Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991
Sýnir í
Amsterdam
ÞORRI Hríngsson opnar einka-
sýningu í Galerie Van Rooy, einu
af virtari listhúsum Amsterdam-
borgar laugardaginn 26. október
nk.
Þetta er önnur einkasýning Þorra
í Van Rooy-galleríinu en hann var
einnig með einkasýningu þar í nóv,-
des. á síðastliðnu ári og hlaut sú
sýning góða dóma og mikla umfjöll-
un í stærsta dagblaði Hollands.
Þorri er fæddur í Reykjavík 1966
og stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1985-1989 og
útskrifaðist þaðan úr málaradeild.
1989-1991 var hann svo í Jan Van
Eyck akademíunni í Maastricht Hol-
landí.
Van Rooy-galleríið er til húsa á
Þorri Hringsson listmálari
Kerkstraaat 216, í miðborg Amst-
erdam og stendur sýningin í 4 vik-
ur. Opið er daglega, 'nema sunnu-
daga og mánudaga frá kl. 13 til kl.
18. (Frcttatilkynning)
Borgarafundur um Evr-
ópskt efnahagssvæði
BORGARAFUNDUR um Evrópskt efnahagssvæði, sem JC Reykjavík
og JC Breiðholt standa að í sameiningu, verður haldinn á Ilótel Borg
nk. laugardag, 19. október. Framsöguerindi flytja Þröstur Olafsson,
aðstoðarmaður utanríkisráðherra
sendiherra.
Að erindum loknum svara fram-
sögumenn spurningum fundar-
manna. Fundurinn hefst kl. 14 og
er opinn öllum þeim sem vilja kynna
sér andstæð sjónarmið um Evrópskt
efnahagssvæði.
Sama dag heldur JC-hreyfingin
svonefndan JC-dag og þá verður
og Hannes Jónsson, fyrrverandi
ýmislegt fleira á dagskránni. Sýndar
verða m.a. teikningar barna, sem
sýna hug þeirra til umhverfisins, í
kaffíteríunni í Perlunni, en fjögur
JC-félög í Reykjavík og á Seltjarn-
amesi hafa unnið sameiginlega að
því verkefni.
Akranes:
Grundaskóli 10 ára
Akranesi.
NU í haust er liðin rétt 10 ár frá því að Grundaskóli á Akranesi hóf
starfsemi sína og verður þess minnst á ýmsan hátt. Nemendur og
kennarar hafa að undanförnu unnið að undirbúningi afmælishaldsins
sem hefst laugardaginn 19. október nk. með hátiðardagskrá í íþrótta-
hú^inu á Jaðarsbökkum kl. 10.00 og aftur kl. 14.00.
A eftir þessari dagskrá verður semi skólans í áratug.
gestum síðan boðið í „opið hús” í Öllum foreldrum, eldri nemendum
skólanum þar sem boðið verður upp skólans og öðmm velunnurum hans
á veitingar sem nemendur hafa unn- er boðið til afmælisdagskrárinnar
ið sjálfír með aðstoð kennara sinna, og vænta nemendur og kennara
auk þess sem vinna nemenda í mynd- þess að sem flestir heimsæki skólan
um og máli verður til sýnis. Sérstakt þennan dag og njóti þess sem boðið
afmælisrit verður gefíð út og er þar verður uppá. Skólastjóri Grunda-
að fínna ýmislegt um sögu og starf- skóla er Guðbjartur Hannesson. JG.-
Kvikmyndahátíð Listahátíðar:
undir lok hennar þegar Mjöll vinátta. Falleg veröld. Paradís á
verður innlyksa í lestinni að jörð.
næstu stöð og labbar þaðan heim. Ekkert Torg hins himneska
Hamingja ríkir og samheldni og friðar.
SVARTUR SNJÓR -
BEN MING NIAN
MJÖLL
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Mjöll („Ou, Xiang Xue”). Sýnd
í Regnboganum. Leikstjóri:
Wang Haowei. Handrit: Tie
Ning, Wang Liu, Xie Xiaojin.
Aðalhlutverk: Xue Bai, Zjuang
Li, Tang Ye. Kína, 1990. 99
mín. Enskur texti.
Kínverska myndin Mjöll segir
frá hópi stúlkna sem búa við afar
forneskjulegar aðstæður á
bændabýlum langt inni í landi en
fá veður af nútímanum í formi
lestar sem brunar í gegnum sveit-
ina dag hvern og stoppar á lestar-
stöð í nágrenninu. Ein stúlknanna
rennir hýru auga til lestarþjóns
um borð. Allar uppgötva þær
frjálsan markað og selja vörur
innum lestargluggana, á verði
sem kúnnarnir ráða sjálfír. Kaupa
sér síðan betri föt fyrir arðinn.
Ein stúlkan heitir Mjöll og aðal-
áherslan er lýsing á lífi hennar.
Myndin gerist í nútímanum en
eini vitnisburðurinn um það er
lestin með sínum kókflöskum í
gluggunum og einn skólafélagi
Mjallar segir föður sinn hafa
keypt sjónvarpstæki.
Annars blasir fornöldin við.
Vinnan í sveitinni er erfið, hörð
og lýjandi, öll unnin með höndun-
um. Löng sena sýnir Mjöll og
föður hennar ryðja sér dulítinn
landskika í uppþornuðum árfar-
vegi í gegnum stórgrýti sem þau
flytja með erfiðismunum. Lífið er
fábrotið en um leið fallegt og ein-
lægt. Verðmætin stóru liggja í
nýju sápustykki eða spariskóm
sem eru handfjatlaðir eins og
þeir séu úr gleri.
Lestir hafa oft haft táknræna
merkingu í bíómyndum. Hér er
hún nútíminn sem þýtur gegnum
sveitina og fyllir sveitastúlkurnar
spennu og eftirvæntingu. Annars
er fátt eitt sem gerist í mynd-
inni. Mesti viðburðurinn á sér stað
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
LEIKSTJÓRI Xie Fei. Handrit
Liu Heng. Aðalhlutverk Jiang
Wen, Cheng Lin, Yue Hong,
Liu Xiaoning. Kína 1990. Ensk-
ur texti. 100 mín.
Við upphaf myndar er ungur
maður, Li Huiquan, að losna úr
fangelsi fyrir aðild að líkamsárás.
Á meðan hann sat af sér hefur
þjóðfélagið tekið miklum stakka-
skiptum, í stað þess sóíalíska
samfélags sem hann ólst upp við
er komin vestræn efnishyggja í
bland við hnignandi kommúnisma
og gamlar hefðir. Li tekst illa að
fóta sig en með hjálp lögreglunn-
ar fær hann söluborð á markaðs-
torgi og kemst fljótlega í sæmi-
legar álnir. En hann höndlar ekki
hamingjuna fyrir hagnaðinn frek-
ar en aðrir, einsemdin kvelur
hann og kynni við unga, fagra
og rísandi söngkonu verður síst
til að bæta ástandið.
Líkt og í öðrum löndum sem
eru að losna undan drunga og
dróma kommúnismans eru Kín-
veijar að reyna að spá í stöðuna.
Hvert stefni, hvað hafí áunnist,
hvað hafí glatast. Það er nokkur
eftirsjá í mynd Xie Feis eftir að
vissu leiti einfaldara ástandi
fortíðarinnar en engar óskir um
um endurkomu þeirrá tíma. Kín-
veijar virðast vera að sniglast
inní samtímann sem birtist í kók-
þambi og Marlbóró-reykingum,
klámmyndum, Michael Jackson,
ömurlegri júróvisjónmúzak og
skæðara ofbeldi og svartamark-
aðsbraski. Heldur neikvætt allt-
saman þó ekki sé hlaupið að því
fyrir Vesturlandabúann að ná
áttum í fjarlægri veröld þess
austurlenska. Flestu því sem við
tökum gott og gilt eru þeir að
venjast með misjöfnum árangri.
Forvitnilegust fyrir innsýnina
sem hún veitir í daglegt líf í hinu
fjarlæga landi.
TUNGLIÐ
K-A-R-A-0-K-E-
MNsnnuisnw
KiksaiiHiaiiaiiiTriM
5 < LAGAHEITI
œ >______________
1 7 Summer nights.
2 6 My Way.
3 3 Long train running.
4 5 Yesterday.
5 0 All my loving.
6 0 Stand by your man.
7 0 California Dreaming.
B 0 500 miles.
9 0 Banana boat (Day-0).
10 8 House of the rising sun.
OLVER
G L Æ S I B Æ
Metsölublad á hverjum degi!
í kvöld:
smmm
Laugardagskvöld:
BEMOOFAN
Næsta föstudag
skemmta finnska
rokksveitin
22 PISTEPIRKKO
ogNISAEÐLAN
Pat Tennis og the
Rockwille Trolls
leika „Country Rock’’ til kl. 03.00.
„Nothing but Country"
donso í kvöld.
20 áro oldurstokmark.
GARÐA-
KRÁIN
Tökum aó okkur allor tegundir
of einkosamkvæmum.
Garðatorgi 1 -Garðabæ.
Sími 657676.
BALL
Á
BORGINNI
flRMULA 7
_______SIMI 6 8 1 6 6.1
CuömundurHaukur
skemmtir töstudag
og laugardag
VITASTIG 3
SÍM1623137
Föstud. 18. okt. Opið kl. 20-3
Stöð 2 skorar é Sjónvarpið að senda
fulltrúa í fjölmiðlablúsinn
Hvernig Sjónvarpið bregst viö kemur
Ijós í kvöld
Blátt áfram, framlag Stöðvar 2 siðustu
helgi á Púlsinum
SÉRSTAKUR GESTUR KVÖLDSINS:
KI.23
farandsöngvari, Ijoð- og tónskáld
- Missið ekki af honum
Það verður mikið stuð í kvöld
- eins og venjulega!
Þar sem blusinn blómstrar!