Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 Norrænt gigtarár 1992: Fimmti hver Islendingur er með gigtarsjúkdóm Gigt er algengasti sjúkdómur á Norðurlöndum, jafnvel hjartasjúk- dómar, krabbamein oggeðsjúkdómar eru aftar í röðinni. Talað er um að tuttugu prósent þjóðarinnar eigi við gikt að stríða sem þýðir að fimmti hver Islendingur þjáist af einhvers- konar gigt. Næsta ár tileinkar Norðurlanda- ráð gigtsjúkum, og mun því árið 1992 verða norrænt gigtarár. Þetta kom fram á gigtarráðstefnu sem haldin var á vegum Öryrkja-v bandalagsins og Gigtarfélags íslands um síðustu helgi. Að sögn Jóns Þor- steinssonar yfirlæknis sem er for- maður Gigtarfélags íslands var ráð- stefnan haldin til að kynna gigtarár- ið og halda upp á 15 ára afmæli Gigtarfélags íslands. Jón sagði að gigtsjúkir yrðu í brennidepli á gigtar- ári og er meiningin að reyna að koma ráðamönnum þjóðarinnar í skilning um að auka þarf og bæta hag gigt- sjúkra. Kostar þjóðina fimm milljarða á ári Jón benti á að kostnaður við gigt- sjúka næmi á ári hveiju fimm millj- örðum og stór hluti af þeirri fjárhæð væri vegna vinnutaps og örorkubóta. Hann nefndi sem dæmi að tuttugu prósent af örorkubótum rennur til gigtsjúkra. „Þessi sjúkdómur er mikið og al- varlegt vandamál,” segir Jón „og það kostar mikið fé að sinna vel því fólki sem þjáist af gigt. Ég leyfi mér að fullyrða að minna fé er varið í að lækna og rannsaka gigt en aðra sam- bærilega sjúkdóma hér á landi. A þessu þarf að ráða bót 'og við hyggjumst gera kynningarátak á málefnum gigtsjúkra, fara af stað með fjáröflunarherferð og við von- umst til að fá íjölmiðla í lið með okkur.” Vantar sérstaka gigtardeild Jón segir að það sé í rauninni óviðunandi að ekki sé til sérstök gigt- ardeild sem tekur á móti sjúklingum um leið og þeir leita sér aðstoðar. Ef fólk leitar aðstoðar nógu snemma og fær strax meðferð við hæfi er hægt að koma í veg fyrir að sjúkdóm- urinn versni og í sumum tilfellum er hægt að halda honum verulega í skefjum. Hinsvegar kemur fram í máli Jóns að biðtími er langur í allar aðgerðir, hann skiptir jafnvel mánuð- um og árum, og það vantar tilfinnan- lega fleiri rúm og viðunandi aðstöðu til að hægt sé að veita nauðsynlega aðstoð. Hann bendir einnig á að íslending- ar hafi sérstöðu í ættfræðirannsókn- um og vitað sé að sumir gigtsjúkdóm- ar gangi í ættir. „Við eigum góða rannsóknarstofu í ónæmis- og erfða- fræði og það þarf að vera mögulegt að vinna að rannsóknum á gigtsjúk- um.” Gigtarfélag íslands mun knýja á heilbrigðisyfirvöld á gigtarári að þau geri eitthvað til að hægt sé að koma upp gigtardeild og um leið rannsókn- araðstöðu. Markmið félagsins með væntan- legu kynningarátaki er um leið og málefni gigtsjúkra verða reifuð að koma af stað fjáröflun þannig að unnt sé að stækka gigtlækningastöð Gigtarfélags ísland.'Biðtíminn þar segir Jón að sé orðinn margir mánuð- ir. „Þetta er óþolandi ástand og það þyrfti að stækka stöðina að minnsta kosti um helming til að anna eftir- spurn. Við erum komnir í viðræður við Sjálfsbjörg um að fá afnot af sundlauginni þeirra því það er mjög JLroskahjálp Malding um náms- og menntunarmdguleika tatlaðra Hótel Holiday Inn 18.10. 1991 Dagskrá: Sameiginlegur fundur í aðalsal Fundarstjóri, Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis. 9.00 - Ávarp. Formaður Þroskahjálpar, Ásta B. Þorsteinsdóttir. 9.15 - Setning. Fulltrúi menntamálaráðherra. 9.30 - Stefna menntamálaráðuneytis í menntunarmálum fatlaðra. Kolbrún Gunnarsdóttir, sérkennslufulltrúi ríkisins. 9.45 - Stefna Kennarasambands íslands. Birna Sigurjónsdóttir, for- maður Skólamálaráðs Kennarasambands (slands. 10.00 - Kaffihlé. 10.15 - Viðhorf til blöndunar. Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri í Borg- arnesi. 10.45 - Blöndun, stefnur og straumar. Dóra S. Bjarnason, dósent við KHl. Blöndun: Má læra af andfætlingum? 11.15 - Menntun fyrir alla. Ole Hansen, yfirskólasálfræðingur frá Dan- mörku. 12.00-13.00 - Hádegisveröarhlé. SALUR 1. Forskólabarnið og grunnskólinn - Ráðstefnustjóri Arthur Morthens, sérkennslufulltrúi Reykjavíkur. 13.00 - Ráðgjöf við foreldra forskólabarna. Stefán Hreiðarsson, for- stöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. 13.15 - Væntingar foreldra. Sigrún Kristmannsdóttir. 13.25 - Stefnan í reynd - reynsla foreldris. Aldís Rögnvaldsdóttir. 13.35 - Heildarstefna sérkennslu innan grunnskóla. Kristín Aðalsteins- dóttir, kennslufræðingur, Valgerður Janusdóttir, kennari og nemandi í sérkennslufræðum. 14.00 - Blöndun fatlaðra barna í almenna bekki. Auður Hrólfsdóttir, sérkennari. 14.15 - ...í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir ... Um kennslu fatl- aðra barna á Suðurlandi. Regína Höskuldsdóttir, sérkennslu- fulltrúi. 14.30 - Hver ber ábyrgð á barni með sérþarfir? Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu. 14.45-15.00 - Kaffihlé. 15.00-16.00 - Umraeöur. SALUR 2. Framhaldsskólinn. - Ráðstefnustjóri Berit Johnsen uppeldis- og kennslufræðingur. 13.00 - Anna Dóra Antonsdóttir, sérkennari og Gunnlaug Hartmanns- dóttir námsráðgjafi. Er framhaldsskólinn reiðubúinn til að taka á móti fötluðum nemendum? 13.25 - Hvað með mitt barn? Væntingar foreldra þroskaheftra ungl- inga til menntunar. Halldóra Sigurgeirsdóttir. 13.40 - Iðnnám, starfsþjálfun, verklegt nám. Fjölnir Ásbjörnsson, sér- kennari við Iðnskólann. 13.55 - Menntaskólinn og fatlaðir nemendur. Ágústa Gunnarsdóttir, námsráðgjafi M.H. og Helga Sigurjónsdóttir, námsráðgjafi M.K. 14.10 - Hvernig tekur menntaskólinn á móti fötluöum nemanda? Séð frá sjónarhóli nemenda M.H. Ásdisar Jennu Ástráðsdóttur og Hönnu Margrétar Kristleifsdóttur. Hanna Mjöll Fannar, tákn- málstúlkur Menntaskólans í Hamrahlíð. 14.25-15.00 - Kaffihlé. 15.00-16.00 - Umræður. Sameiginlegur fundur frá kl. 16.00 16.00-17.00 - Hvernig gerum við drauminn um einn skóla fyrir alla að veruleika? Ole Hansen, yfirskólasálfræðingur, Danmörku. 17.00 - Niðurstöður og ráöstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin og að kostnaðarlausu. æskilegt að gigtsjúkir hafi aðgang að vatnsþjálfun.” Þegar Jón er að því spurður hvort til séu fjármunir til að hefja fram- kvæmdir segir hann að Norðurlanda- ráð hafi falið gigtarfélögum á Norð- urlöndum að fjármagna gigtarár. „Gigtarfélag Islands á enga fjármuni til að sinna þessu sem skyidi. Við sjáum okkur ekki einu sinni fært að sinna kynningarátakinu eins vel og við vildum. En við vonum að almenn- ingur taki við sér og með væntan- legri ijáröflunarherferð takist að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Frá afhendingu gjafa til styrktar Landgræðsluskógum, Björn Z. Ásgrímsson markaðssfjóri Umbúðamiðstöðvarinnar hf., frú Vigdís Finnbogadóttir forseti og Björn Niklasson framkvæmdasljóir Igges- uns AB. Skógræktarfélag íslands: Sænskar gjafir til styrktar átaki um Landgræðsluskóga SÆNSKI pappírsframleiðandinn Iggesund AB, sem er hluti fyrir- tækjasamsteypunnar MoDo, hefur fært Vigdísi Finnbogadóttur for- seta Islands, gjafir til styrktar átaki um ræktun landgræðslu- skóga. Um er að ræða peningagjöf að andvirði 50 þúsund sænskar krónur eða um 500 þúsund ísl. Að auki heit- ir fyrirtækið sérfræðilegri aðstoð við ræktun landgræðsluskóga á Islandi. Að sögn Huldu Valtýsdóttur form- anns Skógræktarfélags íslands, er MoDo fyrirtækjasamsteypan mjög umsvifamikil í skógrækt, timbur- vinnslu og pappírsiðnaði og selur afurðir sínar um allan heim. Meðal annars hefur pappír frá fyrirtækinu verið notaður hér á landi í umbúðir fyrir frystar sjávarafurðir. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 15 þús- und og veltan á síðastliðnu ári var um 190 milljarðar íslenskra króna. Umbúðamiðstöðin hf. hefur um áratuga skeið verið einn stærsti við- skiptavinur fyrirtækisins hér á landi og hafði Bjöm Z. Ásgrímsson mark- aðsstjóri milligöngu um gjöfina, sem afhent var í lok árlegs fundar starfs- manna Iggesund/MoDo um um- hverfísmál og umbúðir sem haldinn var í Reykjavík. Hitaveita Húsavíkur: Dísilrafstöð notuð til að spara RAFMAGNSVEITA Húsavíkurkaupstaðar ætlar að nota dísilrafstöð til að framleiða rafmagn á annatímum í vetur í stað þess að kaupa allt rafmagn frá RARIK. Með þessu telja Húsvíkingar sig geta sparað um tvær milljónir króna. „Við ætlum að nota dísilrafstöð á annatímum í vetur og spara okkur þannig um tvær milljónir króna,” sagði Víglundur Þorsteinsson veitu- stjóri á Húsavík í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði veiturnar eiga eina 500 kílóvatta dísilstöð sem dygði fyrir fjórðungi til fímmtungi þess rafmagns sem bærinn þyrfti á hámarkstíma, en „við notum eina til að byrja með,” sagði Víglundur og gaf þannig til kynna að hugsanlega Samband Fé- laga sumar- bústaðaeig- enda á Is- landi stofnað ALLMÖRG félög sumarhúsaeig- enda hafa ákveðið að stofna með sér samtök. Ákvörðunin er að mestu tilkomin vegna verðlagn- ingar Rafmagnsveita ríkisins á stofnheimtaugum fyrir rafmagn í sumarhús. í fréttatikynningu um stofnun fé- lagsins segir að af sumarbústöðum séu greidd gjöld til sveitafélaganna og það sé því full ástæða fyrir gjald- endur að kannaður sé réttur þeirra gagnvart sveitafélögunum. Tíma- bært sé orðið að stofna samband, sem hafi forgöngu í ýmsum sameig- inlegum réttindamálum sumarhúsa- eigenda. Stefnt verði að því að hafa sambandið einfalt í sniðum, ekki verði farið inn á starf einstakra fé- laga og að það verði eins ódýrt í rekstri sem unnt er. Stofnfundur Sambands Félaga sumarbústaðaeigenda á íslandi verð- ur haldinn sunnudaginn 27. október kl. 14 í salnum, Skipholti 70, 2. hæð. Hverfafélögum sumarbústaða- eigenda er boðið að senda fulltrúa á stofnfundinn. fengju þeir sér fleiri vélar. „Alagstímarnir eru aðallega skömmu fyrir hádegi og kvöldmat og þá er hugmyndin að nota stöðina og við reiknum með að spara okkur um 6% af innkaupakostnaði á raf- orku. Við kaupum raforkuna frá RARIK en það er í rauninni bara framlenging á verðskrá Landsvirkj- unar. Við kaupum rafmagn fyrir um 32 milljónir á ári,” sagði Víglundur. Hann sagði að breytingar sem Landsvirkjun hefði gert á gjaldskrá sinni um síðustu áramót væri ástæð- an fyrir því að Húsvíkingar notuðu dísilrafstöðvar á háannatímanum. Hann sagði að raforkuverðið væri í reynd þrískipt, ákveðið gjald fyrir aflkaup og síðan væri orkugjaldið tvískipt, sumar- og vetrarverð. Vetr- arverðið sagði Víglundur að væri helmingi hærra en sumarverðið og því kæmi dísilrafstöð í góðar þarfír að vetri til. Víglundur sagðist vita um nokkur byggðalög sem hefðu í hyggju að nota dísilrafstöðvar í vetur til að lækka orkuverðið. að rétta bíónafninu og hófst dreifing miða þann 4. september sl. og var lokaskiladagur 4. október. Miðum var dreift í Kringlunni, Bíóhöllinni og Bíóborginni einnig sem getrauna- seðillinn birtist í Morgunblaðinu. Nafnið, Sagabíó, var síðan tilkynnt FM 957. Alls bárust á milli 70 og 80 þús- und miðar í keppnina en um 130.000 miðum var dreift. Aldur þátttakenda var allt frá 4 ára til 80 ára og lögðu margir áherslu á tillögur sínar með teikningum, ljóðum og fleiru. ► Elísabet Árnadóttir og Alfreð Árnason að vinna úr aðsendum seðlum í nafnasamkeppni Sambíóanna. Fimmtán manns voru með nafnið Sagabíó NAFNASAMKEPPNI Sambíóanna sem efnt var til vegna kvikmynda- húss sem er í byggingu er lokið og var bíóinu gefið nafnið Sagabíó. 15 manns voru með nafnið Sagabíó og verður dregið um vinnings- hafa úr þesum 15 nöfnuin við opnun bíósins sem verður í lok nóvemb- er en vinningurinn er Toyota Hi-Lux að verðmæti tvær milljónir króna. Samkeppni þessi nefndist Leitin í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.