menntamál og at- vinnumál auk þess sein þau styðja þátttöku fatlaðra í þjóð- félaginu og reyna að gera þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi . „Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, gaf samtökunum góð- fúslega leyfí til að hafa minningar- pening hennar í einkasölu til ágóða fyrir húsbyggingasjóð og hefur það verið ómetanlegt fyrir Þroskahjálp og hafa nú þegar verið keyptar, fyrir ágóða sölunnar, tvær íbúðir fyrir fatlaða,” segir Ásta. Fötluðum tryggð skólaganga Menntamál er annað mikilvægt mál hjá samtökunum og verður einmitt efni málþingsins um þelg- ina. „I nýjum grunnskóla- og fram- haldsskólalögum er fötluðum í fyrsta sinn tryggð skólaganga á öllum skólastigum, og samkvæmt grunnskólalögum er gert ráð fyrir einum skóla fyrir alla, og breytir það óhjákvæmilega hlutverki sér- skólanna,” segir Ásta. Hún segir þessi lög vera mjög stórt framfara- spor fyrir alla fatlaða og eitt helsta baráttumál samtakanna á síðustu árum. Málþingið um helgina sé aðeins upphafíð að fleiri slíkum sem samtökin ætla að standa fyr- ir. „Við höfum fengið skýr lög og nú þarf að vinna að því að koma markmiðum þessara laga í fram- kvæmd.” Ásta segir að enn séu skiptar skoðanir á því hvort raun- hæft sé að skapa eitt skólastig fyrir alla. „En við þekkjum svo mörg dæmi um mikið fatlað fólk, bæði andlega og líkamlega, sem sýna að blöndun fatlaðra og ófatl- aðra barna í skóla getur gengið mjög vel, en auðvitað verður að vera vel að því staðið. Nú þarf með skipulögðum hætti að aðlaga almenna skólann svo að skóla- ganga fatlaðs barns geti einnig verið raunhæfur valkostur .” Sérlögin aðeins tímabundin lausn Ásta segir að samtökin vilji Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður og Lára Björnsdóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka Þroska- hjálpar afhenda forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, minnispening. stefna að því að ábyrgð á þjónustu fatlaðra verði hluti af þeirri þjón- ustu sem öðrum býðst, þ.e. að sveitarfélögin æxli ábyrgð á þjón- ustu við þá eins og aðra. Hún seg- ir jafnframt að til þess þurfi sveit- arfélögin að stækka. Sérlögin séu sett til að jafna stöðu fatlaðra í þjóðfélaginu en þau séu aðeins timabundin lög þar til að marki þeirra hafí verið náð og stefna eigi að því að gera þau óþörf og skyld- ur þjóðfélagsins gagnvart fötluð- um verði fest í almennum landslög- Skortur á umburðarlyndi Aðspurð um umræðuna sem átt hefur sér stað um einhverfa og geðfatlaða segir Ásta að hún end- urspegli þekkingarleysi og for- dóma í þeirra garð. „Samtökin hafa unnið ötullega að því að breyta viðhorfí almennings gagn- vart fötluðum. Ófötluð börn sem ganga í skóla með fötluðum fá tækifæri á að kynnast þeim án fordóma. Það er hollt og mannbæt- andi að kynnast margbreytileika lífsins. Sú umræða sem hefur ver- ið svo áberandi í þjóðfélaginu síð- asta árið hefur valdið okkur sem Minnispeningurinn sem Landssamtök Þroskahjálpar hafa í einka- sölu til ágóða fyrir húsbyggingasjóð sinn. foreldrum miklum áhyggjum. Þetta sýnir ákveðinn skort á um- burðarlyndi, og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvað veldur þessu. Málshöfðun nágranna Meðferðisheimilisins fyrir einhverfa á Seltjarnamesi á hendur félagsmálaráðherra er mikið áfall fyrir alla aðstandendur fatlaðra. Því hefur stjóm Lands- samtaka Þroskahjálpar tekið þá ákvörðun að láta stefna samtök- unum inn í þetta mál. Með þessu erum við vakin til vitundar um að efla þarf alla umræðu um málefni fatlaðra svo að þeim séu sköpuð skilyrði til þess að þeir fái að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og njóta þess sem þjóðfélagið býður upp á,” segir Ásta B. Þorsteinsdóttir formaður Þroskahjálpar. esson, fyrrverandi formaður sam- takanna, og Jón Sævar Alfonsson, sem nú á sæti í stjórn samtak- anna. „Eina þjónusta hins opin- bera við þroskahefta áður fyrr var tilboð um vist á svokölluðum sól- arhringsstofnunum og þar var aðbúnaður oft ófullnægjandi en það hefur breytst mikið til batnað- ar á síðustu árum. Þessar stofnan- ir voru yfírleitt staðsettar út úr alfaraleið,” segir Jón Sævar. „Ný viðhorf tií fatlaðra kröfðust ann- ars konar úrræða sem gerðu þroskaheftum og öðrum fötluðum kleift að lifa sambærilegu lífi og aðrir þjóðfélagsþegnar. Menn vildu breyta þjóðfélaginu svo að það viðurkenndi rétt fatlaðra.” „Það voru nokkrir foreldrahóp- ar sem stóðu að stofnun samtak- anna, en einnig, einmitt um þetta leyti, var margt ungt fólk að koma heim úr námi þar sem það hafði kynnst nýjum hugmyndum og stefnum um fatlaða og aðbúnað þeirra. Þetta fólk studdi foreldra í þeirra baráttu fyrir bættum kjör- um fatlaðra,” segir Eggert um upphaf samtakanna. Bæði Jón Sævar og Eggert segja að þó enn sé mikið verk fyrir höndum sé mikið vatn runn- ið til sjávar síðan á upphafsárum Þroskahjálpar. „Allur aðbúnaður fyrir fatlaða er miklu betri í alla staði miðað við það sem áður var en það má ekki láta þar við sitja”, sagði Jón Sævar Alfonsson að lokum. Landsþing og málþing í tilefni af- mælisins LANDSÞING Landssamtaka Þroskahjálpar hefst í kvöld, 18. október, og stendur til sunnudags, 20. október, á Holiday Inn. Um þessar mund- ir eru liðin fimmtán ár frá stofnun Þroskahjálpar og verður þess margvíslega minnst á landsþinginu. í tengslum við landsþingið gengst Þroskahjálp fyrir mál- þingi sem ber nafnið „Mennt- un fyrir alla” og fer það einn- ig fram á Holiday Inn í dag, 18. október. Á málþinginu, sem öllum er opið, verður fjallað um náms- og menntunarmöguleika fatl- aðra, m.a. út frá hugmyndum og reynslu af blönduðum skólum. Gestafyrirlesari er Ole Hansen, >firskólasálfræðingur frá Dan- mörku, en auk hans verða for- eldrar, skólafólk og embættis- menn með fyrirlestra um málefn- ið. Ásta B. Þorsteinsdóttir, for- maður Þroskahjálpar, setur landsþingið en að því búnu ávarpar félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, þinggesti. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Sr. Baldur Kristjánsson. Auk þess verða önnur atriði á dagskrá. Hefðbundin þingstörf standa fram á sunnudag og er meginvið- fangsefni þingsins endurskoðun stefnuskrár og laga samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.