Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 Eiturlyfjavandinn á Spáni: Atvik þetta átti sér stað í Sant Cosme-hverfínu í Barselónu, þar sem íbúamir hafa tekið lögin í sín- ar eigin hendur og fara um í 40-50 manna hópum jafnt á nóttu sem degi til að hafa uppi á fíkniefnasöl- um og -neytendum og koma þeim í burtu, „með góðu eða illu”. Sjálf- skipaðir löggæsluhópar sem þessir hafa breiðst út eins og eldur í sinu um Spán, sérstaklega í Andalúsíu, Katalóníu, Valensíu og Madríd. Fárið hófst í einu af úthverfum höfuðborgarinnar, Villaverde, sem er 12 km fyrir sunnan miðbæinn. Borgarstjórnin hafði ákveðið að flytja þangað 88 sígaunafjölskyld- ur, en íbúar hverfísins sögðu að með þeim kæmu eiturlyf og skelltu upp tuttugu tjöldum á landsvæð- inu sem ætlað hafði verið sígaun- unum. Karlar og konur á öllum aldri komu sér þar fyrir og hafast enn við, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli yfirvalda um að yfirgefa svæðið. Tugir þúsunda tóku þátt í kröfu- göngu í Madríd og fóru fram á aukna hörku í baráttunni gegn eiturlyfjaneyslu. Meðal þeirra sem mest láta til sín heyra eru strætisvagnabílstjór- ar sem aka um í Villaverde og segja að strætisvagnamir séu slík- ur markaður fyrir eiturlyf að þeir hafí venjulega með sér flöskur af áfengi á akstrinum til að þvo blóð af peningum. Einnig er það svo algengt að sjá eiturlyfjaneytendur og nálar í almenningsgörðum að mæður eru famar að gæta þeirra garða sem eru 'Staðsettir nálægt skólum. „Þeir geta farið eitthvert annað,” segir unglingspiltur sem heldur á þungri kylfu. „En ef þeir koma hingað, þá beijum við þá.” „Þetta eru afbrigðilegar og vil- limanlegar gervilöggur,” segir Rafael Vera, skrifstofustjóri inn- anríkisráðuneytisins, og innanrík- isráðherrann, José Luis Corcuera, hefur áhyggjur af framvindu mála: „Ef lögreglan þarf að fara að lög- um, þá þarf almenningur þess líka.” Hann sætir harðri gagnrýni á þinginu vegna nýs lagafrum- varps sem stjómarandstaðan segir bijóti gegn stjórnarskránni vegna þess að gert sé ráð fyrir að leyfa lögreglunni að hefja húsleit án samþykkis dómara og að handtaka hvern þann sem ekki er með nafn- skírteini á sér. Ríkisstjórnin telur að lögin myndu auðvelda barátt- una gegn eiturlyíjasölum. I Madríd hefur borgarstjórnin sett nýjar reglur sem banna eitur- lyfjaneyslu á almannafæri. Sekt fyrir að reykja hassvindling á göt- um úti getur farið upp í 20.000 peseta, fyrir að skilja eftir nálar og sprautur í görðum 10.000 pe- seta, og fyrir alvarlegri brot af sama tagi 2,5 milljón peseta. Skömmu eftir að reglurnar tóku gildi höfðu yfir fímmtíu manns verið handteknir. Hryðjuverk á Spáni Foringi í spænska flughernum lést og kona og dóttir hennar slösuðust alvarlega þegar þtjár sprengjur sprungu í miðborg Madridar í gær. Er talið fullvíst, að hryðjuverkamenn ETA, aðskilnaðarhreyfíngar Baska, hafi komið sprengjunum fyrir. Á síðustu 23 árum hafa nærri 700 manns látið lífið fyrir hendi þeirra. Á myndinni er verið að bera burt lík flughersforingjans en sprengjunni hafði verið komið fyrir í bílnum hans. Baker reynir að tryggja ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum: Israelssljórn segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað Jerúsalem, Amman, Túnisborg. Reuter, The Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hélt i gær áfram tilraunum sínum til að tryggja ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum fyrir næstu mánaðamót og ræddi til skiptis við ísraelsk stjórnvöld og fulltrúa Palestínumanna í Jerúsalem. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði á fundi miðstjórnar samtakanna að þau þyrftu að sýna samstarfsvilja og sveigjanleika og virtist styðja hugmyndir Bakers um ráðstefnuna. Israelsk sljórnvöld sögðu hins vegar að mörg mál væru enn óleyst. Baker er nú í áttundu friðarför hafa hafnað þátttöku fulltrúa frá sinni til Miðausturlanda og átti tvo fundi með Yitzhak Shamir, forsæt- isráðherra ísraels. Eftir fyrri fund- inn sagði David Levy, utanríkisráð- herra landsins, að ýmis mál væru enn óleyst. Þá lét talsmaður Sham- irs svo um mælt að „fjölmörgum” spurningum væri enn ósvarað. Helsti ásteytingarsteinninn er sú krafa Ísraela að þeir fái neitunar- vald þegar samningamenn Pal- estínumanna verða valdir. ísraelar Bók sænsks blaðamanns: Norðmenn sakaðir um rányrkju í Barentshafi Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKI rithöfundurinn og blaðamaðurinn Bo Landin gagnrýnir Norðmenn harðlega í nýrri bók, sem hann skrifar ásamt öðrum Svía, Henrik Ekman, fyrir það hvernig þeir fara með auðlindir Barents- hafs. Hafa þeir um árabil framkvæmt viðamiklar vísindalegar rann- sóknir og er niðurstaðan að Norðmenn stunda rányrkju á Norðurslóð- um jafnt á fiski sem öðrum auðlindum. Biðja þeir Norðmenn um að láta Barentshafið í friði. PLO og Austur-Jerúsalem í ráð- stefnunni. Miðstjórn PLO ræðir nú í Túnisborg hvort samtökin eigi að fallast á þátttöku Palestínumanna í friðarráðstefnu án beinnar aðildar samtakanna sjálfra. Búist er við að miðstjórnin taki ákvörðun í málinu eftir að Baker hefur rætt við fulltrúa Palestínumanna frá hemumdu svæðunum, en sá fundur verður í dag. Almennt er álitið að miðstjórn- in veiti framkvæmdastjórn PLO umboð til að fallast á þátttöku Pal- estínumanna, sem senda þá samn- inganefnd með Jórdönum. Palestínskir heimildarmenn sögðu að fulltrúamir, sem ræða við Baker, hafí sett saman lista yfír hófsama Palestínumenn, sem verði í sendi- nefndinni með Jórdönum. Borís Pankín, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fór einnig til Jerúsal- em til að beita sér fyrir því að efnt yrði til ráðstefnunnar. Það eina sem hann hefur að bjóða ísraelum til að laða þá að samningaborðinu er til- kynning um að Sovétmenn taki að nýju upp stjómmálasamband við þá. Sambandinu var slitið vegna stríðs Keuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, í Jerúsalem í gær. ísraela og araba 1967 og líklegt er að Pankín tilkynni að það verði tek- ið upp að nýju ef og þegar Israelar fallast á friðarráðstefnu. Skammur tími til stefnu Ljóst er að skammur tími er til stefnu, eigi að setja ráðstefnuna 29. október eins og Bandaríkjastjórn stefnir að. Baker verður að boða til ráðstefnunnar í síðasta lagi á mánu- dag, tíu dögum fyrir setninguna. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan standi i skamman tíma, að kröfu Israela, og að samningaviðræður hefjist ekki fyrr en að henni lokinni með beinum viðræðum ísraela við sendinefndir Líbana, Sýrlendinga auk Jórdana og Palestínumanna. Sýrlendingar hafa sagt að þeir séu reiðubúnir að eiga aðild að ráðstefn- unni en setji það sem skilyrði fyrir þátttöku í samningaviðræðunum að Israelar ljái máls á því að skila Gólan-hæðunum, sem þeir hernámu árið 1967. Ráðuneytisstjóri ísraelska forsætisráðuneytisins sagði í gær að ísraelar myndu aldrei láta þetta hemaðarlega mikilvæga svæði af hendi. Almenningnr tekur lögin í eigin hendur Madríd. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR fólkið hafði umkringt eiturlyfjaneytandann og grýtti fyrsta steininum í höfuðið á honum, greip hann fyrir andlit sér, fór að gráta og sagði í örvæntingu: „Eg sver að ég veit ekki hvað gengur að mér, en ef ég geri það ekki, þá dey ég.” Fólkið henti fleiri grjótum og barði með kylfum uns ungi maðurinn féll í göt- una og lá þar hreyfingarlaus í blóði sínu. BBC: Alþjóðlegt fréttasjónvarp „Norðmenn eiga að hafa efni á því að hætta nýtingu auðlindanna á norðurslóðum. Þá ber að hætta kola- vinnslu á Svalbarða. Ég held líka að norskir stjórnmálamenn muni gera sér grein fyrir nauðsyn þessa. Það eru bara bamalegir stjórnmála- menn sem halda að hægt verði að nýta auðlindimar áfram í sama mæli. Alþjóðlega séð verðum við líka að færa okkur frá þeirri samfélags- gerð sem byggir á nýtingu olíu og kola,” segja Landin og Ekman við norsku fréttastofuna NTB. Þeir segja oft hart gengið að físki- stofnunum í Barentshafí með því að senda þangað stóra verksmiðjutog- ara. Það væri bæði skynsamlegra og arðbærara að veiða á litlum bát- um meðfram strandlengjunni segja þeir og biðja norska sjómenn um að sýna þolinmæði þangað til fiskurinn fer að ganga nær ströndinni. Þá segja tvímenningamir Norð- menn um árabil hafa farið í kringum innflutningsbann Evrópubandalags- ins á selkópaskinnum sem sett var á 1982. Halda þeir því fram að Norðmenn hafí drepið 25.000 kópa og komið skinnunum í verð á megin- landi Evrópu. Þeir segjast ekki vita nákvæmlega þetta hafí verið gert en gefa í skyn að notaðir hafi verið erlendir milliliðir. „Hvemig stendur á því að Afríkuríkið Kamerún er orðið stór selskinnsútflyjandi? Og Grikkland? Og Lúxemborg?,” spyija þeir Landin og Ekman. London. Daily Telegraph. BBC, breska ríkisútvarpið, steig stórt skref í vikunni í átt til alþjóð- legs fréttasjónvarps en þá var byrjað á útsendingum, sem ná til 38 Asíuianda. í apríl sl. hóf BBC að senda út hálftímafréttaþátt til Evrópu en sam- kvæmt samningum við HutchVision, sjónvarpsfyrirtæki í Hong Kong, sem ræður yfír fjarskiptahnetti, verða fréttir og fréttaþættir send út allan sólarhringinn til 38 landa f Asíu. HutchVision mun sjá um auglýsing- amar en afnotin af fjarskiptahnettin- um eru BBC að kostnaðarlausu. Útsendingarnar ná til svæða, sem byggð eru 2,7 milljörðum manna en þar af mæla 200 milljónir á enska tungu. Raunar hafa aðeins nokkrir tugir milljóna manna á svæðinu að- gang að kapalsjónvarpi eða búnað til að taka á móti gervihnattasend- ingum en talið er, að áhorfendur eða notendur þurfi aðeins að vera sex til sjö milljónir til að endar nái saman. Er nú þegar er farið að huga að sendingum til Afríku. Ráðamenn BBC gera sér fulla grein fyrir, að CNN er búið að koma sér vel fyrir á þessum vettvangi og segja, að það hafi verið mikil mistök að vera ekki komnir af stað áður en Persaflóastríðið skall á. Þeirra styrk- ur er hins vegar sú virðing, sem BBC nýtur um allan heim fyrir góða frétt- amennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.