Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. OKTOBER 1991 39 4 1 « KORFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILD Nökkvi Már Jónsson átti góðan leik og gerði 20 stig fyrir ÍBK. KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Öruggt hjá ÍBK gegn Haukum KEFLVIKINGAR áttu ekki íerf- iðleikum með að sigra slakt lið Hauka í Keflavík í gærkvöldi og urðu lokatölur 116:82. í hálf- leik var staðan 53:32. Leikur liðanna í gærkvöldi bauð ekki uppá mikla spennu því heimamenn náðu fljótlega afger- andi forystu sem Björn þeir juku svo janft Blöndal og þétt allt til leiks- sknfarfrá loka. Haukarnir Kefíavlk náðu aldrei að ógna Keflvíkingum að þessu sinni og voru á köflum líkastir höfuðlausum her í öllum sínum aðgerðum. Keflvíkingar virtust ekki þurfa mikið á sig að leggja að þessu sinni en fá væntanlega erfiðari mótheija um helgina þegar þeir taka á móti nágrönnum sínum frá Grindavík. Keflvíkingar eru greinilega með sterkt lið og fellur Bandaríkjamað- urinn Jonathan Bow vel inn í liðið. Nökkvi Már Jónsson átti einnig góðan leik ásamt Jóni Kr. Gísla- syni. Ungu mennirnir láta nú stöð- ugt meira að sér kveða og eykst breiddin við það. Bandaríkjamaðurinn Mike Diza- ar náði ekki að sýna sínar bestu hliðar frekar en aðrir í liði Hauka að þessu sinni ef undan er skilin góð barátta Henning Henningsson- ar í síðari hálfleik. Það setti þó blett á sigur Keflvíkinga að ritari leiksins Bayem í kreppu 4 UM fátt er meira rætt og ritað iheimi þýsku knattspyrnunnar nú en stöðu Bayern Munchen. Slakur árangur liðsins það sem af er keppnistímabilinu, átök innan félagsins og misheppnuð leikmannakaup. Allt hefur þetta verið drjúgt veganesti hjá fjölmiðlum en hápunktinum var náð þegar stjórn félagsins ákvað að reka Jupp Heynckes og ráða í hans stað, Sören Lerby, sem ekki einu sinni hef- ur þjálfarapróf til að þjálfa í Úrvalsdeildinni. Sem stendur er Bayern í 13. sæti deildarinn- ar eftir jaf nmargar umferðir og hefur tapað 5 leikjum, þar af 4 á heimavelli. Ij%að hefði þótt saga til næsta bæjar í'yrir nokkrum árum, jafnvel fyrir einu ári, að Bayern Múnchen ætti ekki einn einasta leik- mann í byijunarliði þýska landsliðsins. Reyndar voru fjórir leikmenn sem allir hafa leikið með Bayern í byijunarliðinu gegn Wales í fyrrakvöld, en þeir eru allir flogn- ir til Ítalíu og einn leikmaður Bay- ern sat á varamannabekknum. Sá var Stefan Effenberg og hann er í þokkabót svo óvinsæll að þegar hann kom inná í leiknum púuðu áhorfendur í Númberg á hann. Það hafði aldrei gerst fyrr að púað hafði verið á þýskan landsliðsmann í leik með landsliðinu á heimavelli. Þessar staðreyndir endurspegla þá erfið- leika sem þetta frægasta félag Þýskalands á við að glíma um þess- ar mundir. Þrátt fyrir að framkvæmdastjór- inn, Ule Höness, hafí á síðustu 12 árum byggt upp stórveldi í kringum knattspymuliðið Bayern Múnehen var það ekki nóg til að keppa við ítölsku félögin þegar þau buðu fé- laginu gull og græna skóga sátu stjómarmenn Bayern eftir með sárt Kristján Kristjánsson skrifarfrá Þýskalandi ennið. Þeir áttu að vísu mikla pen- inga en gátu enga leikmenn fengið því ítölsk og spönsk félög hafa hækkað verð á leikmönnum upp úr öllu valdi á undangengnum árum, svo mikið að jafnvel Bayern getur ekki við þau keppt. „Afburðaleik- menn kosta einfaldlega meira en félagið ræður við,” sögðu þeir Hön- ess og Heynckes. Misheppnuð leikmannakaup Fyrir keppnistímabilið seldi Bay- ern bæði Júrgen Kohler og Stefan Reuter til Juventus og ekki hefur tekist að fínna nægilega góða leik- menn til að taka stöður þeirra. Forsvarsmenn félagsins fóra í mikla ferð til Brasilíu og komu til baka með tvo leikmenn sem ekki hafa skilað því sem þeir áttu að skila. Fyrir síðasta keppnistímabil keypti Heynckes Michael nokkurn Sternkopf frá Karlsruhe, unglinga- landsliðsmann, fyrir 3,5 milljónir marka (122 milljónir ÍSK) en hann hefur aldrei náð sér á strik. Heynck- es fór aftur á sömu slóðir fyrir þetta keppnistímabil og keypti vamar- manninn Oliver Kreuzer, sem átti að koma í stað Kohlers. Kreuzer kostaði stórfé en aftur kom aðeins kötturinn í sekknum. Heynckes við- urkennir að enginn þessara leik- manna myndu vekja áhuga hans ef hann sæi til þeirra í dag. Meiðsli lykilmanna Nokkrir lykilmenn liðsins hafa meiðst. Rian Laudrup, Olav Thon, markvörðurinn Aumann, marka- skorarinn Wohlfarth, Thomas Stranz og landsliðsmiðvörðurinn Berthold hefur ekki reynst sá bógur sem við var búist. Að auki lagði fyrirliði Bayem til margra ára, Klaus Augenthaler, skóna á hilluna en eftir því sem næst verður kom- ist íhugar hann nú alvarlega að hefja að leika með Bayern á nýjan leik ef það mætti verða til að bjarga einhverju. • Agaleysi Ágaleysi, óskipulag og deyfð hefur þótt einkenna leikstíl Bayem það sem af er tímabilinu. Árangur- inn hefur verið eftir því og á endan- um var stjórninni nóg boðið og rak Heynckes þrátt fyrir að hann hafi á undanfömum árum náð frábærum árangri. Brottrekstur þjálfara er næstum daglegt brauð í Bundeslig- unni en ekki hjá Bayern og þess vegna þykir það sérstaklega frétt- næmt. Þess má geta að á 27 árum í Bundesligunni hefur Bayern að- eins haft 10 þjálfara að Lerby með- töldum. Borussia Dortmund hefur á þeim áram haft 25 þjálfara, Frankfurt og Stuttgart 19 svo dæmi séu tekin. Beckenbauer, Rummenigge, Breitner Sören Lerby á erfitt verk fyrir höndum og hann verður að sýna árangur strax ef ekki á allt vitlaust að verða. Honum tókst þó ekki vel upp í fyrsta leiknum sem hann stjórnaði, Bayern tapaði 0:3 á heimavelli fyrir Dortmund þrátt fyrir að síðarnefnda liðið léki illa og lægi í vörn nánast allan leikinn. Lerby gerði strax breytingar á leik- skipulaginu, liðið leikur nú aðeins með fjóra menn í vörn í stað fimm áður og í stað hins hefðbundna „líb- erós” er leikið með miðvallarleik- mann fyrir framan vörnina sem á hjálpa til í varnarleiknum. Sérfræð- ingar era svosem sammála um að kerfið sé ágætt en þeir eru líka sammála um að Ieikmenn Bayern ráði ekki við það sem stendur. Lerby hefur nú þegar, þrátt fyrir mjög stuttan tíma í starfi, mátt þola mikla gagnrýni, það er nánast sama hvað hann gqrir eða segir, allt er vitlaust og ómögulegt að mati margra þeirra áhrifamanna sem telja sig eitthvað hafa um Bayern að segja. í þeim hópi era-ekki síst fyrrver- bætti 5 stigum á ÍBK, hann tók 2 stig af Haukum í fyrri hálfleik og færði á ÍBK og gerði svo enn betur í síðari hálfleik og bætti þá 3 stigum á sína menn. ÍBK-Haukar 116:82 íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn 17. október 1991. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 8:3, 16:9, 28:18, 32:22, 43:28,53:32, 61:43, 74:52, 81:59, 92:70, 99:78, 111:78, 116:82. Stig IBK: Jón Kr. Gíslason 23, Jonathan Bow 22, Nökkvi M. Jónsson 20, Sigurður Ingimundarson 17, Hjörtur Harðarson 15, Kristinn Friðriksson 10, Birgir Guðfinnsso'n 6, Brynjar Harðarson 2, Júlíus Friðriksson 1. Stig liaukn: Mike Dizaa 21, Jón Arnar Ingvarsson 19, Henning Henningsson 18, ívar Ásgrímsson 9, Pétur Ingvarsson 6, Tryggvi Jónsson 4, Jón Örn Guðmundsson 3, Sigfús Gizurarson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 300. ÚRSLIT Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Haukar - KR ....44:49 ....67:38 Knattspyrna Frakkland 9-n (Calderaro 23., 52.). Toulouse — Cannes 2:0 I (Pavon 45., Debeve 63.) ÍHénm FOLKT ■ AUÐUR Hermannsdóttir, handknattleiksstúlka úr Fram verður frá keppni í tvær til þijár vikur. Liðband í fæti slitnaði. Sys- turnar Hafdís og Díana Guðjóns- dætur eiga einnig við meiðsli að stríða. Vöðvi í handlegg Díönnu er tognaður. H JÚLÍUS Jónasson gerði 5 mörk fyrir Bidasoa er liðið sigfiS Puleva Marist 27:22 í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á miðvikudagskvöld. Geir Sveinsson komst einnig á blað hjá Alzira Avidesa er hann gerði 3 mörk í sigurleik gegn Valladolid, 27:20. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: KA-hús KA-FH „kl. 18.00 „kl. 18.30 Selfoss Selfoss - Víkingur ..kl. 20.00 ..kl. 20.00 1. deild kvenna: r- ..kl. 18.00 Höllin Fram-ÍBV Keflavík ÍBK-Stjaman 2. deild karla: ..kl. 20.00 ,.kl. 20.00 Húsavík Völsungur - Fjölnir. Körfuknattleikur ,.kl. 20.00 Japisdeildin: Njarðvík UMFN-KR Blak „kl. 20.00 1. deild kvenna: Húsavík Völsungur-Sindri.... kl. 20 Sören Lerby tókst ekki vel upp í fyrsta leiknum sem hann stjómaði, Bay m tapaði 0:3 á heimavelli fyrir Dortmund þrátt fyrir að síðarnefnda liðið léki lla og lægi í vöm nánast allan leikinn. Hér láta Lerby og aðstoðarmaður haus, Hermann Gerland, vonbrigði sín í ljós. andi stjörnur Bayern Múnchen, keisarinn Beckenbauer, sjónvarps- þulurinn Karl-Heinz Rummenigge og meistarinn fyrrverandi Paul Breitner sem hefur á-undangengn- um áram verið einn harðasti gagn- rýnandi Jupp Heynckes. Draumur- inn er sá að Backenbauer verði stjórnarformaður, Rummenigge þjálfari og Breitner faglegur ráð- gjafi hans. Höness á að einbeita sér að því að fjármagna rekstur félags- ins en á því sviði er hann óumdeild- ur og verður ekki við honum hrófl- að. Fjölmiðlar fullyrða að þessi hug- mynd sé kominn frá Rummenigge sjálfum. ----------------------- Bayern mætir Stuttgart Á morgun, laugardag, sækir Bayern Eyjólf Sverrisson og félaga heim til Stuttgart og þá reynir á hvort sá töggur sé í leikmönrpim sem þarf til að rífa félagið upþ tír eymdinni og volæðinu sem ríkt hef- ur, að minnsta kosti á leikvellinum. Gárangarnir segja hinsvegar að þeir hjá Bayern geti bara slappað af, fyrir keppnistímabilið hafi Hö- ness bragðist ergilega við spurn- ingu um markmið Bayern, hreytt ■ út úr sér að liðið myndi sennile|>» vera í fallbaráttunni. Miðað við það f þá standi liðið mun betur að vígi en ætlast hafi verið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.